Fréttablaðið - 20.02.2004, Síða 13
13FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004
NÁTTÚRUVERND Sveitarfélög á Snæ-
fellsnesi; Eyja og Miklaholtshrepp-
ur, Grundarfjarðarbær, Helgafells-
sveit, Snæfellsbær, Stykkishólms-
bær, og Þjóðgarðurinn Snæfells-
jökull hafa sameinast um þátttöku í
verkefni sem miðar að alþjóðlegri
vottun svæðisins sem sjálfbærs
samfélags.
Bæjarfélögin hafa ákveðið að
starfa eftir staðli sem settur er
fram af félaginu Green Globe 21. Á
heimasíðu félagsins, sem hefur
höfuðstöðvar í Ástralíu, kemur
fram að 356 aðilar séu þátttakend-
ur í verkefnum á vegum félagsins,
þar af tuttugu á Íslandi.
Guðrún Bergmann, sem er ann-
ar af umsjónarmönnum verkefnis-
ins, segir að kostnaður við að öðlast
vottunina verði um átta til níu
milljónir króna en árlegur kostnað-
ur við að viðhalda henni verði á bil-
inu fimm til sjö hundruð þúsund.
Green Globe hefur mun meiri
útbreiðslu á Íslandi en í nágranna-
löndunum. Þannig er enginn sam-
starfsaðili skráður í Danmörku,
Finnlandi og Svíþjóð og aðeins
tveir í Noregi. Í Bandaríkjunum
eru þátttakendurnir tveir og sjö í
Bretlandi.
„Í rauninni verður Snæfellsnes-
ið fyrsta samfélagið á norðurhveli
jarðar sem fær þessa vottun,“ seg-
ir Guðrún.
Hún segir að áhersla samtak-
anna hingað til hafi fyrst og fremst
verið á þróunarlönd og fátæk ríki í
Kyrrahafinu þar sem aðilar í ferða-
þjónustunni hafi unnið mikinn
skaða á umhverfinu. Þeir hafa lagt
mjög mikla áherslu á að vinna í
þróunarlöndum þar sem ferðaþjón-
ustan hefur á margan hátt rústað
samfélögunum,“ segir Guðrún.
Hún segir forsvarsmenn Green
Globe vera ánægða að fá tækifæri
til þess að starfa hér á landi þar
sem slíkur skaði hefur ekki átt sér
stað.
Ýmis fyrirtæki á sviði bænda-
gistingar hafa tekið upp vinnuað-
ferðir samkvæmt stöðlum Green
Globe en Hólaskóli er opinber vott-
unaraðili fyrir samtökin. Þá hefur
hópferðafyrirtækið Guðmundur
Tyrfingsson ehf. fengið fullgilda
vottun félagsins.
thkjart@frettabladid.is
Sjálfsbjörg:
Áhyggjur
af heima-
hjúkrun
HEILSUGÆSLA Sjálfsbjörg, lands-
samband fatlaðra, lýsir yfir þung-
um áhyggjum af því ástandi sem
ríkir í heimahjúkrun á Reykjavík-
ursvæðinu, að því er segir í til-
kynningu sem samtökin hafa sent
heilbrigðisráðherra, forstjóra
heilsugæslunnar og Miðstöð
heimahjúkrunar.
Samtökin benda á að fyrir liggi
að fjöldi starfsmanna heima-
hjúkrunar hafi ákveðið að leggja
niður störf 1. mars næstkomandi
vegna ágreinings við Heilsugæsl-
una.
Sjálfsbjörg krefst þess að
þessu yfirvofandi ófremdar-
ástandi verði afstýrt og farsæl
lausn fundin á málinu. ■
GUANTANAMO-HERSTÖÐIN
Bresku fangarnir á Guantanamo á Kúbu
hafa aldrei verið dregnir fyrir rétt.
Fangarnir á Guantanamo:
Fimm Bret-
um sleppt
BRETLAND Fimm breskir ríkisborg-
arar sem hafa verið í haldi í
bandarísku herstöðinni í Guant-
anamo undanfarin tvö ár fá frelsi
á næstu vikum. Níu Bretar eru á
meðal þeirra 600 meintu hryðju-
verkamanna sem eru í haldi
bandarískra stjórnvalda á Kúbu.
Fjölskyldur fanganna hafa
þrýst á stjórnvöld í Bretlandi að
beita sér fyrir því að þeim verði
sleppt úr haldi. Samningaviðræð-
ur við Bandaríkjastjórn hafa stað-
ið yfir svo mánuðum skiptir.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Breta, segir að það sé í höndum
lögreglunnar að taka ákvörðun
um það hvort mennirnir verði
handteknir við komuna til Bret-
lands. ■
Dani á Guantanamo:
Sleppt úr
haldi
DANMÖRK, AP Danskur ríkisborg-
ari, sem hefur verið í haldi banda-
rískra stjórnvalda í Guantanamo-
herstöðinni á Kúbu í tvö ár, verð-
ur látinn laus. Forsætisráðherr-
ann Anders Fogh Rasmussen til-
kynnti á danska þinginu í gær að
fanginn væri væntanlegur til
Danmerkur þar sem samkomulag
hefði náðst við bandarísk stjórn-
völd.
Per Stig Möller utanríkisráð-
herra segir að ekki komi til greina
að draga manninn fyrir rétt í Dan-
mörku. Stjórnarandstaðan hefur
varpað fram þeirri spurningu
hvernig hafi verið hægt að halda
manninum föngnum í tvö ár ef
hann hefur ekki unnið sér neitt til
saka sem hægt er að ákæra hann
fyrir. ■
BÍLVELTA Á VESTURLANDSVEGI
Bíll fór í gærmorgun út af Vest-
urlandsvegi og valt. Þetta gerðist
skammt frá bænum Brennustöð-
um norður af Borgarnesi. Enginn
slasaðist.
SKEMMDARVERK Skemmdarverk
voru unnin á bíl á Eskifirði í gær.
Svo virðist sem bíl hafi verið
bakkað á annan bíl og hann
skemmdur.
SAN FRANCISCO „Ég myndi segja við
forsetann: Komdu og hittu þessi
rúmlega 3.000 pör sem hafa bund-
ist hvort öðru, heitið hvoru öðru
ástríku ævilöngu sambandi með
jafna réttarstöðu, sömu réttar-
stöðu og hann og kona hans
njóta,“ sagði Gavin Newsom,
borgarstjóri í San Francisco, í við-
tali við The New York Times.
Newsom er maðurinn sem fyrir-
skipaði að borgaryfirvöld skyldu
gefa út hjúskaparleyfi til samkyn-
hneigðra og standa fyrir brúð-
kaupum.
Ákvörðunina segist Newsom
hafa tekið eftir að hann hlýddi á
stefnuræðu George W. Bush
Bandaríkjaforseta þar sem for-
setinn lýsti andstöðu sinni við að
samkynhneigðir einstaklingar
fengju að ganga í hjónaband. „Ég
sat þarna og klóraði mér í höfðinu,
segjandi að þessi heimur sem
hann væri að tala um væri ekki sá
sem ég hefði vonast eftir þegar ég
ólst upp. Mér fannst sumt af því
sem hann sagði ala á óeiningu.“
Newsom segist styðjast við
jafnréttisákvæði stjórnarskrár
Kaliforníuríkis þegar hann leyfi
hjónabönd samkynhneigðra.
Hann stendur við ákvörðunina en
er reiðubúinn að hlýða dómstólum
ef þeir dæma hjónavígslurnar
ólöglegar. ■
DÓMSMÁL „Sigur minn er ekki
bara að hafa verið sýknaður í
Hæstarétti heldur líka fyrir
þjóðina því mér tókst að stöðva
að íslensk flugfélög flyttu vopn
til Íraks,“ segir Ástþór Magnús-
son en hann var sýknaður af
ákæru um að hafa dreift tölvu-
pósti til fjölda fólks með til-
hæfulausri viðvörun um
sprengjutilræði gegn íslenskri
flugvél. Ástþór var einnig sýkn-
aður í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Í ákærunni segir að viðvörun-
in hafi verið til þess fallin að
vekja ótta um líf, heilbrigði og
velferð manna.
„Ég vildi verja mig sjálfur og
því ekki rétt að ég hafi ekki vilj-
að tjá mig frekar. Mér finnst
forkastanleg vinnubrögð bæði í
Héraðsdómi og í Hæstarétti og á
skjön við mannréttindasáttmál-
ann að ég hafi ekki fengið að
verja mig sjálfur.“
Ástþór segir það standa upp
úr að honum hafi tekist að koma
í veg fyrir að Flugleiðir færu að
fljúga með vopn til Mið-Austur-
landa í Íraksstríðinu. Hann seg-
ir að eftir handtöku hans hafi
verið byrjað að draga í land,
sem sé gott því annars væru ís-
lenskar flugvélar brennimerkt-
ar og í hryðjuverkahættu.
Ástþór segir forsvarsmenn
friðarsamtaka grípa til ýmissa
óhefðbundinna aðferða til að
vekja athygli á málstað sínum.
„Þær aðferðir sem ég hef notað,
eins og með tómatsósuna, eru
fermingardrengsaðferðir miðað
við það sem harðir friðarsinnar
eru að gera erlendis.“ ■
ÍRAKAR MÓTMÆLA
Írakar mótmæla því að þeim var gert að
flytja úr opinberum byggingum þangað
sem þeir flúðu eftir að hús þeirra
eyðilögðust í árásum Bandaríkjamanna.
Svíi handtekinn í
Þýskalandi:
Njósnaði fyr-
ir Ungverja
ÞÝSKALAND Lögreglan í Þýskalandi
hefur handtekið 64 ára sænskan
ríkisborgara sem grunaður er um
að hafa stundað njósnir fyrir ung-
versku leyniþjónustuna í nítján
ár, frá 1967 til 1986. Maðurinn var
handtekinn á flugvellinum í
Frankfurt en hann situr nú í
gæsluvarðhaldi í Karlsruhe.
Maðurinn hefur verið búsettur
í Svíþjóð síðan árið 1956, þegar
hann flúði frá Ungverjalandi.
Hann hefur verið eftirlýstur í
Þýskalandi í fjölda ára, sakaður
um að hafa selt Ungverjum upp-
lýsingar um bandaríska herinn.
Meintur vitorðsmaður hans var
handtekinn árið 1990 og dæmdur í
ævilangt fangelsi. ■
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON
Ástþór segir aðferðir sínar
vera eins og fermingar-
drengja miðað við það sem
friðarsinnar í öðrum löndum
gera til að vekja athygli á
málstað sínum.
Dreifði tölvupósti með viðvörun um sprengjutilræði:
Ástþór sýknaður í Hæstarétti
Nýr borgarstjóri breytti landslaginu fyrir
samkynhneigða:
Forsetinn ætti að
ræða við brúðhjónin
BORGARSTJÓRI MEÐ HAMINGJU-
SÖMUM BRÚÐHJÓNUM
„Ég hef furðað mig á tali íhaldsmanna
sem vilja neita fólki um réttindi en
segjast samt vera íhaldsmenn. Mér
finnst hræsnin í því ótrúleg,“ sagði
borgarstjórinn í San Francisco.
■ Lögreglufréttir
Snæfellssvæðið fyrst
á norðurhveli jarðar
Kostnaður við Green Globe-vottun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi mun
nema 8 til 9 milljónum í upphafi og svo 500-700 þúsundum á ári. Tutt-
ugu aðilar á Íslandi taka þátt í verkefnum á vegum samtakanna.
ÞÁTTTAKENDUR Í GREEN GLOBE-VERKEFNINU
Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði, Óli Björn Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ, Benedikt
Benediktsson, sveitarstjóri í Helgafellssveit, Eyþór Björnsson, starfandi bæjarstjóri í Grundarfirði, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra,
Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Guðbjartur Gunnarsson, sveitarstjóri í Eyja- og Miklaholtshreppi, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í
Snæfellsbæ.