Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 Tariq Aziz: Sakaður um fjöldamorð ÍRAK, AP Tariq Aziz, fyrrum utan- ríkisráðherra og varaforsætisráð- herra Íraks, er ákærður fyrir að bera ábyrgð á fjöldamorðum árin 1979 og 1991. Þetta kemur fram í bréfum hans til fjölskyldu sinnar en ákærurnar hafa ekki verið birtar opinberlega. Í bréfi sínu segir Aziz að ásakanirnar séu tilhæfu- lausar með öllu. Morðin sem um ræðir virðast vera aftökur 22 meðlima Baath- flokksins 1979. 1991 barði Íraks- stjórn uppreisn Kúrda og sjíamúslima niður af mikilli hörku. ■ Brúin yfir Jöklu lokuð almennri umferð út mánuðinn: Ferðamenn verða að snúa við KÁRAHNJÚKAR „Við gerum ekki ráð fyrir að hleypa almennri umferð um brúna yfir Jöklu fyrr en í lok mánaðarins,“ segir Sigurður St. Arnalds, almannatengslafulltrúi Landsvirkjunar. Gríðarmikil um- ferð ferðamanna og forvitinna heimamanna hefur verið að fram- kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka í allt sumar og hafa margir notað sér hringveg þann sem hægt hef- ur verið að fara um svæðið hingað til. Þá er ekið upp úr Fljótsdal inn að Kárahnjúkum og þaðan keyrt niður á þjóðveginn í Jökuldal. Vegna vatnavaxtanna í Jökulsá á Dal hefur orðið að loka einu brúnni á framkvæmdasvæðinu og því verða ferðamenn sem þangað sækja nú að snúa við ætli þeir sér að skoða virkjunarframkvæmd- irnar. Sigurður segir að ekki verði far- ið í lagfæringar á brúnni fyrr en öll hætta á frekari vatnavöxtum sé úr sögunni. „Það verður að líkindum ekki fyrr en í lok mánaðarins. Þeir sem hug hafa á og hafa jeppa til um- ráða geta enn farið aðra leið um Hrafnkelsdal en sá slóði er ein- göngu fær stærri bifreiðum. Að öðrum kosti verður fólk að sætta sig við að fara sömu leið til baka.“ Brúin við framkvæmdasvæðið hefur tvívegis farið undir vatn að undanförnu. Hún er ekki illa skemmd en þarfnast lagfæringa engu að síður. ■ BRÚIN YFIR JÖKULSÁ Á DAL Almennri umferð verður ekki hleypt aftur á hana í þessum mánuði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA síðar. Síðast kom til verkfalls sjó- manna fyrir þremur árum. Það hafði aðeins staðið í fjóra daga þegar stjórnvöld frestuðu því til að klára botnfiskvertíð. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri SSÍ, segir að við það hafi tónninn verið gefinn. „Ég skynjaði að við værum á skriði og ég er viss um að það hefði ekki tekið okkur langan tíma að leysa deiluna. Menn voru að fjalla um erfið mál og voru með vísi af því hvernig ætti að leysa þau. Þegar verk- fallinu var frestað var sú vinna öll eyðilögð og viðræður fóru ekki aftur af stað,“ segir Hólm- geir. Við inngripið höfðu út- vegsmenn treyst á að sjávarút- vegsráðherra sæti ekki aðgerð- arlaus í deilunni. Lög voru síð- ast sett á verkfall sjómanna 16. maí 2001. Sjómenn ekki á föstum laun- um Sjómenn fá greiddan hlut úr aflaverðmæti skipa. Sam- kvæmt síðasta kjarasamningi nemur trygging háseta um 127 þúsund krónum á mánuði veiðist lítið sem ekkert. Afla- hlutur hvers manns um borð í skipi er misjafn. Í kjaraviðræðum nú vilja sjómenn sjá almenn réttindi sjómanna aukin á við það sem gerist í landi. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir launamál sjómanna alls ólík því sem gerist á almennum vinnu- markaði og ekki sé hægt að taka mið af þeim. Kjaraviðræð- ur milli sjómanna og útvegs- manna snúist einfaldlega um það hversu stór skiptahlutur þeirra eigi að vera. Hólmgeir segir rangt að almennar launa- kröfur eigi ekki við þó að sjó- menn séu á hlutaskiptakerfi. Útvegsmenn setja hins veg- ar kröfur um að kjör sjómanna taki mið að tækninýjungum í greininni og breyttra þarfa markaða. Þegar ný skip bætist við flotann aukist líkurnar á tekjuaukningu sjómanna. Hólmgeir segir Sjómanna- sambandið hafa tekið undir þau sjónarmið. „Því miður höfum við tekið undir ákveðin sjónarmið í því og það virðast birtast ný í stað- inn. Þeir bæta í eftir því sem þörf krefur en það er engin breyting. Við stöndum í ná- kvæmlega sömu sporum og þegar við byrjuðum kjaravið- ræðurnar um áramót.“ Engin ákvörðun hafi verið tekin um verkfallsaðgerðir að sinni, segir Hólmgeir. Síðast hafi liðið ár. „Við vonumst til þess að menn geti leyst þetta en það er ekkert í farvatninu sem segir að það gerist.“ ■ GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING KJARAVIÐRÆÐUR SJÓ- MANNA OG ÚTVEGS- MANNA EKKI Á BORÐI SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.