Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 47

Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 47
39FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2004 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn þann 4. mars í Salnum, Kópavogi kl. 17.00. Aðalfundur Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf fundarins. Stjórn Samskipa hf. ar gu s – 0 4- 00 86 FÓTBOLTI Jesper Grönkjær sló fyrst í gegn á vinstri kantinum en hann er óánægður með að fá aldrei að spila sína uppáhaldsstöðu undir stjórn Claudio Ranieri hjá Chelsea. Þessi 27 ára danski miðjumaður var óstöðvandi á vinstri vængnum á fyrstu árum ferilsins, fyrst hjá AaB í dönsku úrvalsdeildinni og svo hjá Ajax í Hollandi þar sem hann vakti athygli enska úrvals- deildarliðsins Chelsea. „Það hentar mér langbest að spila á vinstri kantinum en ég hef aldrei fengið tíma til að finna mig í þeirri stöðu hjá Chelsea og eftir að Damien Duff var keyptur hef ég ekki fengið eitt einasta tækifæri til að spila mína uppáhaldsstöðu. Það er erfitt fyrir sjálfstraustið að vera alltaf að spila úr sinni stöðu,“ segir Grönkjær sem er þekktur fyrir að láta allt flakka en hann vill þó ekki beina orðum sínum sem gagnrýni á stjórann Claudio Rani- eri. „Þegar ég spila á hægri vængnum í fjögurra manna miðju þá er ég alltof aftarlega til að geta nýtt mínar bestu hliðar,“ segir Grönkjær sem hefur enn ekki skorað fyrir Chelsea í ensku úr- valsdeildinni í vetur og hefur enn- fremur ekki átt þátt í marki í 18 leiki í röð. Grönkjær hefur fengið 13 sinnum að byrja inn á en Eiður Smári hefur byrjað inn á í aðeins átta deildarleikjum í vetur. ■ Erfiður leikur framundan Segir sitt um styrk Albana að þeir skuli vinna Svía, segir Ásgeir Sigurvinsson. Íslendingar leika við Albani í næsta mánuði. FÓTBOLTI Mótherjar Íslendinga í undankeppni HM 2006 áttu litlu láni að fagna í vináttuleikjum á miðvikudag. Svíar, Króatar, Búlgarar og töpuðu en Ungverjar unnu Armena 2-0 á átta landa móti á Kýpur. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari fylgdist með leik Króata og Þjóðverja. „Króatarnir voru sprækari fyrstu 25 mínúturnar en Þjóðverjarnir náðu síðan betri tökum á leiknum og skoruðu. Króatarnir komu aftur inn í leik- inn en Þjóðverjarnir náðu að vinna. Í heildina var þetta mjög jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjarnt,“ sagði Ásgeir. „Króat- ar leika hefðbundið 4-4-2 kerfi og ekkert sérstakt sem kom á óvart í því.“ Króatíska liðið var meðal ann- ars skipað leikmönnum frá Stutt- gart, Bayern, Bayer Leverkusen, Monaco og Werder Bremen. Ás- geir segir að samt hafi vantað nokkra sterka menn í liðið vegna meiðsla auk þess sem þjálfarinn hafi prófað nýja leikmenn. „Króatar eru með vel spilandi lið. Þetta er líkamlega sterkt lið og það kom mér á óvart að þeir voru líkamlega sterkari en Þjóð- verjarnir. Þeir voru að vinna skallaboltana bæði í vörn og sókn,“ sagði Ásgeir. Albanir unnu Svía 2-1 í Tírana en Svíar eru með Íslendingum í riðli og Íslendingar leika vináttu- leik við Albani í lok mars. „Alb- anir eru í gríðarlegri sókn og mig minnir að þeir hafi ekki tapað á heimavelli í tvö ár,“ sagði Ásgeir. „Það segir eitthvað um styrk Al- bana að þeir skuli vinna Svía og þetta segir að við eigum mjög erfiðan leik framundan. Albanir hafa alltaf átt tekníska og fljóta leikmenn en það virðist sem Hans-Petter Briegel hafi náð að aga þá til og bætt varnarleikinn.“ Grikkir unnu Búlgari 2-0 í Aþenu. „Grikkir eru með sterkara lið og ég bjóst frekar við sigri þeirra. Búlgarir eiga ungt lið og marga unga og mjög efni- lega leikmenn.“ Ásgeir segir að það verði fróðlegt að fylgjast með Búlgörum á EM í sumar en hann býst við að hann og Logi Ólafsson fari til Portúgals til að fylgjast með mótherjum Íslands í undankeppni HM. Möltumenn eru í sama riðli og Íslendingar í undankeppni HM. Þeir unnu Moldóva og Eistlend- inga en töpuðu fyrir Hvítrússum á móti á Möltu sem lauk á mið- vikudag. „Möltumenn unnu Eist- lendinga létt en Eistlendingarnir stóðu sig vel í riðlakeppni EM. Það er eins og það sé orðin ein- hver breyting á hugarfari þeir- ra,“ sagði Ásgeir. ■ Lyfjamál Chambers: Dæmt í næstu viku FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Dwain Cham- bers, Evrópumeistari í 100 metra hlaupi, fær að vita í næstu viku hvort hann verði dæmur í tveggja ára keppnisbann eftir hafa fallið á lyfjaprófi. Chambers var í gær yfir- heyrður í sex klukkustundir af meðlimum breska frjálsíþrótta- sambandsins. Þar fékk hann að gera grein fyrir máli sínu. Cham- bers, sem er 25 ára, hefur neitað að hafa tekið inn ólögleg lyf með sinni vitneskju. Verði hann dæmdur í bann ætlar hann að reyna fyrir sér í amerískum fót- bolta. ■ Haile Gebrselassie: Ætlar að setja heimsmet FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Ég verð að sætta mig við það að ég get ekki verið bestur um alla framtíð,“ sagði eþíópíski hlauparinn Haile Gebr- selassie. „Enginn vill tapa og ég vil vinna. En hvað get ég gert ef eitthvað gerist eins og á heims- meistaramótinu? Ég vil frekar færa mig yfir í maraþonhlaupið en tapa.“ Gebrselassie hefur sett sautján heimsmet á ferlinum, innanhúss og utan, unnið til tveggja gull- verðlauna á Ólympíuleikum og sigrað fjórum sinnum í 10.000 metra hlaupi á heimsmeistara- móti. En nú er honum ógnað, eink- um af Kenenisa Bekele sem sigr- aði í 10.000 metra hlaupi á heims- meistaramótinu í hyrra. „Kenenisa er frábær íþrótta- maður og hleypur mjög vel,“ sagði Gebrselassie. „Við æfum saman svo hann þekkir veikleika mína og taktík mjög vel. Það er mjög erfitt að sigra hann.“ „Ég hleyp maraþonhlaup árið 2005 svo ég vil setja met í dag. Það verður erfitt að sameina maraþonhlaup of keppni innan- húss,“ sagði Gebrselassie. Hann keppir í tveggja mílna hlaupi í Birmingham á Englandi í dag en þar hefur hann þrisvar sett heimsmet, í 2000 metra hlaupi árið 1998, 5000 metra hlaupi árið 1999 og tveggja mílna hlaupi í fyrra. Gebrselassie kann því vel við sig í Birmingham. „Áhorfendurn- ir eru mjög sérstakir hér. Það er einstakt hvernig þeir hvetja kepp- endur og styðja þá,“ sagði Gebr- selassie. „Það er mikil hvatning í því að hlaupa fyrir framan slíka áhorfendur.“ HAILE GEBRSELASSIE Keppir í tveggja mílna hlaupi í Birmingham frammi fyrir áhorfendum sem hann metur mikils. A-LANDSLEIKIR KARLA 2004 31. mars Albanía - Ísland vináttuleikur 28. apríl Lettland - Ísland vináttuleikur 30. maí Japan - Ísland vináttuleikur 5. júní England - Ísland vináttuleikur 18. ágúst ekki ákveðið vináttuleikur 4. sept. Ísland - Búlgaría undank. HM 8. sept. Ungverjal. - Ísland undank. HM 9. okt. Malta - Ísland undank.HM 13. okt. Ísland - Svíþjóð undank. HM KRÓATÍA Þjóðverjinn Christian Wörns reynir að stöðva Króatann Dado Prso í leik þjóðanna á miðvikudag. FÆR EKKI AÐ SPILA SÍNA STÖÐU Jesper Grönkjær er óánægður með að fá aldrei að spila sína uppáhaldsstöðu undir stjórn Claudio Ranieri hjá Chelsea. Jesper Grönkjær, félagi Eiðs Smára hjá Chelsea: Ég sakna vinstri kantsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.