Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 45
33 [ MYNDBÖND ] VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Along Came Polly GAMAN Runaway Jury SPENNA Gothika SPENNA The Whole Ten Yards GAMAN Out of Time SPENNA Something¥s Gotta Give GAMAN Cheaper By the Dozen GAMAN Mystic River SPENNA Lost in Translation DRAMA Timeline SPENNA Missing, The SPENNA Dickie Roberts: Former Child Star GAMAN Freaky Friday GAMAN Monster DRAMA Stuck On You GAMAN Anything Else GAMAN Uptown Girls GAMAN Secondhand Lions GAMAN Big Fish GAMAN Beyond Borders DRAMA Topp 20 - Vinsælustu leigumyndböndin - 31. vika MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 „Hún er greinilega mikill verslun- armaður,“ segir Bragi Halldórs- son, kaupmaður í versluninni Rani- mosk á Klapparstíg um Pink, sem hélt hér tónleika í gærkvöld. Áður en kom að tónleikunum skrapp hún þó í smá verslunarleiðangur í mið- bænum og kom við í tveimur búð- um, Ranimosk og Nonnabúð sem er þar við hliðina. „Það komu tveir bílar, fullir af öryggisvörðum sem hún hoppaði út úr. Fyrst kom hún hingað, fór svo í Nonnabúð og svo var hún farin.“ Bragi segist þó ekki hafa þekkt hana, því hún hafi verið svo róleg og hógvær. „Það var ekki fyrr en einhverjar smástelpur fóru að biðja hana um eiginhandaráritun að ég uppgötvaði hver þetta væri.“ Þó svo að framkoman hafi ekki komið upp um hana, með því að vera svolítið villt eins og hún er þekkt fyrir úr tónlistinni, mátti frekar sjá þá hlið á henni af því sem hún keypti. „Hún keypti boli eftir okkur hérna sem eru skreytt- ir með hauskúpum, póstkort, hand- gerða skyssubók með hauskúpum og meira en handfylli af barm- merkjum. Í Nonnabúð keypti hún svo nokkra boli og Dead-jakka með kvensniði.“ Það er ekki annað að sjá en að Pink hafi líkað vel við ís- lenska hönnun. ■ MARÍA PÉTURSDÓTTIR OG BRAGI HALLDÓRSSON Pink leyst greinilega vel á úrvalið hjá þeim í Ranimosk. Pink í verslunartúr ■ DÁLEIÐSLA ■ FÓLK Tónleikaferðalag Madonnu um Bretland fer nú að hefjast og dag- blaðið The Sun segir frá þeim kröf- um sem poppstjarnan gerir varð- andi búningsherbergi og fleira. Eitt af því sem Madonna vill er að sér- stakt „hvíldarherbergi“ verði byggt fyrir hana. Hún vill hljóðeinangrað svæði þar sem hún getur hugleitt og fallið í trans áður en hún fer á svið. Hugleiðslan er hluti af trú hinnar 45 ára ofurstjörnu sem er fylgjandi hinnar dulúðlegu gyðinglegu Kabbalah-trú. Nýlega var sagt frá því að Madonna ætli að reiða fram um einn og hálfan milljarð króna fyrir stofnun Kabbalah-skóla í New York, the Kabbalist Grammar School For Children, þar sem krökk- um á grunnskólaaldri verður kennd iðkun gyðingatrúar. Blaðið segir jafnframt að vegg- ir herbergisins verði að vera huld- ir grænum efnisströngum og hafa mjúka púða á gólfinu. Haft er eftir innherja að hún vilji ekki heyra títuprjón falla og að herbergið verði að vera grænt til að hjálpa til við hugleiðsluna. Það er verið að innrétta herbergið í Manchester, þar sem Madonna heldur tvenna tónleika nú um helgina. ■ Algjör þögn MADONNA Leitast eftir frið og ró. ■ TÓNLIST Miðasala á dávaldinn Sailesh hefst í dag klukkan 10 en hann mun dáleiða Íslendinga á skemmtistaðnum Broadway 24. september. 1000 sæti verða í boði fyrir áhugasama á sýninguna sem stendur í tvær og hálfa klukku- stund. Miða má nálgast í verslunum Skífunnar á Laugavegi en athygli er vakin á því að sýningin er bönnuð fólki innan 18 ára aldurs. Miðaverð er 2.500 krónur. Á sýningunni mun plötu- snúðurinn Greg Kusiak gæta þess að rétta tónlistin sé spiluð til að halda uppi stemningunni. Sailesh býr í Bandaríkjunum, þar sem hann ferðast um með sýningu sína, auk þess sem hann er með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð fyrir sjónvarpsstöð þar vestra. Hann hefur gráðu í dáleiðslu eftir tveggja ára nám. Þá hafði hann ferðast í um áratug með þekktum dávaldi og lært ýmis brögð af þeim gamla meistara. Sýningin hans í dag miðast við að fá áhorfendur til að hlægja, sérstaklega þegar þeir horfa upp á vini og vandamenn fara á kos- tum á sviðinu undir dáleiðslu Sailesh. ■ Dáleiðslan nálgast SAILESH Hann hefur meðal annars verið nefndur fyndnasti gríndávaldurinn á jörðinni á MTV. DIESEL OG DAVALOS Bandaríski leikarinn Vin Diesel og meðleikkona hans Alexa Davalos úr kvikmyndinni The Chronicles of Riddick voru glaðbeitt á frumsýningu myndarinnar í London á dögunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.