Fréttablaðið - 27.03.2004, Page 8
16 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
■ Andlát
Þann 27. mars árið 1945 skutuÞjóðverjar síðustu V-2 flug-
skeytum sínum á England og
Belgíu. Nærri 200 manns féllu í
þessum árásum.
Þetta var stuttu áður en
Þjóðverjar gáfust endanlega upp í
seinni heimsstyrjöldinni.
Þjóðverjar höfðu unnið að smíði
langdrægra flugskeyta allt frá því á
fjórða áratug síðustu aldar. Árið
1942 náðu þeir að skjóta flugskeyti
af gerðinni V-2 frá hafnarbænum
Peenamünde.
Það var þýski vísindamaðurinn
Werner von Braun sem var
maðurinn á bak við þetta fyrsta
flugskeyti sögunnar. Að stríðinu
loknu flutti hann til Bandaríkjanna
þar sem hann fékk strax starf hjá
NASA við að búa til geimflaugar.
Á sínum tíma var nánast
útilokað að verjast þessu
flugskeyti. Þegar því var skotið
flaug það fyrst um það bil níu
kílómetra beint upp í loftið,
beygði síðan í áttina að skotmark-
inu og féll loks til jarðar af svo
gífurlegum krafti að það grófst
niður í jörðina áður en það sprakk.
Það var fyrst notað 6. september
árið 1944, þegar tveimur flug-
skeytum var skotið á París. Tveimur
dögum síðar var tveimur í viðbót
skotið á England. Næsta hálfa árið
skutu Þjóðverjar síðan meira en
1.100 flugskeytum á óvini sína.
Alls kostaði þetta stríðstól nærri
8.000 manns lífið. ■
Gestur Breiðfjörð Sigurðsson skipstjóri,
Þrastarási 2, Hafnarfirði, lést 23 mars.
Hrönn Þórðardóttir, Kaldaseli 12,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 16. mars
Sigurður Óskar Helgason, Álfhólsvegi
98, Kópavogi, lést miðvikudaginn 24.
mars.
11.00 Jóhann Eiríkur Jónsson bóndi,
Beinakeldu, verður jarðsunginn
frá Þingeyrakirkju.
11.00 Rósa Gunnlaugsdóttir, minning-
arathöfn fer fram í Kópavogs-
kirkju.
13.00 Bragi Dýrfjörð, Kolbeinsgötu 15,
Vopnafirði verður jarðsunginn frá
Vopnafjarðarkirkju.
13.30 Sigríður Jónsdóttir, Heinabergi
24, Þorlákshöfn, verður jarðsung-
in frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn.
14.00 Guðjón Ingimundarson kennari,
Bárustíg 6, Sauðárkróki, verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju.
14.00 Konráð E. Guðbjartsson, Unnar-
stíg 8, Flateyri, verður jarðsunginn
frá Flateyjarkirkju.
Hluthafar geta aldrei tapaðmeira en 500 krónum á þessu
fyrirtæki,“ segja vaskir stjórnar-
menn fyrirtækisins Lips hf. en
fyrirtækið setti nýlega á markað
nýtt partíspil sem heitir einfaldlega
Spilið og glöggir lesendur hafa
væntanlega áttað sig á því að nafn
fyrirtækisins er heiti framleiðslu-
vörunnar afturábak.
Þróun og markaðssetning
Spilsins er hluti af námsefni 5.
bekkjar V í Verslunarskóla Íslands
og er unnið í samvinnu við Junior
Achivement International, en mark-
mið JAI á Íslandi er að þróa og
innleiða hagnýta þjálfunaráætlun
fyrir ungt fólk með samvinnu milli
fyrirtækja og menntastofnana og
stuðla að efldri menntun og
upplýsingu ungs fólks um viðskipta-
mál og hagkerfi með áherslu á
umbun og erfiði, siðferði og vinnu-
framlag.
„Okkur datt í hug að framleiða
partíspil og fórum strax að þróa þá
hugmynd,“ segir Dagbjört Snjólaug
Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lips
hf.“ Þar sem Spilið er skólaverkefni
er það vitaskuld ekki tengt áfengis-
neyslu á beinan hátt þó að talsmenn
fyrirtækisins viðurkenni að mikil
og ströng þróunarvinna hafi farið
fram í fjölmörgum drykkju-
samsætum. „Þetta getur alveg eins
átt við ógeðsdrykk að hætti 70
mínútna, gos eða bara Magic,“
bætir Dagbjört við en svo skemmti-
lega vill til að krakkarnir fengu
Vífilfell til að styrkja sig með því að
auglýsa orkudrykkinn á spilinu.
„Við gerum þetta allt sjálf alveg
frá grunni og það var ekki reiknað
með kostunaraðilum. Allir í
bekknum eru hluthafar og leggja til
500 krónur en þegar við sáum fram
á að þetta yrði kostnaðarsamt
leituðum við eftir styrktaraðilum og
það gekk mjög vel.“
Spilið hefur líka gengið vel og
hefur vakið eftirtekt. Það hefur þó
hingað til aðeins verið til sölu í
Verslunarskólanum en krakkarnir
hyggjast færa út kvíarnar og beina
sjónum sínum fyrst og fremst að
öðrum framhaldsskólum. Almenn-
ingi gefst þó kostur á að kynna sér
Spilið í dag en fulltrúar fyrirtæk-
isins kynna spilið fyrir utan Hag-
kaup í Kringlunni á 2. hæð frá
klukkan 10 til 18.
„Allur bekkurinn tekur virkan
þátt í rekstri fyrirtækisins, allir
hafa ákveðna stöðu innan fyrirtæk-
isins og það sleppur enginn. Það eru
að vísu allir ofboðslega viljugir og
virkir en við höfum umboð til að
reka hugsanlega skussa.“
Allur mögulegur hagnaður af
Spilinu verðu greiddur út til
hluthafa. „Við ætlum ekkert að fara
að liggja með gróðann inni á ein-
hverri bankabók.“ ■
Nýsköpun
5. BEKKUR V
■ í Verslunarskóla Íslands
hefur þróað og markaðssett nýtt
drykkjuspil sem virðist hafa alla burði til
að slá í gegn enda ekki bundið við
neyslu áfengra drykkja.
QUENTIN TARANTINO
Handritshöfundurinn og leikstjórinn snjalli
er 41 árs.
27. mars
■ Þetta gerðist
1884 Fyrsta langlínusímtal sögunnar á
sér stað þegar hringt er á milli
New York og Boston.
1952 Dans- og söngvamyndin Singing
in the Rain er frumsýnd.
1958 Nikita Krústsjev er formlega
gerður að forseta Sovétríkjanna.
1964 Mesti jarðskjálfti sem vitað er
um í Ameríku varð í Alaska.
Hann mældist 8,3 stig á Richter-
kvarða.
1968 Júrí Gagarín, fyrsti geimfari
sögunnar, ferst í flugslysi.
1990 Bandarísk stjórnvöld hefja
sjónvarpsútsendingar til Kúbu.
1997 Dexter King segist trúa því full-
komlega að James Earl Ray, sem
sat í fangelsi fyrir morðið á
Martin Luther King, föður
Dexters, hafi ekki framið morðið.
WERNER VON BRAUN
Þýski vopnasmiðurinn sem bjó til fyrstu
nothæfu flugskeyti sögunnar.
Síðustu flugskeyti Þjóðverja
ÞJÓÐVERJAR
■ skutu síðustu flugskeytum sínum í
seinni heimsstyrjöldinni þennan dag.
27. mars
1945
Verslingar markaðs-
setja drykkjuspil
Sautjánda árið sem hann
fylgist með Músíktilraunum
Vikan hefur verið bæði mjögannasöm og mjög skemmtileg
og það verður að vissu leyti gott
þegar hún verður búin,“ segir
Árni Matthíasson, blaðamaður á
Morgunblaðinu og formaður dóm-
nefndar á Músíktilraunum, sem
hann hefur fylgst með síðan 1987.
Vikan hjá honum hófst erlendis
síðustu helgi þegar hann fór á tón-
leika með elektrónísku hljóm-
sveitinni Kraftwerk sem er vænt-
anleg hingað til lands.
„Þetta var brilljant konsert,
þetta var nútímalegt og mjög flott
hjá þeim og kom mér virkilega á
óvart. Þeir eru búnir að endur-
gera alla músíkina, svo er þetta
svo mikið sjóv.“ Hann lét sér ekki
nægja að sjá þá einu sinni, heldur
fór á tvenna tónleika sama
daginn. „Það var mjög gagnlegt að
sjá seinni tónleikana. Músíkin var
öðruvísi. Þeir eru að spila læv og
breyta heilmikið í lögunum.“
Eftir því sem leið á vikuna
hlustaði Árni á 30 hljómsveitir
sem tóku þátt í Músíktilraunum
og í tíu þeirra fékk hann að heyra
aftur í gærkveldi, á lokakvöldinu.
„Mér fannst ég sjá þarna
hljómsveitir sem eiga eftir að
vera áberandi og sérstaklega
músíkanta. Músíktilraunir eru
sveiflukenndar milli ára. Sum
árin er maður gapandi yfir
snilldinni og önnur eru vandræði
með að ákveða hver á að fara
áfram. Þetta árið er miklu jafn-
ara. Ég hef ekki séð á fyrstu
spilun hvaða hljómsveit á skilið að
sigra.“ ■
■ Jarðarfarir
■ Afmæli
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun-
blaðsins, er 66 ára.
Gunnar Oddsson fót-
boltaþjálfari er 39
ára.
Tómas Ottó Hansson, stjórnarmaður í
Eimskipi, er 39 ára.
ÁRNI MATTHÍASSON
Byrjaði vikuna á tveimur Kraftwerk-tón-
leikum og hlustaði svo á 30 hljómsveitir á
Músíktilraunum en lokakvöldið var í gær.
Vikan sem var
ÁRNI MATTHÍASSON
■ Mælir með tónleikum Kraftwerk.
FORSPRAKKAR LIPS HF.
Hluthafar í Lips hf. eru 91 talsins. Verkefnið er liður í samkeppni á vegum Junior Achivement International og eitt þeirra íslensku
fyrirtækja sem taka þátt gæti komist í alþjóðlega samkeppni.
LIPS SPIL
Þú byrjar að drekka.
Sá sem situr þér á hægri hönd byrjar að
drekka á eftir þér og svo koll af kolli.
Þú mátt hætta þegar allir eru byrjaðir.
Þá má næsti hætta og svo koll af kolli.
Konan mín er bráðgáfuð,skemmtilegur húmoristi og
ofboðslega sæt. En sem betur fer
er hún ekki kræsnari en þetta á
maka svo ég prísa mig sælan,“
segir Stefán Pálsson sagnfræð-
ingur. ■
Konan mín
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M