Fréttablaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 70
54 29. maí 2004 LAUGARDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
27 28 29 30 31 1 2
Sunnudagur
MAÍ
■ TÓNLEIKAR
Vortónleikar Mótettukórs Hall-grímskirkju eru jafn óbrigðull
vorboði og lóan og lömbin. Að þessu
sinni eru tónleikarnir eins konar
upptaktur að Frakklandsferð sem
farin verður í júní, en kórinn mun
m.a. syngja við messu í Notre Dame
í París og halda tónleika í dómkirkj-
unni í Chartres.
Í tilefni af Frakklandsferðinni
syngur kórinn meðal annars tónlist
eftir Fransmennina Olivier Messi-
aen og Maurice Duruflé og íslenskar
perlur, m.a. eftir Báru Grímsdóttur
og Hjálmar H. Ragnarsson. ■
Á leið til Notre Dame
HÖRÐUR ÁSKELSSON
Vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju
verða klukkan fimm á mánudag,
annan í hvítasunnu.
Þetta verður algjör fiðluveisla,“segir Antonia Hevesi píanóleik-
ari um tónleika sem verða í Hafnar-
borg í Hafnarfirði í kvöld.
Þar verða á ferð tveir fiðluleik-
arar, annar ungverskur og hinn ís-
lenskur, ásamt Antoníu sem spilar
með þeim á píanóið. Szigmond
Lazár heitir sá ungverski, en Hjör-
leifur Valsson sá íslenski.
„Szigmond er sérfræðingur í
klezmer og rúmönskum þjóðlögum,
þannig að þetta verður ákaflega
mikið austurevrópskt,“ segir Hjör-
leifur. „En svo bætum við inn í
nokkrum klassískum perlum eins
og Brahms, Smetana og Paganini.“
Einnig verða íslensk þjóðlög spil-
uð, og svo taka þeir fiðluleikararnir
ungverskt þjóðlag sem heitir Læ-
virkinn þar sem þeir skiptast á um
að sýna snilli sína með bogann. ■
ANTONIA OG FIÐLULEIKARARNIR
Þau ætla að spila fjöruga þjóðalagatónlist með meiru.
■ TÓNLEIKAR
Algjör
fiðluveisla
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
■ ■ KVIKMYNDIR
18.00 Kvikmyndaklúbbur Alliance
française-Filmundur sýnir í Háskólabíói
kvikmyndina Belle de jour eftir Luis
Bunuel frá árinu 1967.
■ ■ TÓNLEIKAR
21.00 Hljómsveit Ómars Guðjóns-
sonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum
Múlanum á Hótel Borg. Hljómsveit
Ómars er skipuð þeim Helga Svavari
Helgasyni á trommur, Jóhanni Ás-
mundssyni á bassa og Óskari Guð-
jónssyni á saxófón.
■ ■ SKEMMTANIR
23.59 DJ Páll Óskar gerir allt vit-
laust með sinni sérstöku blöndu af
klassískri partítónlist í félagsheimilinu
Logalandi.
Dj Stoner og Dj Vikingur á Glaumb-
ar. alla helgina.
Hljómsveitin Dans á rósum
skemmtir í Vélsmiðjunni á Akureyri.
Atli skemmtanalögga á Hressó.
Hljómsveitin Spútnik spilar í Lund-
anum, Vestmannaeyjum.
Honky Tonk, öðru nafni Andri á X-
inu, sér um tónlistina á 22 í kvöld.
Spilafíklarnir verða á neðri hæðinni
og 3-Some á efri hæðinni á Celtic Cross
eftir miðnætti.
Skítamórall skemmtir Vestfirðingum á
Suðureyri og kynnir prógramm sumarsins.
Gullfoss og Geysir í Leikhúskjallaranum.
Búðarbandið verður á Caffé Kúlture.
■ ■ SÝNINGAR
14.00 Í Skipholti 33b, sem er bak-
hús við gamla Tónabíó, eru vinnustofur
sjö myndlistarmanna og eins fatahönn-
uðar, þau eru Hrund Jóhannesdóttir,
Þórunn I. Gísladóttir, Sandra M. Sig-
urðard., Heiðar Þ. Rúnarsson, Karen
Ósk Sigurðardóttir, Hermann Karlsson,
Margrét M. Norðdahl og Ásta GUð-
mundsdóttir. Alla sunnudaga í sumar
verður opið hús á vinnustofunum frá kl.
14-16. Þá gefst kostur á að skoða vinnu-
stofur og verk listamannana en einnig
verður breytileg sýning í hluta rýmisins.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 31 1 2 3
Mánudagur
MAÍ
■ ■ KVIKMYNDIR
20.00 Kvikmyndaklúbbur Alliance
française-Filmundur sýnir í Háskólabíói
kvikmyndina Belle de jour eftir Luis
Bunuel frá árinu 1967 með Catherine
Deneuve í aðalhlutverki.
■ ■ TÓNLEIKAR
14.00 Á tónleikum í Egilsstaða-
kirkju koma fram Bára Sigurjónsdóttir,
Daníel Friðjónsson, Erla Dóra Vogler,
Páll Ivan Pálsson, Sóley Þrastardóttir,
Unnar Geir Unnarsson, Þórunn Gréta
Sigurðardóttir og fleiri.
17.00 Vortónleikar Mótettukórsins
verða í Hallgrímskirkju. Kórinn syngur verk eftir
Johann Sebastian Bach, Oliver Messiaen,
Maurice Duruflé, Frank Martin, Trond Kverno,
Knut Nystedt og íslensku tónskáldin Báru
Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórn-
andi kórsins er Hörður Áskelsson kantor.