Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 14
Forstjóri Barnaverndarstofu ogdómstjóri Héraðsdóms Reykja-
víkur hafa nýverið tekist á um það í
fjölmiðlum hvernig best verði staðið
að skýrslugjöf barna, sem eru þolend-
ur eða ætlaðir þolendur kynferðis-
brota og yfirheyra þarf fyrir dómi í
þágu lögreglurannsóknar slíkra mála.
Hefur sá fyrrnefndi haldið því fram
að skýrslugjöf barna, sem fram fer í
dómhúsi, sé fráleitt af sömu gæðum
og í Barnahúsi, sem heyrir undir
Barnaverndarstofu og að þeir dóm-
endur í Héraðsdómi Reykjavíkur,
sem notfæri sér ekki þá sérhæfðu að-
stöðu, þekkingu og reynslu, sem boð-
ið sé upp á í Barnahúsi, séu í raun að
brjóta gegn réttindum hlutaðeigandi
barna.
Gagnrýni vísað á bug
Dómstjórinn hefur vísað þeirri
gagnrýni á bug og bent á að dómstóll-
inn sé með sérútbúna aðstöðu til að
yfirheyra börn, sem sé ekki síðri en í
Barnahúsi og því séu réttindi barna
að minnsta kosti jafnvel tryggð og ár-
angur af skýrslugjöf þeirra í dómhús-
inu ekki minni en í Barnahúsi. Því
liggi í augum uppi að dómarar not-
færi sér þá aðstöðu, ef þeir vilja, en
það sé í valdi hvers og eins þeirra
hvort þeir velji að yfirheyra barn í
dómhúsinu eða í Barnahúsi.
Sé fyrri kosturinn valinn hafi
dómendur, líkt og dómarar við aðra
héraðsdómstóla, kvatt sér til aðstoðar
kunnáttumann, með sérþekkingu og
mikla reynslu af yfirheyrslu barna,
sem grunur leikur á að hafi orðið fyr-
ir kynferðisbroti. Hæstiréttur hafi í
þrígang staðfest í dómum sínum að
húsnæði héraðsdóms fullnægi að öllu
leyti þeim kröfum, sem gerðar séu til
slíkra yfirheyrslna fyrir dómi og að
markmiði lögreglurannsóknar sé náð
í hverju tilviki fyrir sig með yfir-
heyrslu barns í dómhúsinu.
Það er mat greinarhöfundar að
nefndir fulltrúar dómsvalds og
barnaverndaryfirvalda hafi báðir
fært ágæt rök fyrir máli sínu. Það er
sömuleiðis skoðun mín að ekki verði
lengur unað við þá togstreitu, sem
myndast hefur í kringum skýrslugjöf
barna, sem þolenda kynferðisbrota.
Þau börn mega síst við því að tekist
sé á um svo veigamikla hagsmuni
þeirra, sem raun ber vitni.
Upphaf vandans
Upphaf vandans, ef svo má að orði
komast, má rekja til lagasetningar á
Alþingi á vordögum 1999 þegar sett
voru lög nr. 36/1999 um breytingu á
lögum nr. 19/1991 um meðferð opin-
berra mála (hér eftir skammstöfuð
opl.), sem tóku gildi 1. maí sama ár.
Þá voru lögfest ýmis ákvæði um
brotaþola og réttarstöðu hans við
rannsókn og meðferð opinberra mála.
Meðal helstu nýmæla var ákvæði
þess efnis, að á meðan á rannsókn
stendur, sem beinist að kynferðis-
broti samkvæmt XXII. kafla al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940,
skuli skýrslutaka af brotaþola fara
fram fyrir dómi ef brotaþoli hefur
ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn
máls hefst. Ber lögreglu þá að leita
atbeina dómara, sem sér um að taka
skýrslu af brotaþola, sbr. nú 74. gr. a.
opl.
Sérútbúið húsnæði
Í 7. mgr. 59. gr. opl., svo sem henni
var breytt með lögum nr. 36/1999, og
reglugerð nr. 321/1999 um tilhögun
skýrslutöku fyrir dómi af brotaþola
yngri en 18 ára, sem sett var með stoð
í téðum lögum og tók gildi 4. maí
sama ár, er nánar kveðið á um hvern-
ig staðið skuli að slíkri skýrslutöku.
Er meðal annars mælt svo fyrir, að
skýrslutakan skuli að jafnaði fara
fram annars staðar en í dómsal nema
brot sé smávægilegt og dómari telji
hagsmunum barns borgið þótt
skýrslutaka fari fram með venjuleg-
um hætti. Fari skýrslutakan ekki
fram í dómsal skal skýrslan tekin í
sérútbúnu húsnæði, ef þess er nokkur
kostur.
Salurinn eða herbergið, þar sem
skýrslutakan sjálf fer fram, skal vera
innréttaður og búinn húsgögnum og
leikföngum með það fyrir augum að
barninu, sem gefur skýrslu, líði sem
best. Þar skal og vera til staðar bún-
aður til að unnt sé að taka skýrsluna
upp á myndband. Þá skal húsnæðið
vera þannig úr garði gert að þeir, sem
ekki eru viðstaddir sjálfa skýrslutök-
una, en eiga rétt á að fylgjast með
henni, þ.e. ákærandi, kærði og verj-
andi hans, geti gert það um leið og
hún fer fram.
Dómari stýrir skýrslutöku
Þannig verði séð til þess að þeir
geti jafnóðum heyrt allt, sem fram
fer og jafnframt fylgst með því gegn-
um þar til gert gler eða á sjónvarps-
skjá. Einnig er mælt svo fyrir, að
dómari geti kvatt kunnáttumann, t.d.
sérþjálfaðan sálfræðing eða lögreglu-
mann, sér til aðstoðar við skýrslu-
töku, einkum þegar brotaþoli er yngri
en 14 ára. Dómari stýrir þó í öllum til-
vikum skýrslutöku og skal hún fram-
kvæmd á eins varfærinn hátt og unnt
er, þó með það að leiðarljósi að fá
brotaþola til að skýra satt og rétt frá
og draga ekkert undan sem máli
skiptir. Dómara ber einnig að sjá til
þess, ef þess er kostur, að skýrsla
brotaþola á rannsóknarstigi verði
tekin upp á myndband til afnota á síð-
ari stigum málsmeðferðar.
Betur mátti standa að lagasetningu
Ekki verður dregið í efa að mark-
mið löggjafans hafi verið háleit með
setningu laga nr. 36/1999 og að það
hafi verið orðið tímabært að bæta
réttarstöðu þolenda kynferðisbrota.
Hitt orkar tvímælis hvernig staðið
var að lagasetningunni og hversu
nauman tíma þeim hagsmunaaðilum,
sem helst koma að rannsókn og með-
ferð kynferðisbrota, var gefinn til að
koma að athugasemdum eða umsögn-
um við frumvarpið í meðförum Al-
þingis. Þá verður ekki séð að frum-
varpið, að því leyti sem hér skiptir
máli, hafi hlotið mikla umfjöllun með-
al alþingismanna og virðist hafa flot-
ið í gegn og orðið að lögum án um-
ræðna og breytinga á þingi.
Bera lögin, að mínu áliti, þess aug-
ljós merki að betur hefði mátt standa
að setningu þeirra. Má nefna í þessu
sambandi þrjú atriði í dæmaskyni. Í
fyrsta lagi er í lögunum ávallt vísað
til „brotaþola“ en ekki „ætlaðs brota-
þola“. Samrýmist sú orðnotkun illa
þeirri meginreglu opinbers réttarfars
að hver maður, meðal annars sá er
grunaður er um kynferðisbrot, skuli
talinn saklaus uns sekt hans hefur
verið sönnuð. Í annan stað er ekki
kveðið á um sérstaka tímafresti, sem
dómurum eru settir, til að ljúka
skýrslutöku barna fyrir dómi.
Dráttur á skýrslutöku
Munu vera dæmi þess að liðið hafi
um eða yfir fjórar vikur frá því að
beiðni barst héraðsdómi um skýrslu-
töku og þar til hún fór fram. Slíkur
dráttur getur ekki þjónað hagsmun-
um hlutaðeigandi barna. Er ekkert
því til fyrirstöðu að setja dómurum
ákveðin tímamörk í þessu sambandi
og kveða jafnvel svo á um í lögum að
skýrslugjöf skuli ávallt eða almennt
fara fram eigi síðar en viku eftir að
beiðni berst héraðsdómi.
Í þriðja lagi virðist rökrétt, ekki
síst í ljósi fyrrnefnds ágreinings um
fyrirkomulag skýrslugjafar barna
fyrir dómi, sem ekki er nýr af nálinni,
að setja í lög eða reglugerð, nánari
fyrirmæli um hvar og hvernig eigi að
standa að slíkri skýrslugjöf. Má í
þessu sambandi vísa til ákvæðis í 1.
mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 321/1999,
þar sem segir að dómari geti kvatt
kunnáttumann sér til aðstoðar við
skýslutöku, „einkum þegar brotaþoli
er yngri en 14 ára.“
Miða mætti við 15 ára aldur
Vel mætti hugsa sér að notast við
sama aldursmark við ákvörðun þess
hvar skýrsla verði tekin af barni,
þannig að ef barn er yngra en 14 ára
skuli skýrslugjöf þess fara fram í
Barnahúsi, óháð því hvort sérfræð-
ingur hjá Barnahúsi eða dómari eða
sérfræðingur á hans vegum annist
sjálfa skýrslutökuna. Einnig mætti
hér miða við 15 ár, sem er lögboðinn
vitnaskyldualdur samkvæmt lögum
um meðferð einkamála eða færa ald-
ursmarkið niður í 12 ár, svo sem al-
mennt var miðað við samkvæmt eldri
barnalögum nr. 20/1992 þegar metið
var hvort rétt væri að gefa barni kost
á að tjá hug sinn til forsjárdeilu for-
eldra sinna. Því ákvæði var svo
breytt með 1. mgr. 43. gr. nýrra
barnalaga nr. 76/2003, en samkvæmt
því skal nú veita barni, sem náð hefur
„nægilegum þroska“, kost á að tjá sig
um forsjármál, nema telja megi að
slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið
eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit
málsins. Með samsvarandi hætti
mætti kveða á um að meta skuli
hverju sinni hvort barn, sem grunur
leikur á að hafi verið misnotað kyn-
ferðislega, hafi náð þeim aldri og
þroska að rétt sé, með tilliti til vel-
ferðar og hagsmuna barnsins, að
skýrslugjöf þess fari fram í dómhúsi.
Barnahús hefur gefist vel
Þótt hugmyndum sem þessum sé
hér varpað fram er alls ekki verið að
kasta rýrð á hina sérútbúnu aðstöðu í
Héraðsdómi Reykjavíkur og þau
vinnubrögð sem þar eru viðhöfð við
skýrslutöku af börnum, enda hefur
Hæstiréttur, sem fyrr segir, staðfest í
dómum sínum að umrætt fyrirkomu-
lag skýrslugjafar samrýmist ákvæð-
um og markmiðum opl. Sjálfur hef ég
í starfi mínu sem héraðsdómari mikla
reynslu af þeim málaflokki, sem hér
um ræðir og hef notfært mér aðstöðu
Héraðsdóms Reykjavíkur og gafst
hún vel. Engu að síður hafa ég og
starfsbræður mínir í Héraðsdómi
Reykjaness undanfarin ár eingöngu
notað aðstöðu þá og sérfræðiþjón-
ustu, sem í boði er í Barnahúsi og hef-
ur það einnig gefist vel.
Dómþing er þá sett í dómhúsinu í
Hafnarfirði, að viðstöddum fulltrúa
lögreglu og barnaverndarnefndar,
réttargæslumanni ætlaðs brotaþola
og verjanda hins grunaða, en til und-
antekninga heyrir ef hinn kærði mæt-
ir í slíkt þinghald. Á sama tíma er
hlutaðeigandi barn mætt í Barnahús,
sem er í Reykjavík, undantekningar-
lítið í fylgd foreldris eða foreldra og
gefur þar sína skýrslu um málsatvik
fyrir milligöngu sérþjálfaðs sálfræð-
ings, félagsráðgjafa eða afbrotafræð-
ings, sem þar starfa og dómarinn hef-
ur kvatt sér til aðstoðar.
Þeir sem viðstaddir eru dómþing-
ið í Hafnarfirði fylgjast með skýrslu-
gjöfinni gegnum myndfundarbúnað
og eiga þess allir kost að koma að
spurningum til barnsins, ef þess þyk-
ir þurfa. Hinn augljósi kostur við
þetta fyrirkomulag skýrslugjafar er
sá að viðkomandi barn veit að meint-
ur gerandi er ekki staddur í sama
húsi og barnið sjálft og því aldrei
hætta á að þau rekist á hvort annað á
þessu viðkvæma stigi rannsóknarinn-
ar. Er fyrirfram líklegra, að mínu
áliti, að barninu líði því betur við
skýrslugjöf í Barnahúsi og að það
verði síður til íþyngingar barninu eða
hafi áhrif á framburð þess en ef hinn
grunaði væri staddur í sama húsi,
eins og ávallt er hætt við þegar
skýrslugjöf fer fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Eyða þarf togstreitu
Þótt ólíkar skoðanir séu uppi um
það hvaða fyrirkomulag sé best við
tilhögun skýrslutöku af börnum fyrir
dómi tel ég að flestir þeir sérfræðing-
ar, sem að þessum málum koma með
einum eða öðrum hætti, geti verið
sammála um að nauðsynlegt sé að
eyða eða reyna að minnsta kosti að
eyða þeirri togstreitu sem nú ríkir
um þetta mikla hagsmunamál hlutað-
eigandi barna. Slíkt getur gerst með
margvíslegum hætti, svo sem sam-
ráðsfundi fulltrúa viðkomandi sér-
fræðihópa, meðal annars dómara,
verjenda, réttargæslumanna, lög-
reglu og barnaverndaryfirvalda.
Þá hlýtur að koma til álita hvort
dómsmálaráðherra beri að skipa
nefnd sérfræðinga til að endurskoða
viðkomandi ákvæði opl. og eftir at-
vikum veita fé til dómstóla og/eða
lögreglu til að senda fulltrúa sína á
námskeið hérlendis eða erlendis, í því
skyni að auka enn við þekkingu sína á
þessu sviði. Eru enda ákveðin rök
sem mæla gegn því að starfsmenn
Barnahúss, sem hafa samkvæmt
barnaverndarlögum að leiðarljósi að
standa vörð um hagsmuni barna en
ekki ætlaðra brotamanna, annist
skýrslutökur af börnum fyrir dómi í
stað dómara eða lögreglumanna, sem
ber í störfum sínum að gæta hlutleys-
is og jafnréttis milli allra málsaðila
samkvæmt grundvallarreglum opin-
bers réttarfars.
Börn fái að tjá sig
Samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi barnsins frá 20. nóvem-
ber 1989, sem Ísland hefur fullgilt,
sbr. auglýsingu nr. 18/1992, oft
nefndur Barnasáttmálinn, er merki-
legt skjal. Þar segir meðal annars í 3.
gr., að það sem barni er fyrir bestu
skuli ávallt hafa forgang þegar fé-
lagsmálastofnanir á vegum hins op-
inbera, dómstólar og stjórnvöld, svo
sem lögregla, gera ráðstafanir sem
varða börn. Samkvæmt 12. gr. skulu
aðildarríki tryggja barni, sem mynd-
að getur eigin skoðanir, rétt til að
láta þær frjálslega í ljós í öllum mál-
um, sem það varða og skal tekið rétt-
mætt tillit til skoðana þess í sam-
ræmi við aldur og þroska. Vegna
þess skal barni einkum veitt tæki-
færi til að tjá sig við hverja þá máls-
meðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi,
sem barnið varðar, annað hvort beint
eða fyrir milligöngu talsmanns eða
viðeigandi stofnunar, á þann hátt,
sem samræmist reglum í lögum um
málsmeðferð.
Þegar framangreind ákvæði eru
skoðuð vaknar óneitanlega sú spurn-
ing hvort hér sé komin lausn á þeim
vanda, sem menn standa nú frammi
fyrir.
Fyrirsögn þessarar greinar,
„Gleym mér ei“, felur í sér tilvísun
til hins smáa og fallega, en við-
kvæma blóms. Ég velti því stundum
fyrir mér hvort hin saklausu börn,
sem sett eru í hringiðu deilna um það
hvað þjóni best hagsmunum þeirra
við rannsókn kynferðisbrota, hafi að
einhverju leyti gleymst í umræðu
sérfræðinga um velferð þeirra. ■
14 28. mars 2004 SUNNUDAGUR
JÓNAS
JÓHANNESSON
■
héraðsdómari
skrifar
Umræðan„Gleym mér ei“
Hugleiðingar héraðsdómara um börn sem þolendur kynferðisbrota við skýrslugjöf fyrir dómi
BARNAHÚS Í HOUSTON Í TEXAS
Skiptar skoðanir hafa verið um nauðsyn þess að yfirheyrslur yfir börnum í kynferðisbrota-
málum fari fram í sérstökum barnahúsum