Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 24

Fréttablaðið - 28.03.2004, Side 24
24 28. mars 2004 SUNNUDAGUR ■ Leitin að Reykjavík HULDAR BREIÐFJÖRÐ flakkar um höfuðborgina. Huldar Um daginn sá ég heimildar-myndina Angela Shelton. Hún fjallar um unga konu sem leitaði uppi nöfnur sínar í Bandaríkjunum. Þær voru alls 32 og í ljós kom að helmingur þeirra hafði orðið fyrir kynferð- islegu ofbeldi. Þetta er lítil en sterk mynd og ein af þeim sem eltir mann heim. Þegar þangað var komið tók ég upp símaskránna til að at- huga hvað ég ætti marga nafna á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom að við erum þrír. Væri í lagi með þá? Voru þeir hamingjusamir? Vonandi. Eftir því sem ég hugs- aði lengur til þeirra því meiri áhyggjur hafði ég af þeim. Kannski voru þeir í tómu rugli. Kannski voru þeir dóparar á Hlemmi sem fólk hélt að væru ég þegar það var áreitt af þeim. Á endanum gat ég ekki annað en hringt í annan þeirra. Hann svaraði ekki. Svo ég hringdi í hinn. Álfur „Halló?“ „Huldar?“ „Já?“ „Sæll, Huldar heiti ég.“ „Já? Sæll.“ Ég útskýrði að mig hefði bara langað til að heyra í honum hljóðið og svona athuga hvernig gengi. Huldar skildi það. Nafnið væri auðvitað sjaldgæft og sjálf- ur væri hann oft á nálum. Það væri glatað að fara að lenda í einhvers konar vandræðum því einn okkar væri kominn með eitthvað orðspor á sig. Og þegar við höfðum lofað hvorum öðrum að fara vel með okkur, höfðum við eiginlega ekki um neitt að tala. Svo ég spurði: „En það hef- ur ekki verið nein misnotkun í æsku?“ „Nei, nei.“ „Engin leiðindi?“ „Ja... ekki þá nema kannski út af nafninu.“ Auðvitað hafði Huldar líka tekið við ýmsum skít í barna- skóla fyrir það eitt að heita því sem hann var skírður. Ég vissi nákvæmlega um hvað hann var að tala. Það fór hrollur um mig. Hulda! Hulda! Huldar skuldar! Hulli skítarulli! Á meðan köllin á skólalóðinni bergmáluðu aftur í höfðinu, spurði ég hvort hann hefði náð að fyrirgefa öllu þessu fólki. „Já, svona.“ „Ég líka.“ Erfið þögn. Létt ræsking. „Mér finnst Huldar flott nafn.“ „Mér líka,“ svaraði Huldar. Aftur fylgdi þögn. „Veistu hvað ég held að sé hræðilegt?“ „Nei.“ „Að heita Óli.“ „Já,“ sagði Huldar. „Maður nær aldrei að þroskast upp úr því.“ Við vorum sammála um að fólk yrði að fara að endurskoða hvað væru í raun flott nöfn og ekki. Þótt botninum væri náð í Óli minnti nafn eins og til dæm- is Þorsteinn frekar á einhvers konar verkfæri en einstakling. Maður gat líka alveg eins heitið Duh í staðinn fyrir Jón. Og var Tinna mannsnafn eða gæludýra- heiti? Við vissum um allavega þrjá ketti og eina slöngu sem hétu Tinna. Þá var betra að vera skírður eftir ömmu sinni en kett- inum í næsta garði. Og hvað var þetta með að skíra börn tveimur nöfnum? Nú áttu krakkar ekki bara að vera í allskonar dansi og einkatímum heldur að heita allt líka. Líf Ljós, Birta Brá, Sesar Alexander. Hvernig áttu greyin að standa undir þessum nöfnum? Smám saman urðum við sam- mála um að eftir allt saman væri Huldar sennilega eina rétta nafnið. „En pældirðu í að breyta því við fermingu?“ spurði Huldar. Þetta var erfið spurning. „Já.“ „Hvað ætlaðirðu að heita?“ hélt hann varlega áfram. „Þráinn.“ Eftir langa þögn, spurði ég: „En þú?“ „Já.“ „Í hvað?“ spurði ég. „Álfur.“ Ég hikaði. „Álfur?“ „Já,“ svaraði Huldar. „Mig langaði alltaf til að vera framar í stafrófinu.“ Ástæðan fyrir að við Huldar vorum að tala saman var sú að foreldrar okkar höfðu mútað báðum til að breyta engu. Í stað- inn hafði hann fengið skrúfu- takkaskó en ég dúnúlpu. Áður en við kvöddumst ákváðum við að reyna að hafa uppi á þeim þriðja okkar, hittast svo í sumar og grilla saman. Skarfur Á eftir velti ég fyrir mér hvort maður þyrfti endilega að heita eitthvað. Er það ekki orðin úrelt pæling eftir að kennitalan var fundin upp? Getur maður ekki bara verið það sem maður gerir? „Nei, blessaður Tannsi!“ „Og kemur ekki Bókabéus gang- andi.“ „En hvar er Skarfur gamli?“ „Hann og Lási eru að laga skránna á bílnum hans.“ Svona ætti enginn í vandræðum með að standa undir nafni. En hugsanlega yrði þetta vesen fyr- ir börn og unglinga sem eru enn ekki komin út á vinnumarkað- inn. Og við verðum að vera góð við börnin okkar. Annars geta þau ekki haldið áfram að vera vond hvert við annað í skólan- um. ■ Nú styttist óðum í að fyrstu þættirnir af Latabæ verði sýndir í Bandaríkjun- um. Tökur hafa staðið yfir síðustu daga. Fimm þættir tilbúnir en 35 eftir. Magnús Scheving útilokar ekki bíómynd. Latibær opnar bæjarhliðið Mikil leynd hefur hvílt yfirstarfsemi Latabæjar síðustu mánuði en fyrirtækið undirbýr nú útrás á bandarískan markað. Magnús Scheving, höfundur þátt- anna, og hans fólk hefur staðið í ströngu við að byggja upp rúm- lega fjögur þúsund fermetra kvik- myndaver í Garðabæ en síðustu vikur hafa farið í tökur á þáttun- um sjálfum sem bera nafnið Lazy Town. Kvikmyndaver reist á 80 dögum „Mér líður eins og í maraþon- hlaupi en ég er byrjaður að sjá endalínuna og það er gott,“ segir Magnús en mikil vinna hefur farið í að reisa kvikmyndaverið sem var innréttað á aðeins 80 dögum. Á föstudag stóðu yfir tökur á fimm- ta þættinum en í allt verða fram- leiddir 40 þættir fyrir bandaríska sjónvarpsfyrirtækið Nickelodeon. Þættirnir verða sýndir á Nickelod- eon Junior sjónvarpsstöðinni, sem er ein sú stærsta í Bandaríkjun- um. „Tökur hafa gengið vel en allt sem þú vilt gera vel tekur sinn tíma. Við erum að ýta þessu stóra skipi úr höfn og til þess þarf mik- inn kraft. Við erum á áætlun eftir fimm þætti og það er frábært svo snemma í ferlinu,“ segir Magnús en tökur á þáttunum munu standa fram í september. „Svo veit ég ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Það getur verið að þeir biðji um aðra 40 þætti strax.“ Lazy Town þættirnir verða frumsýndir í Bandaríkjunum inn- an tveggja mánaða. Latibær mun því keppast við að framleiða þætt- ina jafnóðum ofan í sjónvarps- þyrsta áhorfendur. „Fjörutíu þætt- ir er mjög stór pöntun. Yfirleitt eru pantaðir tólf þættir til að byrja með,“ segir Magnús. „Nickelodeon stendur á bak við þetta og hefur trú á því sem við erum að gera. Fyrirtækið ætlar í stærstu auglýs- ingaherferð sem það hefur lagst í og mun meðal annars vera með uppákomu á Times Square.“ Latibær er íslenskur Það er heldur óvenjulegt að kvikmyndaver sé byggt upp á Ís- landi og að öll atriði í jafn viða- mikla þætti séu tekin upp hér. Magnús segist hafa keppst við að halda kvikmyndaverinu hér á landi enda er Latibær íslenskt fyrirbrigði. „Það má ekki slíta Latabæ frá Íslandi. Annars færi mikið af fólki að reyna að breyta þáttunum – nóg er um breytingar nú þegar. Mér fannst ég verða að halda í eitthvað, vildi hafa fæturna á jörðinni og hafa Ísland og mitt fólk í kringum mig,“ segir Magn- ús. Dýrara er að framleiða þættina á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem byggja þarf flest allt upp frá grunni. Magnús segir að á móti komi að hér hafi verið hægt að skapa eitthvað alveg nýtt og notar Latibær nýjustu tækni við gerð þáttanna. „Við náðum að setja upp eitt fullkomnasta stúdíó heims í þessum geira. Því hefðum við aldrei náð í Bandaríkjunum,“ seg- ir höfundurinn. Láglaunamaður Áætla má að hver þáttur kosti á bilinu 35 - 40 milljónir. Þótt miklu fé sé varið í framleiðslu þáttanna segist Magnús ekki enn vera orðinn ríkur af þeim. „Ég er á föstum launum og er ábyggilega láglaunamaður ef ég myndi reik- na launin miðað við tímana sem ég vinn. Hins vegar á ég hlut í Lata- bæ og þar af leiðandi vonast ég til, ef allt gengur upp, að fá eitthvað til baka í lokin.“ Latibær er sannarlega spenn- andi verkefni en óvíst er hvað tek- ur við að þáttunum fjörutíu lokn- um. Ef framhald verður á má bú- ast við að kvikmyndaverið í Garðabæ verði notað áfram. „Við skiljum eftir gríðarlega skemmtilegt stúdíó fyrir framtíð- ina – fyrir íslenska kvikmynda-, auglýsinga- og sjónvarpsgerð. Stúdíóið hér er tvisvar sinnum stærra en stúdíóið hjá Ríkissjón- varpinu,“ segir Magnús Evrópa sýnir áhuga Fari svo að Lazy Town nái vin- sældum í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að ýmiskonar varningur þáttunum tengdur renni út eins og heitar lummur. Magnús vonast einnig til að geta selt þættina til annarra landa. „Við vonum að Latibær nái vin- sældum í Bandaríkjunum og svo í restinni af heiminum. Það eru framleiðendur í Evrópu sem hafa sýnt Latabæ áhuga,“ segir Magn- ús. „Latibær hefði getað selt sínar vörur miklu hraðar en það er alltaf spurning hvenær rétti tím- inn er til að selja svona skemmti- efni. Þegar svona efni er orðið vinsælt er það miklu verðmæt- ara.“ Magnús og aðrir í bæjarstjórn Latabæjar eru á leið til Cannes í Frakklandi þar sem kynna á þætt- ina enn frekar. „Norrænu stöðv- arnar hafa einnig mikinn áhuga á að kaupa þættina því á næsta ári er ár hreyfingarinnar. Það er allt að smella saman,“ segir Magnús. Ekki góður leikari Magnús er einn af þremur leik- urum í Lazy Town en hann fer með hlutverk Íþróttaálfsins sem heitir Sportacus á ensku. Stefán Karl Stefánsson fer með hlutverk Robbie Rotten, betur þekktan sem Glanna glæp, og hin tólf ára gamla Julianna R. Mauriello fer með hlutverk Sollu stirðu sem heitir Stephanie á ensku. Aðrar persónur eru brúður sem fram- leiddar eru í Bretlandi en fluttar hingað í pörtum og settar saman í höfuðstöðvum Latabæjar. Magnús segist ekki vera heimsins besti leikari og málið vandist enn frekar þegar hann þarf að tala á ensku. „Það er erfitt að leika á ensku og í sjónvarpi. Þetta er allt öðruvísi en að leika á sviði því ég þarf að vera inni í ramma vélarinnar og hugsa meira um það sem ég segi. Þetta er miklu erfiðara og ég var mjög lé- legur í fyrsta þættinum en fimmti þátturinn var nokkuð góður. Þetta er því allt upp á við og eftir fjöru- tíu þætti verð ég kannski orðinn ágætis leikari,“ segir Magnús. Álfurinn verður að súperhetju Magnús hefur gengið með hug- myndina að Latabæ í ein tíu ár. Hann hefur fastmótaðar skoðanir um hvernig þátturinn eigi að vera en þarf stundum að gefa eftir og koma til móts við handritshöfunda og aðra sem að þættinum koma. „Ég þarf eiginlega að vera klettur- inn sem stendur allt af sér og þeg- ar allt skellur á verð ég að vita hverju má sleppa og hverju ekki. Ég hef átt mjög gott samstarf við fólkið sem ég vinn með og get ekki kvartað undan því,“ segir Magnús. Meðal breytinga sem orðið hafa á upprunalegu hugmyndinni er að Goggi mega er orðinn þeldökkur, Halla hrekkjusvín asísk og Siggi sæti sænskur. „Íþróttaálfurinn var líka poppaður upp og fær ekki lengur að vera álfur. Hann er orð- inn einhverskonar súperhetja,“ segir Magnús sem virðist nokkuð sáttur við breytingarnar. „Það sem ég er samt kannski ánægðastur með er að hafa náð að gera þrjá miðla að einum þannig að þeir sem sjá Latabæ þekkja hann strax aft- ur,“ segir Magnús en í Latabæ blandast saman lifandi leikur, brúður og þrívíddarbakgrunnur. Lazy Town í bíó Ef vel gengur má búast við að Latibær láti ekki einungis sjón- varpið nægja. „Ef þátturinn nær vinsældum verður búið að gera bíómynd innan þriggja ára,“ segir Magnús viss í sinni sök. Hæg eru heimatökin því Latibær er með samning við bandaríska fyrirtæk- ið Viacom sem á Nickelodeon og Paramount kvikmyndafyrirtækið. Magnús býst samt ekki við því að leika Sportacus í bíómyndinni. „Við settum töluna tíu framan á hann og það gefur okkur þann möguleika að það komi nýr Sportacus inn, númer eitt, tvö eða þrjú. Ég á alltaf möguleika á að komast út.“ Magnús segist hafa gaman af því að leika Íþrótta- álfinn þótt vissulega sé hann far- inn að skynja ákveðin ellimerki. „Það er ekki slæmt að vera orðinn fertugur og geta enn hoppað og meðan ég hef gaman af því held ég því áfram. Helsta vandamálið er samt að þátturinn er tekinn upp í miklum gæðum og ég er byrjað- ur að fá hrukkur svo ég verð að- eins að passa mig,“ segir Magnús Scheving hlæjandi að lokum. kristjan@frettabladid.is MAGNÚS SCHEVING Það hefur verið í nógu að snúast hjá Magga Scheving síðustu mánuði við að undirbúa tökur á Lazy Town. Tökum á fimm þáttum er lokið en 35 þættir eru eftir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.