Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 6
6 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Bílbrunar í Vesturbæ: Kveikti í bílum með auglýsingabæklingum LÖGREGLA Auglýsingabæklingar og eldspýtur var notað til að kveikja í fjórum bílum í Vesturbæ Reykja- víkur í byrjun mánaðarins. Ekki er hægt að segja til um hvort íkveikjulögur hafi verið notaður til að kveikja í bílunum sem brunnu verst enda bílarnir illa farnir. Til- raun var einnig gerð til að kveikja í bíl við Grenimel. Nær allir bíl- arnir voru ólæstir. Brennuvargurinn er ófundinn en málið er í rannsókn lögreglunn- ar í Reykjavík. „Það eru tvær tryggingar sem taka á bruna. Sér- stök brunatrygging fyrir bíla og svo kaskótrygging sem meðal ann- ars tekur á bruna,“ segir Sumarliði Guðbjartsson, deildarstjóri hjá Sjóvá Almennum, um tjón eigenda bílanna sem kveikt hefur verið í. Hann segir mjög fáa vera með sér- staka brunatryggingu fyrir bíla. Þeir sem eru með kaskótryggingu þurfa að greiða ákveðna sjálfsá- byrgð en tryggingarnar greiða all- an kostnað umfram það. Bíleigend- ur sem hafa hvoruga framan- greindra trygginga bera allan kostnað við íkveikjur eins og urðu í Vesturbænum. Einn bíleigendanna vaknaði við að slökkviliðið var fyrir utan heim- il hans og var að slökkva eldinn í bílnum. Bíllinn brann allur að inn- an og var óökufær. Bíllinn var kaskótryggður en eigandinn þurfti að greiða 70 þúsund krónur í sjálfsábyrgð. ■ Gott uppgjör hjá Marel Hagnaður Marels í ár er meiri en greiningardeildir bankanna spáðu. Verð á hlutabréfum í félaginu hefur ríflega tvöfaldast á árinu og hækk- uðu um 7,7 prósent í gær. VIÐSKIPTI Sex mánaða uppgjör Mar- els sýnir töluvert betri niðurstöðu en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir. Hagnaður af rekstr- inum á öðrum ársfjórðungi nam 2,54 milljónum evra (um 220 millj- ónir króna) en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður af rekstrinum 1,7 milljónum evra. Það sem af er ári er hagnaður Marels 3,8 milljónir evra sem er meira en á öllu árinu í fyrra. Gengi bréfa í Marel hækkuðu um 7,7 pró- sent í Kauphöll Íslands í gær. Það sem af er ári hefur verð á bréfum í félaginu ríflega tvöfaldast. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, segist vera ánægður með upp- gjörið og að bætt rekstrarstaða sé komin til af betri framlegð. Veltan hafi aukist og kostnaður lækkað. Félagið hefur náð mörkuðum í kjöt- iðnaði og segir Hörður vöxt félags- ins vera fyrst og fremst í kjötiðnaði. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé lesið um of í rekstrarafkomuna á þessum fjórðungi. „Þetta er náttúr- lega stutt tímabil. Sex mánuðir eru ekki langur tími í sögu fyrirtækis,“ segir hann. Í tilkynningu frá félag- inu segir að verkefnastaða sé „þokkaleg“ um þessar mundir og að unnið sé að styrkingu á sölu og markaðskerfi á gömlum og nýjum mörkuðum félagsins. Hann segir Marel leggja áherslu á lausnir fyrrir minni framleiðend- ur sem hafa verið að ná góðum ár- angri og eins í stærri verkefnum fyrir matvælafyrirtæki. Marel hef- ur unnið að því undanfarin sex til átta ár að skapa sér markaðsstöðu í kjötiðnaði en upphaflega framleiddi Marel tæki til notkunar í fiskiðnaði. „Þessi markaður [kjötiðnaður] er mjög stór og hefur verið að vaxa þó nokkuð á síðustu árum,“ segir Hörð- ur. Ytri aðstæður í rekstri Marels hafa ekki verið hagstæð. Hörður segir að þróun gengis Bandaríkja- dals skipti miklu fyrir félagið en á síðustu misserum hefur Banda- ríkjadalur verið ódýr. Hækki hann í verði hefur það jákvæð áhrif á af- komu Marels. thkjart@frettabladid.is Próf á Norðurlandi: Fjarnám vinsælt SKÓLAMÁL Rúmlega hundrað íbúar á Norðurlandi vestra sem stundað hafa fjarnám um skeið þreyttu nýlega próf í sín- um heimabæjum frá öllum stærstu háskólum í landinu. Langflestir nemendurnir komu frá Sauðárkróki, alls 72, en nemendur komu frá öllum helstu þéttbýliskjörnum í hér- aðinu. Búist er við frekari aukningu nemenda í fjarnámi strax í haust þar sem Tækni- háskólinn og Háskólinn á Akureyri bjóða báðir nýja val- möguleika í námi í vetur. ■ Héraðsdómur Vestfjarða: Barnaníðing- ur dæmdur í fangelsi DÓMSMÁL Fjörtíu og fimm ára mað- ur var dæmdur í Héraðsdómi Vest- urlands í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var þrettán ára gömul. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa samræði við stúlkuna á heimili hennar. Hann var hins vegar sýkn- aður af því að hafa á árunum 1990 til 1994 margsinnis tekið stúlkuna í fangið og káfað á henni í verslun sem var í eigu móður hennar. Mað- urinn neitar öllum sakargiftum og segir stúlkuna hafa leitað eftir því að setjast í fang hans og að hann stryki á henni bakið sem hann gerði. Hann segist síðar hafa talað við stúlkuna og sagt henni að þetta gæti ekki gengið þar sem hún væri ekki lengur barn. Stúlkan hafði sagt móður sinni og vinkonum frá því að maðurinn hefði brotið gegn sér og gátu þær borið vitni um það. Maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. Héraðsdómur segir brotið gróft og sálfræðingur segi það hafa miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir stúlkuna. Maðurinn hafi mis- notað traust stúlkunnar og foreldra hennar en maðurinn og kona hans voru vinafólk fjölskyldunnar. Dóm- urinn segir manninn hafa engar málsbætur og engin efni séu til að skilorðsbinda dóminn. ■ ■ VIÐSKIPTI ■ SKÓLAMÁL GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,27 0,41% Sterlingspund 130,83 0,08% Dönsk króna 11,77 0,49% Evra 87,47 0,48% Gengisvísitala krónu 121,95 0,40% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 320 Velta 3.042 milljónir ICEX-15 3.160 1,58% Mestu viðskiptin Burðarás hf. 839.868 Actavis Group 763.978 Össur hf. 564.420 Mesta hækkun Marel hf. 7,69% Actavis Group hf. 5,00% Bakkavör Group hf. 3,20% Mesta lækkun Landsbanki Íslan-ds hf. -0,53% Opin Kerfi Group -0,39% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.845,0 0,40% Nasdaq * 1.786,8 0,69% FTSE 4.350,9 0,85% DAX 3.720,6 0,82% NIKKEI 10.,953,6 0,41% S&P * 1.069,9 0,44% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir forseti Venesúela? 2Hvaða ár var verkfall sjómanna síð-ast? 3Hve margar konur hafa gegnt for-mannsstarfi Heimdallar? Svörin eru á bls. 34 Verð frá 29.910 kr.* Hversdagsleg og ævintýraleg í senn www.icelandair.is/london Í London er auðvelt að láta sér líða eins og heima hjá sér enda eru borgarbúar afslappaðir. Leikhúslífið í London er rómað sem og enska kráarmenningin, en fjölbreytni mann- lífsins í hinum ýmsu og ólíku hverfum þessarar stóru borgar er meðal þess sem gerir hana svo heillandi. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Henry VIII á mann í tvíbýli 12.-14. nóv., 26.-28. nóv., 28.-30. jan., 4.-6. feb., 19.-21. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 ORKUVEITA REYKJAVÍKUR KAUPIR HITAVEITU Hveragerðisbær og Orkuveita Reykjavíkur undirrita samninga um kaup Orkuveitunnar á Hitaveitu Hveragerðis í dag. Orkuveitan hefur boðað margvís- legt samstarf við Hveragerðisbæ af þessu tilefni. BÍLBRUNI Flestir bílarnir sem brennuvargurinn kveikti í voru ólæstir. Myndin tengist fréttinni ekki. TILRAUNIR Í SKÓLAHALDI Börn í yngstu bekkjum grunnskólans í Snæfellsbæ munu sækja íþrótta- kennslu til reynslu í eitt ár í íþróttahúsinu á Hellissandi. Var þetta samþykkt á fundi bæjar- ráðs en ekki er talið að fyrir- komulagið leiði til aukins kostn- aðar þar sem ekki þarf að ráða starfsmann sérstaklega vegna þessa. Um er að ræða tilrauna- verkefni sem nær til nemenda 1. til 4. bekkjar. SPÁR GREININGARDEILDA UM AFKOMU MARELS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: KB banki 1.880 Landsbankinn 2.737 Íslandsbanki 1.600 Niðurstaða 2.530 Tölur í þúsundum evra HÖRÐUR ARNARSON Forstjóri Marels er ánægður með uppgjör félagsins en segir að þróun gengis Bandaríkja- dals sé félaginu ekki hagstæð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.