Fréttablaðið - 03.06.2004, Side 12
12 3. júní 2004 FIMMTUDAGUR
ÓLYMPÍUELDURINN
Haldið var af stað í heimsferð með Ólymp-
íueldinn frá Aþenu í gær en þá flaug flug-
vél á vegum hins íslenska flugfélags Atl-
anta frá Grikklandi til Sidney í Ástralíu.
Ráðgert er að heimsækja 26 önnur ríki
með þessum hætti áður en leikarnir hefj-
ast í ágúst.
Fiskibátur sökk úti fyrir Vestfjörðum:
Manni bjargað úr
björgunarbát
SKIPSSKAÐI Mannbjörg varð þegar
fiskibátur sökk vestur af Látra-
bjargi í gærmorgun. Einn maður
var um borð og var honum bjarg-
að úr björgunarbáti um borð í
fiskibátinn Ríkeyju. Þyrla Land-
helgisgæslunnar sem hafði verið
kölluð út fór því ekki á staðinn.
Gervihnettir og flugvélar sem
leið áttu hjá námu neyðarboð frá
bátnum laust eftir klukkan hálf-
átta í gærmorgun. Þá datt bátur-
inn út úr sjálfvirkri tilkynningar-
skyldu Tilkynningarskyldunnar.
Því var haft samband við báta
sem í nágrenninu voru og lögðu
tveir þeirra þegar af stað á vett-
vang
Að sögn Garðars Guðjónsson-
ar, skipstjóra á Ríkeyju, var skip-
ið á leið á miðin þegar haft var
samband við hann vegna báts sem
væri saknað. „Þannig að ég keyrði
bara eins og báturinn dró á stað-
inn. Þegar ég kom þangað var lág-
skýjað og suddi,“ segir Garðar.
„Ég leit í kringum mig og sá þá
rautt neyðarblys og keyrði þegar
að því. Þar fann ég manninn í
björgunarbát en báturinn var
sokkinn.“
Að sögn Garðars var maðurinn
nokkuð blautur og talsvert brugð-
ið en að öðru leyti heilbrigður.
Maðurinn hafði verið í björgunar-
bátnum í um tvo klukkutíma eftir
að bát hans hvolfdi. ■
Segist einn bera ábyrgð
á fjárdrættinum
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, játar alla sök í Landssímamálinu.
Hann segir hin sem ákærð eru í málinu ekki hafa vitað að peningarnir frá Landssímanum
væru fengnir án leyfis.
DÓMSMÁL Sveinbjörn Kristjánsson,
fyrrum aðalféhirðir Landssímans,
játar á sig alla sök í Landssímamál-
inu. Hann segir hin sem ákærð eru í
málinu ekki hafa vitað að hann hafi
tekið fé frá Landssímanum án leyf-
is.
Sveinbjörn dró sér samtals rúm-
lega 261 milljón króna, frá því í maí
árið 1999 og til ársloka 2003. Það er
á þeim tíma sem hann starfaði hjá
fyrirtækinu. Árni Þór Vigfússon,
Kristján Ragnar Kristjánsson og
Ragnar Orri Benediktsson eru allir
ákærðir fyrir hylmingu og peninga-
þvætti; Árni Þór og Kristján Ragnar
á alls um 138 milljónum króna en
Ragnar Orri á um 32 milljónum
króna. Þá er kona á þrítugsaldri
ákærð fyrir peningaþvætti á þrem-
ur milljónum.
Engar skuldaviðurkenningar
Þeim Sveinbirni, Kristjáni Ragn-
ari og Árna Þór ber saman um að
þeir þrír hafi hist á fundi vorið
1999. Þá hafi Kristján Ragnar verið
nýhættur í framhaldsnámi í Banda-
ríkjunum. Hann hafi komið heim
eftir að Árni Þór hafði samband við
hann og kynnt honum hugmynd sína
um Íslenska sjónvarpsfélagið. Þeir
félagar höfðu heyrt þess getið að
Landssíminn stundaði lánastarf-
semi. Þeir höfðu því samband við
Sveinbjörn, sem er bróðir Kristjáns
Ragnars, og var á þeim tíma aðalfé-
hirðir Landssímans. Þeir báðu
Sveinbjörn um að athuga hvort þeir
gætu fengið fyrirgreiðslu hjá
Landssímanum til að láta hugmynd-
ina um Íslenska sjónvarpsfélagið
verða að veruleika. Skömmu síðar
kom jákvætt svar frá Sveinbirni og
féð tók að streyma til Íslenska sjón-
varpsfélagsins og Alvöru lífsins.
Auka átti hlutafé Íslenska sjón-
varpsfélagsins á stuttum tíma og
greiða lánveitingu símans til baka
þegar það hefði tekist. Hvorki hafi
verið rætt um skuldaviðurkenning-
ar né gjalddaga.
Sveinbjörn segir að aðeins hafi
verið ætlunin að lána féð en fyrir
ársuppgjör í mars 2000 hafi honum
verið ljóst að þeir Árni Þór og Krist-
ján Ragnar hefðu ekki tök á að
greiða féð á réttum tíma. Hann hafi
því tekið til þess ráðs að hylma yfir
þessar leyfislausu lánveitingar með
því að breyta bókhaldi fyrirtækis-
ins.
Taldi sig fá hluta launanna
svart
Ragnar Orri er sakaður um pen-
ingaþvætti og hylmingu á 32 millj-
ónum sem hann notaði í eigin þágu
og í rekstur veitingahússins Priks-
ins. Mest fór þó til einkahlutafélaga
Árna Þórs og Kristjáns Ragnars. Í
ellefu mánuði frá árinu 2001 til 2002
fékk Ragnar Orri greiddar mánað-
arlega 300 þúsund krónur inn á sinn
reikning. Hann segir ástæður
greiðslanna hafi verið að hann hafi
átt að fá greitt um 1200 krónur á
tímann fyrir vinnu sína á Prikinu og
Thorvaldsen. Að hluta til hefði hann
átt að fá greitt svart fyrir vinnu
sína. Eftir nokkrar mánaðarlegar
greiðslur hafi hann í heimabanka
sínum orðið þess var að Landssím-
inn hefði greitt laun hans. Hann hafi
ályktað að fyrirtæki í eigu Krist-
jáns Ragnars, Sveinbjörns og Árna
Þórs sem áttu í viðskiptum í Laos
gengi vel og Landssíminn sæi um
lánveitingar til þeirra. Sveinbjörn
segist hafa skýrt fyrir Ragnari Orra
að þau laun sem hann fengi greidd
væru hluti af launum sínum sem að-
alféhirðis.
Átti að auka veltu á eigin
reikningi
Kona á þrítugsaldri sem ákærð
er fyrir peningaþvætti á 30 milljón-
um króna segir Sveinbjörn hafa
verið yfirmann sinn á þeim tíma
sem hún framseldi tvær ávísanir
frá Landssímanum. Hún hafi verið
starfsmaður á veitingastaðnum
Prikinu. Sveinbjörn hafi einnig ver-
ið að hjálpa til við að koma fjármál-
um hennar á réttan kjöl, þau hafi
verið vinir um nokkurt skeið. Hún
segir Sveinbjörn hafa látið sig í tvö
skipti hafa ávísanir til að greiða
reikninga fyrir framkvæmdir á
Prikinu og húsaleigu rekstursins.
Þá hafi hann ráðlagt henni að leggja
peningana fyrst inn á sinn reikning
til að sýna aukna veltu. Sögum
hennar og Sveinbjörns ber saman
hvað þetta varðar.
Vildu greiða Landssímanum
til baka
Kristján Ragnar og Árni Þór
segja að þeim hafi fyrst verið ljóst
um fjárdráttinn í maí í fyrra. Það
hafi komið til eftir að fyrirtæki í
þeirra eigu hefðu lent í skattrann-
sókn og Kristján hafi hringt í Svein-
björn. Þá hafi Sveinbjörn tjáð þeim
að lánveitingarnar frá Landssíman-
um hafi verið framkvæmdar í leyf-
isleysi. Báðir segjast Kristján og
Árni hafa haft samband við lög-
fræðing til að koma á fundi með
stjórnendum Landssímans. Á fund-
inum hafi þeir boðist til að greiða
Landssímanum hluta af skuldinni
með hluta sínum í Íslenska sjón-
varpsfélaginu. Ragnar Orri segist
hafa verið staddur í útlöndum þegar
hann hafi fengið símtal frá föður
sínum sem tjáði honum að frændur
hans þeir Kristján og Sveinbjörn
sætu í gæsluvarðhaldi. Í framhaldi
af því hafi hann sjálfur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald þar sem
honum varð ljóst hvernig væri í
pottinn búið. ■
Danskir bruggarar í verkfall:
Hillur
tæmast
af bjór
ÖLGERÐ Tæplega 250 starfsmenn
stærstu bruggverksmiðju Carls-
berg í Danmörku halda áfram
verkfalli sínu en nú er vika síð-
an það hófst. Hafa afleiðingarn-
ar ekki staðið á sér og kvarta
margir Danir, sem lengi hafa dá-
samað bjórinn, yfir að fá ekki
lengur Carlsberg eða Tuborg í
verslunum enda er orðið erfitt
að finna slíkt í alfaraleið. Ís-
lenskir aðdáendur þurfa ekki að
óttast strax enda nógar birgðir í
íslenskum vöruhúsum. ■
■ Evrópa
■ Ameríka
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra varðandi hvalveiðar:
Ánægja víða erlendis
HVALVEIÐAR Dýraverndunarsamtök
víða um heim hafa fagnað ákvörð-
un Árna M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, að leyfa einungis
veiðar á 25 hrefnum í sumar en
það er umtalsvert minna en vís-
indaáætlun Hafrannsóknarstofn-
unar gerði ráð fyrir. Hefur sjáv-
arútvegsráðherra látið hafa eftir
sér að ein ástæða ákvörðunar
sinnar sé alþjóðlegur þrýstingur
og telja Grænfriðungar um tals-
verðan sigur að ræða.
„Þetta er eins nálægt sigri í
þessu máli og hugsast getur,“ seg-
ir Frode Pleym, talsmaður Græn-
friðunga, en samtökin hófu í vetur
herferð gegn hvalveiðum Íslend-
inga í nokkrum löndum. Hafa þeir
safnað undirskriftum rúmlega 50
þúsund félagsmanna sinna sem
lýsa yfir áhuga á að heimsækja
landið hætti stjórnvöld alfarið
hvalveiðum hér við land. ■
OPEC eykur olíuframleiðslu:
Lítil hætta
LÍBANON, AP Olíuráðherra Sádi-Arab-
íu segir olíufyrirtæki í landinu óhullt
fyrir frekari hryðjuverkum. Olíuverð
er í hámarki eftir hryðuverkin þar
um síðustu helgi. OPEC-ríkin ellefu
þurfa að lyfta grettistaki til að hafa
áhrif á olíuverð. Ríkin eru við það að
fullnýta framleiðslugetu sína. Sam-
einuðu furstadæmin hafa ákveðið að
auka við framleiðsluna um 400 þús-
und tunnur á dag en kvóti ríkisins hjá
OPEC eru rúmlega tvær milljónir
tunna. Olíuráðherrann hvetur ríkin
ellefu til að auka framleiðsluna um
allt að ellefu prósent. ■
FYLLT Á HJÓLIÐ
Bifreiða- og vélhjólaeigendur eru allt ann-
að en sáttir.
Bensínverð hækkar:
Bretar æfir
BRETLAND, AP Bílstjórar flutn-
ingabíla hótuðu verkfalli og
leigubílstjórar kvörtuðu hástöf-
um undan því að þurfa að vinna
miklu meira en áður til að láta
enda ná saman þegar bensín-
verð í Bretlandi hækkaði í 110
krónur á lítrann.
„Ég vinn þegar klukkutíma
meira en áður dag hvern til að
vinna upp það sem ég tapa í dýr-
ara bensínverði,“ sagði leigubíl-
stjórinn Gary Hutchinson.
Mikillar reiði gætir í Bret-
landi vegna hækkandi bensín-
verðs og hafa heyrst raddir um
að endurtaka bensínmótmælin
sem settu mikinn svip á breskt
þjóðfélag árið 2000. Michael
Howard, leiðtogi Íhaldsflokks-
ins, sagðist hlynntur slíkum
mótmælum. ■
TRÚÐURINN ÚR FRÉTTUNUM
Einn vinsælasti fréttaþáttur
Mexíkó heyrir sögunni til eftir
að trúðurinn Brozo tók niður
hárkolluna og plastnefið og
kvaddi áhorfendur. Þátturinn
var sýndur daglega og flutti
trúðurinn fréttirnar og ræddi
með sínum hætti. Hann hætti
því eftir að kona hans og með-
framleiðandi lést.
VERKFALL NEÐANJARÐAR
Starfsmenn neðanjarðarlest-
anna í London hafa samþykkt
verkfallsboðun til að knýja á
um hærri laun. Dagsetning
verkfallsins hefur ekki verið
ákveðin en ljóst er að það hefði
mikil áhrif á starfsemi neðan-
jarðarlestanna en þrjár milljón-
ir manna ferðast með þeim dag-
lega.
TÉKKAR VILJA SINN MANN Rík-
isstjórn Tékklands hefur til-
nefnt fyrrverandi utanríkisráð-
herrann Petr Kolar í embætti
æðsta yfirmanns Sameinuðu
þjóðanna í Kosovo. Aðrir hafa
ekki verið tilnefndir en hin
norska Kai Aide, ítalski Stefano
di Mistura og hollenski Peter
Feith hafa verið nefnd til sög-
unnar.
BÁTURINN SEM SÖKK
Mannbjörg varð þegar fiskibátur sökk vest-
ur af Látrabjargi í fyrrinótt.
HVALVEIÐAR
Dýraverndunarsinnar fagna áformum Ís-
lendinga um að fækka til muna þeim
hvölum sem veiða á í ár.
HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
Í DÓMSAL
AÐALMEÐFERÐ
LANDSÍMAMÁLSINS
SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON
Sveinbjörn segir að félagar hans hafi ekki vitað að fé frá Landssímanum hafi verið fengið
án leyfis. Upphaflega hafi hann aðeins ætlað að lána peningana en þegar honum varð
ljóst að Árni Þór og Kristján Ragnar gætu ekki greitt fé fyrir ársuppgjör árið 2000 hafi
hann hulið slóð sína.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA