Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 20
Ef þú sérð flík og kaupir hana en sérð síðan eftir því þegar þú kemur heim þá er sniðugast að skila henni. Þó þú fáir ekki peningana til baka þá áttu samt innleggsnótu sem þú getur notað í eitthvað þarfara. Á langþráðum frídögum lendir fólk oft í þeirri gryfju að kvarta yfir því að það sé ekkert að gera. Og ef það er eitthvað að gera þá er það yfirleitt alltof dýrt og þá er allt orðið ómögulegt aftur. Ímyndunaraflið er nauðsynlegt á dögum sem þessum og mikilvægt er að hugsa utan rammans, þræða nálina og finna eitthvað sem hægt er að gera. Það þýðir ekkert að sitja inni og væla heldur þarf að sýna framtakssemi og finna sköpunargleðina innra með sér. Litli rauði Jón Sigurðsson er daglega ekki metinn til mikils og eru fimm hundruð krónurnar oftast taldar smáaurar nú til dags. Engu að síður er nóg hægt að gera fyrir Nonna og engin ástæða að afskrifa hann þar sem hann mun væntanlega mótmæla því, ef við þekkjum hann rétt. ■ Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON FÉLAGS- FRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA HEIMILANNA SETUR UPP DÆMI UM GREIÐSLUR INN Á HÖFUÐSTÓL: Höfuðstólsgreiðsla Hvað er eiginlega hægt að gera... ...fyrir fimm hundruð krónur? Viðbótarlífeyrissparnaður er tiltölulega nýtt sparnaðarfyrirkomulag á Íslandi þar sem aðilar vinnumarkaðarins og yfirvöld hafa sameinast um ráðstöfun sem felur í sér mikilvæga kjarabót. Enn er löggjöf um viðbótarlífeyrissparnað smám sam- an að þróast og festast í sessi á vinnumarkaði og fólk að átta sig á möguleikunum sem felst í þeim sparnaði. Það er hins vegar val einstaklingsins að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þarf hann sjálfur að gera samning við þann fjárvörsluaðila sem hann velur að skipta við. „Viðbótarlífeyrissparnaður er tvímælalaust hagstæðasti sparnaður sem völ er á,“ segir Marta Helgadóttir á sölu- og markaðssviði SPRON. „Launþegar geta greitt allt að 4% af launum sín- um í viðbótarlífeyri og er atvinnurekanda skylt að leggja til 2% aukaframlag. Mótframlag launagreið- enda sem almennt er umsamið í kjarasamningum er 2% en einmitt mótframlagið gerir viðbótarlíf- eyrissparnað að hagstæðasta sparnaði sem völ er á. Auk þess sem framlag launþegans er að fullu frá- dráttarbært frá skatti,“ segir Marta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta lagt fyrir sambærilegt hlutfall af tekjum eða 6% og notið þess skattalega hagræðis sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Viðbótarlífeyrissparnaður er langtímaráðstöfun og í því felast mörg tækifæri. Því fyrr sem einstak- lingar hefja sparnaðinn því meiri möguleika hafa þeir til að ná góðri ávöxtun, það er því mikilvægt að byrja strax. „Að leggja fyrir reglulega í langan tíma er það sem skilar bestum árangri, með því móti læturðu peningana vinna fyrir þig, það má komast þannig að orði að tíminn vinni með þér,“ segir Marta. „Með heilbrigðu líferni og auknu framboði símenntunar getur fólk viðhaldið opnum huga til lífsins tæki- færa. Hugtakið að eldast er breytt og það er ýmis- legt sem er sjálfsagt í dag sem þótti ekki við hæfi fyrir 20-30 árum síðan. Það var ekki algengt að gamlar kerlingar og karlar væru að setjast á skóla- bekk á miðjum aldri og plana framtíðina,“ segir Marta og brosir. Hægt er að velja mismunandi ávöxtunarleiðir þegar kemur að viðbótarlífeyri. Viðhorf fólks til áhættu eru mismunandi en það er hægt að stýra áhættunni og það er hægt að lágmarka hana með því að velja öruggari ávöxtunarleiðirnar. „Grunda- vallaratriði er að kynna sér málin vel og velja vörsluaðila sem við treystum vel.“ kristineva@frettabladid.is Viðbótarlífeyrissparnaður: Hagstæðasti sparnaður sem völ er á Marta B. Helgadóttir segir viðbótarlífeyrissparnaðinn vera góða kjarabót, sérstaklega með tilliti til skattafrádráttar og framlag atvinnurekanda. Dæmi 1: A. Einstaklingur sem hefur 100 þús. kr. í mánaðarlaun og leggur fyrir lágmarksframlag sem er 2% af heildarlaunum í sparnað- inn, fær 2% mótframlag launagreiðanda og tekjuskattsafslátt. Hann fær mánaðarlega greitt í sinn lífeyrissparnað samtals 4.000 kr. Lækkun á útborguðum launum er þó einungis 1.228 kr. á mánuði. Fjögur þúsund krónur á mánuði til margra ára eða áratuga er sparn- aður sem virkilega munar um fyrir ekki tekjuhærri einstakling. B. Sami einstaklingur sem hefur 100 þús. kr. í mánaðarlaun og leggur 4% af heildarlaunum í sparnaðinn fær 2% mótframlag frá launagreiðanda og tekjuskattsafslátt. Hann fær mánaðarlega greitt í sinn lífeyrissparnað samtals heilar 6.000 kr. Lækkun á útborguðum launum er þó einungis 2.457 kr. á mánuði. Dæmi 2: A. Einstaklingur sem hefur 250 þús. kr. í mánaðarlaun og legg- ur fyrir 2% af heildarlaunum í sparnaðinn, fær 2% mót- framlag launagreiðanda og tekjuskattsafslátt. Hann fær mánaðarlega greitt í sinn lífeyrissparnað samtals 10.000 kr. Lækkun á útborguðum launum er þó einungis 3.071 kr. á mánuði. B. Sami einstaklingur sem hefur 250 þús. kr. í mánaðarlaun og leggur 4% af heildarlaunum í sparnaðinn fær 2% mótfram- lag frá launagreiðanda og tekjuskattsafslátt. Hann fær mánaðarlega greitt í sinn lífeyrissparnað samtals heilar 15.000 kr. Lækkun á útborguðum launum er þó einungis 6.142 kr. á mánuði. Sæll, Ingólfur! Af hvaða láni á að byrja að borga nið- ur höfuðstólinn? 1. 40 ára húsbréf, 6 ár búin, eftir- stöðvar 700.000, vextir 5,1% 2. 25 ára lífeyrissjóðslán, 20 af 50 greiðslum búnar, eftirstöðvar 850.000, vextir 5,23% 3. 30 ára lífeyrissjóðslán, 13 af 60 greiðslum búnar, eftirstöðvar 2,2 m, vextir 6% 4. 25 ára húsbréf, 54 af 99 greiðslum búnar, eftirstöðvar 3,2 milljónir, vextir 6% 5. 25 ára húsbréf, 42 af 99 greiðslum búnar, eftirstöðvar 2,3 milljónir, vextir 5% Er best að borga eitthvað inn á allt, eða borga eitthvað mikið niður áður en hafist er handa við næsta, eða borga eitt alveg áður en byrjað er á næsta? Við erum að klára að borga neyslulán og viljum halda áfram með þessi lán - nýta tækifærið á meðan við höfum tímabundið góðar tekjur. Bestu kveðjur, Anna Sæl Anna! Þetta er flott spurning. Til þess að svara henni verð ég að nota veltukerfi Fjármála heimilanna. Aðgangur að veltukerfinu kostar 9.500 krónur en Fréttablaðið er frítt! En þú gerðir mig forvitinn og ég setti dæmið upp í kerfinu. Látir þú það ekki fara lengra skal ég segja þér niðurstöðuna. Þú greiðir inn á höfuðstólinn á einu láni í einu og klárar því hvert lán fyrir sig. Þegar þú hefur greitt upp fyrsta lánið notar þú peningana, sem fóru í mánaðarlegar greiðslur á því, til þess að greiða inn á höfuðstólinn á næsta láni og svo koll af kolli. Þetta þýðir með öðrum orðum að þú verður að halda óbreyttri greiðslubyrði út allan lánstímann. Það sem þú uppskerð er mun styttri lánstími og mikill sparn- aður í vöxtum og verðbótum. Rúsín- an í pylsuendanum er að eftir síðustu lánagreiðslu breytist mánaðarleg greiðslubyrði í frjálsar ráðstöfunar- tekjur – skattlausar. Í þínu tilfelli myndi ég byrja á að greiða inn á höfuðstólinn á 3,2 millj- óna húsbréfaláni nr. 4. Ástæðan er einföld; það lán greiðist fyrst upp og því getur þú notað peningana til þess að greiða inn á höfuðstólinn á næsta láni. Þú greiðir því inn á lánin í þess- ari röð: 4, 5, 2, 3 og 1. Það tekur þig 34 ár að klára öll lánin á hefðbund- inn hátt. Með veltukerfinu klárar þú lánin á 13 árum ef þú bætir 10.000 krónum við mánaðarlega greiðslu- byrði, á 11 árum ef þú bætir 20.000 krónum við og á 7,5 árum ef þú bæt- ir 50.000 krónum við greiðslubyrð- ina. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Einn leikur í pool: 100 til 200 krónur. Einn leikur í keilu fyrir 13 ára og eldri: 400 krónur. Ferð í Árbæjarsafnið: 500 krónur. Sund: 230 krónur. Pylsa og kók: um 300 krónur. Brauð til að gefa öndunum 200 krónur Fara í strætó um allan bæinn: 220 krónur. Ís með dýfu og kurli: um 300 krónur. Ferð í skautahöllina fyrir fullorðinn: 500 krónur: Ferð í skautahöllina fyrir barn (miðað við að viðkomandi eigi skauta): 400 krónur. Fara upp í Hallgríms- kirkjuturn: 300 krónur. Auðvitað er þetta ekki tæmandi listi yfir hina fjölmörgu hluti sem ódýrt er að gera og kaupa og leynast fyrir utan húsið þitt ef þú aðeins opnar augun. Svo ekki sé minnst á þá fjölmörgu hluti sem hægt er að gera ókeypis úti í náttúrunni; göngutúr, hjólatúr og flatmaga úti á túni. Fjögur bíó um helgar: 400 krónur. Kaffibolli á góðum stað: 300-400 krónur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.