Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 23 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Þeir kappar, Gunnar Viðarsson ogStefán Arnaldsson, langbesta dómarapar okkar Íslendinga í hand- knattleik og þótt víðar væri leitað, munu dæma á ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast á morgun. Þetta er enn ein skrautfjöð- urin í hatt þeirra fé- laga og fer að verða erfitt að koma þeim fleirum fyrir. Þá verður Kjartan Steinbach eftirlits- dómari á vegum Alþjóðahandknatt- leikssambandsins. Karlalið Vals í handknattleik dróst ímorgun gegn sviss- neska liðinu, Grass- hopper frá Sviss, í 2. umferð í Evópu- keppni félagsliða. Valsmenn eiga fyrri leikinn og verður hann háður 9. eða 10. október. Í3. umferð í áskorendakeppni Evr-ópu, sem verður í nóvember, dróg- ust Framarar gegn rúmenska liðinu Uztel Ploiesti og fengu Framarar fyrri leikinn á heimavelli og er hann á dagskrá í nóvember en ekki liggur fyrir nákvæm dagsetning. Nú er talið líklegt að enski lands-liðsmaðurinn Michael Owen, leikmaður Liverpool, gangi í raðir spænska stórliðsins Real Madrid á allra næstu dög- um. Kaupverðið er talið vera 10 miljónir punda og þar að auki fengi Liverpool Fernando Morientes eða Samuel Eto’o. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Owens hjá Liverpool í langan tíma og hefur hann ítrekað neitað að skrifa undir nýjan samn- ing. Þegar Steven Gerr- ard samþykkti að spila áfram með Liverpool héldu flestir að Owen myndi gera slíkt hið sama en svo virðist ekki ætla að fara. Franski knattspyrnumaðurinnJermaine Aliadiere, sem er á mála hjá ensku meisturunum í Arsenal, verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik um samfélags- skjöldinn á sunnudaginn. Leikið var Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í Wa- les og lauk leiknum með sigri Arsenal, 3-1, gegn bikarmeisturum Manchester United. Og aðeins meira um Arsenal.Francis Jeffers, leikmaður fé- lagsins, mun vænt- anlega spila sem lánsmaður hjá Charlton Athletic í vetur. Arsenal keyp- ti Jeffers fyrir væna summu árið 2001 en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá félaginu og var lánaður til Everton á síðasta tímabili. Sú dvöl endaði illa því leikmannin-um og David Moyes, fram- kvæmdastjóra Everton, lenti saman síðastliðið vor og þar með varð ekk- ert úr því að Everton keypti leik- manninn eins og til stóð. Southampton hefur hafnað tilboðifrá Aston Villa í sóknarmanninn snjalla James Beattie. Talið er að tilboðið hafi hljóð- að upp á sex millj- ónir punda en það er að minnsta kosti tveimur milljónum minna en Sout- hampton vill fá fyrir leikmanninn sem hefur verið helsti markaskorari liðsins undanfarin ár. Mörg önnur lið eru á höttunum eftir Beattie og þar má nefna Charlton Athletic, Newcastle United og Totten- ham Hotspur. Birmingham City hefur samið viðfyrrverandi leikmann Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, mið- vallarleikmanninn Darren Anderton, til eins árs. Leik- maðurinn, sem er 32 ára gamall, var leystur undan samningi við Tottenham í sumar en hann hefur verið meiðslum hrjáður undanfarin misseri. Talið er að hann fái borgað fyrir hvern leik sem hann spilar. Hughes dæmdur í sex ára fangelsi Lee Hughes, leikmaður enska úrvals- deildarfélagsins WBA, hefur verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar. Hinn 28 ára gamli Hughes var fundinn sekur um manndráp af gáleysi en hann keyrði 13 milljón króna Mercedes-bif- reið sinni, af gerðinni CL500, á annan bíl, Renault Megane, þann 23. nóvem- ber síðastliðinn. Hughes stakk af á hlaupum og gaf sig ekki fram við lög- reglu fyrr en 36 tímum síðar. Hinn 56 ára gamli Douglas Graham, sem var fjögurra barna faðir, lést við áreksturinn en hann sat í baksæti bif- reiðarinnar. Fimmtug kona hans, Maureen, slasaðist alvarlega en þau hjónin höfðu þáð far heim þetta örlaga- ríka kvöld eftir skemmtun í nágrenninu, af kunningja þeirra, Al- bert Frisby. Frisby þurfti að dvelja í þrjá mán- uði á spít- ala eftir áreksturinn og er nú bundinn við hjóla- stól. Hann sagði við vitnaleiðslur að hann hefði séð bifreið Hughes nálgast á öfugum vegarhelmingi. Hughes viðurkenndi að hafa drukkið tvö viskíglös þetta kvöld. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í sex daga, neitaði Hughes sakargiftum en það tók kviðdóminn þó ekki nema 90 mínútur að komast að niðurstöðu. Hughes, sem ber gælunafnið „Ginger Ninja,“ var á sínum mjög öflugur fram- herji og til að mynda seldi WBA hann til Coventry árið 2001 fyrir 5 milljónir punda. Dvöl hans þar varð þó skamm- vinn og hann sneri aftur til WBA ári seinna. Maureen Graham sagði að hún hefði aldrei heyrt Lee Hughes getið fyrr og að hún hefði engan áhuga á fótbolta. Hún sagði mann sinn heitinn hafa fylgt Coventry að málum, liðinu sem Hughes var einmitt seldur til eins og áður var getið. Hún sagði eftir að dómur féll að hún vonaðist til að Hughes gerði sér grein fyrir því hvað hann hefði gert fjöl- skyldu hennar: „Eitthvað hefur verið tekið frá fjölskyldu minni sem ekkert getur komið í staðinn fyrir. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við þennan missi. Enginn getur skilið þá miklu sorg og vanlíðan sem fjölskylda okkar hefur mátt þola á síðustu níu mánuðum,“ sagði Maureen Graham. Það má reikna með því að við sjáum Lee Hughes ekki framar á knattspyrnu- vellinum. ÍSLANDSMEISTARAÁHÖFNIN 2004 Þernan er Íslandsmeistari kjölbáta árið 2004 og hér sést áhöfn hennar taka við verðlaunum en hana skipa Gunnar Geir Halldórsson (skip- stjóri), Áskell Fannberg, Ólafur Axelsson, Steinn Steinssen og Trausti Ævarsson. Íslandsmótinu í siglingum lauk um helgina: Þernan fyrst í mark SIGLINGAR Þerna frá Þyt í Hafnar- firði sigraði Íslandsmótið í sigl- ingum sem lauk um helgina en keppnin var afar spennandi og að- eins eitt stig skildi að tvo efstu bátana í lokin. Góður vindur var alla keppnina en þó nokkuð sveiflukenndur frá 5-11 m/sek. Alls voru sigldar fimm umferðir og voru brautirnar nokkuð mis- munandi en flestar mjög góðar. Menn voru allmennt ánægðir með brautirnar sem lagðar voru. Þernan sigraði eins og áður sagði en hún er undir stjórn Gunn- ars Geirs Halldórssonar og hlýtur því nafnbótina Íslandsmeistari kjölbáta árið 2004. Í áhöfn Þernu voru Gunnar Geir Halldórsson (skipstjóri), Áskell Fannberg, Ólafur Axelsson, Steinn Steinssen og Trausti Ævarsson.Í öðru sæti var Sæstjarnan frá Ými í Kópa- vogi. Skipstjóri hennar er Viðar Olsen. Í þriðja sæti lenti Besta frá Brokey í Reykjavík undir stjórn Baldvins Björgvinssonar. Keppn- in var haldin af Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey. Keppnis- stjóri var Jón Rafn Sigurðsson. ■ Íslenska körfuboltalandsliðið lék þrjá landsleiki gegn Pólverjum um síðustu helgi: Spiluðu best með Eirík inn á en verst með Arnar Freyr KÖRFUBOLTI Hinn þrítugi Eiríkur Önundarson átti mjög góða endur- komu í íslenska körfuboltalands- liðið um helgina eftir að hafa ver- ið ítrekað settur út í kuldann af landsliðsþjálfurum undanfarin ár. Eiríkur hefur verið allt í öllu hjá ÍR-ingum undanfarin ár en hefur ekki hentað þegar hefur komið að því að velja leikmenn í landsliðið. Nú er aftur á móti ann- að uppi á teningnum. Það virðist henta Eiríki vel að spila eftir hraðari leikstíl Sigurð- ar Ingimundarsonar þjálfara og það sást vel í vináttulandsleikjun- um þremur gegn Pólverjum um helgina. Eiríkur skoraði 8,7 stig og gaf 4,3 stoðsendingar að meðaltali á þeim 17,7 mínútum sem hann spil- aði í leik í þessum þremur leikj- um. Eiríkur hitti meðal annars úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum (56%) og nýtti helming skota sinna í leikjunum. Hans besti leikur var tvímæla- laust í Hólminum á laugardaginn þegar hann skoraði 15 stig og gaf fimm stoðsendingar að auki. Eiríkur skoraði þá meðal annars 11 stig í röð fyrir Ísland á þriggja mínútna kafla í lok þriðja leik- hluta. Á þeim tíma náði íslenska liðið forustunni og frumkvæðinu í leiknum sem það hélt síðan út leikinn. Frammistaða hans hjálp- aði liðinu líka mikið því þær 54 mínútur og 43 sekúndur sem hann var inni á vellinum hafði íslenska liðið yfir með heilum 28 stigum, 145-117. Enginn leikmaður íslenska liðsins hafði jafnmikil áhrif á leik íslenska liðsins í þessum þremur leikjum við Pólverja og aðeins Hlynur Bæringsson (+15) og Magnús Þór Gunnarsson (+6) náðu að vera réttum megin við núllið en tólf leikmenn voru með óhagstætt skor. ooj@frettabladid.is GENGI ÍSLANDS ÞEGAR ÁKVEÐNIR LEIKMENN VORU INNÁ +28 Eiríkur Önundarson 54 mín:43sek (145-117) +15 Hlynur E. Bæringsson 91:41 (195-180) +6 Magnús Þór Gunnarsson 78:16 (171-165) -2 Fannar Ólafsson 66:26 (139-141) -2 Helgi Már Magnússon 35:53 (74-76) -2 Lárus Jónsson 22:11 (42-44) -3 Pavel Ermolinskij 13:23 (17-20) -5 Friðrik Stefánsson 49:43 (86-91) -5 Sigurður Á. Þorvaldsson 54:19 (118-123) -8 Halldór Ö. Halldórsson 3:7 (4-12) -8 Jakob Ö. Sigurðarson 11:29 (22-30) -9 Páll Kristinsson 19:54 (36-45) -9 Pálmi F. Sigurgeirsson 9:55 (14-23) -12 Páll Axel Vilbergsson 68:33 (127-139) -19 Arnar Freyr Jónsson 20:27 (25-44) EIRÍKUR ÁTTI GÓÐA LEIKI GEGN PÓLVERJUM Eiríkur Önundarson er kom- inn aftur í íslenska landsliðið og átti mjög góða leiki gegn Pólverjum um síðustu helgi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.