Fréttablaðið - 27.03.2004, Side 37
■ ■ LEIKIR
14.00 Haukar og KA eigast við í
deildarbikarkeppni karla í fótbolta í Fíf-
unni.
15.00 ÍS tekur á móti Keflavík í úr-
slitum 1. deildar kvenna í körfubolta í
Kennaraháskólanum.
16.30 Stjarnan og Valur eigast við
í Ásgarði í RE/MAX-deild kvenna.
16.30 KA/Þór tekur á móti Gróttu
KR á Húsavík í RE/MAX-deild kvenna.
16.30 FH mætir Fram í Kaplakrika í
RE/MAX-deild kvenna í handbolta.
16.30 Eyjastúlkur taka á móti
Haukum í RE/MAX-deild kvenna í hand-
bolta.
■ ■ SJÓNVARP
10.15 NBA á Sýn. Viðureign New
Jersey og Dallas.
11.45 Fákar á Sýn.
12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út-
sending frá leik Birmingham og Leeds.
14.25 Þýski fótboltinn í Sjónvarpinu.
Bein útsending frá leik Bochum og Schal-
ke.
14.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein út-
sending frá leik Chelsea og Wolves.
16.05 Inside the US PGA Tour 2004 á
Sýn.
16.20 Íslandsmótið í handbolta í
Sjónvarpinu.
16.35 Enski boltinn á Sýn.
18.20 Spænski boltinn á Sýn. Beint
frá leik Real Sociedad og Deportivo.
21.30 Hnefaleikar á Sýn. Arturo Gatti
og Gianluca Branco eigast við.
23.35 Hnefaleikar á Sýn. Bardagi
Roy Jones Jr. og Antonio Tarver.
52 27. mars 2004 LAUGARDAGUR
ANNIKA SÖRENSTAM
Annika Sörenstam frá Svíþjóð fagnar sigri
sínum á Safeway International-mótinu í
LPGA-mótaröðinni í golfi um síðustu helgi.
Sörenstam fór síðustu holuna á fugli.
Golf
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 30
MARS
Laugardagur
Íslandsmótið í borðtennis um helgina:
Guðmundur stefnir
á ellefta titilinn í röð
BORÐTENNIS Íslandsmótið í
borðtennis fer fram í Íþróttahúsi
TBR við Gnoðarvog um helgina.
Allt besta borðtennisfólk landsins
mun leika á mótinu og mun
Guðmundur E. Stephensen freista
þess að vinna sinn ellefta Íslands-
meistaratitil í meistaraflokki
karla.
Keppt verður í níu flokkum:
Tvenndarkeppni, tvíliðaleik karla
og kvenna, meistaraflokkum
karla og kvenna, fyrsta flokki
karla og kvenna og öðrum flokki
karla og kvenna. ■
FÓTBOLTI Eiður Smári
Guðjohnsen hefur skor-
að 13 mörk fyrir
Chelsea á leiktíðinni,
síðast gegn Arsenal í Meistara-
deildinni. Eiður hefur skorað sex
mörk í úrvalsdeildinni, þrjú í
Meistaradeildinni og tvö í
bikarkeppninni. Hann hefur einu
sinni skorað tvö mörk í sama
leiknum en það var gegn Notts
County í deildabikarnum. Eiður
hefur verið sjóðheitur undanfarið
og skorað í síðustu þremur
leikjum sínum með Chelsea, en
liðið mætir Wolves í dag.
Eiður á enn töluvert í land með
að jafna sína bestu leiktíð með
Chelsea, sem var 2001/02. Þá skor-
aði hann 23 mörk. Á síðustu leiktíð
skoraði Eiður 14 mörk og vantar
aðeins tvö í viðbót til að bæta
þann árangur. ■
■ Tala dagsins
13
GUÐMUNDUR STEPHENSEN
Guðmundur verður á meðal keppenda á
Íslandsmótinu í borðtennis um helgina.
ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR
Skoraði 22 stig þegar Keflavík sigraði ÍS á miðvikudag.
Úrslitakeppni 1. deildar kvenna:
Von ÍS felst í sigri í dag
KÖRFUBOLTI „ÍS þarf fyrst og
fremst að fá meira út úr útlend-
ingnum sínum,“ sagði Einar Árni
Jóhannsson, aðstoðarþjálfari
meistaraflokks karla hjá Njarðvík
og yfirþjálfari hjá yngri flokkum
félagsins. „Hún hitti ekki vel gegn
Keflavík og hefur ekki verið að
hitta vel í undanförnum leikjum.
Hjá ÍS skoraði aðeins einn leik-
maður tíu stig en hjá Keflvík-
ingum voru fleiri leikmenn
virkir.“
ÍS og Keflavík leika í dag
annan leik sinn í úrslitakeppni 1.
deildar kvenna í körfubolta.
Keflavík sigraði 80-56 í fyrsta
leiknum á miðvikudag en það lið
sem sigrar í þremur leikjum
verður Íslandsmeistari. „Í
sannleika sagt held ég að Keflavík
klári þetta í þremur leikjum,“
sagði Einar. „Breiddin hjá þeim er
meiri og styrkurinn undir körfun-
ni meiri.“
Einar á von á hörkuleik því von
ÍS í úrslitakeppninni felst í því að
sigra í dag. „ÍS verður að halda
Erlu Þorsteinsdóttur og Önnu
Maríu Sveinsdóttur í skefjum og
ná leiknum á sinn hraða. Þær
þurfa að vera í bílstjórasætinu. Ef
það tekst má búast við hörkuleik
en ég á ekki von á að ÍS vinni
Keflavík. Það verður ekki auðvelt
að leika gegn sterku liði
Keflavíkur sem hefur sjö leik-
menn með mikla reynslu og unga
og efnilega leikmenn á bekknum,“
sagði Einar Árni Jóhannsson. ■
ÆFA Á ELSTA VELLI HEIMS Ís-
lenska U17 lið karla, sem keppir
þessa daga á Englandi, æfir á
Sandygate, heimavelli Hallam
FC. Hallam var stofnað árið 1860
og er næstelsta fótboltafélag
heims. Félagið hefur leikið á
Sandygate frá stofnun og mun
völlurinn vera elsti fótboltavöllur
heims. Fyrsti leikurinn þar fór
fram á annan í jólum árið 1860 og
tapaði Hallam 2-0 fyrir Sheffield.
Sextán leikmenn voru í hvoru liði
í þá daga.
RANIERI OG PETIT Á FÖRUM
Frakkinn Emmanuel Petit segir
að Claudio Ranieri hafi tilkynnt
leikmönnum sínum að hann muni
yfirgefa Chelsea í sumar. Petit,
sem er 33 ára, segist einnig ætla
að fara frá Chelsea. „Ég hefði
viljað vera áfram hjá Chelsea og
í London. Það var markmið mitt,“
sagði Petit, sem var keyptur frá
Barcelona af Ranieri. „En vegna
þess að þjálfarinn minn er á för-
um hef ég ekki áhuga á að vera
áfram hjá Chelsea.“
ALLARDYCE KÆRÐUR Enska
knattspyrnusambandið hefur
kært Sam Allardyce fyrir um-
mæli hans í garð Mike Riley
eftir úrslitaleik deildabikar-
keppninnar. „Mér hefur aldrei
líkað við Mike Riley sem dóm-
ara. Hann hafði sigurinn af okk-
ur. Við höfðum áhyggjur af hon-
um fyrir leikinn og hann stóð
undir væntingum,“ sagði Allar-
dyce, sem ætlar að berjast með
kjafti og klóm gegn kærunni.
■ Fótbolti