Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 6
6 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Árni M. Mathiesen: Erum á réttri leið SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þetta sýnir að við erum á réttri leið hvað varð- ar uppbyggingu á fiskistofnun- um við landið og það er ánægju- legt,“ segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Hann segir það standa helst upp úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í gær. „Það er greinileg aukning í fjölda í stofni þorsks, ýsu, ufsa og löngu sem er afleiðing þess að við höfum fetað okkur var- lega fram í veiðum. Verra er aft- ur á móti með þau umhverfisá- hrif sem fram hafa komið. Við höfum reynslu af jákvæðum áhrifum þeirra hér áður en nú horfir svo við að áhrifin eru nei- kvæð gagnvart þorskinum.“ Árni segir að ákvörðunar hans um kvóta sé að vænta inn- an tíðar en engar stórar breyt- ingar séu fyrirhugaðar. „Óviss- an snýst eingöngu um loðnuna og hvað verður með hana en það er of snemmt að fara að spá ein- hverju neikvæðu. Við höfum áður lent í þessari stöðu að ná ekki mælingu en loðnan hefur þó skilað sér á réttum tíma.“ ■ SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- un hefur lagt fyrir sjávarútvegs- ráðherra tillögur sínar að fiskveið- um fyrir næsta fiskveiðiár en óvissuþátturinn er stór vegna hlýnunar sjávar og annarra um- hverfisbreytinga í sjónum við landið. Vegna þeirra hefur Hafró tekið þá ákvörðun að mæla með skerðingu á þorskveiðiheimildum um fjögur þúsund tonn á næsta fiskveiðiári en ekkert bólar á loðn- unni sem er aðalfæða þorsksins. Í tillögum Hafrannsóknastofn- unar fyrir næsta fiskveiðiár verð- ur heimilt að veiða meira af ýsu, ufsa og kolmunna. Ýsukvótinn mun þannig aukinn um fimmtán þúsund tonn en stofninn er í mikilli uppsveiflu og kvótinn í ufsa mun ennfremur aukast um 20 þúsund tonn gangi hugmyndir Hafrann- sóknastofnunar eftir. Hin mikla óvissa sem ríkir um loðnustofninn hér við land hefur mikil áhrif á útreikninga fiski- fræðinga en ekki stendur til að gefa leyfi til veiða á loðnu fyrr en vitað er fyrir víst hvað veldur því að hún er varla mælanleg í sjónum við Ísland. Tvær tilgátur eru á þá leið að annars vegar hafi stofninn hrunið algjörlega eins og þekkt er að hafi áður átt sér stað eða að loðnan er mun seinni á ferð norður landið en áður eru dæmi um. Sé um það að ræða á hlýnandi sjór við landið sinn þátt í því. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir af og frá að ákvarðanir séu teknar um loðnuveiði í sumar fyrr en leit- að hefur verið allra leiða til að ganga úr skugga um hvað veldur því að loðnan finnst ekki. Segja fiskifræðingar augljóst að þorsk- urinn nái einfaldlega ekki að bæta upp minnkandi loðnu með öðrum fæðutegundum. Breytt umhverfisskilyrði í sjón- um kringum landið munu hafa mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á líf- ríkið og fiskstofnana en Jóhann vill ekki meina að breyttar for- sendur hafi áhrif á áætlanir Hafró til lengri tíma litið. „Það hefur alltaf verið óvissa og breytileiki í starfi okkar en ég hef engar sér- stakar áhyggjur af slíku með tilliti til framtíðar. Það er ekkert fast í hendi og verður aldrei þannig.“ albert@frettabladid.is Slysavarnaskóli Íslands: Fékk 1,1 milljón STYRKVEITING Slysavarnaskóli sjómanna hefur fengið um 1,1 milljón í styrk frá hljómsveit- inni Roðlaust og beinlaust. Hljómsveitin er að mestu skipuð sjómönnum á frystitog- aranum Kleifarbergi ÓF 2 frá Ólafsfirði og er styrkupphæðin afrakstur sölu geisladisks hljómsveitarinnar, Brælublús, sem kom út í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt fréttatilkynningu er yfirlýst markmið hljómsveit- arinnar að græða ekki á tónlist- arsköpun sinni heldur láta ágóða renna til góðgerðarmála. ■ ■ AMERÍKA GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.89 -0.80% Sterlingspund 130.48 -0.66% Dönsk króna 11.75 0.10% Evra 87.34 0.09% Gengisvístala krónu 122,25 0,45% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 285 Velta 6.436 milljónir ICEX-15 2.663 0,31% Mestu viðskiptin Actavis Group hf. 366.603 Össur hf 285.186 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 277.440 Mesta hækkun Össur hf 2,65% Medcare Flaga 1,68% Burðarás hf. 1,06% Mesta lækkun Marel hf. -1,17% Opin Kerfi Group hf. -0,91% Kögun hf. -0,77% Erlendar vísitölur DJ* 10.341,3 1,0% Nasdaq* 2.005,0 1,3% FTSE 4.491,6 0,8% DAX 4.017,8 1,4% NK50 1.417,9 0,1% S&P* 1.134,0 1,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað nefnast þeir geitungar sem verðahvað árásargjarnastir á haustin hér á landi? 2Um þessar mundir er þess minnst að70 ár eru síðan öflugur jarðskjálfti olli skemmdum í kauptúni á Norðurlandi. Við hvaða kauptún er skjálftinn kenndur? 3Nýverið kom í leitirnar bassi sembassaleikari einnar frægustu hljóm- sveitar heims týndi á Nýja-Sjálandi fyrir tæpum fjörutíu árum. Hvað heitir bassa- leikarinn og í hvaða hljómsveit er hann? Svörin eru á bls. 39 Þú færð aðgang að þjóðskrá á www.lt.is öruggar upplýsingar fyrir viðskiptalífið TILLÖGUR HAFRÓ FYRIR FISK- VEIÐIÁRIÐ 2004 - 2005: Þorskur 205 þúsund tonn Ýsa 90 þúsund tonn Ufsi 70 þúsund tonn Gullkarfi 35 þúsund tonn Grálúða 15 þúsund tonn JÓHANN SIGURJÓNSSON Breytt umhverfisskilyrði umhverfis landið hafa haft og munu hafa ófyrirsjáanleg áhrif á öll vistkerfi og þar með fiskstofna. ÞORSKHEIMILDIR SKERÐAST Lagt er til að hámarksafli þorsks verði fjögur þúsund tonnum minni á næsta fiskveiðiári en nú er. ERLENDUM STJÓRNUM STEFNT Bandarískir ríkisborgarar geta dregið erlendar ríkisstjórnir fyrir bandaríska dómstóla vegna þjófn- aða og stríðsglæpa. Þetta er niður- staða Hæstarétts Bandaríkjanna. Öldruð kona, sem flýði ofsóknir nas- ista, vonast nú til að fá bætur fyrir listaverk sem var stolið frá henni. HÖFUÐPAURAR HANDTEKNIR Tveir helstu stjórnendur mexíkósks fíkniefnasmyglhrings hafa verið handteknir að sögn mexíkóskra stjórnvalda. Gríðarleg áhersla hef- ur verið lögð á að hafa hendur í hári mannanna og var heitið verð- launum að andvirði 130 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hvors um sig. Landssamband íslenskra útvegsmanna: Slæm tíðindi með þorskinn SJÁVARÚTVEGUR „Þetta eru afar slæm tíðindi því við höfðum búist við aukningu í þorskheimildum miðað við þær upplýsingar um stofninn sem komið höfðu fram áður,“ segir Friðrik Jón Arngríms- son, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna. „Við reiknuðum í sjálfu sér ekki með mikill aukningu en flestir gerðu sér vonir um að leyft yrði að fara í 220 þúsund tonn í þorskinum þannig að þetta kemur sér illa fyr- ir marga. Það má þó ekki gleyma því að þrátt fyrir allt er stofn þorsksins að vaxa og það er já- kvætt og ennfremur aukast heim- ildir í ýsu, ufsa og kolmunna og því fögnum við að sjálfsögðu.“ ■ SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Segir fleira jákvætt en neikvætt við skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Frönsk stjórnvöld: Vilja ógilda hjónavígslu FRAKKLAND, AP Ríkissaksóknari Frakklands hóf í gær málarekstur til að fá ógilt hjónaband þeirra Stephane Chap- in og Bertrand C h a r p e n t i e r. Mennirnir tveir voru gefnir saman um helg- ina þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu fordæmt f y r i r h u g a ð brúðkaup og hótað því að vígslan yrði ógilt ef af henni yrði. Lögmaður Chapin og Charpentier sagði í gær að ef stjórnvöld héldu málinu til streitu myndi hann ekki unna sér hvíldar fyrr en því væri lokið með sigri hinna nýgiftu manna, þó það þýddi að hann þyrfti að fara með málið alla leið fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu. ■ Miklar umhverfis- breytingar í hafinu Þorskur á Íslandsmiðum er magur og mjór vegna skorts á loðnu en hún er enn ófundin og er hærri sjávarhita hér við land kennt um. Hröð breyting á umhverfisþáttum hefur ófyrirsjáanleg áhrif á lífríkið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.