Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 30
Fótbolti. Ísland - England. Völlurinn er iða- grænn og stendur við West Florida-háskóla í Flórída. Tveir leikmannanna eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt þótt báðir komi frá sitt hvorri eyjunni í norðri. Annað er ást á Ís- landi. Hitt að vera á skólastyrk vegna leikni með knöttinn. Út frá sparkíþróttinni myndast ævilöng vinátta og háleitar hugsjónir. Fram- tíðin gefur fögur fyrirheit og eftir sameigin- legan kúrs í auglýsingafræði stefna þeir markvisst að því að vinna saman þótt síðar verði. Sú staðfesta, og svo örlög framtíðar, hafa getið af sér Íslands mestu hugsuði á sviði auglýsinga- sköpunar; Garðbæinginn Jón Árnason og Englendinginn Gary M. Wake. Saman vinna þeir á auglýsingastofunni Góðu fólki, en undir þeirra hugmyndastjórn hafa tvær aug- lýsingar frá Góðu fólki verið tilnefndar meðal athyglis- verðustu auglýsinga Norðurlanda af tímaritinu Shots. Shots er helsta fagtímarit auglýsingagerðar í heiminum, eins konar biblía auglýsingabransans úti um allan heim, þar sem fagfólk velur það athyglisverðasta sem gerist á sviði sjónvarpsauglýsinga. Í fyrra skiptið var vegsemdin vegna Thule-auglýsingarinnar „Beautiful Women“, en nú er það „Flashmob“-auglýsing Símans. Þetta eru einu ís- lensku auglýsingarnar fyrr eða síðar sem tilnefndar hafa verið af Shots, en þess má geta að á síðustu auglýsingahátíð AAÁ fékk Gott fólk sjö lúðra af tíu mögulegum og alls nítján tilnefningar. Skapandi fóstbræðralag „Foreldrar Jóns líta reyndar á mig sem fósturson,“ seg- ir Gary brosandi og vísar til húsnæðisvandræða á dögun- um þegar „fósturforeldrar“ hans skutu yfir hann skjóls- húsi, líkt og um eigið barn væri að ræða. „Ég hafði útskrif- ast sem byggingarfræðingur í Englandi áður en ég fór til Flórída í blaðamannanám, og áður en ég flutti hingað til lands hafði ég komið til Íslands í sumarfrí þegar ég heim- sótti Jónsa og fleiri íslenska vini úr háskólanum. Um leið og ég steig fæti á íslenska grund fannst mér ég hafa verið hér áður. Ég var loksins kominn heim. Það var svo þegar ég lauk náminu í Flórída 1992 að mér fannst rómantísk til- hugsun að eyða eins og einu ári við líf og störf á Íslandi en síðan hef ég búið hér utan fjögurra ára sem ég eyddi í London og New York.“ Gary var á undan Jónsa í náminu við West Florida- háskólann, en þegar Jónsi lauk gráðu sem grafískur hönn- uður þar hélt hann áfram til Atlanta og stundaði frekara nám í auglýsingagerð til ársins 1994, er hann kom heim og hóf störf hjá auglýsingastofunni Nonna og Manna. Þeir Gary gerðust fljótt meðleigjendur hér heima, en Gary var þá í föstu starfi sem blaðamaður hjá Iceland Review og með millilendingu á auglýsingastofunni Hinu opinbera endaði Jónsi á Góðu fólki og fann fljótt að hann væri kom- inn á stað þar sem hann gæti vaxið sem bæði fagmaður og skapandi hugmyndasmiður. „Ég fór fljótlega að undirbúa komu Gary yfir í auglýs- ingabransann, sem varð að veruleika 1998. Fyrsta herferð- in sem við unnum saman var fyrir Thule og féll í góðan jarðveg. Við náðum strax vel saman sem vinnudúett og höf- um sameinað krafta okkar síðan.“ Hlúa að vináttunni á miðvikudagskvöldum Á Gott fólk er gaman að koma. Auglýsingastofan er í sama húsi og Kauphöll Íslands; bogahúsinu á horni Kringlumýrarbrautar og Laugavegs. Það er reyndar svolít- ið alvarlegt að koma inn í anddyri hússins þar sem form- legar vísbendingar gefa til kynna virðulega íbúa hússins, en þegar inn til Jónsa og Garys er komið verður andrúmið létt og innlitið framúrstefnulegt eins og auglýs- ingastofa er von og vísa. Meira að segja gosflask- an í hendi Jónsa fær fegurri merkingu í rauðri og svartri umgjörðinni. Bak við hálfglæra veggi deila þeir skrifstofu og stilla skrifborðunum sam- an á móti hvor öðrum. „Nei, við höfum enn ekki fengið leið á hvor öðrum og reyndar gætt þess að hlúa vel að vinátt- unni,“ segir Gary og nefnir miðvikudagskvöld sem vinakvöld þegar vinnan er ekki til umræðu heldur allt annað sem vinir gera saman. „Ég held okkur gangi svona vel að vinna saman vegna þess að við berum gagnkvæma virðingu hvor fyrir öðrum og erum meðvitaðir um kosti og galla hvors annars. Við erum vissulega ólíkir einstaklingar, en treystum dómgreind hvors annars í starfinu.“ Jónsi tekur undir orð Garys og segir þá báða hafa metn- að og yndi af auglýsingagerð. „Það felst mikil áskorun í því að gera góðar auglýsingar og tveir heilar hugsa betur en einn. Góður vinskapur virkar best þegar menn treysta hvor öðrum og geta krufið verkefnin saman í góðu trausti. Ef ég fæ hugmynd sem kannski er 98 prósent góð kemur Gary með tvö prósentin sem gera gæfumuninn og auglýsinguna 150 prósent skothelda. Við skiljum gjörla hvað hinn hugsar og látum vináttuna ekki hafa áhrif á vinnuna.“ Freistuðu gæfunnar í New York Þegar Gary og Jónsi höfðu unnið um hríð á Góðu fólki ákváðu þeir að freista gæfunnar og leita hófanna í New York, þar sem þeir fengu fljótlega atvinnutilboð frá hinni frægu auglýsingastofu Bozell. „Þetta var á hápunkti dot.com-tímabilsins og við unnum þarna í tvö ár við góðan orðstír og að verkefnum fyrir New York Times, bandaríska mjólkuriðnaðinn (hina frægu Got Milk?-herferð), Datek Online, FEMA, Verizon Wireless og fleiri stórfyrirtæki ytra. Þetta var góður skóli og maður lærði fagmannlegri vinnubrögð en tíðkast hér heima,“ seg- ir Jónsi og Gary bætir við að eftir tvö ár hafi þeir verið farnir að hugsa sér til hreyfings. „Þarna úti eru menn aldrei lengi á sama staðnum því þá skapast hætta á því að 30 29. maí 2004 LAUGARDAGUR HUGS HUGS HUGS ... Jónsi og Gary eru hugsuðirnir á bak við margar skemmtilegustu auglýsingarnar sem sjást í íslensku sjónvarpi. Tveir heilar hugsa betur en einn Auglýsingamennirnir Jón Árnason og Gary Wake vekja athygli á heimsvísu fyrir frumlegar auglýsingar hjá Góðu fólki: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.