Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 34
22 11. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum... ... yngri landsliðum Íslands í körfuknattleik. Bæði drengja- og stúlkna- landslið þjóðarinnar hafa farið hamförum erlendis að undanförnu og verið sómi, sverð og skjöldur íslensku þjóðarinnar. Framtíðin er björt í körfuboltanum og vonandi ber forystu sambandsins gæfu til að hlúa að þessu afreksfólki framtíðarinnar. „Það er komin samstaða. Hafnarfjarðarmafía. Mætir í Kaplakrika.“ FH-lagið fangar vel stemninguna þessa daganasport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Miðvikudagur ÁGÚST Þegar einar dyr lokast... ... þá opnast aðrar. Ólafur Gottskálksson var rekinn á dyr hjá Keflavík en er á leiðinni til Watford á Englandi þar sem hann mun æfa næstu daga. Auk þess mun Ólafur æfa með Swansea. ■ ■ SJÓNVARP  17.35 Olíssport á Sýn.  18.50 UEFA Champions League á Sýn. Bein útsending frá leik Dynamo Búkarest og Manchester United í forkeppni meistaradeildarinnar í knatt- spyrnu.  21.00 Íslandsmótið í Motocross á Sýn.  21.30 Stjörnugolf 2004 á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 UEFA Champions League á Sýn. TILBO‹SDAGAR 16 ára landsliðið í körfu: Strákarnir unnu stórsig- ur á Finnum KÖRFUBOLTI Íslensku strákarnir í 16 ára landsliðinu eru að standa sig vel í Evrópukeppni 16 ára liða en íslenska liðið tekur nú þátt í b- deildinni sem fram fer í Brighton á Englandi. Íslenska liðið vann stórsigur á Finnum, 71-53, í fimm- ta leik sínum á mótinu í gær og hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum til þessa. Í kvöld mæta strákarnir gríðarlega sterku liði Makedóníu sem er ósigrað á mót- inu. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska liðið sem lenti 10-17 undir í fyrsta leikhluta. Eftir það fóru strákarnir að spila frábæran bolta og leiddu í hálfleik, 45-33. Finnar reyndu nokkrar leikað- ferðir í síðari hálfleik en það var sama hvað þeir reyndu, okkar strákar áttu svör við öllu. Íslenska liðið átti stórleik í gær og allir léku vel að þessu sinni. Hittnin fyrir utan var góð megnið af leiknum og var gott jafnvægi í sóknarleiknum. Enn sem fyrr spiluðu strákarnir góða vörn og hefur vörnin verið aðall liðsins hingað til í mótinu. Njarðvíking- urinn Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur með 23 stig, Hörður Axel Vilhjálmssson var með 18 stig og 8 stoðsendingar og Brynjar Þór Björnsson var með 14 stig en hann er stigahæsti leik- maður íslenska liðsins á mótinu. Íslenska liðið er sem fyrr í öðru sæti í mótinu en þjálfari þess er Benedikt Guðmundsson. ■ HJÖRTUR HRAFN EINARSSON Skoraði 23 stig gegn Finnum. Skýr og einföld skilaboð Framarar hafa unnið tvo leiki í röð og komið sér upp úr fallsæti í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu. Þegar Ólafur H. Kristjánsson tók við liðinu var staðan þó vonlítil enda sat liðið eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. FÓTBOLTI Framarar hafa hafið sína árlegu björgun á úrvalsdeildar- sætinu (Sjötta útkall) og tveir sigrar í röð, á ÍA (4-0) og Grinda- vík (2-1), komu liðinu úr vonlítilli stöðu af botninum og upp úr fall- sæti í fyrsta sinn síðan í byrjun júní. Ólafur H. Kristjánsson tók við liðinu í byrjun júlí en missti af tveimur fyrstu leikjunum. Síðan hann kom að hliðarlínunni hefur liðið náð í sjö stig út úr fjórum leikjum og bætt markatölu sína um fjögur mörk. „Ólafur kom strax með skýr skilaboð til allra leikmanna um hvað hann vill fá frá hverjum leik- manni bæði varnar- og sóknar- lega. Þetta eru einfaldar skipanir sem við reynum að fara eftir og það er gott fyrir hvern leikmenn að vita nákvæmlega hvað leik- maðurinn við hliðina á að gera. Þó svo að það hafi verið skipulag áður þá hefur hann einfaldað það aðeins og komið því betur til skila til leikmanna. Ólafur hefur líka unnið mark- visst í að bæta varnarleikinn og efla skyndiupphlaupin sem hefur skilað okkur miklu í síðustu leikj- um,“ sagði Ríkharður Daðason, fyrirliði Fram, sem hefur skorað 4 mörk í fjórum leikjum undir stjórn Ólafs en var með þrjú mörk í fyrstu níu deildarleikjum sum- arsins. „Við erum enn í „duga eða drepast“ stöðu og við komum okk- ur inn í mótið með því að vinna upp á Skaga. Fyrir þann leik held ég að allir fyrir utan okkur sjálfa hafi verið búnir að afskrifa okkur en við erum að sýna það að við erum ekki dauðir úr öllum æðum. Það er mjög gott fyrir klúbbinn al- veg eins og leikmennina að við séum komnir upp úr fallsæti. Maður veit af áhangendum Fram út um allt og nú vonast mað- ur til að þeir hætti bara að vera áhangendur og fari að verða stuðningsmenn. Við þurfum á fleiri áhorfendum að halda og með meiri stuðningi förum við vonandi að geta spilað betri fót- bolta,“ sagði Ríkharður eftir 2-1 sigur á Grindavík á mánudags- kvöldið. Ólafur sjálfur tók áhættu og setti liðið í þungt æfingaprógram í fríinu í kringum Verslunar- mannahelgina og hann ætlar sér að ná miklu meira út úr liðinu en bara að hanga í deildinni. „Það er vilji í strákunum og vinnan hjá liðinu er miklu meiri en mér hefur verið sagt að hafi verið áður og það er jákvætt,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Framara, sem ætlar sér meira með liðið en að það hangi bara í deildinni. „Við höfum okkar markmið og það er ekki bara það að hanga í deildinni. Við höfum talað um það, strákarnir, ég og Jörundur (Áki Sveinsson aðstoðarþjálfari) að við viljum aðeins meira en að bjarga okkur frá falli úr deildinni,“ sagði Ólafur sem hefur endurskipulagt liðið og augljóslega gerbreytt hugarfari leikmanna. Framarar er þó hvergi nærri sloppnir og næst á dagskrá er úti- leikur á Fylkisvelli. ooj@frettabladid.is SIGURSÆLIR FH-INGAR FAGNA SIGRI Í BIKARKEPPNI FRÍ FH-ingar, sem fóru með sigur af hólmi í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fór í Kaplakrika um helgina, sjást hér fagna sigrinum. Þeir unnu nauman sigur á UMSS en aðeins munaði hálfu stigi á liðunum. Þessi sigur frjálsíþróttafólksins er fínasta afmælisgjöf til Fimleikafélagsins sem heldur upp á 75 ára afmæli sitt á þessu ári. 58% STIGA Í HÚSI UNDIR STJÓRN ÓLAFS Framarar hafa náð í sjö stig í þeim fjórum leikjum sem Ólafur Helgi Kristjánsson hefur stjórnað af hliðarlínunni. STIG FRAM EFTIR MÁNUÐUM: Maí: 4 af 9 mögulegum (44%) Júní: 1 af 15 mögulegum (7%) Júlí: 5 af 12 mögulegum (42%) Ágúst: 3 af 3 mögulegum (100%) STIG FRAM EFTIR ÞJÁLFURUM: Ion Geolgau: 5 af 24 (21%) Jörundur Áki Sveinsson: 1 af 3 (33%) Ólafur Kristjánsson : 7 af 12 (58%)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.