Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bankarán: Vopnaður mjólkurdufti HONG KONG, AP Kínverskur maður á fertugsaldri reyndi að ræna banka í Hong Kong vopnaður dós af mjólkurdufti. Maðurinn lét sem um sprengju væri að ræða og hót- aði að sprengja bankann í loft upp ef ekki yrði orðið við kröfum hans. Fjölmiðlar í Hong Kong sögðu frá því að maðurinn væri berkla- sjúklingur og honum hefði gengið það eitt til að láta fangelsa sig, þar sem hann hefði ekki efni á viðeig- andi lyfjum en fengi þau ókeypis sem fangi. Maðurinn er í haldi lögreglu og hefur enn ekki verið ákærður fyrir verknaðinn. ■ Söguleg stund: Kóreuríkin sem eitt SEÚL, AP Ólympíulið Norður- og Suður-Kóreu munu ganga saman inn á ólympíuleikvanginn við setningarathöfn leikanna á föstu- daginn. Þetta er til marks um batnandi sambúð ríkjanna á Kóreuskaganum. Liðin mæta til leiks undir merkjum sameiginlegs fána og hvorugur þjóðsöngur ríkjanna verður leikinn, heldur kóreskt þjóðlag. Hins vegar nær samstað- an ekki fram yfir setningarat- höfnina því liðin munu keppa hvort í sínu lagi í þeim greinum sem þau taka þátt í á Ólympíuleik- unum. ■ Ekki er vitað hver sendi falskt neyðarkall: Engar ábendingar hafa borist LEIT „Við getum ekkert frekar gert án þess að fá vísbendingar og eng- in slík hefur borist,“ segir Jónína Sigurðardóttir hjá fjarskiptadeild Ríkislögreglustjóra, en í lok júlí var gerð leit að tuttugu frönskum ferðamönnum eftir að neyðarkall barst. Kallið reyndist ekki á rök- um reist en ekki hefur tekist að hafa uppi á manninum sem kallaði eftir hjálpinni. Jónína segir málið hafa verið lagt til hliðar en verða tekið upp að nýju berist ábendingar. Mikill viðbúnaður var vegna leitarinnar, 120 leitarmenn tóku þátt og voru 25 björgunarbílar notaðir. Fyrstu leitarhóparnir fóru af stað um klukkan tvö fimmtudaginn 29. júlí og hættu síðustu hóparnir leit klukkan fimm daginn eftir. Gróf- lega má áætla að um einn þriðji leitarmannanna hafi verið við leit á hverjum tíma og þannig hafi farið í kringum eitt þúsund klukkutímar í leitina. Að auki var þyrla Landhelgisgæslunnar í flugi í um fimm klukkustundir en hver flugtími þyrlunnar kostar 150 þúsund krónur. ■ KB banki: Veðjar á Actavis VIÐSKIPTI Greiningardeild KB banka ákvað í kjölfar uppgjörs Actavis að ráðleggja fjárfestum að kaupa í félaginu. KB banki telur að líklegt sé að bréf í félag- inu muni hækka meira en með- altal á markaði á næstu misser- um. KB banki telur hins vegar að verð á félaginu sé hátt en grein- ingardeildirnar eru jafnan var- kárari í verðmati á félögum heldur en svokallaðri vogunar- ráðgjöf. Verðmatið segir til um raunverulegt mat deildarinnar á verðmæti félags en vogunarráð- gjöfin gefur til kynna hvort bankinn telur líklegt að verðið muni hækka á markaði. Bréf í Actavis hækkuðu mik- ið í fyrra en hafa hækkað hægar en meðaltal á markaði. ■ EKKI VITAÐ HVER SENDI FALSKT NEYÐARKALL Mikill fjöldi fólks tók þátt í leit að tuttugu ferðamönnum en neyðarkallið reyndist ekki á rökum reist. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I SAMNINGAR UNDIRITAÐIR Stephen Ip og Siv Friðleifsdóttir undirrit- uðu samningana fyrir hönd Hong Kong og Íslands. Samið um flug til Hong Kong: Flugleiðir ekki í áætl- unarflug FLUG Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða, segir að ekki séu uppi áætlanir um að hefja áætlunarflug til Hong Kong en íslensk yfirvöld undir- rituðu loftferðasamninga við Hong Kong í fyrradag. „Við leggjum áherslu á að slíkir samningar séu gerðir hvar sem því verður við komið til að geta átt þann möguleika að vinna í þá átt að eiga viðskipti við ný lönd,“ segir Guðjón. Hong Kong er talin næst- mikilvægasta miðstöð loftflutn- inga í Asíu og telur Guðjón helstu tækifærin liggja í frakt og leiguflugi. ■ FENGU DJÚPSPRENGJU Í VÖRPU Landhelgisgæslan var kölluð til eftir að djúpsprengja kom í vörpu skipsins Þórunnar Sveins- dóttur frá Vestmannaeyjum. Sprengjan var óvirk og var sprengiefnið brennt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.