Fréttablaðið - 29.05.2004, Síða 68

Fréttablaðið - 29.05.2004, Síða 68
52 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Anna og Skapsveiflurnar nefnistverk eftir Sjón og tónskáldið Julian Nott sem Brodsky-kvartett- inn flytur í Borgarleikhúsinu í dag. „Julian Nott er fyrst og fremst frægt kvikmyndatónskáld sem hef- ur meðal annars gert tónlist við þrjár óskarsverðlaunahreyfimynd- ir og skrifar fjöruga og fyndna músík,“ segir skáldið Sjón. „Ég kynntist Brodsky-kvartettnum þegar ég var að skrifa bók um gerð annarrar sólóplötu Bjarkar, Post,“ en klassíski strengjakvartettinn hefur unnið mikið með popptónlist- arfólki á borð við Björk, Elvis Costello, Paul McCartney og Sting. „Björk benti þeim á að ég væri rétti maðurinn til að skrifa skrýtna sögu fyrir börn þegar stóð til að kvartettinn færi tón- leikaferð um England með dag- skrá fyrir yngri áhorfendur. Úr því samstarfi varð verkið Anna og skapsveiflurnar, sem er saga og tónlist fyrir strengjakvartett og sögumann,“ segir Sjón, sem fer með hlutverk sögumannsins í dag. Verkið hefur einnig fætt af sér gerð teiknimyndar á vegum fyrir- tækisins Kaos. „Teiknimyndin er á góðu róli og nú er fólk sem talar inn á myndina að tínast til lands- ins,“ en þeir sem lesa inn á teikni- myndina eru meðal annars Björk, Damon Albarn og Terry Jones úr Monthy Python. Sjón segir að í dag verði boðið upp á sannkallaða menningar- veislu í Borgarleikhúsinu. „Skóla- kór Kássnes syngur brot úr verk- inu Dimmalimm eftir Atla Heimi og Ásgerður Júníusdóttur syngur fimm íslensk, ensk og írsk sönglög þar af lag eftir Ragnhildi Gísla- dóttur sem er sérstaklega útsett fyrir kvartettinn. Einnig verður haldin sýning á myndlistarverk- um grunnskólabarna í anddyri Borgarleikhússins,“ en tónleikarn- ir hefjast klukkan fjögur. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ Brodsky, Sjón og Björk HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 31 1 Laugardagur MAÍ ■ LISTSÝNING 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. MENNINGARVEISLA Brodsky-kvartettinn verður með barnvæna dagskrá í Borgarleikhúsinu í dag í samstarfi við listamenn af ýmsum kynslóðum FÓLK Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Steinunn Þórarinsdóttir ásamt styttu sinni. Sýning á verkum Steinunnar verður opnuð í dag í Hallgrímskirkju og á torginu fyrir framan kirkjuna. Sýning steinunnar heitir Staðir og fjallar um vegferð mannsins í lífinu. Hún segist hafa unnið verkið sérstaklega fyrir þessa staðsetningu, meðvituð um samhengið í kirkjunni og á þessu fallega torgi. ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir japönsku kvikmyndina Ugetsu monogatari frá 1953 eftir Kenji Mizo- guchi. Sýningin verður í sýningarsal safnsins í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafn- arfirði. Myndin er með sænskum texta. Miðasala opnar hálftíma fyrir sýningu og miðaverð er 500 krónur. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Guðrún Pálina Guðmunds- dóttir opnar myndlistarsýninguna Svipir í ASHgallery í Varmahlíð.  15.00 Belgíski listamaðurinn Bart Stolle, sem dvelur um þessar mundir í Klaustrinu á Skriðuklaustri, opnar sýn- ingu á vídeóverkum í gallerí Klaustri.  15.00 Fyrri hluti alþjóðlegu mynd- listarsýningarinnar Fantasy Island verð- ur opnaður á Skriðuklaustri.  17.00 Birgir Rafn Friðriksson list- málari opnar einkasýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a. Sýningin, sem sam- anstendur af 8 olíumálverkum, ber heit- ið “Landsbyggðarblús í borgarljósum” og fjallar hún um borgarupplifun fólks sem flytur utan af landi til Reykjavíkur.  17.00 Opnun myndlistarsýningar Steinunnar Þórarinsdóttur verður á Hallgrímstorgi og í Hallgrímskirkju. Við opnunina mun Þóra Kristjánsdóttir list- fræðingur tala fyrir hönd Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi Listvinafélagsins mun leika á klukkur kirkjunnar.  Jón Ingi Sigurmundsson opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í veitingahús- inu Kaffi Lísa á Hjalteyri. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Gunnar Þorgeirsson óbó- leikari, Pawel Panasiuk sellóleikari og Agnieszka Panasiuk píanóleikari flytja tónlist eftir Benjamin Britten, Cesar Franck, og brasilísku tónskáldin João Guilherme Ripper og José Vieira Brandão í Fella- og Hólakirkju.  23.00 Blúsbyltan rokkar á Grand Rokk.  23.00 Hljómsveitin Byltan spilar á Grand Rokk ásamt hljómsveitinni Zaab. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.00 Dr. Jean Illsley Clarke er fyr- irlesari á námskeiðinu Hvernig segja á “Nei” við látlausu “Ég vil fá”, sem haldið verður í Háskólabíói. Námskeiðið er fyrir alla foreldra, verðandi sem núverandi, ömmur jafnt sem afa og fagfólk sem vinnur með börn og foreldra.  14.00 Íslensk kvikmyndatónlist - þá og nú, tónlist úr íslenskum kvik- myndum með KaSa-hópnum í Háskóla- bíói.  15.00 Fantasy Island, foropnun stórrar alþjóðlegrar myndlistarsýningar í Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri.  16.00 Brodsky-strengjakvartett- inn, Sjón, Skólakór Kársness og fleiri á fjölbreyttri tónlistardagskrá í Borgarleik- húsinu.  17.00 Tónlistatorg í Kringlunni. Hundur í óskilum leikur en hana skipa Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephen- sen.  21.00 Írland-Ísland, risavaxinn tónlistarviðburður með færustu tónlist- armönnum Íslands og Írlands í Laugar- dalshöll.  21.00 Klezmer Nova, franskur gyðingadjass, í Félagsheimilinu Herðu- breið, Seyðisfirði. ■ LISTAHÁTÍÐ Á MORGUN  21.00 Susana Baca, söngkona frá Perú, ásamt hljómsveit á Broadway. Fyrri tónleikar.  21.30 Klezmer Nova frá París í Sjallanum á Akureyri. ■ LISTAHÁTÍÐ Á MÁNUDAG  21.00 Susana Baca frá Perú held- ur lokatónleika Listahátíðar í Reykjavík 2004 á Broadway. Seinni tónleikar. ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.