Fréttablaðið - 27.03.2004, Page 21
bílar o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Bíliðnadeild Borgarholtsskóla fær gjöf:
Volkswagen til kennslu
Hekla hf. ásamt Volkswagen-verksmiðjunum hafa fært
bíliðnadeild Borgarholtsskóla
að gjöf nýja bifreið af gerðinni
VW T5 Multivan. Bifreiðin er
sérstaklega ætluð til kennslu og
mun væntanlega koma sér vel
fyrir nám í bíliðnum. Hekla mun
sjá til þess að kennarar
bifreiðadeildar fái aðgang að
kennslugögnum, mælitækjum
og almennri fræðslu um
bifreiðina. Þá munu
Fræðslumiðstöð bílgreina hf. og
Hekla hafa aðgang að bifreið-
inni til námskeiðahalds. ■
GÓÐ GJÖF
Finnbogi Jónsson afhenti
bifreiðina fyrir hönd Heklu
og sést hann hér til vinstri
ásamt Ólafi Sigurðssyni,
skólameistara
Borgarholtsskóla, til hægri.
Með hækkandi sól verðurumhirða bílsins meira
áberandi í augum þeirra sem eru
samferða þér á hraðbrautinni.
Því er rétt að nota komandi
góðviðrisdaga til allsherjar
hreingerningar á bílnum, með
tilheyrandi tiltekt innan dyra
sem utan, og auðvitað glansandi
bónhúð í lokin.
Jósef Kristjánsson hefur
rekið Bón og þvott hjá Jobba
síðan 1982 og því kunnugur réttu
handtökunum í hreinsun og bóni
bíla. Jósef segir stöðugar
breytingar eiga sér stað í biblíu
bílaþvottamanna og alltaf að
aukast hvers konar skrum í
kringum bílaþvottavörur og bón.
„En ég vísa út þeim sem koma
með nýjar vörur sem þeir full-
yrða að dugi í fleiri ár og allt upp
í líftíma bílsins,“ segir Jósef og
bætir við að saltið sem notað er á
götur borgarinnar éti sig í gegn-
um bónhúðina á örskotsstundu.
„Þumalputtareglan er að bóna
einu sinni í mánuði yfir vetrar-
tímann og á tveggja mánaða
fresti á sumrin. Annars er lakk
orðið miklu harðara, viðkvæm-
ara og þynnra en hér í eina tíð,
og þannig hefur bökunartími
lakks í bílaverksmiðjum
minnkað úr 45 mínútum niður í 5
mínútur í dag.“
Jósef segir best að byrja
vorhreingerninguna á því að
bleyta lakkið með tjöruleysi og
leyfa því að standa smástund
áður en bíllinn er skolaður með
rennandi vatni. Mikilvægt er að
nota enga kústa á bílinn þar sem
þeir rispa lakkið eins og sand-
pappír. „Kústar eru það versta
sem hægt er að nota á bílinn
sinn. Lakkið er skemmt og matt
eftir aðeins tvo þvotta í kústa-
plönum borgarinnar.“
Næst er volgu vatni og græn-
sápu blandað í fötu og bíllinn
þveginn hátt og lágt með svampi.
Nauðsynlegt er að skola tjöru-
leysinn vel af bílnum áður til að
losna við sand og annað
rispuvaldandi. Að sápuþvotti
loknum er bíllinn skolaður og
þurrkaður með vaskaskinni, en
Jósef segir áríðandi að þurrka
bílinn þannig til að losna við
kísilhringi í dropum sem annars
myndu þorna á lakkinu og mynda
bletti.
Að þessu loknu er bíllinn
tilbúinn í bón og smekksatriði
hvaða bón menn velja. Mestu
skiptir að bera bónið á með fram
og aftur hreyfingum. „Alls ekki í
hringi,“ segir Jósef og bendir á
að þótt slíkt standi enn aftan á
sumum brúsum sé það þá bón frá
Ameríku eða Asíu. „Allt annað
lakk er á bílum í Evrópu og allt
önnur vinnubrögð sem gilda hér.
Hringhreyfingar eru tuttugu ára
gömul aðferð sem átti við gömlu
akrýl-bónin. Bóna skal allan
bílinn í einu og alls ekki stoppa á
miðjum flöt.“
Næst eru föls hreinsuð með
tjöruleysi, rúðuúði notaður til að
hreinsa glugga að utan sem
innan, og vínylhreinsir á
mælaborð, stuðara, dekk, spegla
og annað úr því efni. „Mattur
vínyll fer á mælaborðið, því ef
það glansar um of getur það
speglast í rúðum og valdið vand-
ræðum, en að utanverðu má nota
meiri glans,“ segir Jósef og
bætir við að þá sé ekkert eftir
nema að ryksuga bílinn og þvo
þurrkublöðin með tjöruleysi.
Þess má geta að það tekur
vanan mann um þrjá klukkutíma
að þrífa bíl vandlega, og því gott
að áætla góðan tíma í þrifin.
thordis@frettabladid.is
BÓNAÐ FRAM OG AFTUR
Bannað að bera bílabón á lakkið með
hringhreyfingum.
GLJÁANDI STUÐARAR
Á mælaborðið fer mattur vínylhreinsir, en
að utan má gljáinn vera meiri.
ENGA KÍSILHRINGI, TAKK
Mikilvægt er að þurrka bílinn eftir þvott til
að koma í veg fyrir kísilhringi eftir vatns-
dropa.
Vorhreingerning í bílnum:
Þriggja tíma tiltekt
og bíllinn sem nýr
HREINIR GLUGGAR ÞÝÐA
ÖRUGGARI AKSTUR
Best er að hreinsa rúðurnar að
innan og utan með gluggaúða eins
og notað er á speglana heima.
Ég fer mest eftir útlitinu á bílnum.
Lillian Larsen.
Eftir hverju ferðu þegar þú velur þér bíl?