Fréttablaðið - 08.06.2004, Page 10

Fréttablaðið - 08.06.2004, Page 10
10 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR MAÐUR Á MYND Ítalski stórtenórinn Luciano Pavarotti ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi í Nikósíu á Kýpur í gær undir flennistórri mynd af sjálfum sér. Pavarotti er staddur á Kýpur vegna tónleikahalds. VERÐLAUN Haukur Tómasson tón- skáld hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Haukur fær verðlaunin fyrir tónlist við óperuna Fjórði söngur Guðrúnar sem er fyrsta tónlist- arleikverk hans. Verðlaunin eru að upphæð 350 þúsund danskar krónur sem jafngilda 4,1 milljón íslenskra króna. Haukur vonast til þess að verkið verði meira spilað á Norðurlöndunum í kjölfar verð- launanna. „Ég held að verkið veki alla vega meiri athygli inn- an tónlistargeirans á Norður- löndunum.“ Haukur segir verkið ekki hafa verið sett á svið hér- lendis en verið leikið á tónleik- um. „Kannski að þetta veki áhugann hjá einhverjum,“ segir Haukur. Í áliti dómnefndarinnar segir: „Þetta er tímamótaverk, þar sem hrá tilfinning og örlagaþrunginn taktur leysir hljómfagrar og innilegar aríur af hólmi.“ Haukur var viðstaddur tilnefn- inguna í Kaupmannahöfn í gær en hann veitir verðlaununum við- töku á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi 1.- 3. október. Sjö ár eru síðan verðlaunin voru síðast veitt Íslendingi. Þá komu þau í hlut Bjarkar Guð- mundsdóttur. ■ Allir vilja til Parísar Tæplega 90 milljónum verður varið í umfangsmestu menningarkynningu landsins sem fer fram í Frakklandi í lok september. Á annað hundrað íslenskra lista- og vísindamanna koma fram. LANDKYNNING „Allir vilja til París- ar,“ sagði Sveinn Einarsson verk- efnastjóri hálfs mánaðar menning- arkynningar sem verður í Frakk- landi dagana 27. september til 10. október. Á annað hundrað lista- manna taka þátt í viðburðum sýn- ingarinnar Sveinn sagði marga sækja í að kynna lönd sín í borginni en Frakkarnir hafi heillast að því að fá að velja sjálfir þá atburði sem þeir teldu eiga erindi við Frakka. Hátíðin var kynnt á fundi í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Kynningin verður tvíþætt. Ann- ars vegar verða viðburðir í mynd- list, tónlist, bókmenntum, leiklist og kvikmyndum og hins vegar verður veglegasta vísindasýning sem Íslendingar hafa efnt til í vísinda- safninu í Grand Palais-höllinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra sagði skipulagninguna ná aftur til ársins 1999 þegar Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra og Jacques Chirac Frakklandsforseti skrifuðu undir samning byggðan á menningar- samningi sem frú Vigdís Finn- bogadóttir stóð að árið 1984. „Að mínu mati er þetta mjög merkileg og metnaðarfull menningarkynn- ing sem við komum til með að standa fyrir,“ sagði Þorgerður. Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri menntamálaráðuneytisins, sagði að ríkissjóður verði 50 millj- ónum til kynningarinnar og fimm- tán íslensk fyrirtæki sem hefðu hag af kynningunni hefðu ákveðið að styrkja sýninguna og væri heildarkostnaðurinn tæplega 90 milljónir króna. Sigríður Snævarr, sendiherra í París, hefur haft veg af fjáröfluninni. Hún segir að með þessari veglegu dagskrá sé verið að markaðssetja Ís- land í Frakklandi. „Aðalatriðið er að hún veki athygli á Íslandi og íslensk- um hagsmunum í Frakklandi; bæði á meðan hún stendur og til framtíðar,“ sagði hún. „Við eigum líka Frökkum skuld að gjalda,“ bætti Sigríður við og benti á að Frakkar hefðu verið fyrstir þjóða til að rannsaka hafið í kringum Ísland. gag@frettabladid.is Á VAKT Öflug hergæsla er við olíuvinnslustöðvar í Miðausturlöndum. Olíuverð: Lægsta frá því í apríl HEIMSMARKAÐIR Olíuverð lækkaði í gær á alþjóðlegum mörkuðum. Á Alþjóðlega eldsneytismarkaðnum í London féll verðið um tíma niður í 34,80 dollara á fötuna, sem er lægsta verð frá því í lok apríl. Það var þó komið í 35,38 dollara í lok viðskipta. Verðið féll einnig nokkuð á markaði í New York í Bandaríkj- unum og var nokkuð yfir 38 doll- urum. Það er talsvert minna en þeir 42,45 dollarar sem þurfti til að kaupa hverja fötu þegar verðið varð hæst 2. júní. ■ HAUKUR TÓMASSON Hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Íslenskt tónskáld vinnur í ár M YN D A P ÁSTRALÍA, AP Undir lok síðasta árs svaraði Bandaríkjaher fyrirspurn Rauða krossins um slæma með- ferð fanga, sem samræmdist ekki ákvæðum Genfarsáttmálans, því að fangar sem teknir væru til yf- irheyrslu hefðu ekki endilega stöðu stríðsfanga og nytu því ekki verndar sáttmálans. Upplýsingar um bréfið komu fram í áströlskum sjónvarpsþætti sem var sendur út í gærkvöld. Í þættinum kom fram að ástralskur herforingi, sem starfaði hjá lög- fræðideild Bandaríkjahers í Bagdad, hefði tekið þátt í að skrifa bréfið, sem var undirritað af hershöfðingjanum Janis Karp- inski. Karpinski hefur neitað því að hafa haft nokkra hugmynd um að föngum væri misþyrmt í Abu Ghraib-fangelsinu, þar sem hún var við stjórn. Herstjórnin og Bandaríkjastjórn hafa einnig neit- að vitneskju um málið. Rauði krossinn spurðist fyrir um aðstæður fanga sem voru tald- ir búa yfir mikilvægum upplýs- ingum sem Bandaríkjamönnum lægi á að komast á snoðir um. Í bréfinu segir meðal annars: „Þar sem öryggi hersins krefst þess, munu gæslufangar ekki njóta fullrar verndar Genfarsátt- málans.“ ■ Vísbending um að herstjórnin hafi vitað af misþyrmingum: Herinn varði illa meðferð LAUSNINNI FAGNAÐ Abdul Hafidh Mekhlef og fjölskylda hans fögnuðu mjög þegar honum var sleppt úr Abu Ghraib-fangelsinu. – hefur þú séð DV í dag? Allt um EM í knattspyrnu Kapphlaup um keðju: Formlegt til- boð í Londis VIÐSKIPTI Kapphlaup er hafið um bresku verslanakeðjuna Londis. Lancelot, félag sem er í samstarfi við KB banka í London, lagði fram formlegt tilboð í verslanakeðjuna í gær. Fyrir hafði írska verslanakeðj- an Musgrave gert tilboð í alla keðj- una. Báðir aðilar meta verðmæti keðjunnar á um átta milljarða ís- lenskra króna, en Lancelot býður í 40 prósenta hlut. Telja Lancelot- menn að hagur eigendanna snúist fyrst og fremst um það að góður rekstrarárangur náist hjá keðjunni. Tilboð þeirra gefi eigendunum hlut- deild í þeim virðisauka sem yrði við batnandi rekstur. ■ BARIST Í KONGÓ Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnar- manna og stjórnarhers í Kongó síð- ustu daga. Menn óttast að friðarsam- komulag sem batt enda á margra ára borgara- stríð í þessu þriðja stærsta ríki Afríku kunni að vera í hættu. FORSETI DÆMDUR Pasteur Bizim- ungu, fyrrverandi forseti Rú- anda, hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir spill- ingu og að ýta undir átök milli þjóðernishópa. Hann varð forseti eftir þjóðamorðin 1994 en sagði sig úr stjórninni fyrir fjórum árum. ■ AFRÍKA HVAÐ FÁ FRAKKAR AÐ SJÁ? 27. sept. Íslensk og erlend verk leikin í Musée de l´Armée 28. sept. Kristinn Sigmundsson syngur í Chatelet-tónleikahöllinni 29. sept. Hrafnagaldur Óðins í Grande Halle 30. sept. Mugison, Múm, Bang Gang og fleiri í Centre Pompidou 1. okt. Mugison og fleiri endurtaka leikinn 2. okt. Málþing um tengsl íslenskra og franskra bókmennta í La Rochelle 3. okt. Ensemble contemporain leikur verk e. Hauk Tómasson o.fl. í Centre Pompidou 4. okt. Málþing um íslenskar bókmenntir í Húsi skáldanna, la Maison des Écrivains 4. og 5. okt. Popptónleikar Einars Arnar, Trabants og Apparats 5. okt. Útgáfa á sýnisbók íslenskra nútímabókmennta og hringborðsumræður 5. okt. Orgeltónleikar í Invalide-kirkjunni 6. okt. Fyrirlestur Tomasar Olrich í Senatinu í Lúxemborgarahöllinni 7. okt. Möguleikhúsið sýnir Völuspá í Maison des Cultures du Monde 8. og 9. okt. Tónleikar Schola Cantorum í St. Sulpice kirkjunni í París 10. okt. Lokatónleikar með Kammersveit Reykjavíkur í Mogador-tónleikahöllinni Auk fjölda sýninga sem standa yfir menningarvikuna. Þar ber hæst að nefna Vísindasýninguna í Palais de la Découverte. Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Sveinn Einarsson verkefnastjóri, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í París.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.