Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 16
ASÍ gerist flokkspólitískt Margir veltu því fyrir sér um helgina af hverju Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambandsins, stóð við hlið Görans Persson forsætisráðherra Svíþjóðar, Stoltenbergs formanns norska Verkamannaflokksins og Össur- ar Skarphéðinssonar, formanns Sam- fylkingarinnar, þegar stjórnmálamenn- irnir voru myndaðir á fundi í Viðey. Skýringin er sú að forseti ASÍ var í hlut- verki gestgjafa á fundinum fyrir hönd samtaka sem nefnast Samak og eru samráðsvettvangur krataflokka og verkalýðssamtaka á Norðurlöndum. Gekk ASÍ í þessi samtök fyrir rúmum fjórum árum án þess að það hafi farið hátt. Velta margir að vonum fyrir sér hvaða erindi fagleg og þverpólitísk verkalýðssamtök á Íslandi eigi í flokkspólitísk samtök norrænna krata. Alþýðusambandið var viðriðið margs- konar flokkspólitískt stjórnmálavafstur hér á landi fyrr á árum en síðan eru lið- in ár og áratugir. Hnignun sjávarútvegs Fyrir nokkrum árum hefði fréttafyrir- sögnin „Ráðherra útilokar að stöðva verkfall með lagasetningu“ ekki merkt neitt annað en að viðkomandi ráðherra vildi sýna hyggindi og láta ekkert uppskátt um fyrirætlanir sínar. En nú eru breyttir tímar. Sjávarútvegur- inn, sem einu sinni var kallaður u n d i r - stöðuatvinnugrein þjóðarinnar, getur ekki treyst því að „nei“ merki „já“ eða „kannski“ þegar um verkföll og laga- setningu er að ræða. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra fer ekki í felur með það í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ástæðan fyrir afstöðu stjórnvalda sé að efnahagslífið hafi breyst frá því fyrir þremur árum þegar síðast voru sett lög til að stöðva verkfall sjómanna. Sjávar- útvegurinn hefur ekki sama vægi í þjóð- arbúskapnum og áður. Undir þetta er tekið í gær í málgagni ríkisstjórnarinnar, Morgunblaðinu, en þar segir í ritstjórn- argrein að bankastarfsemi sé nú arð- vænlegasta atvinnugreinin á Íslandi og eðlilegt að landsmenn leggi mestar áherslur á fjárfestingu í bönkum í öðr- um löndum í stað sjávarútvegs. Eitt og annað bendir til þess að Ís- lendingar hafi meiri áhuga á póli- tík en annað fólk á jörðinni. Skyldi keppni um formannsembætti í ungliðafélagi í stjórnmálaflokki til dæmis geta orðið að stórfrétt í fjöl- miðlum nokkurs staðar í heiminum nema á Íslandi? Auðvitað myndi mikið af efni íslenskra fréttamiðla hljóma dálítið annarlega ef það væri þýtt yfir á önnur tungumál og birt sem frétt í öðru landi en margt af því sérkennilegasta snýr einmitt að stjórnmálum og þeim ná- kvæmnislega áhuga sem fólk virð- ist hafa á þeim. Áhugi fjölmiðla á formannskjöri í Heimdalli minnir líka á þá staðreynd að ungt fólk á Íslandi er enn að ganga í stjórn- málaflokka, en sá siður er að mestu aflagður í öðrum löndum. Meðal- aldur félaga í breska íhaldsflokkn- um er til dæmis sagður vera á milli sextugs og sjötugs. Ef Íslendingar væru jafn lítið fyrir að vera í flokkum og Bretar myndu líklega allir meðlimir allra flokksfélaga beggja ríkisstjórnarflokkanna á Ís- landi rúmast í einum bíósal. Svip- aða sögu mætti segja af mörgum öðrum löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum eru stjórnmála- flokkar tæpast til sem félagsleg fyrirbæri. Menn fagna auðvitað ekki þessu áhugaleysi annarra en Íslendinga á stjórnmálaflokkum. Margir hafa lýst áhyggjum af þessu og telja þetta hættulegt fyrir þá tegund lýðræðis sem ríkir á Vesturlönd- um. Flokkarnir, segja menn, tengja saman kjósendur og stjórnmála- menn. Þeir eiga að búa til kosti í þjóðmálum sem eru nægilega skýrir til að kjósendur geta valið á milli þeirra; þeir eiga að velja menn til framboðs, huga að hags- munum umbjóðenda sinna og halda uppi aga á meðal hinna kosnu svo þeir geti unnið saman að ákvörðun- um á þingi og í ríkisstjórn. Menn hafa ætlað stjórnmálaflokkum ýmis önnur hlutverk, en þetta eru líklega helstu verkefni þeirra í samtímanum. Þessum verkefnum geta flokkarnir hins vegar sinnt þótt þeir séu ekki fjöldahreyfingar enda koma almennir flokksmenn yfirleitt lítið við sögu. Lýðræðið felst þá ekki í lýðræðislegum að- ferðum við stefnumótun, eða vali á frambjóðendum, heldur í vali kjós- enda á milli þeirra kosta sem flokkarnir bjóða. Á Íslandi fá hins vegar almennir flokksfélagar að velja frambjóðendur til þings í prófkjörum en sú aðferð er lítið þekkt í Evrópu. Prófkjör eru notuð í Bandaríkjunum en þar eru flokk- arnir svo losaraleg og ógreinileg fyrirbæri að þeir gætu sennilega ekki valið sér frambjóðendur með öðrum hætti. Hugsanlegt er að prófkjörin eigi einhvern þátt í því að fólk, og það jafnvel ungt fólk, er enn að ganga í flokka á Íslandi. Sá möguleiki er auðvitað líka fyrir hendi að vinsældir íslensku flokkanna stafi af því að þeir hafi staðið sig betur en flokkar í öðrum löndum. Fáir, ef nokkrir, munu þó halda því fram að íslensku flokk- arnir hafi búið til skýra og sam- stæða kosti fyrir kjósendur til að velja á milli, eða þá að þeir séu sér- staklega agaðar og samhentar hreyfingar hugsjónamanna. Kannski eru þeir skemmtilegri en aðrir flokkar en núorðið er fram- boð á skemmtiefni orðið svo mikið að spilakvöld og kvöldvökur stjórnmálaflokka með þingmann eða ráðherra sem ræðumann geta tæplega skýrt vinsældir þeirra að fullu. Árangur íslensku flokkanna hlýtur að liggja á einhverju öðru sviði. Kannski er skýringin tvíþætt, annars vegar íslenska aðferðin við val á frambjóðendum og hins veg- ar, og þetta er líklega stærri skýr- ingin, mikilvægi stjórnmála á Ís- landi. Svo virðist sem prófkjörsað- ferðin hafi ekki orðið til þess að menn horfi víðar en áður við val á frambjóðendum. Frambjóðendur í prófkjörum þurfa að gera sig gild- andi í flokksstarfi. Þeir þurfa að puða þar um kvöld og helgar og standa vaktina. Þar verða til bandalög og fylkingar sem ráða gengi manna. Þetta er svo sem ekki dapurlegt nema fyrir þá sem þurfa að standa í þessu. Það er ekkert nema gott um það að segja ef menn hafa áhuga á sínu þjóðfélagi og vilja vinna gott starf við að gera það betra. Það sem er dapurlegt við ís- lenskan áhuga á pólitík er að hann stafar líklega að verulegu leyti af þeirri staðreynd að sérstök tegund af pólitík skiptir miklu meira máli á Íslandi en annars staðar í Evr- ópu. Engum ungum manni í Kaup- mannahöfn, Amsterdam, London eða Berlín dettur í hug að það geti skipt máli fyrir gengi hans og möguleika í lífinu hvort hann er í stjórnmálaflokki eða ekki. Ungur maður á Íslandi kemst því miður að annarri niðurstöðu. ■ Ég heyrði tvo unga stjórnmálamenn takast á í útvarpi. Annarþeirra, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar,gerði lítið úr oflæti hins, Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um hversu mikið sá flokkur hefði gert til að auka frelsi í samfélaginu. Ágúst Ólafur nefndi landbúnaðarmál sem mála- flokk þar sem íslensk stjórnvöld hafa verið einráð um og ekki tekið við tilskipunum um aukið frelsi, svo sem gert hefur verið um frelsi í flestu öðru. Þess vegna er forvitnilegt að sjá hvað þingmaðurinn ungi sagði í umræðu um mjólkursamninginn á Alþingi. Auk þess að vera á móti samningnum saknaði hann boðbera frelsisins. Hann sagði: „Ríkissjóður hefur 275 milljarða króna til að útdeila á hverju ein- asta ári og þessi ríkisstjórn hefur ákveðið að meira skuli fara í land- búnaðarkerfið beint og óbeint heldur en það sem fer í alla framhalds- skóla landsins. Hvar eru hinir ungu þingmenn Sjálfstæðisflokksins? Af hverju eru þeir ekki í salnum? Af hverju eru þeir ekki við þessa umræðu, hinir ungu hv. þingmenn sem kosnir voru á grundvelli hugsjóna um frjáls- lyndi og frjálsan markað? Það er kannski ekkert skrýtið eftir umræðu síðustu viku að þeir hafi kokgleypt allar sínar hugsjónir og gleymt þeim um leið og þeir urðu þingmenn. Við sjáum þá ekki setja nein spurningarmerki við þetta frumvarp. Þeir virðast ætla að kyngja þessum 27 milljarða króna pakka.“ Og áfram hélt hann: „Það eru bændur sem verða fyrir skaða af þessu kerfi. Það eru neytendur sem verða fyrir skaða af þessu kerfi. Um það snýst þetta. Við höfum allt of lengi búið við kerfi í landbúnaði sem er óhagkvæmt bæði fyrir bænd- ur og neytendur. Ég held einfaldlega að nú sé komið nóg. Við eigum ekki að festa þetta kerfi í átta ár í viðbót. Það er hvorki bændum né ís- lenskum landbúnaði til hagsbóta.“ Guðni Ágústsson var ekki allskostar sáttur við þingmanninn og sagði hann hrokafullan og sagði neytendur vilja íslenskan landbúnað. „Það er því mikil samstaða um íslenskan landbúnað,“ sagði ráðherr- ann. Það sem ber á milli ráðherrans og þingmannsins er svo augljóst. Ágúst Ólafur er ekki á móti landbúnaði. Hann vill honum vel. Hann vill að hann sleppi undan vernd Guðna Ágústssonar og hann fái að njóta sín í eðlilegu umhverfi. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, sagði fyrir skömmu um stuðning við landbúnað, í samtali við Fréttablaðið, að verið væri að reyna að verja fortíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlilegum viðskiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir. „Slæm rekstr- arskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað,“ segir Gylfi. Hann sagði að lega landsins og val neytenda veiti íslenskum land- búnaði sjálfkrafa ákveðna vernd. Vegna fjarlægðar frá öðrum mörk- uðum sé óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verði þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf sé á. Þá njóti markaðurinn neytendaverndar sem felst í því að Íslendingar velji ávallt í ákveðnum mæli íslenskar vörur fram yfir útlenskar af ýmsum ástæðum. „Af þeim ástæðum myndi íslenskur landbúnaður lifa áfram þótt innanlandsstyrkjum yrði hætt, þótt það yrði í smækkaðri en mun hag- kvæmari mynd,“ segir Gylfi. ■ 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR MÁL MANNA SIGURJÓN M. EGILSSON Íslenskur landbúnaður þarf að standa á eigin fótum. Ís- lensk stjórnvöld hafa verndað hann og ætla að gera áfram. Að verja fortíðina Íslenskur áhugi á stjórnmálum ORÐRÉTT Þarna uppi Já, já, það er eitthvað þarna uppi. Anna Katrín Guðbrandsdóttir Idol- stjarna svarar spurningunni: „Trúir þú á eitthvað?“ Vikan 10. ágúst. Ný undirstöðuatvinnugrein Bankastarfsemi er nú arðvæn- legasta atvinnugrein á Íslandi og skilar margfalt meiri hagnaði en t.d. sjávarútvegur. Þess vegna er eðlilegt að Íslendingar leggi nú mesta áherslu á fjárfestingar í bönkum í öðrum löndum í stað sjávarútvegs. Staksteinar í tilefni af fjárfestingu KB banka og Landsbankans í Bret- landi. Morgunblaðið 10. ágúst. Einnota listaverk Með örfáum sjaldgæfum undan- tekningum eru íslensk leikrit einnota og hverfa í gleymsku eft- ir að þau hafa fengið sína fyrstu og einu yfirhalningu í leikhúsinu. Hávar Sigurjónsson um leikrit og leikhús. Morgunblaðið 10. ágúst. Ekki pláss fyrir Mussolini Fasismi birtist oft í lýðræðisríkj- um sem hafa veikar hefðir fyrir leikreglum, svo sem í Suður- Ameríku og Ítalíu. En hér norður í höfum er tæpast pláss fyrir lít- inn Mussolini. Jónas Kristjánsson fyrrverandi rit- stjóri. DV 10. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Ég held einfaldlega að nú sé komið nóg. Við eig- um ekki að festa þetta kerfi í átta ár í viðbót. Það er hvorki bændum né íslenskum landbúnaði til hagsbóta. ,, Í DAG STJÓRNMÁLAÁHUGI JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Engum ungum manni í Kaupmanna- höfn, Amsterdam, London eða Berlín dettur í hug að það geti skipt máli fyrir gengi hans og möguleika í lífinu hvort hann er í stjórn- málaflokki eða ekki. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.