Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 42

Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 42
8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR34 SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 SÝND Í LÚXUS VIP. kl. 5 og 8 ELLA Í ÁLÖGUM kl. 4 og 6 TAXI 3 kl. 8 og 10 VAN HELSING kl. 6 og 9 TOUCHING THE VOID kl. 5.45 SÝND kl. 6 og 9 B.i. 14 Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana i magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. STÓRVIÐBURÐUR ársins er kominn! DREKAFJÖLL kl. 3.45 M/ÍSL. TALI CONFESSION OF A DRAMA QUEEN kl. 4VAN HELSING kl. 5.30, 8 og 10.30 SCOOBY DOO 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI STÓRVIÐBURÐUR ársins er kominn! HHH Mbl. SÝND kl. 6, 7, 9 og 10 SÝND Í STÓRA SALNUM kl. 6 og 9 HHH Mbl. HHH1/2 kvikmyndir.is SÝND kl. 4, 5, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI HHH Ó.H.T. Rás 2 SÝND kl. 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og 10.40 SÝND Í LÚXUS kl. 5.50, 8.30 og 11.10 SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.is HHH1/2 kvikmyndir.is HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.is25 þúsund manns á aðeins 12 dögum! Tom Cruise er greini-lega ekki sama um þá hluti sem aðrir skrifa um hann. Eftir að heimasíða hélt því fram að hann hefði sýnt þvílíka stjörnustæla við tökur á þriðju Mission: Impossi- ble-myndinni sá hann sig tilneyddan til þess að svara fyrir sig. Slúður- vefurinn aflyont- hewall.com hélt því fram að allt starfsfólk fengi ströng fyrirmæli um hvernig það ætti að um- gangast og tala við hann áður en það tæki til star- fa. Þessu neitar Cruise og segist ætla reka þann starfsmann sem seldi síðunni söguna. Tilefni ferðarinnar er 100 ára af-mæli heimastjórnarinnar og 60 ára afmæli lýðveldisins,“ segir Jó- hann Sigurðarson leikari en hópur íslenskra skákmeistara og leikara frá Þjóðleikhúsinu heldur til Winnipeg í næstu viku til að taka þátt í hátíðarhöldum. „Það verður haldið tveggja daga skákmót ves- tra, sem verður án efa eitt öflug- asta skákmótið sem haldið hefur verið í Kanada í mörg ár og menn eru gríðarlega spenntir yfir komu íslensku stórmeistaranna. Það er búið að auglýsa atburðinn mikið vestanhafs og sjónvarpsstöðin CBC verður með blaðamannafund á næstunni til að vekja athygli á verkefninu.“ Hópurinn frá Þjóðleikhúsinu kemur til með að leika tvær sýning- ar vestanhafs. „Verkið New Iceland’s Saga eftir Böðvar Guð- mundsson rithöfund verður flutt en sagan segir frá fjölskyldu sem tek- ur sig upp frá Íslandi og heldur vestur um haf til Kanada. Inn í sög- una fléttast söngvar frá ýmsum tímum og Bergþór Pálsson óperu- söngvari og Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari flytja dag- skrána ásamt leikhópnum,“ segir Jóhann en auk hans eru Gunnar Eyjólfsson, Kjartan Guðjónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir og Þórunn Lárusdóttir í leikhópnum. „Þetta verður skemmtileg för en að auki verður haldin athöfn við styttu Jóns Sigurðssonar í Winnipeg, 17. júní, þar sem Gunnar Eyjólfsson flytur kvæði og sungnir verða þjóð- söngvar Íslands og Kanada.“ Stór- meistarinn Helgi Áss Grétarsson teflir fjöltefli 19. júní en skák- meistararnir Helgi Ólafsson, Jó- hann Hjartarson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson fara allir vest- anhafs og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra verð- ur einnig með í för. ■ Tæplega 14 þúsund miðar seld-ust á þriðja ævintýrið um Harry Potter yfir helgina. Þetta er því stærsta opnun kvikmyndar á landinu, það sem af er árinu. Harry Potter og fanginn frá Azkaban hefur fengið lof erlendra gagnrýnenda. Myndin er í efsta sæti allra bíóaðsóknarlista í öllum þeim löndum sem hún var frum- sýnd í þessa helgina, þar á meðan í Bandaríkjunum og Bretlandi. Myndin sló met í Bretlandi þar sem hún halaði inn 23,8 milljónum sterlingspunda á frumsýningar- helgi sinni. Fyrra metið átti önnur myndin í bálkinum, Leyniklefinn, en hún náði inn 18,8 milljónum punda. Fyrsta myndin náði inn 16,3 milljónum punda. Myndin var sýnd í 535 sýningar- sölum um allt Bretland. Ekkert lát virðist vera á vinsældum Harry og stefnir allt í að myndin verði á með- al tekjuhæstu mynda allra tíma. Tökur á fjórðu myndinni, Harry Potter og Eldbikarinn, eru við það að hefjast en krakkarnir þrír sem leika aðalhlutverkin, Daniel Radcliffe, Emma Thompson og Rupert Grint munu endurtaka rull- ur sínar í þeirri mynd. ■ Um 14 þúsund á Harry Potter FRÍÐUR FLOKKUR Galvaskur hópur skákmanna og leikara heldur til Kanada í lok vikunnar. Á myndina vantar skákmeistarana Helga Ólafsson, Jóhann Hjart- arson, Jón L. Árnason og Þröst Þórhallsson. Leika og tefla í Kanada ■ KVIKMYNDIR FANGINN FRÁ AZKABAN Strokufanginn Gary Oldman fær kannski Harry Potter til þess að skjálfa en aðdáend- ur hans hópast í bíó til þess að sjá hann. ■ FÓLK Í FRÉTTUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.