Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 29. maí 2004 33
„Ég kom hér inn laugardaginn 29.
maí 1993 á háum hælum og með
bleikt naglalakk,“ segir Helga
Thorberg þar sem við sitjum í
kjallara Blómálfsins, verslunar
hennar á horni Vesturgötu og
Grófarinnar. Búðin á sumsé 11
ára afmæli í dag, sama dag og eig-
andinn er að útskrifast sem garð-
yrkjufræðingur frá Garðyrkju-
skólanum að Reykjum í Ölfusi.
„Ég hafði aldrei unnið í blómabúð,
þekkti ekki blóm, kunni ekki á
kassann og vissi ekki hvað sneri
upp eða niður. Og það sem verra
var, stúlkan sem ég hafði ráðið til
starfa og átti að vera á morgun-
vaktinni mætti ekki. Ég ruglaðist
því fram og til baka fyrstu
klukkutímana og vissi ekki hvort
ég ætti að opna búðina eða ekki.
Ég ákvað þó að láta slag standa og
þetta reddaðist einhvern veginn.“
Helga fagnar því afmæli
Blómálfsins og útskriftinni samtím-
is og ætlar að slá upp garðveislu á
planinu gegnt búðinni milli sex og
átta í dag. Vinum og vandamönnum
er sérstaklega boðið til veislunnar
en þeir sem eiga leið hjá er einnig
velkomið að slást í hópinn.
Jólin drógu að blómunum
„Upphafið að þessum rekstri
mínum má rekja til þess að ég er
galin jólamanneskja. Ég hafði tvenn
jól á undan staðið fyrir jólamarkaði
í kjallara Hlaðvarpans og sá að kjall-
arinn hér í búðinni væri kjörinn fyr-
ir slíkan markað. Svo fannst mér
ágætlega viðeigandi að selja blóm
með,“ segir Helga þegar hún er
spurð um ástæður þess að hún helti
sér út í blómasölu, vitandi ekki
meira um blóm og rekstur en raun
ber vitni. „Það má því segja að jólin
hafi dregið mig hingað.“
Hún er enn haldin miklum
áhuga á jólunum og því sem þeim
tengist. „Ég er enn svolítið slæm.
En ég hef vinnu við jólin og þá er
mest að gera hér. Að auki hef ég
heila búð til að skreyta og gleðja
fólk.“ Vinur Helgu sagði að það
væri fegurðin sem héldi henni að
störfum. Fegurðin í blómum,
fegurðin við að gleðja aðra.
Næfurheggurinn talaði
Helga hafði rekið Blómálfinn í
níu ár þegar hún ákvað að skella
sér í Garðyrkjuskólann og læra
almennilega til verka. „Ég var
stödd í Grasagarðinum í Laugar-
dal og vil meina að næfurheggur-
inn sem ég var að skoða hafi sagt
við mig: Helga, drífðu þig í Garð-
yrkjuskólann.“ Spurð nánar út í
næfurhegg segir Helga hann lág-
vaxna trjáplöntu, dásamlega fall-
ega með silkimjúkan börk.
„Seinna þennan dag sagði mér
einhver að skólavist í Garðyrkju-
skólann væri auglýst í Mogganum
og ég hljóp til og keypti mér blað-
ið. Það stóð heima en umsóknar-
fresturinn var svo gott sem runn-
inn út. Ég hafði einn dag til að
hugsa mig um og ákvað að skella
mér eftir að hafa spjallað um
málið við vin minn. Við fórum
reyndar saman. Mér fannst gott
að hafa einhvern með mér sem
var fæddur á sömu öld og ég,“
segir Helga og hlær.
Hún var í fjarnámi við skólann
og er í fyrsta útskriftarhópnum
sem nemur fræðin með þeim
hætti.
„Þetta var góður skóli, ég er
meira að segja komin með vinnu-
vélaréttindi og má aka dráttarvél
og lyftara og stýra malbikunar-
vél, smágröfum og krönum.“
Helga var á svonefndri garð-
plöntubraut og braut sig þar frá
þeim afskornu sem hún hefur
hvað mest fengist við í vinnunni.
„Ég ákvað að það væri tímabært
að rífa mig út úr sellófaninu og
fara út í garð. Þú ert í snertingu
við himnaríki í garðinum, það er
ekkert öðruvísi.“
Til í framboð
Minna hefur borið á pólitísk-
um og félagslegum afskiptum
Helgu í seinni tíð en eitt sinn var
hún ötul í alls kyns réttindabar-
áttu. Er hún hætt að hugsa um
þjóðmálin? „Nei, að sjálfsögðu
hættir maður því ekki. Ég játa
hinsvegar að áreitið á mig hefur
minnkað. Ég væri alveg til í að
skella mér í hvað sem er ef ég
heyrði hljóminn. Tíminn að und-
anförnu hefur hinsvegar farið í
námið þannig að ég hef varla
horft á sjónvarp í tvö ár. En kom-
ið með góðan málstað og ég er
með,“ segir Helga og bætir við
hún væri þess vegna til í fram-
boð. „Það hefur reyndar enginn
skorað á mig í forsetaframboð,“
segir hún hlæjandi.
Meðal þess sem Helga hefur
barist gegn er klám. „Umræðan
um klám hefur aukist og því
fagna ég vel og innilega. Þessi
unga femínistahreyfing stendur
sig vel og á stuðning minn allan.
Rödd þessara stelpna er miklu
sterkari en okkar sem erum orðn-
ar miðaldra.“
Lífið er dásamlegt
Þó Helga Thorberg sé gagntekin
af jólunum og því sem þeim til-
heyrir er hún þeirrar skoðunar
að sumarið sé besti tími ársins.
„Sumarið er frábært, þá er svo
mikið líf alstaðar. Og lífið er svo
dásamlegt og það er svo gaman
að vera til,“ segir hún, en þessi
orð eru inntakið í boðsbréfi
hennar vegna garðveislunnar í
dag, þar á einmitt að fagna því
hvað lífið er dásamlegt og hvað
það er gaman að vera til, auk
þess að gleðjast yfir útskriftinni
og afmæli Blómálfsins.
Þó Helga hafi dráttarvélapróf
upp á vasann hyggst hún ekki
sýna hæfni sína í akstri slíks
tækis í veislunni, þrátt fyrir
mikla löngun vina hennar til að
sjá hvort hún virkilega kunni á
traktor. Heldur ætlar hún að
blanda geði og spjalla um heima
og geima.
Garðar Parísar skoðaðir
Og sumrinu ver Helga í búð-
inni sinni, utan hvað hún
skreppur til Parísar í ágústlok.
„Heldurðu að ég hafi ekki feng-
ið starf sem garðyrkjufræðing-
ur fyrir útskriftina,“ segir hún.
„Ég fer sem fararstjóri til París-
ar og sé borgina upp á nýtt með
því að skoða fallegu garðana
þar. Ég hef aðallega verið í Par-
ís á háum hælum en nú fer ég
þangað í góðum gönguskóm.
Reyndar á ég eftir að finna mér
garðyrkjufræðingsklæðnaðinn,
hann þarf helst að vera bleikur
og allar góðar ábendingar eru
vel þegnar.“
bjorn@frettabladid.is
Helga Thorberg hefur lengi verið áberandi í borgarlífinu í Reykjavík. Hún var í fararbroddi í kvennabaráttunni á sínum tíma og hefur látið
ýmis mál til sín taka um ævina. Undanfarin 11 ár hefur hún átt og rekið Blómálfinn í miðborginni og í dag útskrifast hún sem garðyrkju-
fræðingur úr Garðyrkjuskólanum.
Og lífið
er svo
dásamlegt og það er
svo gaman að vera til
,,
Nú gerum við enn betur
- fyrir þig og þína
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig
Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig.
Hringdu í AVIS í síma 591-4000
www.avis.is
Við
gerum
betur
Munið Visa afsláttinn
Verð erlendis háð breytingu á gengi.
A
vi
s
DANMÖRK
Frír tankur af bensíni.
Ekkert skilagjald
Miðað við 7 daga leigu A
vi
s
ÞÝSKALAND
Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi
(ef þú bókar flokk H Opel Astra
eða sambærilegan).
Miðað við 7 daga leigu
Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum
ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004
Opel Corsa kr. 2.140, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Spánn
Opel Corsa kr. 2.400, - á dag m.v. B flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Ítalía
Opel Corsa kr. 2.700, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.
H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004.Þýskaland
Opel Corsa kr. 3.600, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu
innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.
Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkum.Danmörk
AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is
1. júní
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
HELGA THORBERG Í BLÓMÁLFINUM
„Ég kom hér inn laugardaginn 29. maí 1993
á háum hælum og með bleikt naglalakk.“
Í snertingu við himnaríki