Fréttablaðið - 28.03.2004, Qupperneq 21
legir.“ Brynjólfur segir breyting-
ar með tilkomu hlutabréfamark-
aðar og frelsis í viðskiptalífinu í
raun ótrúlegar á ekki lengri tíma.
Hér hafi til dæmis fjármálalífið
tekið stökk fram á við á tíu til
fimmtán árum sem svari til aldar-
þróunar nágrannaþjóða. „Mín
reynsla er sú að við Íslendingar
erum með eindæmum fljótir að
aðlaga okkur. Sjáum til dæmis
fjárfestingar okkar erlendis. Fyr-
ir utan fiskvinnslufyrirtækin
byrja þær ekki fyrr en fyrir tíu
árum síðan. Auðvitað misstíga
menn sig eitthvað og það er
kannski gallinn við okkur Íslend-
inga að við erum svo dómharðir
við þá sem misstíga sig. Ef við lít-
um í kringum okkur, þá voru Dan-
ir komnir til Asíu fyrir síðustu öld
og hafa yfir hundrað ára reynslu.
Þeir hafa eflaust misstigið sig ein-
vers staðar.“
Hversu fljót við erum að laga
okkur að breytingum hlýtur að
skipta verulegu máli fyrir fyrir-
tæki eins og Símann. „Vissulega,
ekki spurning,“ segir Brynjólfur.
„Fjarskiptamarkaðurinn hefur
vaxið meðal annars vegna nýj-
ungagirni Íslendinga. Það fer ekk-
ert á milli mála að farsímaeign og
dreifing á háhraðaneti er óvíða
meiri og hefur ekki byggst annars
staðar upp á jafn skömmum
tíma.“
Mannauður og fjárfesting
Brynjólfur yfirgaf línur og
veiðinet útgerðarinnar og sneri
sér að símalínum og háhraðanet-
um fjarskiptanna. Óneitanlega
veltir maður því fyrir sér hvort
ekki hljóti að vera mikill munur á
þróun bæjarútgerðar í almenn-
ingshlutafélag í sjávarútvegi og
stærsta fjarskiptafyrirtæki lands-
ins. „Að sumu leyti er ekki munur.
Rekstur er rekstur og það eru
sömu grundvallarþættir sem þarf
að líta til. Ef ég velti fyrir mér
muninum á Símanum og Granda
þá er það tvennt sem er efst í
huga – það getur verið að það eigi
eftir að breytast – annars vegar
að hér er ég í eldlínu markaðsmál-
anna; í beinu sambandi við við-
skiptavinina sem eru tvö hundruð
þúsund. Hér þarf líka að afla við-
skiptavina. Hitt er að Síminn er
með tólf hundruð starfsmenn í
vinnu. Ég finn að mannauðurinn
og fjöldi starfsmanna þýðir að
maður þarf að gefa þeim þætti
mikla athygli. Í sjávarútvegi er
mikil fjárfestingarþörf í skipum
og tækjum. Ég lít svo á að það
skipti jafn miklu máli hvort mað-
ur er að fjárfesta í símstöð eða í
fólki. Síminn byggir starfsemi
sína á því að veita fólki þjónustu.“
Fjársvikin áfall
Mannauður byggir á samvinnu
og samvinna byggir á trausti. Trún-
aðarbrestur varð í fyrirtækinu
þegar upp komst að aðalgjaldkeri
fyrirtækisins hafði dregið sér um-
talsvert fé, 261 milljón króna.
„Þetta var gríðarlegt áfall, bæði
vegna þessa persónulega harm-
leiks og þess áfalls sem varð á
trausti. Í starfinu er það á þann veg
að maður segir: Ég treysti þér
starfsmaður. Ætli maður að hafa
það á hinn veginn gengur það ekki.
Í þessu tilfelli misnotaði viðkom-
andi aðili það traust sem honum
var sýnt hjá samstarfsfólki og yfir-
mönnum.“ Brynjólfur segir að
fyrir utan áfallið fyrir ímynd fyrir-
tækisins hafi fjárdrátturinn verið
gríðarlegt áfall fyrir samstarfsfólk
gjaldkerans. „Þetta sama fólk lagði
sig mest fram um að rannsaka og
upplýsa málið fyrir efnahagsbrota-
deild Ríkislögreglustjóra. Það var
heldur ekki auðvelt fyrir starfs-
fólkið. Það fór í gegnum sjálfsásök-
un og spurði sig erfiðra spurninga
um hvort það hefði átt að átta sig á
hlutum sem voru að gerast. Síðasta
sumar var því mjög erfitt fyrir
þetta fólk, en það stóð sig með ein-
dæmum vel.“ Brynjólfur segir að
fjársvikamálið hafi verið dýr skóli,
en allir vinnuferlar og öryggis-
þættir voru endurskoðaðir í kjöl-
farið. „Ég geri ekki ráð fyrir því að
í viðskiptum eða lífinu almennt
geti menn komið algjörlega í veg
fyrir brot þegar brotaviljinn er
jafn eindreginn og í þessu tilviki.
Maður getur þó reynt að gera sitt
besta til þess að koma í veg fyrir að
brot af þessu tagi endurtaki sig og
við erum að gera það.“
Hugmyndirnar
í lögfræðideildina
Síminn er sterkt fyrirtæki og
skilar góðri afkomu. Tekjur
fyrirtækisins jukust lítið milli
síðasta árs og ársins 2002. „Það
var mikill vöxtur á fjarskipta-
markaðnum 1998 til 2000. Far-
símavæðingin var í fullum
gangi og hér spruttu upp nokkur
farsímafyrirtæki. Síðan kom
ákveðin lægð auk þess sem
markaðurinn mettaðist.“
Brynjólfur segir að ekki megi
gleyma því að póst- og fjar-
skiptalögin hafi verið sett til að
koma á samkeppni. „Við höfum
ekki haft það olnbogarými sem
við helst hefðum viljað hafa. Ég
gerði mér grein fyrir því í upp-
hafi að ég yrði að umgangast lög
og reglur eins vandlega og ég
gæti, í þeirri von að með aukinni
samkeppni gætum við öðlast
meira olnbogarými. Umhverfið
hefur verið dálítið heftandi fyr-
ir ungt og duglegt sölufólk með
góðar hugmyndir sem þarf að
fara með þær í gegnum mig og
lögfræðideildina til þess að at-
huga hvort leyfilegt sé að hrinda
þeim í framkvæmd.“ Brynjólfur
segir þetta gilda um þá þætti
þar sem Síminn hafi umtals-
verða markaðshlutdeild. „Nú
höfum við verðugan keppinaut
sem er Og fjarskipti. Á síðasta
ári voru þeir úrskurðaðir með
umtalsverða markaðshlutdeild í
farsíma- og samtengimarkaði. Í
þessum nýlegu niðurstöðum fel-
ast skilaboð um að Símanum sé
nú fært að keppa við Og fjar-
skipti á jafnréttisgrundvelli í
ljósi þess að þeir hafi aukna
burði til að keppa við Símann.
Það er því einvörðungu á tal-
símasviðinu sem við erum enn-
þá undir eftirliti Póst- og fjar-
skiptastofnunar og Samkeppnis-
stofnunar.“
Vöxturinn að utan
Brynjólfur segir að fyritækið
kostnaðargreini hverja rekstr-
areiningu og mikið eftirlit sé
með því að kostnaður verði ekki
færður á milli deilda. „Það er í
lagi og bara hluti af því um-
hverfi sem við búum við.“
Brynjólfur segir að eftirgjöf
markaðshlutdeildar sé meðvit-
uð. „Ég held að þetta verði það
sem við sjáum á næstu árum.
Hins vegar stefnum við að því
að stækka markaðinn og bæta
við virðisaukandi þjónustu.“
Takmarkað svigrúm á heima-
markaði kallar á að litið sé í
kringum sig. Síminn tók þátt í
verkefni með fjárfestum undir
forystu Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar að fjárfesta í búlg-
örsku símafyrirtæki. „Stjórnin
hefur tekið ákvörðun um að við
setjum hluta af okkar fjármun-
um og vonandi þekkingu og
mannafla á erlenda markaði.
Þarna verða menn náttúrlega að
fara varlega. Í Búlgaríu njótum
við þess að vinna með aðila sem
þekkir mjög vel til í Búlgaríu.
Við komum með þekkingu og ei-
litla fjármuni og við skulum sjá
hvernig það gengur. Það geta
leynst syllur sem henta okkur,
þar sem smæð okkar nýtur sín.“
Brynjólfur þekkir vel úr sjávar-
útvegnum að Íslendingar hafa
stundum reynst velkomnir þar
sem menn hafa óttast yfirgang
stórfyrirtækja og stórra þjóða.
„Það eru líka aðilar sem hafa
áhuga á að vinna með okkur,
vegna þess að stór fyrirtæki úti
í heimi hafa engan áhuga á
þeim.“ Hann segist trúa því að
hægt sé að nýta sér slíka mögu-
leika. „Ég set tvímælalaust lið
eignamegin sem heitir smæð
landsins.“ Tónninn er varfærinn
þegar hann talar um erlendar
fjárfestingar, enda margir farið
flatt á slíku. „Já, ég er varkár,“
viðurkennir hann og bætir við
að þróunarsvið hafi verið sett á
fót til þess að faglega yrði unnið
og vandað í hvívetna til slíkra
verkefna.
Einkavæðing og vinnufriður
Síminn er til sölu. Unnið er að
áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu
á vegum Einkavæðingarnefndar.
„Við komum ekki að ákvörðun um
sölu fyrirtækisins. Það eru eig-
endur bréfanna sem ráða því. Við
viljum einbeita okkur að því að
reka arðsamt fyrirtæki og gera
það um leið eftirsóknarverðari
fjárfestingarkost en við viljum
ekki taka þátt í söluferlinu.“
Brynjólfur segist finna fyrir gríð-
arlegum áhuga á fyrirtækinu
bæði meðal innlendra og erlendra
fjárfesta. „Mér þætti ekkert ólík-
legt að kaupendur gætu orðið
blanda innlendra og erlendra fjár-
festa. Við höfum haldið okkur til
hlés í söluferlinu og munum gera
svo áfram en þetta er auðvitað
spennandi fyrir okkur starfsmenn
fyrirtækisins. Starfsfólkið hér
hefur farið í gegnum ýmsar
hremmingar og það væri ekki gott
fyrir fyrirtækið ef salan mis-
heppnaðist. Ég vona bara að hún
heppnist. Þess vegna hef ég orðað
þetta þannig; Gangi ykkur vel
með söluna, en leyfið okkur að
reka gott fyrirtæki í friði.”
haflidi@frettabladid.is
21SUNNUDAGUR 28. mars 2004
ÁFALLIÐ
„Ég geri ekki ráð fyrir því að í viðskiptum eða lífinu almennt geti menn komið algjörlega í veg fyrir brot þegar brotaviljinn er jafn eindreg-
inn og í þessu tilviki. Maður getur þó reynt að gera sitt besta til þess að koma í veg fyrir að brot af þessu tagi endurtaki sig og við erum
að gera það.“