Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 22
Fyrstu dagana í skólanum er mikilvægt að ganga með þeim yngstu í skólann. Gott er að ganga með þeim um skólabygginguna og kynna þau fyrir stofum, salernum og mötuneyti. Mikilvægast er auðvitað að kynna barnið fyrir kennaranum. Verkmenntaskóli Austurlands í Fjarðabyggð getur bætt við nemendum næsta skólaár m.a.í grunndeild rafiðna, málmiðnanám (þ.á.m. framleiðslutækninám í samvinnu við ALCOA/Fjarðarál), sjúkraliðanám og á bóknámsbrautir (náttúrufræðabraut og félagsfræðabraut). Við skólann er starfrækt heimavist og mötuneyti. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 477-1620 eða með tölvupósti va@va.is Frekari upplýsingar eru að finna á heimasíðu skólans va.is Kennara vantar í eftirtaldar stöður við grunnskóla Vesturbyggðar. Bíldudalsskóli: Almennan bekkjarkennara Íþróttakennara Patreksskóli: Almennan bekkjarkennara Sérkennara Myndlistarkennara Skólinn tekur þátt í Dreifmenntarverkefni sem felst í nýtingu fjarfundarbún- aðar og tölva til fjarkennslu á milli skóla á svæðinu. Í tengslum við verkefn- ið fær hver kennari fartölvu til eigin afnota. Nýtt íþróttahús er á Bíldudal. Upplýsingar veitir Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri í símum 4561257 og 8641424 og netfangi nanna@vesturbyggd.is. Tölvunám í ágúst: Til að hressa upp á kunnáttuna „Í þau 18 ár sem skólinn hefur verið starfræktur höfum við boð- ið upp á sumarnámskeið,“ segir Halldór Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Tölvu-og verk- fræðiþjónustunnar á Grensás- vegi. Hann segir 30-50 mismun- andi námskeið í boði nú í ágúst, frá 6 upp í 21 klukkustund hvert og námsefnið allt tölvutengt. Það getur verið stafræn ljósmyndun, umbrot, vinna á bókhaldsforrit, heimasíðugerð og hvaðeina. En hverjir sækja svona námskeið í ágúst? „Það eru til dæmis ung- menni sem vilja hressa uppá vissa þætti tölvukunnáttunnar áður en skólinn hefst, sjálfstæðir atvinnu- rekendur og fólk úr öllum grein- um þjóðlífsins sem á erfitt með að fara í nám á öðrum tímum,“ segir Halldór. ■ Anna Sigga segir áberandi í seinni tíð hvað börn séu hvatvís og ör og fljót að bregð- ast við áreiti en telur það eiga sínar skýringar. Anna Sigga, aðstoðarskólastjóri Breiðholtsskóla: Börn eru orðin skemmtilegri en áður „Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hent- að okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börn- in hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Anna Sig- ríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóla- dagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstak- lingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hef- ur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. „Skólar eru frá- leitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutun- um eins og hentar þeirra skóla.“ Í Breiðholtsskóla standa breyt- ingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim. „Við lögðum stunda- töfluna upp þannig núna að ár- gangar geti unnið saman og kenn- arar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara.“ Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. „Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti,“ segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum að- stæðum barnanna og þeim miðl- um sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslu- miðstöðin búin að setja fram áætl- un til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau mark- mið ekki á fleiri kennara? „Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skól- ana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslu- miðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það.“ gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Rétta skólataskan: Ómissandi í skólann Þegar valin er skólataska fyrir yngstu kynslóðina þá er mikilvægt að hún sé vel gerð svo hún valdi ekki barninu einhverjum óþægind- um. Í Pennanum Eymundsson fást mjög góðar skólatöskur fyrir unga fólkið sem er að feta sín fyrstu spor á skólabrautinni. Þar er hægt að fá skólatöskur með mjúku baki og vatnsheldum botni og einnig fylgir með nestispoki og vatnsbrúsi. Bæði eru til töskur fyrir stelpur og stráka og koma þær í tveim stærðum. Mitt- isólar og ólar yfir brjóstkassann eru á töskunum sem eru stillanlegar og einnig er hægt að stilla axlarólar svo að taskan passi barninu sem best. Með sumum töskunum fylgir leikfimispoki sem hægt er að taka frá og nota einan og sér. Ekki spillir svo fyrir að töskurnar eru flottar að sjá og með alls kyns hólfum til að geyma allt skóladótið sem er auðvit- að ómissandi í skólann. Þessar tösk- ur styðja mjög vel við bakið og hafa vakið mikla lukku hjá íslenskum skólabörnum. ■ Penninn Eymundsson hefur selt Jeva-töskurnar í mörg ár og eru þær mjög vinsælar. Beckham-töskurnar hafa hlotið skólatöskuverðlaun í Skandi- navíu vegna gæða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.