Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Hugo Chavez. 200. Ein. Signal in the Heavens í New York Hljómsveitin The Doors Tribute Band heldur í kvöld og annað kvöld tónleika á Gauki á Stöng. Spiluð verða lög með hljómsveit- inni The Doors og standa tónleik- arnir yfir í eina og hálfa klukku- stund. Börkur Hrafn Birgisson, gítar- leikari sveitarinnar, segir að æf- ingar hafi staðið yfir í allt sumar og gengið vel. „Þetta er mjög skemmtileg músík. Ég hef aldrei verið heitur Doors-aðdáandi og það var ekki fyrr en maður fór að skoða þetta betur að maður fór að verða veikur,“ segir Börkur. „Þetta er mjög metnaðarfullt pró- gram hjá okkur og Björgvin Franz Gíslason er að koma ótrúlega sterkur inn. Ég hefði aldrei trúað því að hann myndi verða svona flottur.“ Til að stúdera takta Jim Morrison, sökkti Björgvin Franz sér í ævisögu kappans, „No One Here Gets Out of Life“ auk þess sem hljómsveitin stúderaði allt efni sem til er á Laugarásvídeó um upprunalegu hljómsveitina. Auk Barkar og Björgvins eru í hljómsveitinni þeir Daði Birgis- son, Kristinn Snær Agnarsson og Pétur Sigurðsson. Að sögn Barkar verða tónleik- arnir á Gauknum hugsaðir fyrir hinn almenna Doors-hlustanda og líka grúskarana. Allir ættu því að fá eitthvað fyrir sinn snúð. ■ Dyrnar opnast á Gauknum THE DOORS TRIBUTE BAND Björgvin, Börkur, Daði, Kristinn og Pétur hafa æft Doors-lög í allt sumar og eru orðnir mjög þéttir. 34 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR „Vinnutitill og stefnuyfirlýsing verkefnisins er First we take Manhattan, then we take Berlin,“ segir Bryndís Ragnarsdóttir en hún er í stjórn myndlistarhópsins Signal in the Heavens sem heldur til New York með þrjár sýningar í vetur. „Við erum þrjú sem höfum starfað saman síðan við útskrifuð- umst úr Listaháskóla Íslands árið 2002,“ en auk Bryndísar eru þau Huginn Þór Arason og Geirþrúður Finnbogadóttir hugmyndasmiðir að verkefninu. „Okkur fannst spennandi að sjá margfeldisáhrif- in sem verða þegar margir ólíkir einstaklingar hittast í nýju um- hverfi og hugmynd okkar var að búa til lífræna byggingu sem er í stöðugri þróun.“ Samstarfið hófst árið í Listahá- skólanum árið 2001. „Þá fengum við 45 manns til að sýna verk sín á tólf stöðum á Íslandi og fórum hring- ferð um landið. Í janúar á þessu ári héldum við þrjár sýningar í Berlín og nú höldum við til New York og vonumst til að verkefnið haldi áfram að vinda upp á sig.“ Íslenski hópurinn sýnir verk sín í Gallerí Boreas í New York. „Við ákváðum að reyna að komast strax til New York eftir Berlínar- sýninguna og fengum Katrínu Sigurðardóttur myndlistarkonu til að aðstoða okkur við að finna gall- erí í borginni. Hún hefur búið lengi í New York og benti okkur á galleríeiganda sem vill tengjast Íslandi. Hann hefur meðal annars boðið Tuma Magnússyni að sýna hjá sér en gallerí hans er staðsett í Williamsborg í Brooklyn.“ Á sýningunni í New York verða 22 myndlistarmenn og hópur tón- listarfólks. „Við ætlum okkur að vinna með menningarlegar afurð- ir Kaldastríðsáranna þar sem við lítum á okkur sem síðustu kyn- slóðina sem upplifði Kaldastríð- ið,“ segir Bryndís og vísar titill verkefnisins, First We take Man- hattan, then we take Berlin, í eigh- tees tímabilið. „Á sýningunni verður nokkurs konar samruni tónlistar og myndlistar en í Berlín fengum við meðlimi úr hljóm- sveitunum Múm og Rúnk til að taka að sér tónlistarhliðina í verk- efninu. Þau koma fram með okkur í New york og kalla sig þá Re- presentative Man og Skakkamanage en í myndlistar- hópnum, sem er síbreytilegur, mætist fólk frá ýmsum löndum.“ Sýningarröð Signal in the Hea- vens í New York kallast Purgatory en fyrsta sýningin „The Father“ opnar í október. Hinar sýningarnar verða í desem- ber og í apríl en nánari upplýsing- ar er hægt að fá á signalinthehea- vens.com ■ MYNDLIST 22 MYNDLISTARMENN OG TVÆR HLJÓMSVEITIR ■ verða með samruna tónlistar og myndlistar í New York. TÓNLIST DOORS ■ Ekki alveg, en næstum. UNGT MYNDLISTARFÓLK Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir er einn af forsprökkunum í Signal in the Heavens. FRÉTTIR AF FÓLKI Fínir bílar OPEL ASTRA Nyskr.08.2001,1600cc 5 dyra,sjsk.ek 26þ. 1450.þ 575 1230 1190.þ 1120.þ 1390.þ SKODA OCTAVIA 4x4 Nyskr.03.2002,1600cc 5 dyra,bsk.ekinn 60þ. 1490.þ 1490.þ Opið mán-fös 10-18 og lau 12-16 VW PASSAT Nyskr.09.2000,1800cc 4 dyra,sjsk.ek 69þ. RENAULT MÉGANE CL. Nyskr.08.2002,1600cc 4 dyra,bsk.ekinn 42þ. RENAULT KANGOO Nyskr.04.2002,1400cc 5 dyra,bsk.ekinn 42þ. OPEL ASTRA G CARAVAN Nyskr.06.2000,1600cc 5 dyra,bsk.ekinn 80þ. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2 vitur, 6 spil, 8 fjölskyldufaðir, 9 fótabúnað, 11 pípa, 12 venur, 14 meiddi, 16 varðandi, 17 kjaftur, 18 tóm, 20 ónefndur, 21 grafa. Lóðrétt: 1 rámt, 3 tónn, 4 ógöngurnar, 5 ungviði, 7 hús, 10 hljóma, 13 sarg, fyrir innan, 16 eins um a, 19 tveir eins. LAUSN. Lárétt: 2klók,6ás,8afi, skó, 11æð,12 temur, 14marði,16um,17gin, 18auð,20 nn,21urða. Lóðrétt: 1hást,3la,4ófærðin,5kið,7 skemmur, 10 óma, urg, 15inni,16uau,19 ðð. ■ IMBAKASSINN Eins og staðan er í dag er ráð mitt að þið takið ykkur LANGA pásu frá sambandinu, og að ÞÚ Jenný komir þér í heitt og kyn- ferðislegt samband við þunnhærð- an, eldri hjónabandsráðgjafa! Heyrst hefur að Hafsteinn Haf-steinsson forstjóri Landhelgis- gæslunnar sé farinn að hugsa sér til hreyfings og ætli að segja starfi sínu lausu. Landhelgis- gæslan hefur ít- rekað kvartað undan fjárskorti sem kemur í veg fyrir að hún geti sinnt þeim verk- efnum sem hún beri að sinna á fullnægjandi hátt. Ekki er þó vitað hvort Hafsteinn sé orðinn langþeyttur á stappinu, eða hvort hann sé bara kominn með augastað á skemmtilegra verkefni. Mikið hefur verið að gerast á bók-menntavef Bjarts. Að þessu sinni snúast umræðurnar þó ekki um bækur heldur bíla. Upphafið hófst þegar einn starfsmaður bókaútgáf- unnar ákvað að auglýsa bifreið sína til sölu á vefnum og til að gera bílinn sölulegri fylgdi með saga um að hún hafi eitt sinn verið notuð til að skutla Braga Ólafssyni í heilsubúð. Bragi vildi nú ekkert við þetta kannast, sér- staklega þar sem hann kaupir ekkert lífrænt. Hvort það hafi verið umræð- unni að þakka eður ei, er bif- reiðin nú seld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.