Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 16
16 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR HERÆFINGAR Flotadeildir frá Ítalíu og Serbíu Montenegro æfa nú sameiginleg viðbrögð herjanna tveggja á Adríahafi en Serbía Montenegro hefur hug á því síðar að treysta samband sitt við NATO. ÞJÓÐARATKVÆÐI Jónatan Þórmunds- son, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir ákvæði um 75 pró- senta lágmarksþátttöku í þjóðar- atkvæðagreiðslu alveg út úr korti og jafnvel andstæð stjórnarskrá. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir ekki ósanngjarnt að miða við slíka þátttöku líkt og gert hafi verið í kosningu um flugvöllinn í Reykjavík. Í svari til Fréttablaðsins bendir Björn á að meðaltalsþátttaka í þingkosning- um síðan 1942 sé um 88 prósent. Jónatan segir hins vegar að með slíkum ákvæðum væri verið að fara í kringum 26. grein stjórn- arskrárinnar með því að kjarni stjórnarflokkanna gæti tekið sig saman um að sitja heima og ónýtt þannig þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þá telur Jónatan óráð að afnema regluna um málskotsrétt forset- ans og finnst raunar ósmekklegt að vekja máls á því nú. „En það sýnir nú bara hvað menn eru fýld- ir og önugir út af þessu máli öllu. Best væri að menn tækju þessu karlmannlega og létu þjóðart- atkvæðagreiðsluna fara fram með eðlilegum reglum þar sem byggt væri á meirihlutakosningu og kannski hóflegu þátttöku- hlutfalli,“ sagði Jónatan, en telur sjálfur raunar óþarft að setja þarna einhver mörk. Eiríkur Tómasson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, telur ekki að ákvæði um lágmarksþátt- töku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið brjóti í bága við stjórnarskrá, en segir álita- mál hvernig slíkar reglur skuli vera. „75 prósent þykir mér fljótt á litið ekki hátt mark, venjulega er kosningaþátttaka meiri en svo. Ef þátttaka er mjög lítil kemur náttúrlega upp spurningin um hvort einfaldur meirihluti eigi að ráða.“ Eiríkur segir hins vegar ákveðinn galla við að setja svo há mörk í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá getur kannski þriðjungur at- kvæðisbærra manna komið í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan væri gild. Ég hefði nú talið heppi- legra að tryggja þetta með öðrum hætti,“ sagði hann og taldi að til dæmis að frekar mætti miða við að næðist ákveðið lágmark. „Til dæmis að lögin myndu falla úr gildi ef 35 prósent atkvæðis- bærra manna segðu nei við þeim,“ sagði hann og taldi að þan- nig væri lokað fyrir möguleikann á að hægt væri að ónýta atkvæða- greiðsluna með samanteknum ráðum um að sitja heima. olikr@frettabladid.is NÝJAR REGLUR Í FLUGI Evrópusambandið vill ekki leyfa flugmönn- um að fljúga meira en 900 klukkustundir á ári hverju samkvæmt nýjum reglum. Evrópusambandið: Nýjar reglur fyrir flugmenn FLUGMÁL Mörg flugfélög kvarta sáran yfir nýjum reglum Evrópu- sambandsins sem taka eiga gildi innan tíðar en þar er kveðið á um að flugmenn mega ekki fljúga fleiri en 900 flugtíma á ári hverju. Er þetta gert af öryggisástæðum en mörgum þykir nóg um þann tíma sem flugmenn eru jafnan á lofti og þekkjast tilvik þess að flugmenn hafi bókstaflega sofnað undir stýri. Lágfargjaldaflugfélög kvarta sárast enda þýðir þetta endurskipulagningu á þeirra starfi og mun að líkindum þýða hækkanir á fargjöldum þeirra. ■ DANSKIR UNGLINGAR Þarlend atvinnumálayfirvöld hafa áhyggjur af stefnuleysi danskra ungmenna. Danmörk: Unglingar stefnulausir DANMÖRK Dönsk atvinnumálayfir- völd hafa af því miklar áhyggjur að ungmennum þar er, samkvæmt könnunum, nokk sama hvort þau endi atvinnulaus og leggja enga áherslu á að nema fag sem líklegt er að eftirspurn verði eftir í fram- tíðinni. Ungmennin virðast velja þau fög sem skemmtilegust þykja óháð því hvort innan greinarinnar ríkir atvinnuleysi eður ei. Hafa heil 72 prósent ungmennanna í könnun stjórnvalda alls engar áhyggjur af þessari þróun mála. ■ VILL MÆTA ÓLAFI Ástþór Magnússon skorar á Ólaf að mæta sér i Kastljósþætti Sjónvarps. Málskot forseta: Ástþór skorar á Ólaf Ragnar FORSETAKOSNINGAR Ástþór Magnús- son forsetaframbjóðandi hefur skorað á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, að mæta sér í umræðum í Kastljósþætti ríkis- sjónvarpsins nú í vikunni til að ræða um þá ákvörðun forsetans að synja lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar. Í tilkynningu Ástþórs til fjöl- miðla segir að málið snertir mjög forsetaframboð og embætti for- seta Íslands til framtíðar og óeðli- legt sé að forsetinn kasti slíkum stríðshanska inn í þjóðfélagið í miðri kosningabaráttu, þremur vikum fyrir kosningar, nema for- setinn sé tilbúinn að mæta öðrum frambjóðendum fyrir opnum tjöldum til að útskýra og ræða þessa ákvörðun sína. ■   SORPURÐUN „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á deiliskipu- laginu,“ sagði Einar Njálsson, stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands, um kröfu sveitar- stjórnar Ölfuss þess efnis, að sorp- haugurinn verði lækkaður umfram þá hæð sem hann megi fara í sam- kvæmt deiliskipulagi, það er um fimm metra. Einar sagði, að óánægjuraddir hefðu einkum heyrst frá ábúend- um einnar jarðar í nágrenni sorp- stöðvarinnar í Kirkjuferjuhjáleigu. Þeir hefðu flutt þangað löngu eftir að starfsemi hefði hafist. „Varðandi hæð urðunar- reinanna þá er mismunandi túlkun á því máli,“ sagði Einar. „Af hálfu sorpstöðvarinnar höfum við lagt nokkurn trúnað á yfirlýsingu frá umhverfisráðuneytinu, þar sem ráðuneytið segir beinlínis að í deiliskipulaginu komi ekki fram hver hæð reinanna eigi að vera. Því sjái ráðuneytið ekki ástæðu til að úrskurða um það. Þá segir Um- hverfisstofnun, að ekki sé hægt frá umhverfislegu sjónarmiði, að lækka reinarnar. Það samræmist heldur ekki starfsleyfi stöðvarinn- ar að hrófla við þessu.“ Einar sagði stjórn sorpstöðvar- innar og fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss hefðu átt viðræður. „Við höfum verið að leita leiða til að ná samkomulagi. Við höfum ekki talið, að við værum að ganga gegn skipulaginu. Ölfusingum er kunnugt um það álit.“ ■ Óþarft að kveða á um lágmarksþátttöku Jónatan Þórmundsson lagaprófessor segir ákvæði um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin jafnvel andstætt stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra segir ekki ósanngjarnt að miða við 75% þátttöku. JÓNATAN ÞÓRMUNDSSON Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er á móti því að setja ákvæði um lágmarksþátttöku í þjóðar- atkvæðagreiðslu um lög um eignarhald á fjölmiðlum. BJÖRN BJARNASON Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, segir ekki ósanngjarnt að miðað verði við 75 prósenta lágmarksþátttöku í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. EIRÍKUR TÓMASSON Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Há- skóla Íslands, telur að vænlegra væri að fara aðra leið en að kveða á um lágmarks- þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. KRÓNAN STYRKTIST Í MAÍ Í maí jókst gjaldeyrisforði Seðlabank- ans um 0,2 milljarða króna og nam 65,8 milljörðum króna í lok mánaðarins, að því er segir á vef bankans. Keyptur var gjaldeyrir á innlendum millibankamarkaði fyrir 1,5 milljarða króna í sam- ræmi við áætlun bankans um að- gerðir til að styrkja gjaldeyris- stöðu sína. Fram kemur að í maí hafi gengi krónunnar hafi styrkt- ist um 1,1%. ■ STJÓRNSÝSLAN ■ EFNAHAGSMÁL OPIN UMRÆÐA UM FJARSKIPTI Á slóðinni malatorg.is/samgongu- raduneyti fer fram fyrir opnum tjöldum umræða um þróun fjar- skipta næstu árin. Umræðan á sér stað í tengslum við gerð fjar- skiptaáætlunar fyrir Ísland. Á vef Samtaka iðnaðarins kemur fram að verkinu stýri stýrihópur og að gert sé ráð fyrir að áætlun- in verði lögð fyrir samgönguráð- herra 1. september nk. SMÁSKILABOÐ Körfuboltasnilling- urinn Kobe Bryant gæti mögulega tapað dómsmáli sem höfðað var gegn honum vegna meintrar nauðgunar hans vegna smáskila- boða í farsíma. Hefur dómari í máli hans óskað eftir útprentun smáskilaboða úr farsíma konu þeirrar er sakar hann um nauðgun og ætlar símafyrirtækið að verða við bóninni. Hefur það vakið at- hygli margra að slíkt virðist til- tölulega lítið mál enda kemur í ljós að þegar textaskilaboðum í farsíma er eytt geymast þau engu að síður á vefþjóni símafyrir- tækisins í langan tíma á eftir. Þannig hyggst dómarinn verða sér úti um þau skilaboð er konan sendi strax eftir meinta nauðgun og gerir hann sér vonir um að þar komi eitthvað fram sem varpi ljósi á hvað raunverulega fór fram. Kobe heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. ■ M YN D /A P M YN D /A P KOBE BRYANT OG FRÚ Gömul smáskilaboð gætu sakfellt hann í nauðgunarmáli því sem hann er ákærður fyrir. Smáskilaboð í farsímum: Geymd hjá símafyrirtækjum M YN D /A P M YN D /A P Krafa um lækkun sorphaugsins á Suðurlandi: Mismunandi túlkun á deiliskipulagi SORPSTÖÐ SUÐURLANDS Sorphaugurinn umdeildi í Kirkjuferjuhjáleigu. Glögglega sést hve hár hann er orðinn miðað við þungavinnuvélarnar hægra megin á myndinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.