Fréttablaðið - 27.03.2004, Síða 22
Það er margt sem hafa þarf íhuga við kaup á notuðum bíl.
Þegar bíll er keyptur milli-
liðalaust af fyrri eiganda er frum-
skilyrði að athuga hvort á bílnum
séu veðbönd eða uppsöfnuð
bifreiðagjöld. Þessar upplýsingar
fást hjá tollstjóra og sýslumanni.
Tilkynningu um eigandaskipti
þarf að koma á næsta pósthús og
borga þarf 2.330 kr. fyrir
umskráningu. Það er samn-
ingsatriði hvort seljandi eða kaup-
andi fari með tilkynninguna. Gott
er að bjóðast til að gera það, því þá
er öruggt að hún komist til skila!
Eigandaferil bíla er fróðlegt að
skoða. Bílar sem hafa verið í eigu
bílaleigu eða hafa komið við á upp-
boðum tryggingafélaga, eru t.d.
yfirleitt ódýrari. Þessir bílar
þurfa ekki endilega að vera verri
en þeir þurfa nákvæmari skoðun.
Til að meta ástand bílsins sem
stendur til að kaupa er öruggast að
fara með bílinn í ástandsskoðun
hjá skoðunarstöð og fá skýrslu um
ástandið á honum. Það er líka
mikilvægt að athuga hvernig
bílaumboðið þjónustar viðkoman-
di bílategund. Gott er að velja sér
algenga bílategund því þá má
búast við að aðgengi að varahlut-
um sé gott.
Í næsta pistli mínum mun ég
halda áfram að fjalla um kaup á
notuðum bílum og hvað vert er að
hafa í huga í því sambandi. ■
37LAUGARDAGUR 27. mars 2004
Vinnuvélanámskeið
Kvöldnámskeið.
Námskeiðsstaður, Þarabakki 3.
109 Reykjavík (Mjódd).
Verð 39.900.-
Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737
Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður
Vantar þig góð ráð? Sendu Jóni Heiðari póst á netfangið bilar@frettabladid.is
Góð ráð
JÓN HEIÐAR
ÓLAFSSON
■ segir mikilvægt
að skoða
notaða bíla
vel og
vandlega.
Kæri Jón!
Hver eru helstu a
triðin
sem maður á að t
ékka
á þegar maður ka
upir
notaðan bíl? Ingunn
Eigendasagan mikilvæg!
ÓVENJULEG SJÓN
Michael Schumacher heilsaði aðdáendum sínum úr MG-bíl áður en Formúluaksturinn
hófst í Malasíu á dögunum. Schumacher ekur fyrir Ferrari eins og kunnugt er en kunni vel
við sig í breska bílnum að því er virtist.
Ég á bíl sem ég náði af systurminni með klækjum. Það er
yfirleitt þannig í minni ætt að
bræður reyna að stela jörðum af
systrum sínum, en ég náði bíl,
þessum líka indælis Toyota
Corona, Four-Wheel-Drive!“ segir
Árni Pétur Guðjónsson leikari.
„Ég borgaði reyndar 100
þúsund kall og lofaði að vera
duglegur að skutla mömmu,“
segir leikarinn og vill meina að
díllinn væri góður ef mamma
væri ekki svona ferðaglöð.
„Ég átti hins vegar ekki bíl í
nokkur ár. Ég hætti að reykja og
drekka, en græddi engan pening á
því. Svo lagði ég bílnum og flaut í
peningum. En málið var auðvitað
að systkini mín mörg áttu tvo bíla
og ég var alltaf á einum þeirra.“
Árni Pétur hefur ekki
hugmynd um hvað Toyotan hans
er gömul, en hún er
fjórhjóladrifin,“ segir hann enn til
áréttingar. „Ég tippa á 13 ára.“
Árni Pétur byrjaði ekki að
keyra fyrr en 35 ára, þó hann
hefði tekið prófið mörgum árum
fyrr. Hann segist samt vera eðal-
bílstjóri.
„Þegar ég fór að keyra aftur
fékkst enginn upp í bílinn hjá mér
nema litli bróðir, sem lét sig hafa
það að fara með mér hring eftir
hring í kringum Laugardalshöllina.
Ég hef samt aldrei lent í neinum
óhöppum að ráði, bakkaði kannski
svolítið á á tímabili. En ég er vanur
hjólreiðum og keyri eins og hjól-
reiðamaður. Treysti engum.“
Flottast við bílinn finnst Árna
Pétri að hann bilar aldrei. „7-9-
13!!! Svo er þetta station-bíll þan-
nig að ég virka eins og fjölskyldu-
maður á honum; er aðeins að villa
á mér heimildir. Það kemst líka
ótrúlegt magn af drasli í hann, föt
til skiptanna, skjöl og pappírar og
ekki má gleyma hvað hann er
góður í snjó.“
edda@frettabladid.is
ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON
Segist vera mikill bílatöffari og
eðalbílstjóri þrátt fyrir að hafa
tekið langt hlé frá akstrinum á
ákveðnu tímabili.
Bíllinn minn:
Vélaði bílinn
af systur sinni
SVAR:
Umferð á móti veitir forgang.
■ Hvað þýðir skiltið?
Brimborg:
Frumsýnir
Volvo
Bílaumboðið Brimborg frum-sýnir tvo nýja Volvo-bíla um
helgina í Reykjavík, í Reykjanesbæ
og á Akureyri: Volvo S40 og Volvo
V50.
Við hönnun bílanna var gengið út
frá grundvallargildum Volvo um
öryggi, endingu og þeirri
hugmyndafræði að hinn eiginlegi
lúxus felist í vellíðan.
Gagnrýnendur erlendra bílablaða
eru á einu máli um að með Volvo
S40 og V50 hafi Volvo tekist að
smíða bíla sem eigi fullt erindi í
samkeppnina við lúxusbíla.
Stjórnborð bílsins hefur til dæmis
vakið mikla athygli á sviði
bílahönnunar. Volvo S40 og Volvo
V50 er hægt að fá með 170 hestafla
með 2,4 lítra vél. Einnig fást þeir
220 hestafla með 2,5 lítra vél.
Opið verður alla helgina í
Reykjavík, Reykjanesbæ og á
Akureyri frá klukkan 12-16 báða
dagana. Boðið verður uppá kaffi og
kleinur. ■
Ráðstefna:
Úti að aka
Miðvikudaginn 31. mars næst-komandi verður haldið
málþing um umferðarmálefni á
vegum VÍS. Málþingið sem haldið
verður á Nordica hóteli ber
yfirskriftina „Úti að aka?“. Það
stendur frá kl. 13:00-16:00.
Á málþinginu verður sjónum
beint að öryggi í umferð á þjóðveg-
um landsins og þeirri staðreynd að
alvarlegum slysum hefur fjölgað á
þjóðvegum landsins. Leitast verður
við að varpa ljósi á orsakir umferð-
arslysanna og leitað svara við því
hvernig hægt sé að auka öryggi í
umferðinni.
Meðal framsögumanna eru
Ágúst Mogesen, framkvæmdastjóri
Rannsóknarnefndar umferðaslysa
og Ómar Ragnarsson fréttamaður
sem ræðir um ferðir sínar um
landið.
Málþingið er öllum opið en
mælst er til þess að áhugasamir
staðfesti þátttöku á malthing@vis.is
eða í síma 560-5226 fyrir kl. 14:00
þann 30. mars. ■
VOLVO S40
Lúxusbíll frumsýndur um helgina.