Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 1
Íslendingar trúa á upprisuna
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Kvikmyndir 50
Tónlist 50
Leikhús 50
Myndlist 50
Íþróttir 47
Sjónvarp 52
SUNNUDAGUR
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Hátíðartón-
leikar verða í Hallgrímskirkju í dag í tilefni
af boðunardegi Maríu. Meðal annars
verður flutt kantatan Meine Seel erhebt
den Herren og Magnificat – Önd mín lof-
ar Drottin eftir J.S. Bach og Magnificat eft-
ir D. Buxtehude. Flytjendur verða Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit
Hallgrímskirkju ásamt einsöngvurum.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
28. mars 2004 – 87. tölublað – 4. árgangur
VIÐTAL „Andlát hennar lamaði mig
um langt skeið. Við Guðrún
Katrín vorum svo samhent, og svo
miklir vinir og félagar, að það var
mjög flókið að þurfa að takast
einn á við tilveruna,“ segir hr.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, í viðtali við Fréttablaðið í
dag. „Dorrit er sterk en líka mikið
náttúrubarn og hún hefur sjarma,
þannig að smátt og smátt tókst
henni að takast á við þetta allt
saman. Og eins og hún hefur sagt
sjálf þá varð hún ekki bara ást-
fangin af mér heldur líka af Ís-
landi, náttúrunni og mannlífinu.“
Ólafur Ragnar hefur lýst því
yfir að hann bjóði sig fram til end-
urkjörs og ætlar að taka virkari
þátt í þjóðfélagsumræðunni ef
hann nær kjöri. „Við lifum á tím-
um þar sem grundvallarspurning-
ar um framtíð þjóða, áherslur
þeirra og erindi eru orðnar meira
knýjandi en áður var. Ýmis við-
fangsefni og vandamál eru ekki
hluti af dægurmálum eða hinni
flokkspólitísku baráttu heldur
snerta grundvallarþætti í þjóðfé-
lagi og þjóðskipulagi. Ég tel eðli-
legt að forsetinn komi að þessari
breiðu og víðtæku samræðu, eink-
um og sér í lagi vegna þess að
hann getur af reynslu sinni miðlað
ýmsu gagnlegu í þeirri umræðu,“
segir Ólafur Ragnar meðal annars
en í viðtalinu talar hann um árin í
embættinu og hlutverk forsetans.
Sjá nánar síður 26-27
Upprisan er einn af umdeildustu atburðunum sem Biblían greinir frá. Samt trúa flestir Íslendingar á
upprisuna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Prestur segir það koma á óvart hversu margir
eru trúaðir. SÍÐA 28–29
▲
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í helgarviðtali við Fréttablaðið:
„Andlát hennar
lamaði mig“
Arnaldur Indriðason:
Þýskt forlag
vill verk í
smíðum
ÚTGÁFA Þýskt bókaforlag, Lübbe,
hefur tryggt sér útgáfurétt að
tveimur bókum sem Arnaldur Ind-
riðason hefur í smíðum nú. Þá hefur
forlagið keypt útgáfuréttinn að öll-
um útgefnum bókum Arnaldar.
Arnaldur hefur verið í upplestr-
arferð um Þýskaland, en henni lauk í
gær. Bækur hans njóta mikilla vin-
sælda þar og var bókin Grafarþögn
nýverið í fjórar vikur á lista yfir tíu
söluhæstu kiljurnar í Þýskalandi.
Bækurnar sem þýska forlagið
hefur tryggt sér útgáfurétt á er
skáldsaga Arnalds sem hefur vinnu-
heitið Kleifarvatn og kemur út um
næstu jól, svo og óskrifuð saga um
lögreglumanninn Erlend. ■
M
YN
D
/G
VA
MYNDARLEG SNJÓÉL Er að sjá við
og yfir höfuðborginni. Napurt enda hiti
nálægt frostmarki. Talvert hvasst með
ströndum sunnan og vestan. Lægir á
morgun. Sjá síðu 6.
▲
Latibær opnar
bæjarhliðið
Nú styttist óðum í að
fyrstu þættirnir um Lata-
bæ verði sýndir í Banda-
ríkjunum. Tökur hafa
staðið yfir síðustu daga.
Fimm þættir tilbúnir en
35 eftir. Magnús Scheving
útilokar ekki bíómynd.
HR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Talar um árin í embættinu og hlutverk forsetans í viðtali við Fréttablaðið í dag.
SÍÐUR 24 og 25
▲
Forstjóri Símans:
Einkavæð-
ing og vinnu-
friður
SÍMINN „Við viljum einbeita okkur að
því að reka arðsamt fyrirtæki og
gera það um leið eftirsóknarverðari
fjárfestingarkost en við viljum ekki
taka þátt í söluferl-
inu,“ segir
Brynjólfur Bjarna-
son, forstjóri Sím-
ans, í viðtali við
Fréttablaðið í dag.
Hann ræðir m.a.
um neikvæða um-
ræðu, áföll og sölu
Símans.
„Við höfum
haldið okkur til hlés
í söluferlinu og munum gera svo
áfram en þetta er auðvitað spenn-
andi fyrir okkur starfsmenn fyrir-
tækisins. Starfsfólkið hér hefur far-
ið í gegnum ýmsar hremmingar og
það væri ekki gott fyrir fyrirtækið
ef salan misheppnaðist. Ég vona
bara að hún heppnist. Þess vegna hef
ég orðað þetta þannig: gangi ykkur
vel með söluna, en leyfið okkur að
reka gott fyrirtæki í friði.“
Sjá nánar bls. 20-21
Fimmtíu ár eru liðin frá því að
leikdómarar reykvísku blað-
anna stofnuðu fyrsta stéttar-
félag sitt, Félag íslenskra leik-
dómenda. Um leið var ákveðið
að stofna Silfurlampann, fyrstu
viðurkenninguna sem veitt
var reglulega fyrir afrek í ís-
lenskum listum.
Verðlaunaveitingar,
glamúr og gleði
BRYNJÓLFUR
BJARNASON
Forstjóri Símans
vill frið til að gera
gott fyrirtæki betra.
SÍÐUR 32 og 33
NAUÐUNGARFLUTNINGAR Stjórn
Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja mótmælir harðlega síendurteknum
nauðungarflutningum sjúkra aldraðra milli
sveitarfélaga á Suðurnesjum. Mikill hiti er í
fólki vegna málsins. Sjá síðu 2
GEGN DÓMAVENJU Frávísun miska-
bótakröfu saksóknara fyrir hönd eins af sex
fórnarlömbum nýdæmds barnakláms-
manns er ekki í samræmi við fordæmi
Hæstaréttar, segir Sif Konráðsdóttir hæsta-
réttarlögmaður. Sjá síðu 4
VOPNUÐ RÁN Ræningi ógnaði starfs-
manni 10-11 með sprautunál, sem hann
sagði sýkta af lifrarbólgu C. Þá rændu tveir
menn söluturn í Kópavogi vopnaðir járnrör-
um. Sjá síðu 6
VERJANDI SADDAMS Nýráðinn
verjandi Saddams Hussein, fyrrum einræð-
isherra í Írak, á að baki æði skrautlegan
feril. Verjandinn var persónulegur vinur
fjöldamorðingjans Pol Pot og virðist þrífast
á að verja illræmdustu glæpamenn verald-
ar. Sjá síðu 8