Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 20
Utanríkisstefna Bandaríkjanna í
Miðausturlöndum hefur lengi verið
umdeild. Sumir vilja halda því
fram að þeir hafi það á stefnuskrá
sinni að berjast fyrir lýðræði í Mið-
austurlöndum eins og annars stað-
ar, aðrir vilja meina að stefna
þeirra stjórnist einungis af eigin
hagsmunasemi. Á ferðum mínum
um Miðausturlönd hef ég komist að
því að íbúar svæðisins hafa ekki
skiptar skoðanir. Arabar fyrirlíta
Bandaríkin. Forseti Egyptalands,
Hosni Mubarak, sagði fyrir stuttu
að hatur arabaþjóða í garð Banda-
ríkjanna hafi náð sögulegu hámarki
nú undir ríkisstjórn George Bush.
Ég hef komist að því að reiði araba
gagnvart Bandaríkjunum er ekki
vegna þess að þeir vilja ekki lýð-
ræði og frelsi, eins og sumir innan
ríkisstjórn Bandaríkjanna halda
fram, heldur vegna utanríkisstefnu
þeirra.
Reiði arabaþjóða gagnvart utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna or-
sakast af tveim meginástæðum.
Fyrri ástæðan er vegna veru
Bandaríkjahers í Írak. Þeir telja að
Bandaríkin hafi ráðist inn í Írak að-
eins vegna olíuhagsmuna en ekki til
að frelsa Íraka frá kúgun Saddams
Hussein. Viðhorf araba og tor-
tryggni á veru Bandaríkjahers í
Írak er undir áhrifum af öðru
vandamáli í Miðausturlöndum,
eldra vandamáli og er aðalvanda-
mál þessa heimshluta, deilu Palest-
ínumanna og Ísraela. Arabar telja
að Bandaríkjamenn hafi ekki staðið
sig vel sem aðalfriðarmiðlari í
þessari deilu og að þeir hafi ekki
getað viðhaldið hlutleysi eins og
friðarmiðlara ber að gera. Þeir
spyrja sig hvernig Bandaríkin geta
ætlað sér að frelsa eina þjóð en
stutt samt svona dyggilega við her-
nám og meðfylgjandi illa meðferð
Ísraela á palestínsku þjóðinni?
Á rökum reist
Sú skoðun arabaþjóðanna að
Bandaríkjamenn hafi í gegnum tíð-
ina verið hliðhollari Ísraelum er á
rökum reist. Bandaríkin veita Ísra-
elum ekki aðeins pólitískan stuðn-
ing heldur halda þeir Ísraelum ein-
nig uppi hernaðarlega og efnahags-
lega. Sem dæmi má nefna að
Bandaríkin veita Ísraelum þrjá
milljarða dollara í þróunaraðstoð
árlega, það er meira en einn þriðji
fjárveitinga Bandaríkjanna til allra
annarra þróunarlanda til samans.
Bandaríkin hafa einnig haldið
verndarhendi yfir Ísraelum gegn
ályktunum Sameinuðu þjóðanna en
Bandaríkjamenn hafa beitt neitun-
arvaldi 37 sinnum gegn ályktunum
sem snúast um hernám og mann-
réttindabrot Ísraela á Palestínu-
mönnum. Þá halda Bandaríkin
áfram að veita Ísraelum 1,8 millj-
arða dollara í hernaðarstyrki ár-
lega þrátt fyrir að ríki eins og Bret-
land hafi látið af öllum vopnavið-
skiptum við Ísraela þar sem vopn-
um er beitt gegn óbreyttum
borgurum.
Núverandi ríkisstjórn George
Bush hefur ákveðið að ganga skref-
inu lengra. George Bush byrjaði
kjörtímabil sitt á að láta undan
þrýstingi Ariels Sharon, forsætis-
ráðherra Ísraels, um að slíta öllu
stjórnmálasambandi við Jasser
Arafat og lýsti honum sem hryðju-
verkamanni, þrátt fyrir að hann
hafi verið kjörinn á lýðræðislegri
hátt en flestir arabaleiðtogar. Á
sama tíma kallaði hann Ariel Shar-
on mann friðar þrátt fyrir að hann
hafi verið fundinn sekur af ísrael-
skri rannsóknarnefnd um að vera
ábyrgur fyrir fjöldamorðum á
palestínskum flóttamönnum. Í síð-
ustu heimsókn Sharons til Banda-
ríkjanna 14. apríl tók George Bush
kannski róttækasta skref sem
nokkur bandarískur forseti hefur
tekið í stuðningi við Ísrael þegar
hann samþykkti áform Sharons um
að halda ólöglegum landnema-
byggðum á Vesturbakkanum í
skiptum fyrir að Ísrael dragi burt
landnemabyggðir frá Gaza-
svæðinu.
Landnemabyggðastefna Ísraela
hefur margoft verið fordæmd af al-
þjóðasamfélaginu. Allar friðarvið-
ræður hafa gengið út á að Ísraelar
dragi sig burt af svæðinu sem þeir
hertóku 1967 við lokasamning og
eru landnemabyggðirnar innan
þeirra marka. Með þessarri yfir-
lýsingu hefur Bush dregið úr einni
undirstöðunni í friðarviðræðum og
sáttmálum þar á meðal vegvísinum
til friðar sem hann setti fram
sjálfur.
Leysa þarf Palestínudeiluna
Nokkuð ljóst er að ef varanlegur
friður eigi að nást á þessu heims-
svæði þá þarf að leysa Palestínu-
deiluna. Sú deila hefur áhrif á öll
ríki svæðisins, ekki aðeins efna-
hagslega heldur kemur einnig í veg
fyrir lýðræðisþróun. Friður mun
ekki nást nema með stefnubreyt-
ingu Bandaríkjamanna. Þar sem að
Bandaríkin halda verndarhendi
yfir Ísraelum gagnvart öryggisráði
SÞ virðist eins og þeir séu einir um
að geta þvingað Ísraela til að setj-
ast við samningaborðið. Stefnu-
breyting Bandaríkjanna í þessu
máli myndi ekki aðeins færa íbúum
Miðausturlanda frið heldur myndi
hún bæta heimsöryggi.
Ég talaði við dr. Hayat Alvi,
stjórnmálafræðiprófessor við am-
eríska háskólann í Kaíró, og hann
vill meina að heimurinn sé að tapa
stríðinu gegn hryðjuverkum því
eins lengi og ástandið í Palestínu
haldist óbreytt bætist fleiri og
fleiri arabísk ungmenni í röð þeirra
sem að hafa enga trú á friðarferl-
inu og vilja færa baráttuna á
heimsvísu. „Ímyndum okkur fót-
boltaleik, þar sem dómari dæmir
látlaust öðru liðinu í hag. Auðvitað
verða stuðningsmenn liðsins sem
verður fyrir óréttlætinu brjálað-
ir,“ segir dr. Alvi. ■
8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR20
Ameríkuhatur í
Miðausturlöndum
INGÓLFUR SHAHIN
SKRIFAR FRÁ KAÍRÓ
UMRÆÐAN
ARABAR OG
BANDARÍKIN
Um synjunarvald og lýðræði
Það er skrítið og í rauninni dapur-
legt að fylgjast með blaðaskrifum
þessa dagana. Hver maðurinn á
fætur öðrum, jafnvel heilu fjöl-
skyldurnar, skrifa greinar, aðal-
lega í Morgunblaðið, forsetinn
niðurlægður og öllum meðulum
beitt. Hver er glæpurinn? Jú, for-
setinn ákvað að vísa lögum sem
varða tjáningu og lýðræði, ein-
hverri mestu hrákasmíð seinni
ára, til umsagnar þjóðarinnar. Að
halda sig við málefni, skiptast á
skoðunum og stunda frjóar um-
ræður er greinilega ekki í tísku.
Öll mál eru persónugerð, mönnum
skipað í fylkingar og blásið til
orrustu.
Nær enginn efast um að forset-
inn hafi synjunarrétt, þetta er
bara ekki rétta málið segja þeir.
Það væri nú annað ef synjunar-
valdinu hefði verið beitt við Kára-
hnjúkamálið, eða EES-samning-
inn. Trúir því einhver að þessir
menn hefðu fagnað því ef synjun-
arvaldinu hefði verið beitt við
framangreind mál, örugglega
ekki. Það er einfaldlega sannleik-
ur málsins að ákveðnir aðilar í
þjóðfélaginu hafa aldrei getað
sætt sig við Ólaf sem forseta, eina
fulltrúa þjóðarinnar sem er þó
kosinn beinni kosningu. Ég skil
ekki alveg hvers vegna einhver
þessara mætu manna býður sig
ekki fram til forseta, það er öllum
frjálst, og ekki ætti fjöldi með-
mælenda að flækjast fyrir. Ef eitt-
hvað er að marka skrif þeirra
ættu þeir að vinna auðveldan yfir-
burðasigur. Hafa þeir ekki trú á
eigin málstað? Kannski betra að
vera ábyrgðarlaus og slá frá sér á
síðum Morgunblaðsins.
Utanríkisráðherra er óánægð-
ur, vill afnema synjunarvald for-
seta, hér ríki fulltrúalýðræði. Það
fór nú reyndar ekki mikið fyrir
fulltrúalýðræðinu þegar utanrík-
is- og forsætisráðherra gerðu
okkur aðila að Íraksstríðinu, ein-
hverjum mesta harmleik í sögu
utanríkismála á Íslandi. Hvernig
haldið hefur verið á því máli er í
rauninni tilefni afsagnar, ef hér
ríkti alvöru lýðræði.
Það sem lýðræðið þarf á að
halda er ný stjórn. Stjórn sem lít-
ur á sig sem þjóna fólksins ekki
fulltrúa valdsins. Þar sem allar
raddir hljóma og fjölbreytileiki
mannsins blómstrar, réttlæti og
mannúð. Því fyrr því betra. ■
ÆGIR MAGNÚSSON
SKRIFAR UM
VIÐBRÖGÐ VIÐ LAGASYNJUNINNI
FORSETINN
Ákveðnir aðilar hafa aldrei sætt sig við Ólaf
Ragnar, segir greinarhöfundur.
Að lyppast niður
Nú er það svo að samkvæmt stjórn-
arskránni eru þingmenn eingöngu
bundnir við sannfæringu sína. Það
var sérstæð lífsreynsla að verða
vitni að því að sjá fjóra unga þing-
menn Sjálfstæðisflokksins (svo-
nefndan smánarkvartett) leka nið-
ur og kyngja vondu, ráðstjórnar-
legu fjölmiðlafrumvarpi. Ef til vill
má skýra þessi sinnaskipti með því
að þeir séu enn óharðnaðir og ráði
ekki við að standa uppi í hárinu á
vanstilltum foringja.
Öllu erfiðara er að skýra hvern-
ig reyndir stjórnarþingmenn Norð-
vesturkjördæmisins lyppuðust nið-
ur og samþykktu að afleggja sókn-
arstýringu smábáta sem gengur
þvert á hagsmuni kjördæmis þeirra
og þvert á hagsmuni þjóðarinnar.
Með öllu er ómögulegt að fá
nokkurn botn í viðsnúning þing-
mannanna frá Vestfjörðum, þeirra
Kristins H. Gunnarssonar, Einars
Kristins Guðfinnssonar og nafna
hans Odds Kristjánssonar. Allir
höfðu þeir gefið hástemmdar yfir-
lýsingar þvert á það hvernig þeir
greiddu atkvæði sitt, þ.e. með því
að greiða atkvæði með því að setja
trillur inn í gagnslaust kvótakerfi
og gegn dagakerfinu.
Kristinn H. Gunnarsson hafði
gefið rækilega í skyn í umræðum
um fjölmiðlafrumvarpið að hann
væri þingmaður sem hlýddi sann-
færingu sinni. Í máli Kristins kom
fram sú skoðun skömmu fyrir af-
greiðslu dagabátafrumvarpsins, að
það ætti ekki að setja trillurnar í
kvótakerfi. Hvað breyttist hjá þing-
manninum? Hvers vegna sneri
hann við blaðinu og studdi kvóta-
setninguna? Jú, hann vísaði til þess
að Landssamband smábátaeigenda
hefði fallist á frumvarpið. Það má
þá einna helst skilja að Kristinn H.
Gunnarsson sem gefur sig út fyrir
að vera prinsippmann hafi framselt
sannfæringu sína til hagsmuna-
samtaka út í bæ. Það má vel skýra
afstöðu Landssambands smábáta-
eigenda út frá þeim afarkostum
sem eigendur dagabáta stóðu
frammi fyrir.
Það hefur oft verið erfitt að
henda reiður á hvað Einar Kristinn
Guðfinnsson hefur meint í umræðu
um sjávarútvegsmál og oftar en
ekki hefur hann þvælst í hring eftir
hring í umræðum á þingi til að
reyna að þóknast bæði sjávar-
útvegsráðherra og sjávarbyggðun-
um. Athyglisvert var að þingmað-
urinn lét ekki sjá sig í umræðu um
breytt frumvarp sem lagði beinlín-
is til að sóknardagakerfið yrði
aflagt. Frumvarp sem beinlínis
kemur sjávarbyggðunum á Vest-
fjörðum illa og ekki síst Bolungar-
vík. Ég hefði talið að þingmaðurinn
ætti að skýra út hvers vegna í
ósköpunum hann styddi slíkt frum-
varp. Nei, hann sá enga ástæðu til
þess að taka þátt í umræðum um
smábátakerfið. Í stað þess varði
hann tíma sínum á vappi fyrir utan
þingsalinn.
Einar Oddur Kristjánsson tók
þátt í annarri umræðu um frum-
varpið og tók undir með okkur í
Frjálslynda flokknum um að stjórn
fiskveiða við Ísland með kvótum
væri saga mistaka. Þorskaflinn nú
væri aðeins helmingur þess sem
hann var fyrir daga kerfisins. Að
óreyndu hefði maður ætlað að þing-
maðurinn hefði séð ástæðu til þess
að leggjast á árar með okkur í
Frjálslynda flokknum á móti þessu
frumvarpi og greiða atkvæði gegn
því. Reyndin var sú að það þurfti
einungis tvo stjórnarþingmenn til
þess að fella frumvarpið. Honum
hefði verið í lófa lagið að reyna að
berja kjark í einhvern úr stjórnar-
liðinu, t.d. oddvitann á Skagastörnd
Adolf Berndsen sem greiddi gegn
hagsmunum Skagstrendinga. Nei,
Einar Oddur Kristjánsson sá ekki
ástæðu til þess að vera viðstaddur
atkvæðagreiðslu um frumvarpið
sem gengur þvert á hagsmuni Vest-
fjarða.
Hvað rekur þessa þingmenn til
að greiða atkvæði gegn hagsmun-
um byggða sinna? Einhver útskýrði
það á þann veg að beitan væri sú að
ef þeir væru þægir þá mættu þeir
deila dúkuðu borði með foringjan-
um! ■
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
FISKVEIÐISTJÓRNUN
Erfiðara er að skýra
hvernig reyndir stjórnar-
þingmenn Norðvesturkjör-
dæmisins lyppuðust niður
og samþykktu að afleggja
sóknarstýringu smábáta
sem gengur þvert á hags-
muni kjördæmis þeirra og
þvert á hagsmuni þjóðar-
innar.
,,
Bandaríkin veita
Ísraelum þrjá milljarða doll-
ara í þróunaraðstoð árlega,
það er meira en einn þriðji
fjárveitinga Bandaríkjanna
til allra annarra þróunar-
landa til samans.
,,