Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.02.2004, Blaðsíða 35
Samband kjöts og ávaxta hefurfrá fornu fari verið framúr- skarandi farsælt og kemur svínið sterkt inn í þeim efnum. Nægir að nefna hinn klassíska grís með eplið í munninum því til sönnunar. Engifer er galdrakrydd sem lyftir sósum í hæstu hæðir. 4 sneiðar svínahnakki 600 kr. 2 msk. ólífuolía 3 msk. eplaedik 2 msk. sykur 2/3 bolli hvítvín 200 kr. 2/3 bolli kjúklingasoð (jafnvel úr teningi) 1 1/2 pera (afhýdd, kjörnuð og skorin í báta) 70 kr. 4 cm biti af engiferrót (afhýdd og skorin í fína strimla) 1 púrrulaukur (skorin í 3 cm langa bita og hver biti í strimla) 25 kr. 2 tsk. kartöflumjöl Byrjið á að banka kjötið svolít- ið til með kjöthamri, salta það og pipra og steikja á pönnu um þrjár mínútur á hvorri hlið. Takið þá kjötið af pönnunni og haldið heitu. Setjið eplaedik og sykur á pönn- una, hrærið í og eldið yfir meðal- hita um eina mínútu þar til sykur- inn hefur bráðnað og sýrópið er orðið fallega brúnt. Hellið þá vín- inu og kjúklingasoðinu út í og hrærið vel út. Bætið perum og engifer út í sósuna og látið malla í um þrjár mínútur, bætið þá púrr- unni út í og eldið í tvær mínútur í viðbót. Leysið kartöflumjöl upp í tvær teskeiðar af vatni og hrærið út í sósuna til að þykkja hana. Setjið síðast kjötbitana út í og lát- ið malla þar til kjötið hefur hitnað í gegn. Kostnaður tæplega 1.000 kr. 27FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1.000 kr. eða minna. L a u g a v e g i 3 • S í m i : 5 5 2 - 0 0 7 7 E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 17 ÁRNI MATHIESEN Á MATARHÁTÍÐ Food and fun stendur sem hæst núna og margir veitingastaðir í bænum bjóða upp á sérstakan matseðil af því tilefni. Sjávarútvegs- ráðherra kynnti hátíðina við setningu hennar og gæddi sér á girnilegum veitingum. Svínakjöt með perum og engifersósu Sykurskert bökunarduft: Sætar kökur sem ekki fita Komið er á markað bökunar-duft sem inniheldur aðeins ör- fáar hitaeining- ar. Þetta duft er tilvalið fyrir fólk sem vill forðast mikinn sykur en fá samt góða og sæta kökusneið með kaffinu. Bökun- arduftið inni- heldur engin rotvarnar- eða litarefni. F r a m l e i ð - endur duftsins eru Kathi Rainer Thiele GmbH í Þýskalandi. Pakk- arnir innihalda 300 g af bökunar- dufti og fást nú tvær tegundir, önnur með sítrónubragði og hin með hnetubragði. Auðvelt er að baka úr duftinu og innihaldslýsing á pökkunum er á íslensku. Bökunarduftið fæst meðal annars í verslunum Hag- kaupa og Fjarðarkaupum. ■ BÖKUNARDUFTIÐ Innihaldslýsingar á pakka eru á íslensku. Í næstu viku er væntanlegurhingað til lands Írinn Bern- ard Walsh og verður hann gest- ur á sýningunni Vín 2004, sem haldin er í tengslum við sýning- una Matur 2004 í Fífunni í Kópavogi. Þar mun hann kynna drykk sem vakið hefur mikla athygli undanfarið, Hot Irish- man, en það er tilbúið írskt kaffi. Þennan tilbúna drykk þróaði hann með konu sinni Rosemary og eru eingöngu notuð náttúru- leg hráefni í hann; írskt viskí, sykur og kaffi. Aðferðin við blöndun drykksins er mjög ein- föld: Hellið Hot Irishman í glas, um það bil einn fjórða af glas- inu. Fyllið upp með sjóðandi vatni og fleytið að lokum með léttþeyttri rjómarönd. „Irish coff- ee“ hafði þekkst á Ír- landi um langt skeið þegar drykk- urinn varð heimsfrægur á stríðsárun- um. Starfsmenn á flugvellinum í Limerick á Írlandi ákváðu að blanda drykkinn handa far- þegum frá Bandaríkj- unum sem lentu á flugvellinum eftir langt og erfitt flug þar sem oft var ansi kalt í far- þegarýminu. Drykkurinn barst fljótt um heiminn en það hefur alltaf fylgt honum að aðdáendur hans eru mjög kröfuharðir varðandi hvernig hann er fram borinn og því hafa margir tekið hinum til- búna heita Íra, Hot Irishman, opnum örmum en hann er blandaður eins og Írar vilja hafa hann, segir höfundurinn Bernard Walsh. Gott írskt kaffi hefur löng- um þótt hressandi og þess má geta til gamans að nú hafa am- erískir læknar hannað lyf fyrir h j a r t a s j ú k l i n g a sem byggir á upp- skriftinni. Það er blanda af koffeini og alkóhóli og jafngilda áhrifin á líkamann neyslu af tveimur sterk- um kaffibollum og einföldum viskí. Dr. J a m e s Grotta við T e x a s h á - skóla í Hou- ston hefur gefið lyfið „koffeinol“ fólki sem fengið hefur hjar taáfa l l og dregur það úr líkun- um á blóð- tappa. Hver 700 ml flas- ka dugar í 20 glös af írsku kaffi. Fæst í Heiðrúnu og Kringl- unni og kostar 3.240 kr. ■ Hot Irishman Tilbúið írskt kaffi Að undanförnu hafa verið áber-andi í dagblöðum auglýsingar og greinar þar sem fjallað er um uppruna bjórs og bruggaðferðir. Margir bjórframleiðendur sækja fyrirmynd sína til hins heimsku- nna tékkneska Pilsner frá árinu 1842. Þessi tékkneska frum- mynd er framleidd enn þann dag í dag og heitir Pilsner Urquell. Fyrsti gyllti bjórinn var framleiddur 1842 í borginni Pil- sen í Tékklandi og er pilsner heitið dregið af nafni borgarinn- ar en Urquell þýðir „uppruna- legur“ og Pilsner Urquell merk- ir því „upprunalegur pilsner“. Áður en Urquell kom til sögunn- ar voru allir bjórar dökkir og gruggugir. Hinn tæri, gullni Urquell sló strax í gegn og hófu bjórgerðir víða um Evrópu að herma eftir honum og brugga sína „pilsnera“ en heitið pilsner hefur æ síðan verið notað sem samheiti yfir ljósa bjóra með miklu humlabragði. Pilsner Urquell er látinn gerjast og þroskast í sex vikur, mun lengur en flestir aðrir bjórar, og er það ein helsta ástæðan fyrir hinu þroskaða og afger- andi bragði sem er af honum. Pilsner Urquell fæst í Vín- búðum í Kringlunni og Heið- rúnu á 160 kr. í 33 cl. flöskum og 197 kr. í 50 cl. dósum. ■ Pilsner Urquell: Alveg einstakur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.