Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 12.02.2004, Blaðsíða 43
Það kom snemma í ljós að KalliBjarni var mikið tónlistarefni. Hann er með tónvissari mönnum sem ég þekki. Málið var bara að hann kæmi sér á framfæri. Og það hefur hann svo sannarlega gert,“ segir Sigurjón Ingibjörnsson um sinn gamla hljómsveitarfélaga Kalla Bjarna en saman léku þeir í hljómsveitinni Veridian Green. Kalli Bjarni hefur rifjað upp þann tíma þegar hann var í Veridi- an Green og látið hafa eftir sér að hann hafi ein- göngu sungið bakraddir auk þess að leika á orgel. Fréttablað- inu lék forvitni á að vita hvort menn þar á bæ hefðu ekki tekið eftir sönghæfi- leikum Idol- stjörnunnar. „Jú, að sjálfsögðu, enda varð hann fljótlega söngvarinn. Ég gekk í Veridian Green sem gítarleikari þegar hljómsveitin kom saman aft- ur eftir nokkurt hlé. Við Kalli höfð- um í millitíðinni stofnað hljómsveit sem hét Bananas og í henni var hann aðalsöngvarinn. Síðan var ákveðið að endurvekja Veridian Green árið 1995 og þá söng Kalli. En því miður lifði hljómsveitin ekki lengi og hætti störfum einu til tveimur árum síðar.“ Hljómsveitin Veridian Green fór nokkrum sinnum í hljóðver og tók upp nokkur lög sem aldrei voru gefin út. Meðal þeirra voru tvö lög sem Sigurjón, eða Jónsi eins og hann er jafnan kallaður, og Kalli Bjarni sömdu í sameiningu. „Þetta eru lögin Rosie og Singing in the Sun. Það er aldrei að vita nema ég og Kalli hittumst ein- hvern tímann og rifjum upp lögin. En Kalli ræður því algerlega.“ Jónsi leikur nú með hljómsveit- inni Grænir vinir frá Suðurnesj- um. Aðspurður segir hann það al- gera tilviljun að græni liturinn sé áberandi í nöfnum hljómsveit- anna. „Grænir vinir hétu þessu nafni áður en ég kom til sögunnar. Þetta æxlaðist bara svona.“ En hvernig líst gömlum hljóm- sveitarfélaga á frammistöðu Idol- stjörnunnar? „Ég er afar stoltur af honum og óska honum alls hins besta. Þetta er hreinn og beinn strákur og vonandi verður hann það áfram.“ ■ 43FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2004 Fréttiraf fólki Stundum fær maður tónlist uppí hendurnar sem er nær ómögulegt að lýsa í orðum. Ég ætla samt að reyna. Lhasa er mjög sérstök kona. Hún er fædd í Mexikó, uppalin í New York en hefur búið lengi í Frakklandi. Sem sagt veraldarvön stúlka sem leyfir umhverfi sínu að sökkva inn. Þannig eru áhrif frá öllum þeim tónlistarsvæðum sem hún hefur alist upp í. Í fljótu bragði hljómar þetta eins og blanda af Dead Can Dance, Calexico og Tom Waits sungið með sálarfullri röddu sem svipar til Noruh Jones eða Billie Holiday. Sungið er á spænsku, frönsku og ensku. Þetta er svalur alþjóðakokteill fyrir opið fólk og þessi tónlist gæti hæglega endað í einhverjum bíómyndum eða leik- ritum. Líkist mörgu, en á sama tíma engu. Þetta er sterk tónlist, rík í hefðinni, dáleiðandi, falleg og tímalaus. Dimm rödd Lhasa er dularfull og hún tjáir sig með mikilli tilfinningu. Það er eigin- lega bara ómögulegt að hlusta á þetta án þess að heillast frá fyrstu hlustun. Ótrúlega góð leið til þess að byrja tónlistarárið. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist LHASA: The Living Road Habla vouz english? LAST SAMURAI kl. 6 og 9 B i 14 ára MADDITT kl. 6 M. ÍSL. TALI ATH! miðaverð 500 kr. HUNTED MANSION kl. 4.45 og 9 SÝND kl. 8 og 10.20 B i 14 ára SÝND kl. 9 SÍMI 553 2075 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 16 ára SÝND kl. 6.30 og 9 SÝND kl. 5 og 7 M. ÍSLENSKU TALI kl. 8 og 10.40 B i 14 áraMASTER & CO... kl. 5.30 Allra síðasta sýningMONA LISA SÝND kl. 5.30, 8 og10.30 B i 16 ára SÝND kl. 5.20, 8 og10.40 B i 16 ára SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHHH ÓHT Rás 2 HHH1/2 HJ MBL. ✩✩✩✩ Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.com Tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta teikni- myndin Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjöl- skylduna með tónlist eftir Phil Collins! Charlize Theron vann Golden Globe- verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna Su-do airbrush Su-do Loftdælur Handtæki Verkfæri Varahlutir Su-do Námskeið Tattoo Naglaskreytingar Förðun Brúnkumeðferð Su-do Litir Stenslar Sótthreinsivökvi Brúnkuefni Su-do áralangar rannsóknir og reynsla HJÖLUR EHF Hjallabrekku 1, Kópavogur sími 588 8300 Einkaumboð fyrir Su-do á Íslandi Leikarinn Colin Farrell rann ístiga hótelsins sem hann býr á þessa dagana og brákaðist illa á fæti. Leikarinn er staddur í Bangkok á Taílandi, við tök- ur á Alexander. Farrell þurfti að fara með fót- inn í gifs en kláraði samt þær tökur sem hann átti eftir á tilsettum tíma. Bandaríska kvikmyndaakadem-ían hefur skipað þeim sem koma til með að vinna til Óskarsverðlauna í lok mánaðarins að fly- tja stuttar þakkaræð- ur. Með þessu er von- ast til að hátíðin verði styttri en hún hefur verið síðastliðin ár. Einnig verður lögð aukin áhersla á alla þá sem tilnefndir eru. Leikkonan Diane Keaton komblaðamönnum í Berlín í opna skjöldu þegar hún brast í grát á miðjum blaða- mannafundi. Þar var hún ásamt Jack Nicholson og Amöndu Peet sem leika með henni í mynd- inni Somet- hings Gotta Give. Keaton sagðist ekkert skilja í spurn- ingum blaðamanna og að henni þætti uppákoman afar undarleg. Jack var hinn mesti herramaður, tók utan um vinkonu sína og leiddi hana út. Bassaleikarar New Order, Sto-ne Roses og The Smiths hafa stofnað saman hljómsveit. Þeir Peter Hook, Mani og Andy Ro- urke ætla að gera plötu saman en hafa ekki ákveðið hvort hljómsveitin eigi að heita Strax ljóst að Kalli Bjarni væri efnilegur Tónlist SIGURJÓN INGIBJÖRNSSON ■ er gamall hljómsveitarfélagi Idol-stjörnunnar Kalla Bjarna og segist stoltur af kappanum. SIGURJÓN INGI- BJÖRNSSON Spilaði með Kalla Bjarna og er stoll- tur af stráknum. KALLI BJARNI OG JÓNSI Í VERIDIAN GREEN Kalli Bjarni og Jónsi á tónleikum á Vopnafirði. „Myndin er náttúrlega barn síns tíma en sýnir tíðarandann og stemninguna sem var á okkur,“ segir Jónsi. Freebase eða Stalingrad. Platan kemur út í apríl og á meðal gestasöngvara á plötunni eru Robert Smith úr The Cure, Dav- id Sylvian og Will Oldham. Plötufyrirtækið EMI hefur núbannað Jay-Z að gefa út fyrir- hugaða plötu sína, The Gray Album. Á plöt- unni skellti kappinn saman lögum Bítlanna af hvítu plöt- unni við rappið af svörtu plöt- unni sinni. Búið er að pressa plöt- una í 3000 ein- tökum og seg- ir Danger Mouse, sem stóð fyrir endurhljóðblöndunum, að aldrei hafi staðið til að gera fleiri eintök. Nicole Kidman lenti í fyrstaskipti í langan tíma í því að vera neitað um hlutverk í kvikmynd. Hún var að sækjast eftir því að leika aðalhlutverkið í nýjustu mynd leikstjórans Fern- ando Meirelles, sem gerði síðast City of God, en eftir fund með honum sagði leikstjórinn hana vera of gamla fyrir hlutverkið. Hann vildi frekar fá bestu vin- konu hennar Naomi Watts sem er aðeins ári yngri. Naomi gat aftur á móti ekki tekið hlutverkið að sér þar sem hún er að fara leika í King Kong.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.