Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 54

Fréttablaðið - 20.02.2004, Side 54
Ég er alæta á öll fíkniefni ensíðustu tvö árin hef ég verið að neyta contalgín, örvandi og róandi lyfja,“ segir Ólafur Pétur Pétursson, 25 ára fíkniefnaneyt- andi. Ólafur byrjaði að drekka áfengi 13 ára gamall líkt og margir félagar hans. 16 ára var hann byrjaður að sprauta sig. Hann líkir fíkninni hjá sér við Concorde-þotu að hrapa. Leiðin niður var hröð og bein. Ólafur segir líf sitt búið að vera kvöl og pínu. „Frá þrettán ára aldri hef ég annaðhvort ver- ið á spítala, hjá lögreglunni, í fangelsi eða á stofnunum. Dag- arnir hafa snúist um að útvega fíkniefni.“ Ólafur var staddur í Byrginu þegar Fréttablaðið talaði við hann og hafði einungis dvalið þar í sólarhring. Hann var á sterkum lyfjum til að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. „Ég þrái að hætta en ég hræðist fráhvarfseinkennin. Ég er búinn að vera á contalgíni hátt í fjóra mánuði upp á hvern dag. Frá- hvörfin eru viðbjóðsleg og ekki hægt fyrir leikmann að setja sig í þau spor.“ Ólafur segir fíkla sífellt leita eftir fyrstu vímunni sem endist í langan tíma. „Víman í dag end- ist mér í þrjár mínútur. Eftir sit- ur maður flatur og bíður eftir því að toppa á ný.“ Ólafur var nærri dauða en lífi eftir að hafa neytt þess sem fíkniefnaneytendur kalla affall. Um er að ræða örvandi lyf sem er látið gerjast í bómul við stofuhita í nokkra sólarhringa. Eitrið magnast upp á meðan og þegar allt annað þrýtur er not- ast við það. Ólafur féll í dá og var haldið lifandi í öndunarvél í þrjár vikur. Það þótti kraftaverk að hann skyldi fá meðvitund á ný. Óttast var að hann myndi lamast fyrir neðan mitti og lá hann ósjálfbjarga í tvo mánuði. „Um leið og ég gat staulast á fætur fór ég inn á klósett og fékk mér rítalínsprautu. Ég fékk móral og fór beinustu leið á Vog og þaðan á Staðarfell. Ég var edrú í fjóra mánuði og er það lengsta tímabilið frá því ég byrjaði að nota eiturlyf. Þremur dögum eftir að ég kom út féll ég.“ Ólafur var spurður hvort þarna hefði hann náð botninum. „Vissulega. En það dugði ekki til. Ég hélt áfram. Kistubotn sem liggur sjö fetum undir moldu virðist vera takmarkið.“ Ólafur segist ekki óska nein- um sömu örlaga. „Ég var um daginn hjá vinkonu minni sem er búin að vera morfínfíkill í mörg ár og á ekki langt eftir ólifað. Við sátum og spjölluðum um að við óskuðum engum hlut- skipti okkar. Meðan við ræddum þetta sátum við sitt með hvora sprautuna í hendinni. Þetta er ekki gert í neinni gleði. Það er engin hamingja fólgin í að vera fíkill.“ Ólafur á einn son sem hann reynir að hitta aðra hverja helgi. Þá á hann fóst- urdóttur en segist sjá minna af henni eftir að hafa slitið samvistum við móð- ur hennar. „Ég verð að vera á am- fetamíni eða vægu morfíni til að geta sinnt honum. Ef ekki verð ég veik- ur. Ég minnist þess í einni sumarbú- staðarferð að ligg- ja ælandi allan tímann.“ Ólafur segir sjálfsfyrir l i tn - ingu koma síðar í m e ð f e r ð i n n i . „Kvíði, ótti, hræðsla og skömm hellist yfir mann. Ég þrái að lifa venjubundnu lífi. Mér finnst ég búinn með minn skammt. Ég ætla að berjast núna fyrir lífinu, hinn möguleik- inn er dauðinn.“ Ólafur er sannfærður um að honum sé ætlað eitthvert hlut- verk. „Ég hef fengið fleiri tæki- færi en aðrir og ætti að vera dauður. Forvarnir eru mér ofar- lega í huga. Ekki þetta Hollywood-leikrit sem er sett á sviði fyrir skólakrakka heldur hinn kaldi raunveruleiki. Ég man eftir þegar fíkill kom í skól- ann minn Þarna stóð hann heil- brigður og hraustur. Við tókum ekkert mark á þessu. Ég vildi helst hafa virkan fíkill með mér inn í skólastofurnar titrandi og skjálfandi og segja við krakkana „Sjáið. Svona fer fyrir ykkur ef þið prófið fíkniefni.“ ■ Hrósið 46 20. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR Sænski rithöfundurinn LizaMarklund hyggst skrifa alls sex bækur í spennusagnaröðinni um blaðamanninn Anniku Beng- tzon. Þrjár þær fyrstu, Stúdíó sex, Paradís og Sprengjuvargur- inn, hafa þegar verið gefnar út á íslensku af Máli og Menningu en nú bregður svo við að fjórða bókin, Villibirta, er gefin út af ARI-útgáfu. Sú útgáfa er stofn- uð af Önnu Ragnhildi Ingólfs- dóttur, sem þýddi hinar bækurn- ar þrjár, til þess að tryggja að allar sex bækurnar verði gefnar út á íslensku þannig að íslenskir lesendur verði ekki skildir eftir í miðjum klíðum. „Ég vil halda áfram að þýða hana og gefa út,“ segir Anna. „Ég hef fengið útgáfuréttinn af þessari bók og þeirri næstu; Úlf- urinn rauði sem ég er byrjuð að þýða. Mér fannst það óþægilegt að þessi þekkti norræni höfund- ur dytti niður hér á landi. Bæk- ur Lizu hafa selst í yfir fimm milljónum eintaka í 115 löndum á 26 tungumálum og Úlfurinn rauði hefur jafnvel selst betur. Ég hef því engar áhyggjur af þessari útgáfu. Bókin fór í allar helstu bókabúðirnar síðasta mánudag og ég er þegar farin að fá aukapantanir, þannig að hún selst. Mér fannst það líka tíma- bært að gefa Villibirtu út núna því hún er svo akkúrat í samtím- anum. Bókin fjallar um það sem er að gerast hjá okkur líka eins og innherjaviðskipti og samein- ingu fjölmiðlafyrirtækja. Liza er fyrrum blaðamaður og hefur mikla yfirsýn yfir þjóðfélags- mál og er næm á mannlífið.“ ■ Bókaútgáfa VILLIBIRTA ■ Þýðandinn gefur sjálfur út nýjustu bók Lizu Marklund. ... fær Spaugstofan fyrir að koma alltaf aftur. Þýðandi gerist bókaútgefandi ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Við Bústaðaveg 151. Guðmundur Þóroddsson. Guðjón Hjörleifsson.í dag Bruðl og sukk í Íslandsheimsókn Feðgarnir fengu sér 163 milljónir Blaðafulltrúi í Litháen veit meira en Inger sýslumaður Fíkillinn ÓLAFUR PÉTUR PÉTURSSON ■ er 25 ára fíkniefnaneytandi. Hann byrjaði 13 ára í neyslu og hefur ekki stoppað síðan. ANNA RAGNHILDUR INGÓLFSDÓTTIR Hefur þýtt þrjár bækur eftir Lizu Marklund fyrir Mál og menningu en gefur þá fjórðu út sjálf. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Lárétt: 1rjóðar, 6 jól, 7uú,8ar, 9iðn,10áðu, 12aga,14hál,15um,16ar, 17arm,18fara. Lóðrétt: 1rjál,2jór, 3ól,4auðugur, 5rún,9iða, 11pára,13amma,14haf, 17aa. Lárétt: 1 sællegar, 6 hátíð, 7 í röð, 9 fag, 10 hvíldu, 12 bleytu, 14 sleip, 15 varð- andi, 16 rykkorn, 17 handlegg, 18 halda á brott. Lóðrétt: 1 fitl, 2 hestur, 3 belti, 4 ríkur, 5 letur, 9 svelgur, 11 krassa, 13 ættingi, 14 sær, 17 tveir eins. Lausn. ÓLAFUR PÉTUR PÉTURSSON Ljósmyndirnar eru fengnar úr kvikmyndinni Rockville eftir Þor- stein Jónsson kvikmyndagerðar- mann. Myndin fer í sýningu í mars. Í myndinni segir Ólafur ásamt fleiri einstaklingum sögu sína. Myndin er tekin yfir þriggja ára tímabil. Engin hamingja fólgin í fíkn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.