Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 27.03.2004, Qupperneq 16
30 27. mars 2004 LAUGARDAGUR Björgólfur Thor Björgólfsson,fjárfestir og athafnamaður, er sá Íslendingur sem skarar mest fram úr að mati þjóðarinnar um þessar mundir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fast á hæla honum koma forystu- menn þjóðarinnar, þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Athafnaskáldið skýtur þar með leiðtogunum ref fyrir rass. Það eru einkum karlar í þétt- býli sem telja Björgólf Thor skara mest fram úr, en af þeim 52 atkvæðum sem Björgólfur fékk í könnuninni komu 26 úr þeirri áttinni. Fjármálafólk í mestu uppáhaldi Þjóðin virðist halda mest upp á athafna-, fjármálamenn og kaup- héðna ýmiskonar. Þeir fengu sam- anlagt alls 142 atkvæði, eðan 40 prósent af þeim sem svöruðu. Björgólfur Thor á vitaskuld mestan þátt í þessari góðu útkomu fjármálamanna, en einnig lögðu þung lóð á vogarskálarnar þeir Kári Stefánsson, með 25 atkvæði, Björgólfur Guðmundsson faðir Björgólfs, með 23 atkvæði, og Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Sam- herja, sem fékk 17 atkvæði, einum af la- ndsbyggðinni. Á meðal annarra athaf- na- og fjármálaman- na sem komust á blað voru þau Jón Ásgeir Jóhannesson. for- stjóri Baugs, með 6 atkvæði, Magnús Scheving. forstjóri Lata- bæjar. með 6 atkvæði, Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Jóhannes í Bónus með þrjú atkvæði. Eitt atkvæði fengu þeir Alli Rúts, at- hafnamaður í Mosfellsbæ, Baldur Guðnason fjárfestir, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, Björn Leifsson í World Class, Jón Helgi Guðmundsson í Byko, Margeir Pétursson fjárfestir og Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa. Stjórnmálamenn koma næstir Tólf stjórnmálamenn voru nefndir og fengu þeir samtals 62 atkvæði, eða 17,4%. Þar vegur þyngst fylgi Davíðs Oddssonar, sem heldur uppi fylgi stjórnmála- mannanna með sitt 41 atkvæði. Næst í röðinni á meðal stjórn- málamanna koma þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon með fjögur atkvæði hvort. Þrír töldu Halldór Ás- grímsson skara mest fram úr og jafnmargir voru þeirrar skoðunar í tilviki Össurar Skarphéð- inssonar. Guðni Ágústsson átti sér tvo fylgismenn í þessari könnun, og þeir Björn Bjarna- son, Geir H. Haarde, Valgerður Sverris dóttir, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir og Ög- mundur Jónasson áttu sér einn aðdáanda hvert. Þess má einnig geta, að Steingrímur Hermanns- son, fyrrverandi forsætisráðher- ra, sem hættur er afskiptum af stjórnmálum, fékk eitt atkvæði í könnuninni, sem og Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðis- ráðherra, en hún hefur verið í fréttum undanfarið vegna opn- unar á nýju hjúkrunarheimili fyrir börn. Þess ber að geta að Ólafur Ragnar Grímsson, með sín 9% atkvæða, er ekki talinn í þessum hópi, enda jafnan lögð á það áhersla að forsetinn sé ekki stjórnmálamaður, þó svo Ólafur eigi sér vissulega fortíð á því sviði. Þá íþróttafólk Eiður Smári Guðjohnsen ber höfuð og herðar yfir aðra íþrótta- menn, ef marka má könnunina, en alls fær íþróttafólk um 11% atkvæða. Þar vega þyn- gst 25 atkvæði Eiðs, en næstur í röðinni kom Ólafur Stefánsson handboltakappi með þrjú atkvæði. Jón Arn- ar Magnússon tug- þrautarkappi, Jónas Breki hokkímaður og Kristín Rós sundkona fengu tvö atkvæði hvert og þau Bjarni Þorleifsson tai kwon doe kappi, Hannes Hlífar Stefánsson skákmaður, Helena Sverrisdóttir körfu- boltastúlka, norðan- maðurinn Ingvar Örn, Jón Arnar Stefánsson körfuboltamaður og Magnús Ver krafta- jötunn fengu eitt akvæði hvert. Og síðan listafólk Listafólk, með alls 35 atkvæði eða 10%, fylgir fast á hæla íþróttamannanna í hugum fólksins. Björk Guðmundsdóttir tón- listarmaður fer þar fremst í flokki, með 15 atkvæði, og næstur henni, úr allt annarri átt, kemur leikarinn Örn Árnason með fjögur atkvæði. Þrír töldu Jónsa í Svörtum fötum skara mest fram úr og þeir Ólafur Elíasson myndlistarmaður og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur nutu hylli tveggja einstaklinga hvor. Þau Arnaldur Indriðason rithöfundur, Baltasar Kormákur leikstjóri, Birgitta Haukdal söngkona, Guðbergur Bergs- son rithöfundur, Guðrún Gunnarsdóttir söngkona, Jón Nordal tónskáld, Stefán Karl leikari og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fengu eitt atkvæði hvert. Og svo sá einn aðspurðra ástæðu til að ljá Spaugstofunni í heild sinni atkvæði sitt, og teljast þeir fimmmenningar þar með sem einn lista- maður í þessu könnun. Skiptir máli að slá í gegn erlendis Athygli vekur að af topp tíu starfa fjórir einstaklingar ákaflega mikið í útlöndum og hafa ekki síst unnið frægðarverk sín þar, en þetta eru þau Björgólfur Thor, Eiður Smári, Kári Stefáns- son og Björk Guð- mundsdóttir. Þar að auki hafa tvö verið mjög mikið í útlön- dum, þau Björgólfur Guðmundsson og Vigdís Finnbogadóttir. Ástþór Magnússon bjó einnig um nokkurt skeið í Englandi og Ólafur Ragnar hefur einnig verið talsvert erlendis, eins og frægt er orðið. Athygli vekur einnig að af þeim 75 einstaklingum sem nefndir voru, eru ein- ungis 12 konur. Alls fengu konur 39 atkvæði, eða 11% atkvæða. Það kann að vera, án þess að nokkuð sé fullyrt í þeim efnum, að lágt svarhlutfall hafi komið konum verr en körlum, en einungis 45% af 800 manna úrtaki treystu sér yfir höfuð að nefna nokkurn þann Íslending sem þeir töldu skara fram úr um þessar mundir. Hinum kaldhæðnu leyfist því hugsanlega að túlka niðurstöður könnunarinnar á þann veg að 55% Íslendinga telji engan Íslending, ekki nokkurn mann, bera höfuð og herðar yfir annan um þessar mundir. gs@frettabladid.is Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru athafna- og fjármálamenn í mestu uppáhaldi á meðal þjóðarinnar. Spurt var: Hvaða Íslendingur skarar mest fram úr um þessar mundir? Og niðurstaðan lét ekki að sér hæða: Björgólfur Thor skarar mest fram úr TOPP 10 SPURT VAR Hvaða Íslendingur skarar mestu fram úr um þessar mundir að þínu mati? 1. Björgólfur Thor Björgólfsson 14,6% 2. Davíð Oddsson 11,4% 3. Ólafur Ragnar Grímsson 9,0% 4.–5. Eiður Smári Guðjohnsen 7,0% 4.–5. Kári Stefánsson 7,0% 6. Björgólfur Guðmundsson 6,5% 7. Þorsteinn Már Baldvinsson 4,8% 8. Björk Guðmundsdóttir 4,2% 9.–10. Ástþór Magnússon 2,0% 9.–10. Vigdís Finnbogadóttir 2,0% Úrtakið var 800 manns Könnunin var gerð 22. mars síðastliðinn 356 manns eða 45%, svöruðu 4.–5. KÁRI STEFÁNSSON Forstjóri deCODE fékk 7% atkvæða og deilir sæti með Eiði. 1. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Fjármálamaðurinn er í fyrsta sæti með 14,6% atkvæða. 2. DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherrann fékk 11,6% atkvæða. 3. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Íslands fékk 9 % atkvæða. 4.–5. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Knattspyrnuhetjan fékk 7% atkvæða og er því í fjórða til fimmta sæti. Opið um helgar frá 11-17 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelar.is Er garðurinn í þínum höndum ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.