Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 24
Opið hús verður hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Kópavogi á laugardaginn frá 13-16. Þar munu kennarar og starfsfólk skólans kynna þau námskeið sem í boði eru á haustönn og svara spurningum gesta um þau. Um ýmsar greinar er að ræða í skólanum og má þar nefna námskeið í auglýsingatækni, myndbandavinnslu, vefsíðugerð og myndvinnslu. Auk þess er boðið upp á almennt tölvunám, bæði fyr- ir byrjendur og lengra komna, meðal annars sérhæfð námskeið fyrir eldri borgara. Ýmsar starfstengdar námsbrautir eru á dagskránni hjá skólanum, þar geta menn spreytt sig á sölu- og mark- aðsnámi, skrifstofunámi og hönn- un og áfram mætti telja. Þeir sem mæta á opna húsið geta dottið í lukkupott þar sem 10 heppnir fá gjafabréf að verðmæti 25.000 kr. ■ Önnur söluhæsta fartölvan í Evrópu tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækniACERFARTÖLVUR Eftir samræmdu prófin í grunn- skóla skiptast námsmennirnir oft í tvær þyrpingar; þeir sem halda áfram í skóla og þeir sem fara út á vinnumarkaðinn. Þeir sem ákveða að feta námsbrautina áfram þurfa allt í einu að hugsa um bókakaup. Áður en skólinn byrjar fá námsmenn bókalista í hönd og þá er vissara að drífa sig út á skiptibókamarkaði til að fá bækurnar sem ódýrastar. Þeir sem eru ekki að byrja í fram- haldsskóla geta einnig farið með gömlu bækurnar sínar og skipt þeim út fyrir nýjar og borga þá yfirleitt lítið á milli. „Við erum bæði með nýjar og gamlar bækur á markaðinum. Við höfum yfirleitt þær eldri ofan á þeim nýju þannig að þeir fyrstu sem koma að kaupa bækur fá þær ódýrustu. Krakkarnir koma með bækurnar á kassann og þær bæk- ur sem hægt er að taka inn eru teknar inn. Þau fá síðan innleggs- nótu sem gildir í ár fyrir allar vör- urnar í búðinni. Þau koma næst og skoða sig um á markaðinum, kaupa þær bækur sem þær þurfa og nota svo innleggsnótuna við kassann,“ segir Nína Hjaltadóttir, starfsmaður á skiptibókamarkaði Griffils. „Það er mismunandi eftir skól- um en yfirleitt fá krakkar um tíu til fimmtán þúsund krónur fyrir gömlu bækurnar. Það dugir yfir- leitt fyrir um sextíu pró- sent af kostn- aði nýju b ó k a n n a þannig að þetta marg borgar sig. Það er reynd- ar endalaust verið að búa til nýjar útgáfur og kenna nýjar bækur. Það er ákveðin tíska í því eins og öðru og við ráðum ekkert við það. Auðvitað getum við ekki tekið inn bækur sem ekki eru kenndar það árið eða eru úreltar. Við fáum lista frá skólunum um hvaða bækur eru kenndar hverju sinni og verð- um að fara alfarið eftir þeim,“ segir Nína og bætir við að þau í Griffli byrji að taka inn bækur strax á vorin. „Fólk kemur stund- um á vorin en það er ekki mikið. Þá tökum við inn þær bækur sem við vitum að erum kenndar. Við stoppum samt svolítið á því að við getum ekki tekið inn allar bækur. Mesta örtröðin byrjar náttúrulega þegar um það bil vika er í skólann. Við tökum bara inn það sem við seljum og endum árið yfirleitt á því að eiga eitthvað aðeins fram á næsta ár. Nýjum bókum skilum við aftur til útgefanda. Það eina sem vantar eru bækur fyrir há- skóla. Það er líklega vegna þess að í háskólanum vill fólk yfirleitt eiga bækurnar. Mjög fáir kaupa bækur í menntaskóla með það í huga að eiga þær um ókomna framtíð. Þess vegna eru skipti- bókamarkaðir svona sniðugir og hagkvæmir í leiðinni.“ Nína hvetur námsmenn til að koma sem fyrst með bækurnar á skiptibókamarkaðinn. „Þó að krakkar séu ekki komnir með bókalista í hendurnar þá geta þeir samt lagt inn gömlu bækurnar og fengið innleggsnótuna. Við hjá Grifli veitum ekki peninga fyrir bækur þar sem við trúum því að bækur ættu að vera keyptar fyrir bókapeninga. Það er ákveðið skynsemisatriði. Við tökum allar bækur sem við þorum. Það er vilji bókasölumannsins að sem flestir fái bækurnar sem ódýrastar. Við höfum það að markmiði að það fá- ist allt hér og því fyrr sem krakk- arnir koma því ódýrari bækur fá þeir.“ lilja@frettabladid.is Elín Hjaltadóttir hvetur krakka að koma sem fyrst á skiptibókamarkaðinn með gömlu bækurnar. Hagkvæm leið í skólabyrjun: Bækur ganga manna á milli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L Bækur eru teknar inn á skiptibókamarkað ef … … þær eru í þannig ástandi að þú myndir kaupa þær. … þær eru tiltölulega heilar. … ekki vantar í þær neinar blaðsíður. Ekki er verra ef bækurnar eru vel glósaðar fyrir komandi kynslóð. Margmiðlun kynnt á opnu húsi: Hagnýtt nám fyrir nútímafólk „Fyrir mér eru kennslustundirnar hjá Jóni Böðvarssyni ógleymanlegar því hann hafði mikla ánægju af að kenna og lifði sig inn í það,“ segir Valgerður. Eftirminnilegur kennari: Kenndi af innlifun og hreif alla með sér „Mér dettur strax í hug tveir fyrrverandi kennarar mínir, annars vegar Jón Böðvarsson sem kenndi mér sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hins vegar Rachel, leiklistakennari minn í San Diego í Kaliforníu þar sem ég var eitt sinn skiptinemi,“ segir Valgerður Matthí- asdóttir, arkitekt og sjónvarpskona á Skjá einum, þegar hún er spurð út í eftirminnilegan kennara. „Fyrir mér eru ógleymanlegar kennslustund- irnar hans Jóns Böðvarssonar. Hann hafði svo mikla ánægju af að kenna og lifði sig svo inn í það að hann hreif alla með þannig að allir hlustuðu á hann með athygli. Mér fannst ég meira að segja einu sinni sjá tár renna hjá honum, þvílík var innlifunin,“ segir hún. Þegar Valgerður var 17 ára gömul fór hún sem skiptinemi til San Diego í Kaliforníu og segir hún dvölina þar hafa verið ógleymanlega reynslu. „Þar hafði ég mjög skemmtilegan leiklistarkennara, hana Rachel en hún var flippaður, skemmtilegur og hress hippi og mikil listakona. Kennsluaðferðir hennar voru mjög nýstárlegar og allt öðru- vísi en maður hafði vanist hér heima. Hún var náttúrulega að kenna okkur leiklist og fyrir vikið var allt miklu frjálslegra heldur en í hefð- bundnu fagi. Hún fór til dæmis í ferðalag með bekkinn um Kaliforníu að skoða leikhús, sem mér fannst mér auðvitað mjög sérstakt og gam- an,“ segir Valgerður. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.