Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2004, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 27.03.2004, Qupperneq 17
Veiðimenn bíða með mikillióþreyju eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru, en sjóbirt- ingstíminn byrjar á fimmtudaginn, vatnaveiðin mánuði seinna og síðan laxveiðin mánuði eftir að vatnaveiðin byrjar. Sjaldan hafa eins margir veiði- menn mætt á flugu- og kast- námskeið og í vetur, enda búið að hnýta margar góðar flugur fyrir sumarið. Við slógum á þráðinn til Ingva Hrafns Jónssonar – en hann var staddur við Langá á Mýrum – og heyrðum í honum hljóðið. Það styttist í að Flugu- veiðiskólinn byrji og síðan laxveiðin í Langá, hverjar eru horfurnar? „Fluguveiðiskólanemendur hafa aldrei verið fleiri og eru að fylla þriðja tuginn,“ segir Ingvi. „Og aðeins nokkrar júní- og september- stangir eru óseldar. Ég á von á öðru stórveiðisumri sunnan heiða, þar sem Langá verður í toppslagnum. Við vitum orðið með nokkurri nákvæmni í ónákvæmum vísindum hversu stór árangur fer til sjávar. Fjögurra ára heimtur úr stór- seiðasleppingunum segja 3% veiddar endurheimtur. Ég spái Langá 1.600–1.900 löxum, en loka- tala mun auðvitað ráðast af vatns- búskap, en ef að líkum lætur verður vatnsmiðlun okkar Langárbænda ómetanlegur fjársjóður enn eitt sumarið.“ Verður Langá aftur efsta laxveiðiáin? „Ef annað þurrkasumar fer í hönd gæti Langá skilað öðru yfir- burðasumri.“ Þig nýtið veiðihúsið ykkar við Langá með því að leiga það út, þegar ekki er veiði í ánni. Hefur það ekki gengið vel? „Jú, Langárbændur bjóða eins og margir aðrir veiðihús til leigu fyrir vinnustaðafundi fyrirtækja eða vinahópa, enda synd að láta svona glæsileg hús standa ónotuð 260–70 daga utan veiðitíma. Langárbyrgi er með gistingu fyrir 28 gesti og til dæmis var troðfullt um síðustu helgi og mjög góð fundaraðstaða er í húsinu, sem fyrirtæki nýta sér í vaxandi mæli fyrir stjórnar- og stefnumótunar- fundi. Í þessum hópi eru margir sem veitt hafa í Langá og njóta þess í botn að upplifa hana og umhverfið að vetrarlagi.“ Þú munt veiða víða næsta sumar, eins og í Laxá í Aðaldal. Þar mætti veiðin lagast? „Við höfum miklar áhyggjur af lífríki Laxár, en við vonum að sér- fræðingarnir hafi rétt fyrir sér að skilyrði í Skjálfandaflóa og norður og austur um hafi verið mjög hagstæð á niðurgöngutíma síðastliðið vor og því von um góða smálaxagöngu sem gæti orðið upphafið að endurreisnartímabili. Árnar norðan heiða verða hreinlega að koma upp úr lægð undanfarinna ára, annars er hætt við að taki langan tíma að fá nýja veiðimenn á þessi svæði.“ Fjörið byrjar í sjóbirtings- veiðinni Sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöru á fimmtudagsmorgun, en þá renna fyrstu veiðimenn þessa tíma- bils fyrir silung. Veiðimenn hafa sjaldan haft svo mikla möguleika á að renna fyrir fisk, enda fleiri og fleiri sem virðast nýta sér þennan möguleika. Biðin eftir að veiðitíminn byrji er erfið, en sú bið er næstum á enda. Við skulum kíkja aðeins á hvar er hægt að renna fyrir fisk, en svæðin er mörg og misveiðin. Það er hægt að komast í veiði á Vatnasvæði Lýsu, í Hítará á Mýrum, Andakílsá í Borgarfirði og í Varmá í Hveragerði, þar sem örugglega verður mikið fjör á allra fyrstu dögum tímabilsins. Í Búðará, fyrir landi Spóastaða og í Sogið, er hægt að veiða vænar bleikjur. Síðan er Galtalækurinn, Tungufljót í Biskupstungum og Minnivallar- lækurinn. Veiði er einnig leyfð núna í Ytri-Rangá fyrir neðan Ægisíðu- foss og þar gæti eitthvað veiðst í byrjun. Í Vatnamótum, Hörgsá og Geirlandsá fyrir austan Kirkju- bæjarklaustur gæti orðið veisla fyrstu daga veiðitímans, alla vega hjá þeim sem opna Geirlandsá og eiga fyrstu köstin í Ármótahylinn. Mikilvægt er að sleppa fiskum aftur í ána heldur í stað þess að fylla allar tunnur af fiskum sem enginn hefur neitt við að gera. Til þess er leikurinn alls ekki gerður. „Það er miklir möguleikar fyrir veiðimenn að renna núna fyrir sjóbirting enda virðist margir ætla að gera það. Vel hefur gengið að selja í vorveiðina,“ segir Stefán Sigurðsson hjá Lax-á, er við spurðum um stöðuna í vikunni. ■ 32 27. mars 2004 LAUGARDAGUR Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Ingvi Hrafn á von á öðru stórveiðisumri FRÁ LAX-Á TIL PRENTMETS Það vakti töluverða athygli um daginn er Heimir Óskarsson hætti stöfum hjá Lax-á, Hann hefur nú hafið störf hjá Prentmet sem sölustjóri. En nýjasti sölubæklingurinn hjá Lax-á er einmitt prentaður hjá Prentmet. Heimir mun eitthvað starfa áfram hjá Lax-á enda hönnuður á flestu því er lítur að blöðum og auglýsingamálum hjá fyrirtækinu. SELUR Í SOGINU Í vikunni sást selur í Soginu, en alveg nauðsyn- legt er að ná þeim áður en þeir gera skaða á svæðinu. Nauðsynlegt er fyrir leigutaka árinnar og fleiri áa að fá að vita þegar svona gestir eru á svæðinu. ■ Veiðifréttir Hún á að heita Forsætisráð-herrar Íslands – ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár og kemur út miðvikudaginn 15. september. Í henni verður sagt frá þeim 24 mönnum sem gegnt hafa embætti ráðherra Íslands og forsætisráðherra frá því að heimastjórn fékkst 1. febrúar 1904 og þar til núverandi forsætisráðherra lætur af embætti. Hún nær sumsé frá Hannesi Hafstein til Davíðs Oddssonar. Í tilkynningu frá ritstjóra bókarinnar segir að einn kafli verði um hvern ráðherra, 10–16 blaðsíður hver, auk fjölda mynda. Þar segir einnig að til- gangurinn sé að draga fram á einum stað heildstæða mynd af þessum forystumönnum, bak- grunni þeirra, hug-sjónum, einkennum sem stjórnmálaman- na og helstu viðfangsefnum. Umdeild útgáfa Útgáfa bókarinnar hefur verið gagnrýnd og þá aðallega vegna þess að íslenska ríkið skuli standa að útgáfunni. Kostnaður- inn er áætlaður átta milljónir króna en ómögulegt er að segja til um hversu vel bókin mun seljast. Aðstandendur útgáfun- nar segja að lítið sem ekkert hafi verið skrifað um suma þeir- ra manna sem gegnt hafa embættum ráðherra Íslands og forsætisráðherra en geta þess þó að bækur hafi komið út um næstum helming þeirra. Þá er vitað að ítarlegar greinar hafa birst um marga þeirra, til dæmis í Andvara og öðrum ámóta tímaritum og eins hefur verið skrifað um suma þeirra í rit á borð við Merka Íslendinga og Þeir settu svip á öldina / íslenskir stjórnmálamenn. Greinar í Andvara Andvari er rit Hins íslenska þjóðvinafélags og hefur verið gefið út allt frá árinu 1874. Aðalefni þess eru greinar um látna merkismenn og áhersla hefur verið lögð á, að minnsta kosti í seinni tíð, að hafa þær ekki í hreinum eftirmælastíl. Þvert á móti er greinunum ætlað að gefa mynd af ævi og störfum við- komandi og lýsa persónu hans. Af þeim 24 mönnum sem verið hafa ráðherrar Íslands, eins og embættið hét fram til 1917, eða forsætisráðherrar eru 20 látnir. Greinar um 14 þeirra hafa birst í Andvara, allt frá 20 til rúmlega 50 blaðsíðna langar. Bækur og myndbönd Ævisögur margra þessara manna hafa komið út, sumar í allt að þremur bindum. Misjafnt er hvort bækurnar eru skrifaðar og gefnar út að þeim liðnum eða lifandi og eins er allur gangur á formi þeirra. Þannig eru sumar sjálfsæviminningar, aðrar skráðar af öðrum og enn aðrar samtalsbækur. Þá ber að geta þess að saga nokkurra þeirra hefur verið sögð á mynd- bandsspólum. bjorn@frettabladid.is 21 BÓK Um þessa forsætisráðherra hafa komið út bækur - Hannes Hafstein eftir Kristján Albertsson (þrjú bindi) - Björn Jónsson eftir Lýð Björnsson - Jón Þorláksson eftir Hannes Hólmstein Gissurarson - Ásgeir Ásgeirsson eftir Gylfa Gröndal - Hermann Jónasson eftir Indriða G. Þorsteinsson (tvö bindi) - Ólafur Thors eftir Matthías Johannessen (tvö bindi) - Stefán Jóhann Stefánsson (sjálfsævisaga - tvö bindi) - Steingrímur Steinþórsson (sjálfsævisaga - tvö bindi) - Emil Jónsson (sjálfsævisaga) - Bjarni Benediktsson, þættir eftir ýmsa, Ólafur Egilsson ritstýrði - Ólafur Jóhanesson, afmælisbók, eftir Þór Vilhjálmsson og fleiri - Gunnar Thoroddsen eftir Ólaf Ragnarsson - Steingrímur Hermannsson eftir Dag B. Eggertsson (þrjú bindi) 14 GREINAR Um þessa hafa birst greinar í tímaritinu Andvara - Hannes Hafstein eftir Þorstein Gíslason (1923) - Björn Jónsson eftir Einar Hjörleifsson (Kvaran) (1913) - Sigurður Eggerz eftir Jón Guðnason (1946) - Einar Arnórsson eftir Bjarna Benediktsson (1962) - Jón Magnússon eftir Einar H. Kvaran (1928) - Jón Þorláksson eftir Þorstein Gíslason (1938) - Tryggvi Þórhallsson eftir Þorkel Jóhannesson (1939) - Ásgeir Ásgeirsson eftir Guðmund G. Hagalín (1973) - Hermann Jónasson eftir Halldór Kristjánsson (1978) - Ólafur Thors eftir Bjarna Benediktsson (1966) - Bjarni Benediktsson eftir Jóhann Hafstein (1974) - Ólafur Jóhannesson eftir Ingvar Gíslason (1987) - Geir Hallgrímsson eftir Davíð Oddsson (1994) - Gunnar Thoroddsen eftir Gunnar G. Schram (1986) 4 SPÓLUR Um þessa hafa verið gerð myndbönd - Jón Þorláksson - Hermann Jónasson - Ólaf Thors - Bjarna Benediktsson Til stendur að gefa út bók um forsætisráðherra Íslands. En hvað hefur þegar verið gefið út um ráðherrana? Fréttablaðið leitaði svara: KRÓKSFOSS Hann var tignarlegur Króksfoss í Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum en snjórinn mætti vera meiri á svæðinu. 21 bók, 14 gre og 4 vídeóspó

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.