Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 24
Þetta var nokkuð hefðbundinvika, bæði með sorgum og sigrum,“ segir Sigríður Heið- berg, formaður Kattavina- félagsins og starfsmaður Katt- holts. „Hingað í Kattholt komu kettir á hverjum einasta degi og það er sérstaklega sorglegt þeg- ar hingað koma læður með kett- linga. Þá var skelfilegt að heyra af kettlingunum tveimur sem fundust í Öskjuhlíðinni í vikunni og hafði verið hent þar eins og hverju öðru rusli. Það vegur reyndar upp á móti að mér sýnist okkur hafa tekist að finna þeim heimili. Það er auðvitað til fullt af góðum kattaeigendum þó of mikið sé af hinum.“ Sigríður segir að sérstakt ástand ríki um þetta leyti árs þegar fólk er að fara í sumar- leyfi. „Þá titrar eiginlega allt, fólk er að losa sig við dýrin og það þyrmir raunar yfir mig. Hins vegar komum við ketti heim til sín sem hafði verið týndur í 10 mánuði og það var unaðslegt að sjá eigandann og köttinn hittast.“ Kettirnir eiga hug og hjarta Sigríðar og má segja að þeir séu hennar ær og kýr. Hún lætur sér ekki nægja að hugsa um þá í vinnunni heldur á hún nokkra heima hjá sér. Þar varð það óhapp fyrir nokkrum vikum að heitavatnsrör sprakk og fjórir kattanna brunnu á fótunum. „Þeir hafa verið í meðhöndlun og eru á góðum batavegi,“ segir Sigríður, sem gleðst í þokkabót yfir að fá nýtt eldhús nú um helgina. ■ 24 29. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT Þennan dag, árið 1953, urðu þeirEdmund Hillary frá Nýja- Sjálandi og Sherpinn Tenzing Norgay frá Nepal þeir fyrstu til að klífa Everest-fjall. Þeir náðu tindinum klukkan hálf tólf að staðartíma eftir erfiða göngu og föðmuðu hvorn annan í gleðivímu enda fegnir að ferðin upp á tind- inn var að baki. Þeir dvöldu að- eins í fimmtán mínútur á toppn- um því þá var báða farið að vanta súrefni. Hillary tók nokkrar myndir af félaga sínum, Tenzing, þar sem hann stóð á tindi fjallsins og veif- aði fánum Bretlands, Nepal, Bandaríkjanna og Indlands. Að lokinni fánaathöfninni gróf búdd- istinn Tenzing kex og nammi í snjóinn á tindi fjallsins ætlað guðunum. Kapparnir leituðu því næst árangurslaust að ummerkj- um um George Mallory og Andrew Irvine sem höfðu horfið þegar þeir ætluðu að klífa tindinn árið 1924. Að lokum lögðu félagarnir aft- ur af stað niður fjallið til að sam- einast þeim sem höfðu lagt af stað með þeim. Leiðtogi hópsins, John Hunt, var neðar í fjallinu og þeg- ar hann sá Hillary og Tenzing móða og másandi hélt hann að tak- markinu hefði ekki verið náð. Mennirnir sendu félögum sínum merki sem gaf til kynna að þeir hefðu náð tindinum og samstund- is brutust út mikil fagnaðarlæti. Félagarnir sögðu að tindurinn hefði litið út eins og falleg sam- hverf snjókeila. ■ Þann 1. júní verður Bjart- mann Elísson, Fjarðarseli 35, Reykjavík, fimmtugur. Haldið verður upp á afmælið í dag klukkan 20 að heimili bróður hans og mágkonu að Skerð- ingsstöðum í Dalasýslu. Margrét Frímannsdóttur, þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar, á 50 ára af- mæli í dag. Af því tilefni efna velunnarar hennar til afmælishófs í Hólmarastarhúsinu (gamla hraðfrystihúsinu) á Stokkseyri klukkan 17- 20. Allir vinir og sam- starfsfólk fyrr og nú eru hjartanlega velkomin. Sætaferðir eru frá BSÍ klukkan 16 og til baka að hófi loknu. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, er 40 ára. Ísar Logi Arnarson, framkvæmdastjóri Undirtóna, er 31 árs. Ég hef nú ekki leitt hugann aðþví hvernig ég eyði deginum en hef staðfastan grun um að Hanna Rakel, sex ára dóttir mín, sé að undirbúa eitthvað með mömmu sinni,“ segir fyrrum út- varpsmaðurinn Bjarni Dagur Jónsson en hann er 54 ára í dag. „Hún er orðin nokkuð sjóuð veit- ingahúsamanneskja hér heima og erlendis og mér þykir því líklegt að hún muni berjast fyrir því að það verði farið út að borða í kvöld. Eftirlætisveitingastaður- inn okkar hefur lengi verið La Primavera í Austurstræti og mér finnst sennilegt að þær bjóði mér þangað. Þessi staður hjá Leifi og Ívari er alveg ósvikin „gourmet- staður,“ segir Bjarni, sem heldur gjarnan upp á afmælið með góm- sætum mat og flösku af góðu víni. „Það er líka gaman að hóa saman vinum og ættingjum og borða pecanhnetupæ og drekka kaffi. Ég hef reyndar nokkrum sinnum verið út af fyrir mig á af- mælisdaginn og man sérstaklega eftir einu skipti þegar ég ákvað að kaupa mér gítar til að gefa sjálfum mér í afmælisgjöf.“ Bjarni stefnir að því að halda stórveislu þegar hann verður sextugur. „Ég hef sex ár til að undirbúa mig og það má segja að ég haldi stórafmæli á þrjátíu ára fresti. Ég lét fimmtugsaf- mælið fara framhjá hægt og hljótt en þegar ég varð þrítugur þá bauð ég vinum og kunningj- um heim til mín í pínulitla íbúð í Ljósheimum á tólftu hæð. Það var svo pakkað að það var hver- gi hægt setjast eða leggja frá sér glös og því sullaðist svolítið á gestina.“ Bjarni Dagur vinnur nú sem sjálfstæður atvinnurekandi. „Ég er að byrja að vinna heima við grafíska hönnun og markaðsmál fyrir stofnanir og fyrirtæki, svo eyði ég svolitlum tíma í garðin- um seinnipart dagsins þegar vel viðrar, er að dunda við að útbúa matjurtagarð og slá blettinn.“ Aðspurður um endurkomu í fjöl- miðlana segir hann: „Það hefur eitt og annað verið rætt við mig um dagskrárgerð og ýmsar hug- myndir skoðaðar. Það er gaman og spennandi að starfa í útvarp- inu og ef eitthvað tilboð berst sem hentar mér er aldrei að vita nema ég slái til.“ ■ AFMÆLI BJARNI DAGUR JÓNSSON ■ Heldur gjarnan upp á afmælið með gómsætum mat og flösku af góðu víni. VIKAN SEM VAR SIGRÍÐUR HEIÐBERG ■ Fann nokkrum köttum heimili í vikunni. JOHN F. KENNEDY Fyrrum forseti Bandaríkjanna fæddist á þessum degi árið 1917. 29. MAÍ Á TOPPNUM Edmund Hillary og Tenzing Norgay urðu þeir fyrstu til að komast upp á tind Everest. Tindi Everest náð FJALLAKLIFUR ■ Edmund Hillary og Tenzing Norgay ná tindinum á Everest-fjalli. 29. MAÍ 1953 Veislur á þrjátíu ára fresti Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, systir , og amma, HELGA BIRNA ÞÓRHALLSDÓTTIR LANGHOLTSVEGI 108 B Reykjavík Ragnar Blöndal Birgisson Oddný Sigbjörnsdóttir Þórhallur Viðar Atlason Dagný Gísladóttir Sigurður Ágúst Marelsson Oddný Blöndal Ragnarsdóttir Valdís María Ragnarsdóttir Kristín Ragnarsdóttir Stefán Þórhallsson Sigríður Ingvarsdóttir Elín Þórhallsdóttir Ellert Eggertsson Emelía Rut Þórhallsdóttir Eyrún Aníta Þórhallsdóttir Lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 26. maí. Útför fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 15.00 Einar Sigurfinnsson, Faxastíg 35, Vest- mannaeyjum, lést miðvikudaginn 29. maí. Grétar Símonarson, Seltjörn 6, Selfossi, lést fimmtudaginn 27. maí. Gunnar Björnsson, Hornbrekku, Ólafs- firði, lést þriðjudaginn 18. maí. Gunnar Konráðsson, Lækjargötu 22a, Akureyri, lést miðvikudaginn 26. maí. Hólmfríður Jónsdóttir frá Nautabúi lést þriðjudaginn 25. maí. Sigurveig Jónsdóttir, síðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést miðvikudag- inn 26. maí. Styrkár Geir Sigurðsson lést miðviku- daginn 26. maí. Unnur Sigurðardóttir, Laufásvegi 25, lést miðvikudaginn 26. maí. Þorbjörn Pétursson, Gullsmára 9, Kópavogi, lést miðvikudaginn 26, maí. 13.30 Gunnar Björnsson, Hornbrekku, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Einar Árnason frá Felli, Sæbergi 6, Breiðdalsvík, verður jarðsung- inn frá Heydalakirkju. 14.00 Katrín Marín Valdimarsdóttir frá Bolungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík. 14.00 Marteinn Bergmann Steinsson frá Sauðakróki verður jarðsung- inn frá Sauðarkrókskirkju. ■ JARÐARFARIR SIGRÍÐUR HEIÐBERG Vikunni fylgdu sigrar og sorgir, eins og vant er í lífi Sigríðar. Kettirnir hennar ær og kýr BJARNI DAGUR JÓNSSON Fyrrum útvarpsmaðurinn er 54 ára í dag og grunar sex ára dóttur sína, Hönnu Rakel, um að hafa undirbúið eitthvað í tilefni dagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.