Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 62
46 29. maí 2004 LAUGARDAGUR DAVENPORT ÁFRAM Bandaríska stúlkan Lindsay Davenport vann löndu sína Marissa Irvin 6-1 og 6-4 í 3. umferð Opna franska meistaramótsins. TENNIS Íslenska kvennalandsliðið leikur við Ungverja ytra í dag: Óbreytt byrjunarlið hjá Helenu FÓTBOLTI Íslendingar leika við Ungverja í dag í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu. Leikið verður í Ung- verjalandi. Byrjunarlið Íslands verður það sama og gegn Englendingum fyrir tveim vikum en þá stillti Helena upp í leikkerfið 4-5-1. Markvörður verður Þóra B. Helgadóttir og varnarmenn verða Íris Andrésdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Erla Hendriksdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Á miðjunni leika Edda Garðarsdótt- ir, Erna B. Sigurðardóttir, Hólm- fríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir og Olga Færseth verð- ur í sókninni. Frakkar eru efstir í riðlinum með fimmtán stig úr fimm leikj- um en Íslendingar eru í öðru sæti með tíu stig. Rússar hafa átta stig, Ungverjar fjögur og Pólverjar tvö. Íslendingar leika við Frakka í næstu viku og Rússa í ágúst og verða báðir leikirnir á Laugar- dalsvelli. Efsta lið riðilsins kemst í loka- keppnina sem fram fer á Englandi á næsta ári en liðið sem lendir í öðru sæti tekur þátt í umspili sex þjóða um sæti í lokakeppninni. Þriðja sætið gæti einnig gefið sæti í umspilinu. ■ Sýningarleikur í skvassi: Power mætir Price SKVASS Í dag efnir Skvassfélag Reykjavíkur til sýningarleiks milli tveggja af fremstu skvass- spilurum heims, sannkallaður hvalreki á fjörur skvassáhuga- manna. Kanadamaðurinn Jonathon Power leikur við Ástralann Paul Price í Veggsporti og hefst viður- eignin um klukkan 17. Power hef- ur verið kallaður „John McEnroe skvassins“ enda þykir hann ákaf- ur og litríkur keppnismaður. Hann hefur unnið alla titla sem atvinnumaður í skvassi getur unn- ið og er um þessar mundir í sjötta sæti á heimslistanum í skvassi. ■ KOBE BRYANT Lék stórkostlega í þriðja leikhluta. Lætur erfið mál utan vallar ekki hafa áhrif á leik sinn. Góð staða LA Lakers: Einum sigri frá úrslitum KÖRFUBOLTI Stórleikur Kobe Bryant í þriðja leikhluta gerði gæfumuninn fyrir Los Angeles Lakers í fjórða leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslit- um Vesturdeildar NBA-körfubolt- ans. Bryant skoraði 18 stig í leik- hlutanum og forskot Lakers eftir hann varð fimmtán stig, 75-60. Það var of stór biti fyrir Minnesota að kyngja og nú þarf Lakers aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig í lokaúrslitin. Lokatölur leiksins urðu 92-85 en í hálfleik var Lakers með fimm stiga forskot, 45-40. Bryant skoraði alls 31 stig og hirti átta fráköst í leiknum og víst er að þetta nauðgunarmál er ekki að þvælast fyrir honum inni á vellinum. Flip Saunders, þjálfari Minnesota, tók ofan fyrir Bryant eftir leik: „Hann er einfaldlega einn af þessum leikmönnum sem þurfa ekki nema eina eða tvær körfur til að komast á rosalegt skrið.“ Næstur á blaði hjá Lakers var Shaquille O’Neal en hann skoraði 19 stig og reif niður 19 fráköst auk þess að að verja þrjú skot. „Ég fæ ekki lengur þau 20-25 skot í leik sem ég var vanur að fá hér áður fyrr en þess í stað reyni ég að láta að meira að mér kveða í öðrum þáttum,“ sagði O’Neal eftir leik. Hjá Minnesota var Kevin Garnett að venju bestur og í raun var hann algjör yfirburðamaður. Hann skoraði 28 stig, tók 13 frá- köst og gaf níu stoðsendingar. Wally Szczerbiak kom næstur með 19 stig. Það háir Minnesota mjög að bakvörðurinn frábæri Sam Cassell getur lítið sem ekkert beitt sér vegna bakmeiðsla. ■ KB BANKA GOLFMÓTI‹ Við byrjum núna! Komið og sjáið bestu kylfinga landsins keppa. Við hvetjum áhugafólk um golfíþróttina til að fylgjast með strax frá byrjun á laugardag en draga fer til tíðinda á milli efstu manna á mótinu eftir hádegi á sunnudag. Sjáumst í góðum golfgír Fyrsta keppnin í Toyota-mótaröðinni í golfi verður háð á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpu á laugardag og sunnudag. Keppnin hefst kl. 8 báða dagana. Leiknar verða 18 holur sinn hvorn daginn. Golfklúbbur Reykjavíkur, Korpa, 36 holur 29.-30. maí. TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 86 2 0 5/ 20 04 MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið þeg- ar Íslendingar unnu Ungverja 4-1 í fyrra.            ! "!  #!$%&' '(              ) *  + *         !      #   $%& "   ,( & *((*(-'(!. ///!$%&' '(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.