Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 68
52 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Anna og Skapsveiflurnar nefnistverk eftir Sjón og tónskáldið Julian Nott sem Brodsky-kvartett- inn flytur í Borgarleikhúsinu í dag. „Julian Nott er fyrst og fremst frægt kvikmyndatónskáld sem hef- ur meðal annars gert tónlist við þrjár óskarsverðlaunahreyfimynd- ir og skrifar fjöruga og fyndna músík,“ segir skáldið Sjón. „Ég kynntist Brodsky-kvartettnum þegar ég var að skrifa bók um gerð annarrar sólóplötu Bjarkar, Post,“ en klassíski strengjakvartettinn hefur unnið mikið með popptónlist- arfólki á borð við Björk, Elvis Costello, Paul McCartney og Sting. „Björk benti þeim á að ég væri rétti maðurinn til að skrifa skrýtna sögu fyrir börn þegar stóð til að kvartettinn færi tón- leikaferð um England með dag- skrá fyrir yngri áhorfendur. Úr því samstarfi varð verkið Anna og skapsveiflurnar, sem er saga og tónlist fyrir strengjakvartett og sögumann,“ segir Sjón, sem fer með hlutverk sögumannsins í dag. Verkið hefur einnig fætt af sér gerð teiknimyndar á vegum fyrir- tækisins Kaos. „Teiknimyndin er á góðu róli og nú er fólk sem talar inn á myndina að tínast til lands- ins,“ en þeir sem lesa inn á teikni- myndina eru meðal annars Björk, Damon Albarn og Terry Jones úr Monthy Python. Sjón segir að í dag verði boðið upp á sannkallaða menningar- veislu í Borgarleikhúsinu. „Skóla- kór Kássnes syngur brot úr verk- inu Dimmalimm eftir Atla Heimi og Ásgerður Júníusdóttur syngur fimm íslensk, ensk og írsk sönglög þar af lag eftir Ragnhildi Gísla- dóttur sem er sérstaklega útsett fyrir kvartettinn. Einnig verður haldin sýning á myndlistarverk- um grunnskólabarna í anddyri Borgarleikhússins,“ en tónleikarn- ir hefjast klukkan fjögur. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ Brodsky, Sjón og Björk HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Laugardagur MAÍ ■ LISTSÝNING 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. MENNINGARVEISLA Brodsky-kvartettinn verður með barnvæna dagskrá í Borgarleikhúsinu í dag í samstarfi við listamenn af ýmsum kynslóðum FÓLK Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Steinunn Þórarinsdóttir ásamt styttu sinni. Sýning á verkum Steinunnar verður opnuð í dag í Hallgrímskirkju og á torginu fyrir framan kirkjuna. Sýning steinunnar heitir Staðir og fjallar um vegferð mannsins í lífinu. Hún segist hafa unnið verkið sérstaklega fyrir þessa staðsetningu, meðvituð um samhengið í kirkjunni og á þessu fallega torgi. ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir japönsku kvikmyndina Ugetsu monogatari frá 1953 eftir Kenji Mizo- guchi. Sýningin verður í sýningarsal safnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn- arfirði. Myndin er með sænskum texta. Miðasala opnar hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 krónur. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Guðrún Pálina Guðmunds- dóttir opnar myndlistarsýninguna Svipir í ASHgallery í Varmahlíð.  15.00 Belgíski listamaðurinn Bart Stolle, sem dvelur um þessar mundir í Klaustrinu á Skriðuklaustri, opnar sýn- ingu á vídeóverkum í gallerí Klaustri.  15.00 Fyrri hluti alþjóðlegu mynd- listarsýningarinnar Fantasy Island verð- ur opnaður á Skriðuklaustri.  17.00 Birgir Rafn Friðriksson list- málari opnar einkasýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a. Sýningin, sem sam- anstendur af 8 olíumálverkum, ber heit- ið “Landsbyggðarblús í borgarljósum” og fjallar hún um borgarupplifun fólks sem flytur utan af landi til Reykjavíkur.  17.00 Opnun myndlistarsýningar Steinunnar Þórarinsdóttur verður á Hallgrímstorgi og í Hallgrímskirkju. Við opnunina mun Þóra Kristjánsdóttir list- fræðingur tala fyrir hönd Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi Listvinafélagsins mun leika á klukkur kirkjunnar.  Jón Ingi Sigurmundsson opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í veitingahús- inu Kaffi Lísa á Hjalteyri. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Gunnar Þorgeirsson óbó- leikari, Pawel Panasiuk sellóleikari og Agnieszka Panasiuk píanóleikari flytja tónlist eftir Benjamin Britten, Cesar Franck, og brasilísku tónskáldin João Guilherme Ripper og José Vieira Brandão í Fella- og Hólakirkju.  23.00 Blúsbyltan rokkar á Grand Rokk.  23.00 Hljómsveitin Byltan spilar á Grand Rokk ásamt hljómsveitinni Zaab. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Dr. Jean Illsley Clarke er fyr- irlesari á námskeiðinu Hvernig segja á “Nei” við látlausu “Ég vil fá”, sem haldið verður í Háskólabíói. Námskeiðið er fyrir alla foreldra, verðandi sem núverandi, ömmur jafnt sem afa og fagfólk sem vinnur með börn og foreldra.  14.00 Íslensk kvikmyndatónlist - þá og nú, tónlist úr íslenskum kvik- myndum með KaSa-hópnum í Háskóla- bíói.  15.00 Fantasy Island, foropnun stórrar alþjóðlegrar myndlistarsýningar í Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri.  16.00 Brodsky-strengjakvartett- inn, Sjón, Skólakór Kársness og fleiri á fjölbreyttri tónlistardagskrá í Borgarleik- húsinu.  17.00 Tónlistatorg í Kringlunni. Hundur í óskilum leikur en hana skipa Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephen- sen.  21.00 Írland-Ísland, risavaxinn tónlistarviðburður með færustu tónlist- armönnum Íslands og Írlands í Laugar- dalshöll.  21.00 Klezmer Nova, franskur gyðingadjass, í Félagsheimilinu Herðu- breið, Seyðisfirði. ■ LISTAHÁTÍÐ Á MORGUN  21.00 Susana Baca, söngkona frá Perú, ásamt hljómsveit á Broadway. Fyrri tónleikar.  21.30 Klezmer Nova frá París í Sjallanum á Akureyri. ■ LISTAHÁTÍÐ Á MÁNUDAG  21.00 Susana Baca frá Perú held- ur lokatónleika Listahátíðar í Reykjavík 2004 á Broadway. Seinni tónleikar. ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.