Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 49

Fréttablaðið - 28.03.2004, Page 49
49SUNNUDAGUR 28. mars 2004 STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI Arsenal 29 22 7 0 57–19 73 Chelsea 30 21 4 5 57–24 67 Man. Utd. 29 19 4 6 55–29 61 Liverpool 29 12 9 8 42–31 45 Newcastle 29 11 12 6 41–30 45 Birmingham 30 12 9 9 37–36 45 Aston Villa 30 12 7 11 38–35 43 Charlton 30 12 7 11 41–39 43 Fulham 30 11 7 12 42–40 40 Southamp. 30 10 9 11 30–28 39 Middlesbr. 30 10 8 12 35–39 38 Tottenham 30 11 4 15 40–47 37 Everton 30 8 10 12 36–41 34 Bolton 29 8 10 11 33–46 34 Man. City 30 7 10 13 41–42 31 Blackburn 30 8 7 15 42–48 31 Portsmouth 30 8 6 16 32–45 30 Leicester 29 5 12 12 39–52 27 Leeds 30 6 7 17 29–60 25 Wolves 30 5 9 16 26–62 24 * Þrjú neðstu liðin falla MARKAHÆSTIR: Thierry Henry, Arsenal 21 Alan Shearer, Newcastle 19 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd 18 Louis Saha, Man. Utd 17 Mikael Forssell, Birmingham 16 Juan Pablo Angel, Aston Villa 13 Nicolas Anelka Man. City 13 Robbie Keane, Tottenham 12 Jimmy Floyd Hasselbaink, Chelsea 12 Les Ferdinand, Leicester City 11 Michael Owen, Liverpool 11 Robert Pires, Arsenal 11 James Beattie, Southampton 10 Paul Scholes, Man. Utd. 9 Andy Cole, Blackburn 9 LEIKIR Í DAG: Bolton–Newcastle 13:00 Leicester–Liverpool 14:00 Arsenal–Man. Utd. 15:05 Hasselbaink heitur á afmælisdeginum Skoraði þrennu á síðustu 13 mínútunum og tryggði Chelsea 5–2 sigur á botnliði Wolves. Birmingham burstaði Leeds 4–1. FÓTBOLTI Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink hélt upp á 32 ára afmælisdaginn sinn með eftir- minnilegum hætti en hann skoraði þrennu á síðustu 13 mínútum leiksins sem tryggði liðinu 5-2 sigur á Wolves og minnkaði jafnframt forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu niður í sex stig. Arsenal getur reyndar aukið forskot sitt aftur í dag er liðið mætir Manchester United í stórleik umferðinnar. Hasselbaink kom inn á sem vara- maður í leiknum í gær þegar aðeins hálftími var eftir og staðan 2–1 fyrir Wolves, sem er í neðsta sæti deildarinnar. Öll mörk Hollendingsins voru af betri gerðinni en hann varð þriðji útlendingurinn í sögu ensku úrvals- deildarinnar til að skora 100 mörk. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrri hálfleik en var skipt út af í hálfleik fyrir Damien Duff. Leeds er í enn verri málum eftir leiki gærdagsins en liðið tapaði þá 4–1 fyrir Birmingham, sem ætlar ekki að gefa eftir í baráttunni um fjórða sætið. Miðjumaðurinn Bryan Hughes og Finninn Mikael Forssell, sem er í láni frá Chelsea, skoruðu báðir tvö mörk en það dugði ekki Leeds að Mark Viduka kom liðinu yfir á þriðju mínútu. Charlton er hins vegar að gefa eftir en 1–2 tap liðsins gegn Aston Villa og sigur Birmingham þýddi að bæði liðin komust upp fyrir Hermann Hreiðarsson og félaga. Þetta var annað tap Charlton í röð. Nígeríumaðurinn Yakubu Aiyegbeni tryggði Portsmouth fyrsta útisigur tímabilsins, 1–2 á Blackburn, en markið kom aðeins átta mínútum fyrir leikslok. Sigurinn kom liðinu upp úr fallsæti en Leicester á leik inni. Tap Blackburn sendir liðið í harða fall- baráttu en það er nú aðeins stigi á undan Portsmouth. ■ ÚRSLIT: Birmingham–Leeds 4–1 0–1 Viduka (3.), 1–1 Hughes (12.), 2–1 Hughes (67.), 3–1 Forssell (69.), 4–1 Forssell (82., víti). Blackburn–Portsmouth 1–2 0–1 Sheringham (17.), 1–1 Tugay (37.), 1–2 Yakubu (82.). Charlton–Aston Villa 1–2 1–0 Cole (8.), 1–1 Vassell (24.), 1–2 Samuel (54.). Chelsea–Wolves 5–2 1–0 Melchiot (4.), 1–1 Camara (23.), 1–2 Craddock (57.), 2–2 Lampard (70.), 3–2 Hasselbaink (77.), 4–2 Hasselbaink (87.), 5–2 Hasselbaink (90.). Everton–Middlesbrough 1–1 1–0 Radzinski (78.), 1–1 Job (83.). Man. City–Fulham 0–0 Southampton–Tottenham 1–0 1–0 Delap (64.). ALLT VARÐ VITLAUST Á OLD TRAFFORD Lauren, leikmaður Arsenal, tekur hér Phil Neville hjá Manchester United hálstaki. FÓTBOLTI Það verður risaslagur í ensku úrvalsdeildinni á Highbury í dag þegar topplið Arsenal tekur á móti Manchester United. Í fyrri leik liðanna í september, sem endaði með markalausu jafntefli, fauk í menn, allt varð vitlaust inni á vellinum og slagsmálin kostuðu sex menn úr báðum liðum sektir og leikbönn. Uppþot varð í kjölfar þess að Patrick Viera var rekinn út af í lok leiksins og ekki batnaði ástandið þegar Manchester United fékk víti sem Ruud van Nistelrooy mis- notaði. Í kjölfar loka flautsins réðust þeir Martin Keown, Lauren og Ray Parlour að van Nistelrooy, sem þeir vildu meina að hefði látið sig falla. Enska knattspyrnusam- bandið dæmdi þá Keown, Lauren, Parlour og Viera alla í bann og þeir fengu auk þess sektir líkt og þeir Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo hjá United. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast eftir prúðmannlegri leik í dag. „Þessi hegðun gerir engum gott og síst leiknum sjálfum. Framkoma Arsenal fór ekki framhjá neinum í síðasta leik en ég legg mesta áherslu á að mínir menn hagi sér eins og menn í leiknum. Ég vonast eftir að við fáum svipaðan leik og milli Arsenal og Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. Þar lögðu menn sig fram að spila góðan fótbolta og þannig leik viljum við sjá á Highbury,“ sagði Ferguson. ■ Risaslagur milli Arsenal og Man. Utd. í ensku úrvalsdeildinni á Highbury í dag: Missa menn aftur stjórn á sér? SÍÐUSTU LEIKIR LIÐANNA Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI: 21. sept. 2004 Man. Utd.-Arsenal 0–0 16. apríl 2003 Arsenal-Man. Utd. 2–2 7. des. 2002 Man. Utd.-Arsenal 2–0 8. maí 2002 Man. Utd.-Arsenal 0–1 25. nóv. 2001 Arsenal-Man. Utd. 3–1 25. feb. 2001 Man Utd.-Arsenal 6–1 1. okt. 2000 Arsenal-Man. Utd. 1–0 24. jan. 2000 Man. Utd.-Arsenal 1–1 22. ágúst 1999 Arsenal-Man. Utd. 1–2 hvað?hvar?hvenær? 25 26 27 28 29 30 31 MARS Sunnudagur HASSELBAINK MEÐ ÞRENNU Á SÍÐUSTU 13 MÍNÚTUNUM Jimmy Floyd Hasselbaink fagnar hér einu af þremur mörkum sínum sem tryggðu Chelsea 5–2 sigur á Wolves í gær. ■ ■ LEIKIR  13.00 Stjarnan mætir ÍBV í deilda- bikar kvenna í fótbolta. Spilað er í Fífunni í Kópavogi.  17.00 Keflavík tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Intersport-deildarinnar í körfu.  18.00 ÍA og Þróttur leika í Egilshöll í deildabikar karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Boltinn með Guðna Bergs. Allt um enska boltann frá ýmsum hliðum og öll mörk gærdagsins sýnd.  12.45 Leikur Bolton og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í beinni á Sýn.  14.50 Risaslagur Arsenal og Manchester United í ensku úrvals- deildinni í beinni útsendingu á Sýn.  16.55 Íslenski körfuboltinn. Leikur Keflavíkur og Grindavíkur í undanúrslitum Intersportdeildar karla í körfubolta í beinni á Sýn.  19.30 The Players-golfmótið. Bein útsendingu frá bandarísku mótaröðinni í golfi á Sýn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.