Fréttablaðið - 27.03.2004, Qupperneq 19
34 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
Þegar Marcel Proust lést árið1922 sagði náinn vinur hans í
minningargrein að Proust hefði
elskað tvær manneskjur á ævi
sinni; móður sína og Céleste Al-
baret, sem var ráðskona hans frá
1913 til dauðadags hans. „Það
verða fallegu litlu hendurnar þín-
ar sem munu loka augum mínum,“
sagði Proust eitt sinn við Céleste.
Eftir dauða hans var Céleste
margoft beðin um að tjá sig um
samband þeirra en harðneitaði.
Hún skipti skyndilega um skoðun
82 ára gömul, hálfri öld eftir
dauða Proust. Hún sagði ástæðuna
vera þá að svo margt ónákvæmt
og rangt hefði verið skrifað um
hann af fólki sem þekkti hann lítið
eða alls ekkert. „Þegar herra
Proust var á lífi gat ég aldrei logið
að honum og ég ætla ekki núna að
byrja að ljúga um hann því þá
væri ég að ljúga að honum,“ sagði
Céleste. Það kom í hlut blaða-
mannsins George Belmont að
vinna úr frásögn hennar. Í samein-
ingu sköpuðu þau töfrandi bók,
Monsieur Proust, sem kom út árið
1972 og hefur margoft verið
endurprentuð. Bókin kom til dæm-
is út í kilju í Bandaríkjunum síð-
astliðinn október.
Skrásetjarinn, Belmont, velur
þá leið að leyfa rödd Céleste að
njóta sín og blandar sér ekki í frá-
sögnina. Það er hins vegar ljóst að
hans hlutverk hefur verið að
forma verkið og skapa því stíl.
Það tekst honum á aðdáu-
narverðan hátt og bæði Proust og
Céleste birtast ljóslifandi á síðum
þessarar merkilegu bókar.
Lifði fyrir ritstörfin
Céleste kynntist Proust í gegn-
um eiginmann sinn sem ók leigu-
bíl og var einkabílstjóri Proust.
Céleste fór í sendiferðir fyrir
Proust og varð loks ráðskona hjá
honum. Hann var heilsuveill,
þjáður af alvarlegum asma, og
löngum rúmfastur. Á þeim tíma
sem Céleste sinnti honum var
hann að vinna í hinu mikla ævi-
verki sínu Í leit að glötuðum tíma.
Hann sagði Céleste að það væri
skylda sín að skrifa bókina. „Ég
hef ekki tíma fyrir neitt annað,“
sagði hann.
Proust var kröfuharður hús-
bóndi, það sem hann bað um varð
hann að fá strax. Céleste lét sér á
sama standa og sagði við hann:
„Ef allir harðstjórar væru eins og
þú væri veröldin paradís.“ Sam-
band þeirra varð mjög innilegt.
Proust var samkynhneigður en
Céleste neitaði alla tíð að viður-
kenna þá kynhneigð hans og sagð-
ist aldrei hafa orðið vör við neitt
sem benti til hennar.
„Ég verð að hafa þögn og ró. Ég
er kvæntur starfi mínu. Það eina
sem skiptir máli eru skriftir mín-
ar,“ sagði Proust við Céleste. „Ég
hefði þarfnast konu sem hefði
skilið mig og ég þekki bara eina
konu sem það gerir. Þú ert eina
manneskjan sem ég hefði getað
kvænst. Þú ert sú sem hefði helst
getað komið í staðinn fyrir
mömmu.“ Samband Proust við
móður sína var einstakt. Fimmtán
árum eftir dauða hennar átti hann
enn í erfiðleikum með að ræða um
hana án þess að tárast. Hann sagði
að ef hann gæti verið viss um að
hitta hana aftur í öðrum heimi
myndi hann vilja deyja strax.
Brenndi minnisbækur
Proust
Céleste gerði sér fulla grein
fyrir því að hann lifði fyrir skrift-
irnar. Hann átti vini en Céleste
sagði að Proust hefði látið marga
halda að hann bæri til þeirra vin-
áttu og væntumþykju þegar hann
gat svo auðveldlega verið án
þessa fólks. Hann hefði reyndar
illa getað verið án Céleste og hann
gerði sér sjálfur fulla grein fyrir
því. Áður en hann lést fól hann
henni að brenna minnisbækur
hans. Þær voru 32 og geymdu
drög að æskuverkum hans og
jafnvel heilu kaflana. Vinur
Kafka, Max Brod, hafði vit á að
óhlýðnast þegar Kafka skipaði
honum að brenna handrit að óbirt-
um verkum sínum en það hvarfl-
aði ekki að Cé-
leste að óhlýðn-
ast húsbónda sín-
um. Minnisbæk-
ur Proust eru því
að eilífu glataðar.
Eftir dauða
Proust sagði
bróðir hans við
Céleste: „Bróðir
minn hefði lifað
lengur ef hann
hefði kosið að lifa
eins og allir aðrir.
En hann valdi sitt
hlutskipti og
hann valdi það
vegna vinnu sinn-
ar.“ Céleste sagði
að eftir dauða
hans hefði hún
um tíma misst
lífslöngun. „Ég hafði lifað í svo
dásamlegum heimi með manni
sem var svo einstakur að ég gat
ekki vanist venjulegu lífi.“ Eftir
dauða Proust rak hún lítið hótel í
París ásamt eiginmanni sínum og
dóttur. Árið 1981 var gerð þýsk
kvikmynd um hana, Céleste.
Céleste Albaret lést árið 1984, 92
ára gömul. Heimsblöðin New
York Times og Le Monde birtu
minningargreinar um hana. Í bók
sinni um Proust segir Céleste um
tíma sinn með rithöfundinum: „Ég
þakka Guði fyrir þessi ár, ég hefði
ekki getað látið mig dreyma um
fallegra líf.“
kolla@frettabladid.is
Fréttablaðið og Edda útgáfahafa ákveðið að hleypa af
stokkunum ljóðasamkeppni, sem
verður með nokkuð óvenjulegu
sniði. Samkeppnin er ætluð öllum
sem fæddir eru á árunum 1974-
2004 og er sannkallaður ljóðaslag-
ur því skáldin etja kappi hvert við
annað á síðum Fréttablaðsins dag-
ana 16. til 23. apríl. Á lokadegin-
um, þann 23. apríl, á afmælisdegi
Nóbelsskáldsins og á alþjóðlegum
degi bókarinnar, stendur einn sig-
urvegari uppi sem lesendur
Fréttablaðsins hafa kosið í síma-
kosningu. Nóg er að senda eitt ljóð
í keppnina en engin takmörk eru á
því hve mörgum ljóðum hver og
einn má tefla fram í slagnum. Það
er tilgangslaust að flagga dul-
nefni í þessari keppni: allir koma
fram undir sínu rétta skáldanafni.
Ætli viðkomandi sér að komast í
úrslitakeppnina verður hann líka
að vera viðbúinn því að sýna sitt
rétta andlit.
Skýrar reglur – vegleg verð-
laun
Reglurnar eru skýrar. Tekið er
við ljóðum á tölvupóstfangið
ljod@edda.is eða í umslagi merkt:
Sigurskáldið, Suðurlandsbraut 12,
108 Reykjavík, til 6. apríl næst-
komandi. Þriggja manna dóm-
nefnd, sem í sitja fulltrúar Eddu
útgáfu og Fréttablaðsins auk eins
ákafs ljóðaunnanda sem fæddur
er fyrir 1974, velur úr innsendu
efni átta ljóð og ljóðskáld sem nú
ganga til leiks í hinum eiginlega
ljóðaslag. Hann
hefst föstudaginn 16. apríl með
því að Fréttablaðið birtir tvö ljóð
og kynningu á tveimur skáldum.
Undir hverju ljóði er símanúmer
sem allir lesendur Fréttablaðsins
geta hringt í og þar með valið sitt
ljóð. Þegar úrslit liggja fyrir þann
19. apríl er hafist handa strax
næsta dag með keppni í fjögurra
ljóða úrslitum uns síðasta keppnin
fer fram á sumardaginn fyrsta, 22.
apríl. Daginn eftir, á degi bókar-
innar, verður sigurskáldið síðan
kynnt í Fréttablaðinu með pompi
og prakt.
Edda útgáfa veitir
þeim skáldum sem komast í fjög-
urra ljóða úrslit myndarleg bóka-
verðlaun og gefur út sigurljóðið.
Hvort sem menn yrkja rímað
og stuðlað, frítt eða frjálst,
hlekkjað eða laust er öll band-
vídd samtímans velkomin í slag-
inn. Það er líka til mikils að
vinna. Í staðinn fyrir að ljóðun-
um sé lagt inni á fáförnum
netslóðum eða þau læst í tölvunni
heima fær stærstur hluti þjóðar-
innar nú að berja snilldina aug-
um. Skáld 21. aldar, fólk undir
þrítugu, fær nú tækifæri til að
ganga fyrir alþjóð og hljóta aðdá-
un hennar og hylli. ■
■ Bækur
Metsölulisti Bókabúða
Máls og menningar,
Eymundssonar og
Pennans
ALLAR BÆKUR
1. Skyndibitar fyrir sálina
Barbara Berger
2. Uppeldisbókin Sus-
an Mortweet / Edward
R. Christophersen
3. Sálmabók
Ýmsir höfundar
4. Lífshættir fugla Dav-
id Attenborough
5. Orð í gleði
Karl Sigurbjörnsson
6. Villibirta Liza Marklund
7. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson
8. Svo fögur bein Alice Sebold
9. Þúsund hamingju spor JPV
10. Alkemistinn Paulo Coelho
SKÁLDVERK - INNBUNDNAR
BÆKUR
1. Sálmabók
Ýmsir höfundar
2. Alkemistinn Paulo
Coelho
3. Passíusálmar
Hallgrímur Pétursson
4. Glæpur og refsing
Fjodor Dostojevskí
5. Perlur í skáldskap
Laxness Halldór Laxness
6. Þórbergur Þórðarson - stórbók Þór-
bergur Þórðarson
7. Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar
Tómas Guðmundsson
8. Smásagnasafn Halldórs Laxness
Halldór Laxness
9. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna
Ýmsir höfundar
10. Þjóðskáldin - stórbók Ýmsir höf-
undar
SKÁLDVERK -
KILJUR
1. Villibirta
Liza Marklund
2. Öxin og jörðin
Ólafur Gunnarsson
3. Svo fögur bein
Alice Seabold
4. Vetrardrottningin
Boris Akúnin
5. Grafarþögn Arnaldur Indriðason
6. Mýrin Arnaldur Indriðason
7. Þetta er allt að koma Hallgrímur
Helgason
8. Annað tækifæri James Patterson
9. Flateyjargátan Viktor Arnar Ingólfsson
10. Röddin Arnaldur Indriðason
Listinn er gerður út frá sölu dagana
17.03.-23.03. 2004 í Bókabúðum
Máls og menningar,
Eymundssyni og Pennanum.
BÓK VIKUNNAR
The Master eftir Colm Tóibín.
Þessi splunkunýja skáldsaga
hefur vakið mikla athygli gagn-
rýnenda, sem hafa borið verð-
skuldað lof á hana. Aðalpersóna
bókarinnar er rithöfundurinn
Henry James. Hann er tilfinn-
ingalega bældur og einangraður
en sogar allt það markverðasta
úr umhverfi sínu og annarra og
nýtir í meistaraleg verk. Skáld-
saga sem fer hægt af stað en nær
síðan tangarhaldi á lesandanum.
Í lokin kemst hann vart undan
því að viðurkenna bókina sem
meistaralega.
Sigurskáld
ið
Fréttablað
ið og Edda
útgáfa hle
ypa nú af
stokkunum
frumlegri
ljóðasam-
keppni. Hú
n er ætluð
öllum sem
fæddir er
u á árunum
1974-200
4. Átta ská
ld,
sem valin
verða úr in
nsendum
ljóðum, et
ja kappi h
vert við an
nað á síðu
m
Fréttablað
sins dagan
a 16. til 23
. apríl. Les
endur velj
a uppáhal
dsljóðið si
tt með
símakosni
ngu. Þann
23. apríl,
á afmælisd
egi Nóbels
skáldsins o
g alþjóðleg
um
degi bóka
rinnar, sten
dur einn s
igurvegari
uppi og fæ
r hann veg
leg verðlau
n.
Edda útgáfa og Fréttablaðið hafa ákveðið að efna til
óvenjulegrar ljóðasamkeppni á síðum blaðsins:
Leitað að ljóðskáldi
Minningar ráðskonu Marcel Proust voru nýlega endurútgefnar í Bandaríkjunum. Í henni er að finna heillandi
frásögn af samskiptum hennar við rithöfundinn.
Céleste og Proust
MONSIEUR PROUST
Minningar Céleste Albaret um húsbónda
hennar, Marcel Proust, komu fyrst út árið
1972 en voru endurútgefnar í Bandaríkjun-
um í fyrra og eru heillandi lesning.
MARCEL PROUST
Sagt er að hann hafi elskað tvær konur um ævina, móður sína og
ráðskonu sína, Céleste Albaret.