Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 38
15. maí 2004 LAUGARDAGUR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ ROCKY
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Martin Kellerman
Eftir Frode Överli
Listahátíð er lokið í bili, alveg fram
á næsta ár. Einhvern tímann var
listahátíð í júní og heyrði ég nokkra
kvarta yfir tímasetningunni í ár. Að-
allega skólafólk sem var í prófum
og hafði því ekki tíma til að líta upp
úr bókunum til að kíkja á merkilega
listviðburði. En á hinn bóginn ef
listahátíð er í júní er fólk ekki kom-
ið í sumarfrí og komist því ekki burt
úr sumarbústaðnum eða frá Mall-
orca.
Eitt af því sem við þurfum að
velta fyrir okkur er líklega fyrir
hverja svona listahátíðir eru ætlað-
ar. Er tilgangurinn að hafa flotta
viðburði fyrir menningarelítuna
sem fer hvort sem er á flest það
sem er í boði? Eða á að víkka áhorf-
endahópinn og fá fólkið til að mæta
sem fer á einn listviðburð á ári og í
fyrra var það líklega að sjá Jónsa og
Birgittu í Grease?
Listahátíð í ár var voðalega flott
en ég held það hafi aðallega verið
tónlistaratriðin sem trekktu að
þessa „venjulegu“ áhorfendur. Það
er sígild spurning hvort listin eigi
að ná til almennings eða almenning-
ur eigi að þroskast upp í listina. Það
er út frá þessari spurningu sem list-
in skiptist í hálist/láglist, listina sem
aðeins þeir útvöldu geta notið og
hina, þessa plebbalegu fyrir al-
menning. Margir listamenn hafa
jafnvel reynt að þróa þetta út í öfg-
ar í báðar áttir, að skapa list sem
engin skilur nema með aðstoð túlks
eða finna „meðaltalslistina“, mál-
verkin sem voru máluð víða um
heim byggð á Gallup-könnunum um
hvað „þjóðin“ vildi sjá.
Án þess að hafa slíka Gallup-
könnun á bak við mig, held ég að
fólk vilji listviðburði sem hreyfir
við því, að með listinni geti það
hlegið, grátið, hneykslast, dansað
eða hvað annað sem því dettur í
hug. Sjálfhverf list, eins og sumt af
því sem hefur verið boðið upp á
undanfarnar vikur, sem gleymir
áhorfandanum, getur verið ofboðs-
lega falleg en hún mun aldrei ná að
víkka áhorfendahópinn. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR LISTINNI
■ Af hálist og plebbamenningu
Hvernig
heldurðu að
veislan gangi?
Ha?? Ég sagði
„Hvernig
heldurðu að
veislan gangi“?
Hvað? HVERNIG
HELDUR ÞÚ
AÐ VEISLAN
GANGI???
Ég er
alveg
sammála
þér!!!
Gæði afmælis-
veislna og rokk-
tónleika eru
best mæld í
desibelum.
Og
hvernig
heldur
þú að
veislan
gangi?
Jæja, sjáðu hver hefur snúið
aftur!!! Einu sinni enn hefur
„litli prinsinn“ ákveðið að heiðra
okkur með nærveru sinni!
Ég hélt að kettir væru
sjálfstæðir! Einstæðir!
Hvað gengur eiginlega á!?!
Stundum vilja
kettir deila
einveru sinni með
öðrum.
Hæ,
strákar!
Uss! Við erum
að leita að
eplum!
Ég ætla að
HRINDA
þér!
Þeim gengur
ekkert alltof
vel í skólanum!
Nei, getur
það verið?
Það væri helvíti flott að
hitta stelpu!
Vandinn með þig er að þú
reynir allt of mikið! Þegar
maður fer út bara til að
veiða gefur maður frá sér
vondar bylgjur.
Stelpur finna það á sér þegar
strákar eru örvæntingarfullir!
Þegar þú ert einhleypur lítur
engin við þér, en þegar þú ert
komin með stelpu hópast þær
í kringum þig!
Ég minnist þess ekki að þær
hafi hópast í kringum þig þegar
þú varst með stelpu...
Þær hópuðust! Farðu út í
kvöld og láttu eins og
stelpurnar séu ekki til, þá
nælirðu í einhverja.
Heyrðu, við lokuðum fyrir
klukkutíma! Hversu oft á ég að
þurfa að segja þér þetta