Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Þjóð í álögum Hitamet ágústmánaðar varslegið í gær og víða um land var heitara en nokkru sinni áður hefur mælst. Á slíkum dögum breytist allt. Það er eins og verði til einhver galdur. Fólk rýkur út á götur og myndar mannmassa í miðbænum og á helstu útivistar- svæðum. Þeir sem eiga þess kost taka sér frí í vinnunni eða hætta að minnsta kosti fyrr en vanalega. Fólk vill eðlilega reyna þetta nátt- úruundur á eigin skinni. OG ALLIR TALA um veðrið. Jafnvel þeir sem eru ókunnugir fyrir geta ekki orða bundist og skiptast á nokkrum orðum um blessaða blíðuna. Í útvarpi og sjónvarpi er líka talað um veðrið og í blöðunum er skrifað um það. Staðreyndir eru raktar og farið út í mannmassann til að ræða við fólk um veðrið. Og allir, eða að minnsta kosti nánast allir, eru himinlifandi og lukkulegir með sólina og hitann, merkilegt nokk. Einhugurinn er mikill og veðrið verður eins og sameiningartákn, öll dýrin í skóginum eru vinir af því að sólin skín svo fallega og þeyrinn er svo undurhlýr og mjúkur. VENJULEGT góðviðri er þó orð- ið alvanalegt á síðustu árum þan- nig að nú orðið þarf meira til en áður til að gott veður hafi jafn- kynngimögnuð áhrif á þjóðarsál- ina eins og það hafði í gær. Eigin- lega má segja að fólk sé hætt að kippa sér upp við það þótt sólin skíni dag eftir dag og og köld gjóna víki fyrir mildum þey. En fyrr má nú rota en dauðrota og á degi eins og í gær bresta allar stíflur. FYRIR LÖNGU hafði ég horfst í augu við það að örlög mín væru að eiga heima í landi þar sem hug- takið gott veður hefði lítillega aðra merkingu en meðal vel flestra annarra þjóða. Gott veður getur nefnilega merkt svo margt á íslensku, til dæmis fallegt veður, milt veður, stillt veður og þannig mætti áfram telja. Hins vegar hefur lítið reynt á að við höfum þurft að nota hugtakið gott veður um mikinn hita. Kannski að komið sé að því að taka verði þetta til endurskoðunar. Það getur nefni- lega orðið heitt, meira að segja í Reykjavík. Það sem einu sinni hefur gerst getur nefnilega hæg- lega gerst aftur. BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.