Fréttablaðið - 27.03.2004, Qupperneq 4
6 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,87 -0,42%
Sterlingspund 130,89 0,38%
Dönsk króna 11,76 -0,09%
Evra 87,57 -0,10%
Gengisvísitala krónu 122,28 -0,20%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 459
Velta 7.763 milljónir
ICEX-15 2.540 -0,46%
Mestu viðskiptin
Straumur Fjárfestingarbanki hf 697.457
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 549.497
Pharmaco hf. 371.345
Mesta hækkun
Opin Kerfi Group hf. 2,54%
AFL fjárfestingarfélag hf. 2,04%
Burðarás hf. 1,02%
Mesta lækkun
Líf hf -3,85%
Pharmaco hf. -3,21%
Sæplast hf. -2,73%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.233,2 0,1%
Nasdaq* 1.972,2 0,3%
FTSE 4.357,9 -0,4%
DAX 3.822,6 0,3%
NK50 1.465,0 -0,0%
S&P* 1.109,0 -0,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hver er yfirmaður Alþjóðakjarnorku-málastofnunarinnar?
2Hávær deila hefur blossað upp íGarðabæ. Um hvað er deilt?
3Sveitaglíma Íslands hefst áLaugarvatni í dag. Hver er núverandi
glímukóngur Íslands?
Svörin eru á bls. 58
Nýjar hagtölur Hagstofunnar:
Breyta ekki spá Seðlabankans
EFNHAGSMÁL Már Guðmundsson,
aðalhagfræðingur Seðlabankans,
segir nýjar tölur Hagstofunnar um
hagvöxt ekki gera spá Seðla-
bankans úrelta. Í spá Seðlabankans
var gert ráð fyrir að hagvöxtur
liðins árs væri 2,75% en Hagstofan
gerir ráð fyrir að hagvöxtur hafi
verið fjögur prósent. „Við höfðum
þrjá ársfjórðunga síðasta árs
þegar við gerðum spána. Við
vorum ekki að spá fyrir um árið
2003, því það er liðið, heldur árin
2004 og 2005.“ Már segir hagvöxt-
inn miðað við tölur Hagstofunnar í
hærri kantinum miðað við það sem
Seðlabankinn átti von á. „Það þýðir
hins vegar ekki endilega að fram-
leiðsluslaki í fyrra hafi verið
samsvarandi minni, enda benda
aðrar upplýsingar í þveröfuga átt.“
Már segir að þetta bendi hins
vegar til þess að framleiðniaukn-
ing síðasta ár, sem var að mati
Seðlabankans mikil, hafi verið enn
meiri. „Það þýðir að öðru jöfnu
minni verðbólgu, þannig að það er
ekki hægt að gefa sér það að
þessar tölur hækki verðbólgu-
spánna.“ Hann bendir á að lækkun
gengis krónunnar síðan spáin var
gerð skipti meira máli varðandi
verðbólguspána en frávikið í
áætlun bankans og Hagstofunnar
varðandi hagvöxt í fyrra, enda hafi
verið bent á það í Peningamálum
Seðlabankans að hátt gengi
skapaði óvissu varðandi spána. ■
BJÖRGUNARMIÐSTÖÐ Ný björgunar-
miðstöð í Skógarhlíð var vígð í
gær. Í miðstöðinni starfa allir þeir
sem gegna lykilhlutverki í viðbún-
aði landsmanna vegna hvers kyns
slysa og náttúruhamfara, auk for-
varnarstarfs.
Rúmlega þrjú þúsund fermetr-
ar hafa bæst við gömlu slökkvi-
stöðina í Skógarhlíð og er hús-
næðið nú helmingi stærri en áður.
Aðstöðu í húsinu hafa slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, 112, Rík-
islögreglustjóri, fjarskiptamiðstöð
lögreglu, Tetra Ísland og SHS fast-
eignir.
„Mér finnst til fyrirmyndar
hvernig verið er að samnýta fé,
Reykjavíkurborgar og sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu
annars vegar og hins vegar hjá rík-
inu í þessari samvinnu,“ segir
Þórólfur Árnason borgarstjóri um
nýju björgunarmiðstöðina. Þórólf-
ur segir mikið fé sparast þar sem
hvert starf sem sparist á vaktstöð
sé í rauninni fjögur stöðugildi því
stöðuna þurfi að manna allan sólar-
hringinn og í fríum. Að auki spar-
ist tvö stöðugildi á bakvakt. Þannig
gefist svigrúm til að
hafa fleiri í beinum
störfum hjá lögregl-
unni og slökkvilið-
inu. Þórólfur segir
mikilvægt að starf-
semi á vaktstöð sé
lifandi, að þau tæki
og tól sem eru til
staðar séu í dag-
legri notkun og hafi
ekki verið geymd
uppi í hillu þegar
mikið liggur við.
Kristbjörn Óli
G u ð m u n d s s o n ,
framkvæmdastjóri
Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar,
segir Landsbjörg ekki vera með
neina vaktstöð í dag en áður hafi
þær verið tvær. Nú þurfi starfs-
menn Landsbjargar aðeins að
mæta á staðinn þegar þeirra sé
þörf og í því sé mikill hagur.
„Mér finnst skipta verulegu
máli að þrjú atriði séu á hreinu við
björgunaraðgerðir, hvaða nafni
sem þær heita, svo þær takist vel.
Í fyrsta lagi þarf hlutverk þeirra
sem taka þátt í aðgerðunum að
vera á hreinu. Þá þarf að vera að-
gangur að tækjum og mannafla.
Síðan þarf þekking og reynsla að
vera til staðar,“ segir Hrólfur
Jónsson slökkviliðsstjóri. Þá segir
hann miklu skipta að stjórnstöðvar
þeirra sem vinna að björgunarað-
gerðum séu á sama stað. Þannig
umgangist starfsfólkið daglega og
viti því betur hvaða þekking sé til
staðar og hvaða tækjum og tólum
hver hefur um að ráða.
hrs@frettabladid.is
Vinstri grænir mótmæla
einkavæðingu Símans:
Jafnt aðgengi
í hættu
STJÓRNMÁL Þingflokkur Vinstri
grænna mótmælir harðlega fyrir-
hugaðri einkavæðingu Símans og
telur að jöfnum aðgangi lands-
manna að þjónustu verði stefnt í
hættu. Flokkurinn segir Símann
veita almannaþjónustu og því eigi
hann að vera á forræði almanna-
valdsins. Vinstri grænir benda á
að fyrri tilraun ríkisstjórnarinnar
til einkavæðingar á Símanum hafi
mistekist hrapallega og skaðað
fyrirtækið og reynslan af
einkavæðingu annarra opinberra
fyrirtækja almannaþjónustunnar
hafi ekki verið góð. ■
MILLER SEGIR AF SÉR Leszek
Miller tilkynnti í gær að hann léti
af embætti forsætisráðherra
Póllands daginn eftir að landið
gengur í Evrópusambandið. Fyrr
um daginn höfðu nær 30 þing-
menn sagt sig úr flokki hans.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
eru aðeins fimm prósent Pólverja
hlynnt stjórninni.
VOTTAR JEHÓVA BANNAÐIR
Dómstóll í Moskvu, höfuðborg
Rússlands, hefur bannað starf-
semi Votta Jehóva í borginni.
Saksóknarar sögðu trúfélagið
kynda undir hatri og sundra fjöl-
skyldum og fengu það bannað á
grundvelli laga sem banna
trúarhópa sem kynda undir hatur
og óumburðarlyndi.
Morðingi dæmdur:
Ég var að
fremja morð
BRETLAND, AP „Halló, ég heiti
Walker og ég var að fremja
morð,“ sagði John Walker þegar
hann hringdi í lögregluna í
nóvember 2002 og tilkynnti að
hann hefði myrt eiginkonu sína.
Hann var í gær dæmdur til
fjórtán ára fangelsisvistar þrátt
fyrir að neita því við réttarhöldin
að hann hefði framið morð með
því að skjóta konu sína til bana við
morgunverðarborðið.
Verjandi Walkers bar því við
að Glenda, kona mannsins til 40
ára, hefði ögrað honum með því að
hóta að hafa af honum aleiguna
við skilnað og snúa börnum þeirra
gegn honum. Hún hafði þá komist
að því að maður sinn héldi fram-
hjá henni. ■
– hefur þú séð DV í dag
Heiðveig
segir alla
líkmálssöguna í
einkaviðtali DV
Ný finnsk frímerki:
Með mynd
af sendanda
HELSINKI, AP Þeir sem telja sig eiga
fullt erindi á frímerki ekki síður
en látnir merkismenn ættu, sumir
hverjir í það minnsta, að fagna því
finnska póstþjónustan hóf á föstu-
dag sölu á frímerkjum sem eru
prentuð eftir óskum viðskipta-
vina. Viðskiptavinir geta nú látið
prenta fullgild frímerki með
myndum af sér, ástvinum eða
gæludýrum.
Finnski pósturinn hefur tekið
upp á þessu til að ná árangri í
samkeppninni við smáskilaboð í
farsímum og tölvupóstskeyti.
Tuttugu frímerki kosta rúmar
2.300 krónur og duga á hvert venju-
legt bréf sem er sent innanlands. ■
■ Evrópa
MÁR GUÐMUNDSSON
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mis-
mun í spá Seðlabankans og Hagstofunnar
um vöxt landsframleiðslu ekki hafa áhrif á
verðbólguspá bankans.
Lykilmennirnir
undir sama þaki
Björgunarsveitin Skógarhlíð er heiti á nýrri björgunarmiðstöð. Innan
veggja miðstöðvarinnar starfa þeir sem gegna lykilhlutverkum í við-
búnaði landsmanna vegna hvers kyns náttúruhamfara og slysa.
„Þannig
umgangist
starfsfólkið
daglega og
viti því bet-
ur hvaða
þekking sé
til staðar
og hvaða
tækjum og
tólum hver
hefur yfir
að ráða.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FRÁ KYNNINGARFUNDI BJÖRGUNARMIÐSTÖÐVARINNAR
Slökkvistöðin í Skógarhlíð hefur stækkað um rúmlega helming
og er í dag um 6000 fermetrar. Reykjavíkurborg og sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu hafa samnýtt fé og er einungis ein vaktstöð
vegna slysa, bruna og náttúruhamfara fyrir allt svæðið.