Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 4
4 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Á að heimila tryggingafélagi að eiga apótek? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að fylgjast með EM í Portú- gal? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 80% 20% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ESB snertir íslenska hagsmuni, segir ráðherra: Ekki má útiloka aðild EVRÓPUSAMBANDIÐ „Gagnstætt því sem segir í einu kaflaheiti bók- arinnar, er lífið á Íslandi ekki lengur saltfiskur,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og verðandi forsætisráð- herra, á málþingi sem haldið var í gær í tilefni af útgáfu bók- arinnar „Iceland and European Integration: On the Edge“. Vís- aði hann til þess að hingað til hefði aðaláhersla í aðkomu Ís- lands að Evrópumálum verið lögð á að tryggja íslenskum sjávarafurðum hagstæð mark- aðsskilyrði. Í bókinni um Ísland og Evr- ópusamrunann leitast Baldur Þórhallsson stjórnmálafræð- ingur við að skýra hvaða þættir hafa valdið tregðu ráðamanna gagnvart aðild að ESB. Benti hann á í erindi sínu, að tengsl ís- lenskra þingmanna við sjávar- útveg væru mun meiri en tengsl þeirra við landbúnað og iðnað, sem skýrði hugsanlega afstöðu þeirra til ESB að hluta til. „Það sem stendur upp úr við lestur bókarinnar,“ bætti utan- ríkisráðherra við, „er að við Ís- lendingar eigum val um það hvernig samskiptum okkar við Evrópu verður háttað. Þetta er okkur mikilvægt að ræða og hef ég reynt að hvetja til þess og vil sjálfur ekkert útiloka í þessum efnum.“ Þá tók Halldór fram að íslenskum ráðmönnum hafi alltaf verið ljóst að Evr- ópusamruninn muni hafa áhrif á íslenska hagsmuni. ■ Vöruverð helmingi hærra en í ESB Landsmenn greiddu þriðja hæsta vöruverð í Evrópu árið 2001. Íbúar Sviss og Noregs skipuðu efstu sætin. Hægt er að greina sex grundvallarástæður fyrir verðmuninum. MATVÆLAVERÐ Verð á matvöru var að meðaltali um 50 prósentum hærra hér á landi árið 2001 en í löndum Evrópusambandsins. Fiskur var eina vörutegundin sem reyndist álíka dýr í löndunum á þessum tíma. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra sem Rannveig Guðmundsdóttir óskaði eftir á Alþingi fyrir einu og hálfu ári. Hún fjallar um samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norður- löndunum og ríkjum Evrópusam- bandsins sem hagstofan Eurostat vann. Verðmunurinn er misjafn milli flokka og var verðið um 30 til 70 prósentum hærra hér en í Evrópu- sambandslöndunum. Landsmenn greiddu þó ekki mest fyrir matinn því bæði Norðmenn og Svisslend- ingar greiddu að jafnaði meira. Þau lönd eru ekki í Evrópusam- bandinu. Rekja má verðmuninn til tolla, gengisþróunar, flutningskostnað- ar sem og skatta og innflutnings- verndar, smæð markaðarins og skort á samkeppni. Stjórnvöld geta samkvæmt skýrslunni farið tvær leiðir til að lækka vöruverð. Þau geta tryggt samkeppni og opnað fyrir viðskipti við útlönd og aðskilið ýmis pólitísk markmið um viðhald byggðar og búsetu í dreifbýli. Þau geta einnig tekið ákvarðanir um verð og fram- leiðslu í landbúnaði. Þar hafa stjórnvöld stigið mörg rétt skref segir í skýrslunni. Veigamikill þáttur í verðmuninum er að virðisaukaskattur er einungis hærri í tveimur löndum í Evrópu. Kostnaður við flutning er á bilinu sjö til 25 prósent ofan á matvöru- verðið og stuðningur neytenda við bændur er á bilinu fimm til tíu prósent samkvæmt skýrslunni. Jón Björnsson, forstjóri Haga sem rekur meðal annars Bónus, Hagkaup og 10-11 á matvöru- markaði, er sammála skýringum skýrslunnar. „Ég tel að skýring- arnar séu þær sömu í dag en ég efast um að verðmunurinn sé sá sami því matvara hefur vissulega lækkað í verði síðan 2001. Það er ekki aðeins einn þáttur sem hefur áhrif á mismun vöruverðs heldur hefur fjöldi liða þessi áhrif,“ segir Jón. gag@frettabladid.is Viðskiptajöfnuður: Viðskipta- hallinn eykst EFNAHAGSMÁL Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 16,8 millj- arða króna og inn fyrir 20,0 milljarða króna fob. Vöruskiptin í apríl voru því óhagstæð um 3,3 milljarða króna en í apríl í fyrra voru þau óhagstæð um 2,5 milljarða. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru vöruskiptin við útlönd óhagstæð um 3,2 milljarða en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um fjóra milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,2 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Aukning er í innflutn- ingi fjárfestingarvara, auk þes sem innflutningur neysluvara og bíla- innflutningur hefur vaxið milli ára. ■ Nágrenni Najaf: Skotið á hermenn NAJAF, AP Skotið var á bandaríska hermenn og tveir særðir í borginni Kufa, nálægt Najaf, í gær og varð það til þess að veik- ja vonir manna um að samkomulag frá í fyrradag um að binda endi á bar- daga Bandaríkja- hers og stuðnings- manna klerksins Muqtada al-Sadr. Að auki var skotið úr sprengjuvörpu á helstu herstöð Bandaríkjahers á svæðinu en þar særðist enginn. Mark Kimmitt hershöfðingi sagði að svo virtist sem brotið væri gegn ákvæðum samkomulagsins. Þegar verið var að flytja fanga úr Abu Ghraib fangelsi í gær- morgun heyrðist skothríð og héldu menn í fyrstu að verið væri að skjó- ta á bílalestina. Fljótlega kom í ljós að skotið var upp í loftið til að fagna lausn fanganna. ■ Hryðjuverkarannsókn: Leitað að Alsírbúa SPÁNN, AP Spænskur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuheimild á hendur Alsírbúa vegna hryðju- verkaárásanna í Madríd. Fingraför sem fundust á poka sem innihélt sprengiefni hafa verið rakin til mannsins. Áður hafði bandarískur lögmaður verið handtekinn vegna sömu fingrafara en var síðar látinn laus. Auk fingrafaranna notaðist lög- regla við lífsýni sem fundust þar sem sprengjur sem voru notaðar í árásunum voru búnar til. Hvort tveggja er rakið til manns sem bjó á Spáni fyrir hryðjuverkaárásirnar. ■ Tyrkland og ESB: Vilja hefja viðræður BRETLAND, AP Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, vill hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið áður en árið er úti. Í ræðu sem Erdogan hélt í Oxford-háskóla í Bretlandi hvatti hann Evrópusambandið til að hefja viðræður sem fyrst og meta Tyrki út frá því hversu mikla áherslu þeir legðu á lýðræði. Tyrkir hafa lagt mikla vinnu í það síðustu tvö ár að uppfylla þær kröfur sem Evrópusambandið gerir til ríkja svo hægt sé að hefja aðildarviðræður. Dauðarefsingin hefur verið afnumin og Kúrdar fengið aukin réttindi. ■ EKKI Í NATÓ Möguleikarnir á því að Bosnía fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu á næstunni eru því sem næst engir sagði Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri bandalagsins bosnískum stjórn- völdum. Meðal þess sem Bosnía þarf að gera áður en af því verður er að handtaka stríðsglæpamennina Radovan Karadzic og Ratko Mladic. MÓTMÆLI TAKMÖRKUÐ Rússneska þingið samþykkti í gær með 310 at- kvæðum gegn 120 að vísa frum- varpi til þriðju umræðu sem gerir það ólöglegt að efna til mótmæla við aðsetur forsetans. Í upphaflegri útgáfu frumvarpsins mátti ekki mótmæla við neinar stjórnarbygg- ingar. DÝRARI MJÖÐUR Eins lítra kanna af bjór mun kosta andvirði rúmra 600 króna á Októberhátíðinni í München í haust og hækkar nokk- uð í verði frá fyrra ári. Í fyrra gerðist það í fyrsta skipti frá árinu 1969 að mjöðurinn hækkaði ekki í verði milli ára. 6,3 milljónir gesta sóttu hátíðina í fyrra. www.netsalan.com Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 OPIÐ LAUGARDAG KL. 13.00 - 16.00 LOKAÐ SUNNUD. OG MÁNUD. Sýning í dag! Flottustu bílar sem sést hafa á Íslandi CHRYSLER 300C, árg. 2005 CHRYSLER CROSSFIRE, sportbíllinn sem slegið hefur í gegn KNAUS húsbílarnir eru komnir. Langflottastir og best útbúnir. Kostnaður við skýrslugerð: „Ekki mín ósk“ ALÞINGI „Sú skýrsla sem ég bað um kostar ekki 22 milljónir. Það myndi taka vanan mann þrjár til fjórar vikur að vinna hana, segir Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar. Í svari forsætisráðuneytisins við fyrir- spurn um fjölda skýrsla sem kosta yfir fimm milljónir, kemur fram að það standi til að vinna skýrslu um áhrif hval- veiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands, að beiðni Marðar og að áætlaður kostnað- ur sé 18 til 22 milljónir. „Ég, ásamt öðrum þingmönnum bað vissulega um að skýrsla þess efnis yrði gerð í október síðast- liðnum, en það umfang sem ég hafði í huga var annað en fram kemur í svari forsætisráðu- neytisins.“ Mörður segir að það hafi verið hugmynd Sturlu Böðvarssonar, samgönguráð- herra, og Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra að ráðast í svo umfangsmikla skýrslugerð. Hann tekur fram að hann geri ekki athugasemdir við hug- myndina og umfang hennar sem slíkrar, en „hún er bara ekki frá mér komin.“ ■ SAMBÆRILEGT OG Á NORÐURLÖNDUNUM Þjár stærstu verslunarkeðjunar hér á landi eru með 80 til 90 prósenta markaðshlutdeild. Það er ekki ósvipað því sem er annars staðar á Norðurlöndum þótt þróunin hafi orðið mun seinna hér á landi. Verslunarálagning virðist vera sambærileg hér á landi og í Bret- landi segir í skýrslunni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON UTANRÍKIS- RÁÐHERRA Segir Íslendinga þurfa að kanna hvernig samskiptum við Evrópu verði háttað. ■ EVRÓPA UNGUR VÍGA- MAÐUR Sumir stuðnings- menn al-Sadrs tóku því rólega í gær. MÖRÐUR ÁRNASON ALÞINGISMAÐUR Segir sína hugmynd ekki hafa verið jafn umfangsmikla og forsætisráðuneytið gerir ráð fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.