Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 14
14 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Í VANDA MEÐ FÁNANN Vindurinn gerði þessum kínverska fána- bera erfitt fyrir á athöfn þar sem Abdullah Ahmad Badawi, forsætisráðherra Malasíu, var boðinn velkominn til Peking. Æskilegt að fá atkvæðisrétt í Evrópsku landamærastofnuninni en ekki úrslitaatriði: Ígrunduð niðurstaða nauðsynleg LANDAMÆRAEFTIRLIT Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að fá vel ígrundaða niðurstöðu í því hvort Íslendingar hafi atkvæðisrétt í málefnum Evrópsku landamærastofnunar- innar eða ekki. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins mælir gegn því en aðildarríkin eiga eftir að taka afstöðu til þess og fylgja stjórnvöld málinu eftir á þeim vettvangi. Almennt gerir Schengen-sam- starfið ekki ráð fyrir atkvæðis- rétti Íslands, segir Björn, en full- trúar Íslands koma að mótun allra ákvarðana og íslensk stjórnvöld ákveða sjálf hvort þau fallist á niðurstöðuna. „Þessi landamæra- stofnun hefur ekkert vald gagn- vart aðildarríkjum sínum og hún setur ekki neinar reglur. Í því ljósi gildir öðru máli um atkvæð- isrétt um málefni hennar og tel ég að ræða eigi réttarstöðu okkar í því efni til hlítar,“ segir Björn og bendir á að það sjónarmið eigi hljómgrunn innan ráðherranefnd- arinnar um Schengen-málefni að Íslendingar hafi atkvæðisrétt. „Að mínu mati er hér ekki um úr- slitaatriði að ræða, við erum, hvernig sem fer, ekki bundnir af öðru en við samþykkjum, en nauð- synlegt er að fá rökstudda og vel ígrundaða niðurstöðu í málinu.“ ■ Þúsundir án heimilis og stjórn í uppnámi Harkan í bardögum Ísraelshers og palestínskra vígamanna á Gaza-svæðinu hefur aukist mjög eftir að Ísraelar fóru að ræða brotthvarf þaðan. Hart er deilt innan Ísraelsstjórnar um hvað skuli gera. Á sama tíma hafa heimili þúsunda Palestínumanna verið jöfnuð við jörðu. Það sem af er þessum mánuðihafa ekki færri en 1.960 Palest- ínumenn í Rafah-flóttamannabúð- unum mátt þola það að heimili þeirra væru lögð í rúst af ísraelsk- um hermönnum, samkvæmt upplýs- ingum Palestínuflóttamanna- aðstoðarinnar, stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar með hafa þeir bæst í hóp um ellefu þúsund Palestínumanna sem hafa misst heimili sín með þessum hætti frá árinu 2000. Amnesty International gagn- rýndi þessar aðferðir á dögunum. Samtökin bentu á að samkvæmt sín- um upplýsingum hefði minnihluti eigenda þeirra íbúða og bújarða sem hafa verið eyðilagðar verið sakaðir um glæpi gegn Ísraelsríki. Aðferðirnar bæru því öll einkenni handahófskenndra hefndaraðgerða sem bitnuðu á fjöldanum. Bandamenn fordæma Ísraela Aðgerðir Ísraelshers í Rafah, sem lauk á dögunum, ollu mikilli eyðileggingu, kostuðu milli 40 og 50 manns lífið og hafa verið fordæmd- ar bæði innan Ísraels og utan. Tyrk- ir, sem hafa verið helstu stuðnings- menn Ísraela meðal múslimskra þjóða, hafa fordæmt aðgerðirnar. Abdullah Gul utanríkisráðherra sagðist á miðvikudag íhuga að skipa sendiherra í Palestínu og kalla sendiherra Tyrklands heim frá Ísrael um skamma stund í mót- mælaskyni. Gagnrýnin hefur líka verið hávær innan Ísraels og er skemmst að minnast þess að Yosef Lapid, dómsmálaráðherra Ísraels, líkti að- gerðunum við helför nasista. Miðað við þau ummæli sem hafa fallið á ísraelska þinginu virkar tal um gungur og druslur heldur meinlaust í samanburði. Skærurnar halda áfram Harkan í bardögum á Gaza jókst eftir að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, hóf að tala um brott- hvarf. Palestínskir vígamenn voru ákveðnir í að láta finna fyrir sér og Ísraelsher og stjórnvöldum var mjög í mun að sýna hörku svo ekki liti út fyrir að þau væru að flýja af hólmi. Síðan þá hafa tugir fallið úr beggja röðum og óbreyttir borgarar kvalist. Aðgerðirnar í Rafah hófust eftir að þrettán ísraelskir hermenn féllu fyrir hendi vígamanna á skömmum tíma. Palestínskir læknar segja 45 Palestínumenn hafa látist í aðgerð- um Ísraelshers, þar af sautján víga- menn og tólf börn. Talsmenn Ísra- elshers segja 41 hryðjuverkamann hafa verið skotinn en hafa neitað að birta nöfn mannanna. Ísraelar segj- ast hafa eyðilagt 56 heimili í árásun- um en Sameinuðu þjóðirnar segja 45 byggingar, þar sem 575 einstak- lingar bjuggu, hafa verið eyðilagðar í einnar viku aðgerðum Ísraelshers. Palestínumenn segja eyðilögð hús vera um 300 talsins. Eftir stendur að stór hluti Rafah er illa leikinn og mikill skortur á nauðsynjum. Aðgerðirnar hafa þó ekki orðið til að draga úr skærum. Í gær lést palestínskur vígamaður þegar hann sprengdi bíl sinn í loft upp við íraska eftirlitsstöð, tveir hermenn særðust. Palestínskur maður var skotinn nærri landnemabyggð og hús var jafnað við jörðu í Rafah. Í fyrradag jöfnuðu Ísraelar þrjú hús við jörðu nærri bænum Deir el- Balah og á miðvikudag bárust frétt- ir af því að tveir Palestínumenn hefðu verið skotnir. Palestínumenn sögðu lækni hafa verið skotinn við heimili sitt en Ísraelar könnuðust ekki við það. Þeir sögðust hins vegar hafa skotið grunsamlegan mann til bana en tilgreindu ekki hvort hann hefði verið vopnaður. Sharon í vanda Ariel Sharon er í miklum vanda með hvað skuli gera. Á fimmtu- dag leit út fyrir að hann myndi að- eins biðja ríkisstjórn sína um að samþykkja brotthvarf frá þremur litlum landnemabyggðum. Í gær benti framan af allt til þess að hann myndi láta sverfa til stáls og krefjast atkvæðagreiðslu um fullt brotthvarf frá Gaza. Síðar í gær hafði hann svo ákveðið að leggja aðeins fram tillögu til kynningar en ekki til atkvæðagreiðslu. Framtíð ríkisstjórnarinnar er í óvissu og jafnvel gæti farið svo að efna þyrfti til nýrra þingkosninga ef allt fer á versta veg. Það þyrfti ekki að vera slæmt fyrir Sharon því skoðanakannanir sýna að Likud-bandalagið myndi vinna á ef kosið yrði nú. Þá er sá mögu- leiki í stöðunni að hann fengi Verkamannaflokkinn í stjórn. Það eina sem fréttaskýrendur eru sammála um er að staða Sharons sé mjög erfið, sumir segja hana allt að því óvinnandi. ■ Síldarvinnslan í Neskaupstað: Keypti Austlax VIÐSKIPTI Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt öll hlutarbéf í Austlaxi á Seyðisfirði. Austlax hefur um tveggja ára skeið stundað fiskeldi í Seyðisfirði í samvinnu við Færeyinga og hefur heimild til 1.500 tonna laxeldis. Sem kunnugt er hafnaði umhverfisráðu- neytið nýlega öllum kærunum vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis Austlax. Kaup Síldarvinnslunnar á hlutabréf- um í Austlaxi eru hluti af styrkingu Síldarvinnslunnar og Samherja í fisk- eldi. Gert er ráð fyrir að þeir sem haft hafa umsjón með fiskeldinu hjá Aust- laxi muni gera það áfram, en yfir- umsjón með því fellur undir stjórnun- armynstur á laxeldi Sæsilfurs. ■ ■ EVRÓPA Íslenskur leikstjóri: Sópar að sér verðlaunum KVIKMYNDIR Stuttmyndin „Bjarg- vættur“ í leikstjórn Erlu B. Skúla- dóttur hefur að undanförnu sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíð- um í Bandaríkjunum. Erla útskrifað- ist sem leikstjóri frá New York University fyrir tveimur árum og var þá útnefnd besti kvenleikstjórinn af félagi leikstjóra. Mynd Erlu hefur unnið alls átta verðlaun, þ.á m. sem besta stutt- myndin á kvikmyndahátíðinni í Nashville, en þau verðlaun veita rétt til að vera í úrtaki fyrir Óskarsverð- laun. „Bjargvættur“ er nú á leið á kvikmyndahátíðina í Dubrovnik í Króatíu. ■ SUNDLAUG AKUREYRAR Sundþjálfun er mjög góð fyrir börn með fötl- un þar sem þau styrkjast bæði andlega og líkamlega. Það kemur sér vel fyrir þau í fram- tíðinni, segir á heimasíðu Akureyrarbæjar. Tíu vikna sundnámskeið barna á Akureyri: Markviss þjálf- un fatlaðra SUND Markvissri sundþjálfun fyrir börn með fötlun er í undirbúningi hjá Sundfélaginu Óðni í samvinnu við fjölskyldudeild Akureyrar- bæjar og ÍSÍ á Akureyri. Sjö börn eru á fyrsta námkeið- inu, sem hófst í mars og stendur í 10 vikur. Þau æfa einu sinni í viku. „Sundæfingar eru mjög góðar fyrir börn með fötlun þar sem þau styrkj- ast bæði andlega og líkamlega,“ segir á heimasíðu Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að börnin fari á Nýársmót fatlaðra, sem er árviss viðburður í Reykjavík. ■ BASKAR Í BANN Stjórnlagadóm- stóll Spánar hefur staðfest bann við því að flokkur baskneskra að- skilnaðarsinna fái að bjóða sig fram við kosningar til þings Evr- ópusambandsins í næstu viku. Áður hafði hæstiréttur Spánar orðið við beiðni stjórnvalda um að banna framboðið. BJÖRN BJARNASON „Framkvæmdastjórn ESB er jafnan frekar innhverf í málum sem þessum og því kemur afstaða hennar mér ekki á óvart,“ segir Björn. Miðað við þau um- mæli sem hafa fallið á ísraelska þinginu virkar tal um gungur og druslur heldur meinlaust í saman- burði. BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÁTÖKIN Á GAZA OG Í ÍSRAELSSTJÓRN ,, FYRIR FRAMAN EYÐILAGT HÚS Eyðileggingin er mikil í Tel Sultan-hverfi í Rafah-flóttamannabúðunum. Þar létu ísraelskir hermenn mest til sín taka fyrstu dagana í aðgerðunum sem lauk í vikunni. LÁTINN SYRGÐUR Palestínumenn segja ísraelskan hermann í varðturni hafa skotið Muhammed Zorob fyrir framan heimili sitt en herinn kannast ekki við atvikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.