Fréttablaðið - 29.05.2004, Page 62

Fréttablaðið - 29.05.2004, Page 62
46 29. maí 2004 LAUGARDAGUR DAVENPORT ÁFRAM Bandaríska stúlkan Lindsay Davenport vann löndu sína Marissa Irvin 6-1 og 6-4 í 3. umferð Opna franska meistaramótsins. TENNIS Íslenska kvennalandsliðið leikur við Ungverja ytra í dag: Óbreytt byrjunarlið hjá Helenu FÓTBOLTI Íslendingar leika við Ungverja í dag í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu. Leikið verður í Ung- verjalandi. Byrjunarlið Íslands verður það sama og gegn Englendingum fyrir tveim vikum en þá stillti Helena upp í leikkerfið 4-5-1. Markvörður verður Þóra B. Helgadóttir og varnarmenn verða Íris Andrésdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Erla Hendriksdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Á miðjunni leika Edda Garðarsdótt- ir, Erna B. Sigurðardóttir, Hólm- fríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir og Olga Færseth verð- ur í sókninni. Frakkar eru efstir í riðlinum með fimmtán stig úr fimm leikj- um en Íslendingar eru í öðru sæti með tíu stig. Rússar hafa átta stig, Ungverjar fjögur og Pólverjar tvö. Íslendingar leika við Frakka í næstu viku og Rússa í ágúst og verða báðir leikirnir á Laugar- dalsvelli. Efsta lið riðilsins kemst í loka- keppnina sem fram fer á Englandi á næsta ári en liðið sem lendir í öðru sæti tekur þátt í umspili sex þjóða um sæti í lokakeppninni. Þriðja sætið gæti einnig gefið sæti í umspilinu. ■ Sýningarleikur í skvassi: Power mætir Price SKVASS Í dag efnir Skvassfélag Reykjavíkur til sýningarleiks milli tveggja af fremstu skvass- spilurum heims, sannkallaður hvalreki á fjörur skvassáhuga- manna. Kanadamaðurinn Jonathon Power leikur við Ástralann Paul Price í Veggsporti og hefst viður- eignin um klukkan 17. Power hef- ur verið kallaður „John McEnroe skvassins“ enda þykir hann ákaf- ur og litríkur keppnismaður. Hann hefur unnið alla titla sem atvinnumaður í skvassi getur unn- ið og er um þessar mundir í sjötta sæti á heimslistanum í skvassi. ■ KOBE BRYANT Lék stórkostlega í þriðja leikhluta. Lætur erfið mál utan vallar ekki hafa áhrif á leik sinn. Góð staða LA Lakers: Einum sigri frá úrslitum KÖRFUBOLTI Stórleikur Kobe Bryant í þriðja leikhluta gerði gæfumuninn fyrir Los Angeles Lakers í fjórða leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslit- um Vesturdeildar NBA-körfubolt- ans. Bryant skoraði 18 stig í leik- hlutanum og forskot Lakers eftir hann varð fimmtán stig, 75-60. Það var of stór biti fyrir Minnesota að kyngja og nú þarf Lakers aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sig í lokaúrslitin. Lokatölur leiksins urðu 92-85 en í hálfleik var Lakers með fimm stiga forskot, 45-40. Bryant skoraði alls 31 stig og hirti átta fráköst í leiknum og víst er að þetta nauðgunarmál er ekki að þvælast fyrir honum inni á vellinum. Flip Saunders, þjálfari Minnesota, tók ofan fyrir Bryant eftir leik: „Hann er einfaldlega einn af þessum leikmönnum sem þurfa ekki nema eina eða tvær körfur til að komast á rosalegt skrið.“ Næstur á blaði hjá Lakers var Shaquille O’Neal en hann skoraði 19 stig og reif niður 19 fráköst auk þess að að verja þrjú skot. „Ég fæ ekki lengur þau 20-25 skot í leik sem ég var vanur að fá hér áður fyrr en þess í stað reyni ég að láta að meira að mér kveða í öðrum þáttum,“ sagði O’Neal eftir leik. Hjá Minnesota var Kevin Garnett að venju bestur og í raun var hann algjör yfirburðamaður. Hann skoraði 28 stig, tók 13 frá- köst og gaf níu stoðsendingar. Wally Szczerbiak kom næstur með 19 stig. Það háir Minnesota mjög að bakvörðurinn frábæri Sam Cassell getur lítið sem ekkert beitt sér vegna bakmeiðsla. ■ KB BANKA GOLFMÓTI‹ Við byrjum núna! Komið og sjáið bestu kylfinga landsins keppa. Við hvetjum áhugafólk um golfíþróttina til að fylgjast með strax frá byrjun á laugardag en draga fer til tíðinda á milli efstu manna á mótinu eftir hádegi á sunnudag. Sjáumst í góðum golfgír Fyrsta keppnin í Toyota-mótaröðinni í golfi verður háð á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpu á laugardag og sunnudag. Keppnin hefst kl. 8 báða dagana. Leiknar verða 18 holur sinn hvorn daginn. Golfklúbbur Reykjavíkur, Korpa, 36 holur 29.-30. maí. TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ TOYOTA MÓTARÖÐIN KB BANKA GOLFMÓTIÐ ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 86 2 0 5/ 20 04 MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið þeg- ar Íslendingar unnu Ungverja 4-1 í fyrra.            ! "!  #!$%&' '(              ) *  + *         !      #   $%& "   ,( & *((*(-'(!. ///!$%&' '(

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.