Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.08.2004, Blaðsíða 25
7MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2004 Þau voru einbeitt börnin í leik- skólanum Sjónarhóli í Grafarvogi þar sem þau sátu og bjuggu til landslags- listaverk úr ýmsum náttúruefnum í umsjá Jódísar Hlöðversdóttur textílhönnuðar. Þar voru mótuð tjaldstæði á fjöll- um, fossar, vötn og meira að segja veiðimenn. Eflaust hafa útilegur sumarsins áhrif á myndefnið en fleira kemur til. „Ég fór með börnin í Listasafn Íslands. Þau voru nú ekkert sérlega spennt í byrjun en svo bara gerðist eitt- hvað þarna inni,“ segir Jódís og lýsir ferðinni frekar: „Sýningin heitir Umhverfi og náttúra og þar eru allskonar vídeóverk sem börnin höfðu gaman af. Það kom skemmtilega á óvart að þau hrif- ust áberandi mest af nútímaverk- um en minna af gömlu meisturun- um. Svo komum við að innsetn- ingu á efstu hæð sem heitir Farm- ur og er eftir Katrínu Sigurðar- dóttur. Þetta eru lítil landslags- verk í glerkössum og börnin voru svo heilluð af þeim að ég ætlaði ekki að ná þeim út úr safninu. Þau urðu fyrir hugljómun sem kom mér á óvart hjá fjögurra og fimm ára börnum. Mér tókst að fá þau með mér með því að lofa því að þegar við kæmum aftur upp á leikskóla tækjum við til hendinni og gerðum eitthvað svipað. Ég hrærði svo út gifs, lét þau hafa tréplötur og síðan líktu þau eftir myndunum á safninu en fóru samt sínar eigin leiðir. Notuðu allskon- ar efni úr náttúrunni sem við vor- um búin að viða að okkur áður og eigum til í skúffum svo sem sag, laufblöð, sand og steina. Þetta kom allt í góðar þarfir.“ Jódís er búin að koma sér upp prýðilegum skála eða Listakoti, í Sjónarhóli þar sem hún kennir krökkunum myndlist. Þar er greinilegur metnaður lagður í verkefnin og um það bil mánaðar- lega setur hún upp sýningar í skól- anum á verkum barnanna. Hún kveðst líka gera sér far um að kynna fyrir þeim heim listanna sem skili sér í auknum áhuga. „Það er gaman að sjá hvað heimsókn á listasafn dregur fram mikla sköp- unarþörf hjá þeim,“ segir hún og bætir við. „Mér fannst tilgangi ferðarinnar í Listasafn Íslands fullkomlega náð.“ gun@frettabladid.is Sköpunargleðin fær útrás: Tilgangi safnferðar fullkomlega náð Jódís myndlistakennari með áhugasaman hóp leikskólabarna á Sjónarhóli. Þau heita Dröfn, Hanna Björt, Emilía Katrín, Katla Björg og Hallvarður Óskar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ritgerðarsamkeppni fyrir unglinga: Stærðfræði yfir og allt um kring Ritgerðarsamkeppni um stærðfræði hefur verið hleypt af stokkunum á vegum félags um eflingu verk-og tæknifræðimenntunar. Ritgerðarefn- in eru: stærðfræði og tækni, stærðfræði og listir og stærðfræði allt í kring og þátttakendur eiga að vera fæddir á árunum 1988-1990. For- maður dómnefndar er Matthías Johannessen skáld og fyrstu verðlaun eru ferðatölva frá EJS. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.