Fréttablaðið - 08.06.2004, Síða 34

Fréttablaðið - 08.06.2004, Síða 34
26 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR Leik- og söngkonan JenniferLopez gerði sér lítið fyrir og giftist elskhuga sínum, Marc Anthony, á laugardag. Mikil leynd var yfir brúðkaupinu enda ætti stúlkan að hafa lært þónokkuð af fjölmiðlafárinu sem myndaðist þegar hún ætlaði að giftast Ben Affleck í fyrra. Lopez virðist ekki vera lengi að finna ástina því aðeins eru liðnir sex mánuðir frá því að hún sleit samvistum við Affleck. Meira að segja veislugestir fjörutíu vissu ekki hvað væri í vændum. Þeim var boðið í partí í glæsivillu Lopez í Beverly Hills án þess að nokkurt tilefni væri gefið. Þegar þeir komu þangað var búið að skreyta allt með blóm- um og strengjakvartett hátíðlega við leik á Árshátíðunum fjórum eftir Vivaldi. Pabbi Lopez, David, leiddi hana upp að altarinu í þriðja skiptið. Árið 1997 giftist hún þjóninum Ojani Noa og svo dansaranum Chris Judd árið 2001. Eftir að það samband rann í sandinn trúlofað- ist hún leikaranum Ben Affleck sem hún kynntist við tökur mynd- arinnar Gigli. Orðrómar eru um að Lopez sé ófrísk en talsmenn hennar vilja ekki staðfesta það. Eiginmaður Lopez, söngvarinn Marc Anthony, skildi við fyrrum eiginkonu sína, fyrrum Ungfrú alheim Dayanara Torres, fyrr í vikunni. Saman eiga þau þrjú börn saman. ■ Lopez giftist Marc Anthony MARC ANTHONY Skildi við eiginkonu sína í vikunni, og giftist svo Lopez á laugardagskvöldið. JENNIFER LOPEZ Virðist aldrei eiga í vandræðum með að finna ástina á nýjan leik, eftir að hún glatar henni. ■ FÓLK KEVIN SMITH Leikstjórinn var frjálslegur til fara á frum- sýningu myndar sinnar Jersey Girl í London á dögunum. Með honum er hin níu ára Raquel Castro sem leikur í myndinni. Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Mixið er byrjað í öllum verslunum Skífunnar! SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. 590.- bolur 750.- Framleiðendur söngleikja-myndarinnar The Producers hafa ákveðið að bæta á rasskinn- ar aðalleikkonunn- ar Nicole Kidman fyrir tökur mynd- arinnar. Það er mikið atriði fyrir söguþráðinn að rass aðalpersón- unnar sé sem fyllt- astur og þykir aft- urendi Kidman frekar rýr. Nick Cave ætlar að gefa útnýja plötu í september. Hún heitir því und- arlega nafni Abattoir Blues / The Lyre Of Orpheus og verður tvöföld. Þetta verður þrettánda hljóð- versskífa Cave og hljómsveitar hans The Bad Seeds. Platan var hljóðrituð í París í vor. Hljómsveitin Creed hefur sentút dánartilkynningu sína. Þrír af liðsmönnum sveitarinnar hafa þegar stofnað aðra sveit, án söngvarans Scott Stapp. Trommu- leikari sveitarinnar vildi þó ekki kenna honum né neinum öðrum um samstarfsslitin og sagði ástæðuna bara vera að það hafi ekki verið lengur skemmtilegt að starfa í sveitinni. Radcliffe aldrei verið hraustari Ritstjóri aðdáendasíðunnardanradcliffe.com hefur borið til baka sögusagnir um að Daniel Radcliffe, sem leikur galdrastrákinn Harry Potter, hafi tekið inn of stóran skammt af heróíni. Þvert á móti þá segir hún að Radcliffe sé við mjög góða heilsu og hafi verið heima hjá sér að læra undir próf sem fara átti fram daginn eftir þegar orðrómurinn braust út á netinu. Bætti hún því við að leikarinn, sem er 15 ára, geti ekki verið hraustari og hamingjusamari. Fordæmdi hún jafnframt þá sem sögðu fréttirnar um Radcliffe og sagði að því miður hefðu þeir ekkert betra við tíma sinn að gera. Sumir miðlar hafi reyndar tekið fram að um grín- frétt hafi verið að ræða en engu að síður hafi fréttaflutningurinn verið með eindæmum smekk- laus. Radcliffe lýsti á dögunum yfir vanþóknun sinni á vímu- efnanotkun þegar hann var spurður út í uppáhaldshljóm- sveit sína, The Libertines. Hann sagðist ekki vilja enda eins og söngvari sveitarinnar, Pete Doher- ty, sem hefur átt við eiturlyfjavandamál að stríða. „Það væri gaman að spila í rokkhljóm- sveit,“ sagði Radcliffe. „Vegna vandræðanna sem Pete Doherty hefur lent í undanfarið myndi ég samt segja að ég væri í betri mál- um um þessar mundir. Ég vil ekki enda í meðferð eins og hann.“ ■ Fantasia Barrino og Clarkson í samstarf? Söngkonan Kelly Clarkson, semvann fyrstu Idol-keppnina í Bandaríkjunum, hefur lýst yfir áhuga á að fara í tónleikaferð með nýjasta sigurvegaranum, Fantasia Barrino. „Ég spjallaði við Fantasiu og við töluðum um að það væri gam- an að fara í tónleikaferð saman vegna þess að við höfum mismun- andi áherslur en höfum samt báð- ar gaman af sálartónlist,“ sagði Clarkson eftir tónleika sem hún hélt með Fantasia og Idol-stjörn- unum Ruben Studdard og Diana DeGarmo. „Það væri líka gaman að syngja með henni inn á plötu. Hún hefur svo mikinn kraft og til- finningu í rödd sinni. Röddin er mjög falleg,“ bætti hún við. Ekki er líklegt að af sam- starfi þeirra verði í bráð því bæði Clarkson og Fantasia ætla að taka upp sitt hvora plötuna á næstu mánuðum. Auk þess er Fantasia á leið í tónleikaferð í sumar til að fylgja eftir sigri sínum í Idol. ■ ■ FÓLK Í FRÉTTUM FANTASIA Upptekin um þessar mundir við að fylgja eftir sigri sínum í Idol-þáttunum. Ný plata er á leiðinni og tónleikaferð er fyrirhuguð í sumar. DANIEL RADCLIFFE Hefur það mjög gott þessa dagana endar hefur myndin Harry Potter og fanginn frá Azkaban fengið frábærar móttökur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.