Fréttablaðið - 20.02.2004, Síða 35
Samband kjöts og ávaxta hefurfrá fornu fari verið framúr-
skarandi farsælt og kemur svínið
sterkt inn í þeim efnum. Nægir að
nefna hinn klassíska grís með
eplið í munninum því til sönnunar.
Engifer er galdrakrydd sem lyftir
sósum í hæstu hæðir.
4 sneiðar svínahnakki 600 kr.
2 msk. ólífuolía
3 msk. eplaedik
2 msk. sykur
2/3 bolli hvítvín 200 kr.
2/3 bolli kjúklingasoð (jafnvel úr teningi)
1 1/2 pera (afhýdd, kjörnuð og
skorin í báta) 70 kr.
4 cm biti af engiferrót (afhýdd og skorin í
fína strimla)
1 púrrulaukur (skorin í 3 cm langa bita
og hver biti í strimla) 25 kr.
2 tsk. kartöflumjöl
Byrjið á að banka kjötið svolít-
ið til með kjöthamri, salta það og
pipra og steikja á pönnu um þrjár
mínútur á hvorri hlið. Takið þá
kjötið af pönnunni og haldið heitu.
Setjið eplaedik og sykur á pönn-
una, hrærið í og eldið yfir meðal-
hita um eina mínútu þar til sykur-
inn hefur bráðnað og sýrópið er
orðið fallega brúnt. Hellið þá vín-
inu og kjúklingasoðinu út í og
hrærið vel út. Bætið perum og
engifer út í sósuna og látið malla í
um þrjár mínútur, bætið þá púrr-
unni út í og eldið í tvær mínútur í
viðbót. Leysið kartöflumjöl upp í
tvær teskeiðar af vatni og hrærið
út í sósuna til að þykkja hana.
Setjið síðast kjötbitana út í og lát-
ið malla þar til kjötið hefur hitnað
í gegn.
Kostnaður tæplega 1.000 kr.
27FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004
Til hnífsog skeiðar
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
■
Eldar handa minnst
fjórum fyrir 1.000 kr.
eða minna.
L a u g a v e g i 3 • S í m i : 5 5 2 - 0 0 7 7
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
2
8
5.
0
17
ÁRNI MATHIESEN Á MATARHÁTÍÐ
Food and fun stendur sem hæst núna og
margir veitingastaðir í bænum bjóða upp á
sérstakan matseðil af því tilefni. Sjávarútvegs-
ráðherra kynnti hátíðina við setningu hennar
og gæddi sér á girnilegum veitingum.
Svínakjöt með perum og
engifersósu
Sykurskert bökunarduft:
Sætar kökur
sem ekki fita
Komið er á markað bökunar-duft sem inniheldur aðeins ör-
fáar hitaeining-
ar. Þetta duft er
tilvalið fyrir
fólk sem vill
forðast mikinn
sykur en fá samt
góða og sæta
kökusneið með
kaffinu. Bökun-
arduftið inni-
heldur engin
rotvarnar- eða
litarefni.
F r a m l e i ð -
endur duftsins eru Kathi Rainer
Thiele GmbH í Þýskalandi. Pakk-
arnir innihalda 300 g af bökunar-
dufti og fást nú tvær tegundir,
önnur með sítrónubragði og hin
með hnetubragði.
Auðvelt er að baka úr duftinu
og innihaldslýsing á pökkunum er
á íslensku. Bökunarduftið fæst
meðal annars í verslunum Hag-
kaupa og Fjarðarkaupum. ■
BÖKUNARDUFTIÐ
Innihaldslýsingar á
pakka eru á íslensku.
Í næstu viku er væntanlegurhingað til lands Írinn Bern-
ard Walsh og verður hann gest-
ur á sýningunni Vín 2004, sem
haldin er í tengslum við sýning-
una Matur 2004 í Fífunni í
Kópavogi. Þar mun hann kynna
drykk sem vakið hefur mikla
athygli undanfarið, Hot Irish-
man, en það er tilbúið írskt
kaffi.
Þennan tilbúna drykk þróaði
hann með konu sinni Rosemary
og eru eingöngu notuð náttúru-
leg hráefni í hann; írskt viskí,
sykur og kaffi. Aðferðin við
blöndun drykksins er mjög ein-
föld: Hellið Hot Irishman í glas,
um það bil einn fjórða af glas-
inu. Fyllið upp með sjóðandi
vatni og fleytið að lokum með
léttþeyttri rjómarönd.
„Irish coff-
ee“ hafði
þekkst á Ír-
landi um
langt skeið
þegar drykk-
urinn varð
heimsfrægur
á stríðsárun-
um. Starfsmenn
á flugvellinum í
Limerick á Írlandi
ákváðu að blanda
drykkinn handa far-
þegum frá Bandaríkj-
unum sem lentu á
flugvellinum eftir
langt og erfitt flug
þar sem oft var
ansi kalt í far-
þegarýminu.
Drykkurinn barst fljótt um
heiminn en það hefur alltaf
fylgt honum að aðdáendur hans
eru mjög kröfuharðir varðandi
hvernig hann er fram borinn og
því hafa margir tekið hinum til-
búna heita Íra, Hot Irishman,
opnum örmum en hann er
blandaður eins og Írar vilja
hafa hann, segir höfundurinn
Bernard Walsh.
Gott írskt kaffi hefur löng-
um þótt hressandi og þess má
geta til gamans að nú hafa am-
erískir læknar
hannað lyf fyrir
h j a r t a s j ú k l i n g a
sem byggir á upp-
skriftinni. Það er
blanda af koffeini
og alkóhóli og
jafngilda áhrifin á
líkamann neyslu
af tveimur sterk-
um kaffibollum
og einföldum
viskí. Dr.
J a m e s
Grotta við
T e x a s h á -
skóla í Hou-
ston hefur
gefið lyfið
„koffeinol“
fólki sem
fengið hefur
hjar taáfa l l
og dregur
það úr líkun-
um á blóð-
tappa.
Hver 700 ml flas-
ka dugar í 20 glös af írsku kaffi.
Fæst í Heiðrúnu og Kringl-
unni og kostar 3.240 kr. ■
Hot Irishman
Tilbúið írskt kaffi
Að undanförnu hafa verið áber-andi í dagblöðum auglýsingar
og greinar þar sem fjallað er um
uppruna bjórs og bruggaðferðir.
Margir bjórframleiðendur sækja
fyrirmynd sína til hins heimsku-
nna tékkneska Pilsner frá árinu
1842. Þessi tékkneska frum-
mynd er framleidd enn þann
dag í dag og heitir Pilsner
Urquell.
Fyrsti gyllti bjórinn var
framleiddur 1842 í borginni Pil-
sen í Tékklandi og er pilsner
heitið dregið af nafni borgarinn-
ar en Urquell þýðir „uppruna-
legur“ og Pilsner Urquell merk-
ir því „upprunalegur pilsner“.
Áður en Urquell kom til sögunn-
ar voru allir bjórar dökkir og
gruggugir. Hinn tæri, gullni
Urquell sló strax í gegn og hófu
bjórgerðir víða um Evrópu að
herma eftir honum og brugga
sína „pilsnera“ en heitið pilsner
hefur æ síðan verið notað sem
samheiti yfir ljósa bjóra með
miklu humlabragði. Pilsner
Urquell er látinn gerjast og
þroskast í sex vikur, mun
lengur en flestir aðrir bjórar,
og er það ein helsta ástæðan
fyrir hinu þroskaða og afger-
andi bragði sem er af honum.
Pilsner Urquell fæst í Vín-
búðum í Kringlunni og Heið-
rúnu á 160 kr. í 33 cl. flöskum
og 197 kr. í 50 cl. dósum. ■
Pilsner Urquell:
Alveg einstakur